Vísir - 26.08.1953, Síða 7

Vísir - 26.08.1953, Síða 7
Miðvikudaginn 2é. ágúst 1953. VlSIK 1 ttheifkjli 22 I viiÍB- EMHÆ ZOÆ1 þegar þau voru sezt í dimmu stofuna hans, benti Revertégat á litlu telpurnar sínar sem voru að leika sér úti í horni. — Herra Cayol, sagði hann ofur blátt áfram. — Þarna sjáið þér afsökunina mína. Eg mundi aldrei hafa beðið yður um einn eyri. En eg varð að hugsa um börnin mín. Maríus fór hjá sér meðan á þessu stóð og reyndi að gera kvölina sem stytzta. Hann vissi áð þessi fátæki fangavörður hafði eingöngu látið til leiðast að lofa hjálp sinni vegna þess hve annt honum var um Fine, og jafnvel þó að hann vildi ekki fyrirlíta manninn þá íeið honum illa að eiga að verða við riðinn svona vérzlun. En þetta varð útkljáð á fáeinum mínútum. Maríus sagðist fara til Marseilles morguninn eftir og mundi koma aftur með þessa fimmtán þúsund franka, sem Fine hafði lofað frænda sínum. Hann sétláði áð taka þá út hjá víxlara. Móðir hans hafði látið eftir síg kringum fimmtíu þúsund fránka, sem hafði verið komið fyrir til geymslu hjá herra Bérard, einum stærsta og kunnasta bankaeigandanum í Marseilles. Það var einnig af- ráðið að Fine skyldi verða eftir í Aix og bíða þangað til Maríus ■ kæmi aftur. Þegar hann fór var hanrí svo vongláður að honum fannst að bróðir hans væri þegar orðinn frjáls maður. En þegar hann steig út úr póstvágninum í Marseilles feldc hann svo óvænt og hræðileg tíðindi að heyra, að hann varð sem steini lostinn. Bérard bankaeigandi var orðinn gjaldþrota! XIII. GJALDÞROT ÞORPARANS. Maríus flýtti sér á skrifstofu bankaeigaitdans. Hami vildi ekki trúa þessari hörmulegu fregn, því áð hann var ungur og ekki veraldarvanur. Á leiðinni var hann að reyna að telja sér. trú um að þessi frétt væri ekki annað en rógur, sem einhver vondur maður hefði komið á kreik, og hann hélt dauðahaldi í þessa von. Að missa eignina var það sama sem að missa bróður sinn. Það var ómögulegt að örlögin gætu verið svo grimm. Ein- hver var að leika á fólkið. Bérard mundi áreiðanlega borga honum peningana. Hann vildi sjá þetta með eigin augum áður en hann léti sannfærast. Þegar hann kom inn í húsið greip geigvænlegur ótti hann. Nú sá hann beiskan sannleikann. Stóru stofurnar voru tómar. Skrifstofurnar, sem voru mannlausar og hljóðar, með tómum skrifpúltum og lséstum skápum, voru eins og líkhús, að hon- um fannst. Auður sem vérður að dufti lætur alltaf eftir sig dapurlegan ömurleika. Yfir skrifstofunum með tómu peninga- skápunum, skjölunum, skápunum og skrifborðunum var blær hruns og rústar. Hvar sem hann leit sá hann hvítar ræmur með innsiglum á rauðu vaxi. Maríus gekk gegnum þrjár skrifstofur án þéss að sjá nokk- urn mann. Loksins rakst hann á skrifara, sem hafði komið þarna til að sækja eitthvað sem hann átti sjálfur og hafði geymt í einu skrifborðinu. Þessi skrifari var önugúr og ókurteis og sagði honum að herra Bérard sæti inni í einkaskrifstofu sinni. Maríus fór þangað. Hánn skalf allur og gleymdi að drepá á dyr. Þarna hitti hanri bankaeigandann sem sat við skrifborðið sitt og var að raða fjölda skjala, skrifa bréf og gera upp reikninga. Maðurinn var ekki gamall, hann var hár vexti, and- litið frítt og greindarlegt, klæddur dýrindis fötum og smekk- legum, hann var með hring á hverjum fingri og allt rikmann- legt sem að honurn vissi. Það var svo að sjá sem hann hefði klæðzt hátíðaskarti til að taka á móti skiptavinum sínum og gefa þeim skýringu á ófarnaði sínum þersónulega. Þessi framkoma var djarfmannleg. Hann var hæverskt fórn- arlamb óhappanna, — eða kannske var hann erkifantur, sem var að klóra sig út úr kröggunum og hafði óskammfeilnina að vopni. Þegar hann sá Maríus varð svipur hans eins og uppmálað samvizkubit. Hann starði framan í Maríus og sagði hryggur: — Eg hefi verið að vónast eftir yðtu, herra Cayol. Eins og þér munuð skilja vil eg tala við alla þá, sem eg hefi bakað tjón. Eg vona að mér bregðist ekki kjarkur til þess. Eg vil að allir skilji að eg hefi ekkért áð skammast mín fyrir. Hann tók fram. höfuðbókina sína, opnaði hana og virtist hrærður. :— Hérna eru reikningarnir mínir, hélt hann áfram. — Skuldir mínar nema einni milljón.og eignir minar einni milljón og fjögur hundruð þúsund frönkum. Eg er vis sum að rétturinn ræður þannig fram úr þessum málum að kröfuhafar mínir bíða ekki mikið tjón. Áfallið mæðir þyngst á mér. Eg hefi misst aleigu mína og iánstraust mitta Eg hefi látið fanta rýja mig inn að skyrtunni. f 1 “ Maríus hafði ekki sagt nokkurt orð. Þegar iiann sá hve von- laus Bérard var, sorgmæddur og sjálfsásakandi, var honum ómögulegt að áfellast hann með einu orði. Það lá við að hann vorkenndi þessum mamií, sem var áð reyna að standa af sér hryðjuna með þessu móti. — Heyrið þér, Bérard, sagði hann loksins. — Hvers vegna létuð þér mig ekki vita þegar þér sáuð að voðinn var fyrir dyrum og allt var að keyra um þverbak hjá yður? Móðir mín var vinkona móður yðar. Og vegna þeirrar gömlu vináttu sem var rnilli fólksins okkar hefðuð þér átt að aðvara mig, svo að ég hefði getað tekið út peningana mína áður en þeir töpuðust. Gjaldþrot yðar sviptir mig aleigu minni og bakar mér hörmu- leg' vandræði. Bérard spratt upp úr stólnum og tók í höndina á Maríusi. — Æ, þér megið ekki segja þetta! sagði hann. — Þér megið ekki segja meira. Yður grunar ekki hve svona hræðilegar ásakanir særa hjartað í mér. Þegar eg sá hyldýpið opnast langaði mig mest til að svipta mig lífi. Eg hefi barizt. Fram til þess síðasta vonaði eg að geta bjargað peningunum, sem mér hafði verið trúað fyrir að geyma. Þér skiljið ekki hve gífurlega mikið við eigum á-