Vísir - 26.08.1953, Side 1

Vísir - 26.08.1953, Side 1
43. irg. Miðvikudaginn 26. ágúst 1953. 192. tbl. Hitastig Heklu er nú 450 stig. Hefir kólnað um 80 stig frá í fyrra. itthnganir gcrðar á fjallinu. segulmagni o. fl. Hekla hefur kólnað um 80 gráður síðan í fyrra, samkvæmt mælingum, sem Þorbjörn Sig- urgeirsson framkvæmdastjóri Kannsóknaráðs ríkisins, fram- kvæmdi í fjallinu s.l. laugar- dag. Þorbjörn mældi hitann á . norðausturbarmi axlargígsins, og reyndist hann nú vera 450 stig. Við mælingarnar notaði Þorbjörn tvennskonar mæla, svokallað thermo-element og annan sjálfvirkan mæli, sem í er einskonar ,,spírall“, sem vef- ur upp á sig við vaxandi hita, en síðan má Iesa hitann á mæl- inum. Sumir hafa talið, að gufu- mökkur úr Heklu hefði verið meiri nú en oft áður síðan Hekla hætti að gjósa. Þetta er heldur ósennilegt, enda ber misjafnlega mikið á gufumekk- inum eftir því, hvernig viðrar hverju sinni. Talið er fullvíst, að jarðskjálftarnir, sem nýlega varð vart fyrir austan fjall, hafi átt upptök sín nálægt Hveragerði. Segulmælingar framkvæmdar. Þá hefur Þorbjörn Sigun- geirsson unnið að segulmæling- um hérlendis í sumar. Notaði hann til þess tæki, sem hann hefur að láni frá veðurstofunni dönsku, og fór hann víða í þessu skyni. Mæl- ingar þessar miða að því að ákveða segulkraft og stefnu, og fylgjast með breytingum, er verða á segulsvæði jarðarinnar, en þær eru miklar, sem m. a. koma fram í „misvísun“ á átta- vitum. Ætlunin er að endur- taka þessar mælingar á nokk- urra ára fresti. Aðdráttarafl mælt. Þá hefur próf. Trausti Ein- arsson unnið að mælingum á aðdráttarafli jarðarinnar á ýmsum stöðum á landinu, en til þess hefur hann tæki frá -raforkumálaskrifstofunni. .Af mælingum þessum má m.a. ráða, hvers:könar bergtegundir eru undir. Loks hefur Tómas Tryggva- son unnið að biksteinsrannsókn um í Loðmundarfirðd ásamt npkkrum- Englendingum. ¥11 rait'iifí'Stefa á hfél&im. Detroit. — Ford-verksmiðj- urnar ætla að sýna í Evrópu bil, sem smiðaður hefur verið í tilraunaskyni. Er bíllinn kallaður X-100 og er búinn svo mörgum nýjung- um, að hann hefur verið nefnd- ur tilraunastofa á hjólum. — Verður hann sýndur í Bretlandi og Frakklandi í október. Svissneskir vísindamenn hafa lengi unnið kappsamlega að mælingum á hreyfingum skrið- jökulsins á Monta Rosa. Eru þeir búnir að gera um 80 m. langan gang inn í íshelluna, og reka ógnarlanga fleina niður í gegnum hana, til að kanna hreyfingar jökulsins. Flugmað- ur einn, Geiger að nafni, mesti fullhugi Sviss á því sviði, fær- ir leiðangursmönnum vistir og lendir smáflugu sinni á jöklin- um. Myndin hér að ofan er tek- in, þegar hann hefur flogið upp af jöklinum ogheldurtilbyggða. RK brást vel við beiðni Grikkja. Genf. — Rauða kross-félög 17 bjóða hafa sent Grikkjum mikiar nauðsynjar vegna land- skjálftanna á Jónaeyjum. Birgðir þær af allskonar varningi, sem borizt hefur, nema alls um hálfri milljón dollara, og frá Genf fluttu amerískar flugvélar 20 lestir af hverskyns nauðsynjum. Meiðsli af ölvun og árekstri. í gærkveldi skarst ölvaður maður hér í bænum á flösku og var hann fluttur á læknavarð- stofuna til athugunar og að- gerðar. Meiðslin, sem voru á hendi, reyndust ekki mikil og var manninum leyft að ■ fara heim til sín að aðgerð lokinni. Arekstur. Síðdeg'is í gær varð árekstur milli tveggja bifreiða á mótum Reykjanesbrautar og Kársnes- brautar og meiddist annar bií'- reiðarstjórinn lítillega. Brunakall. Laust eftir hádegið í gær var i slökkviliðið kvatt að fæðingar- deild Landspítalans en þar hafði sviðnað út frá straubolta og 1 myndazt töluverður reykur. — Skemmdir urðu óverulegar. Ölvun við akstur. Einn bifreiðarstjóri var tek- inn fastur í gær grunaður um að hafa verið ölvaður við akst- ur. Armann stiga- hæst á Rm. Reykjavikurmeistaramótinu í frjálsum íþróttum er nú lokið og varð Glímufélagið Ármann stigahæst með 86 stig. K.R. varð næst með 82 stig. í gær lauk tugþrautinni með sigri Guðm. Lárussonar Á., er hlaut 4981 stig. Næstur varð Valdimar Örnólfsson Í.R. með 4743 stig og 3. Hörður Haralds- son Á. 4673 stig. Keppt var ennfremur í gær í 10 km. hlaupi og bætti Krist- ján Jóhannsson Í.R. þar sitt éig- ið met um röskar 14 sekúndur. Hið nýja íslandsmet hans á vegarlengdinni er 31:45.8 mín. Ráðgert að hefja byggingu Hallveigarstaða í haust. Þeir verða miðstöð félagslífs kvenna í feænum jafnframt gisti- og veitingahús. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í haust við bygg-. ingu Hallveigarstaða. Verið er að Ijúka við teikningar að hús-» inu, fjárfestingarleyfi er fengið og nú hefur byggingunni end-« anlega verið valinn staður, en hún verður á lóðinni við Garðar-* stræti milli Túngötu og Öldugötu. Hallveigarstaðanefnd hefur unnið að þessu máli frá 1945 cg hafa nú safnazt um 2 milljónir krónur til byggingarinnar, þar af eru margar herbergisgjafir Löndunarbannið: Sambykkt á- fram með 14 atkv. meiri- hluta. Brezkir fiskkaupmenn sam- þykktu með mjög knöppum meirihluta á fundi, er þeir héldu í Grimsby í gær, að halda áfram fast við löndun- arbannið á íslenzkum fiski. Á fundinum voru 330 fisk- kaupmenn og voru mjög skiptar skoðanir á því, hvort halda ætti löndunarbanninu áfram, sem marka má af því, að framhald löndunarbanns- ins var samþykkt með aðeins 14 atkvæða meirihluta. Virðist skoðun fiskkaup- mannanna í þessu máli hafa breytzt mikið frá því, er löndunarbannið hófst, en þá voru aðeins örfáir menn, sem voru því mótfallnir. — Ákveðið er, að annar fisk- salafandur verði í Hull á föstudaginn. frá einstökum svéitarfélögum1. og öðrum félögum, svo og mi an ingargjafir og fleira þéss háttar. Ráðgert er að í byggingunnj verði um 40 herbergi, a^allega' eins manns og verða herbergin leigð út að vetrinum fyrir stúllc ur utan af landi, sem dveíjast við nám í Reykjavík, en afí sumrinu er ráðgert að Hallveig arstaðir verði reknir sem gisti— og veitingarhús, þvi að þar: verða einnig' samkomu- og veifc ingasalir, og er ætlunin að hafat í þeim matsölu allt árið. Auk þess, sem þarna verður matsala og gisting, verða Hallveigar- staðir miðstöð félagslífs kvenna í bænum. Þar verða smærri sal- ir fyrir fundi einstakra félaga og félagsstjórna, skrifstofur og annað þess háttar, en allir, stærri fundir kvenfélaganna og samkomur verða í aðalsam- komusalnum. Eins og kunnugt er, var Ha’l- veigarstaðanefnd eitt sinn bú- in að fá lóð fyrir bygginguna við Tjörnina, en sú lóð þykir helzt til viðamikil, því sam- kvæmt skipulaginu, verður að byggja þar stórhýsi mikil. Það varð því að ráði, að Hallveigar- staðanefnd hvarf aftur að sinni gömlu lóð við Garðastræti, enda þótt hún hafi í upphafi þótt heldur lítil fyrir Hallveigar- staði, en þar má t. d. ekki byggja hærri hús en þriggja hæða. Nú er Sigvaldi Thordarson arkitekt að ljúka við teikningar að bygg ingunni á þessum stað, og standa vonir til að byggingar- framkvæmdir hefjist í haust. Slys í Ölfusi. Piltuir »§ stállia fæiia - af tsKÍpaðii og slasast. Uin helgina varð það slys í Ölfusi, að umg stúlka og piltur féllu af palli vöruhíls og slös uðust. Voru þau og fleira fólk að koma af dansleik, og voru eng- ar grindur á bifreiðarpallinum, svo að þau tvö, sem að ofani getur, féllu af honum, er bif- reiðin tók beygju. Var gert að meiðslum piltsins í Hveragerði, en stúlkan var flutt hingað til bæjarins og lögð í Landspítal- ann. I Suður-Kóreu var uppbyggingin hafin, áður en vopnaviðskiþtum lauk. Er hér verkefni að ræða, og bömin leggja einnig hömd á plóginn. Sýnir myndin, hvernig við ' að afna saman þeim múrsteinum, sem nota má á nýjan leik. um mikið þau hjálpa «

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.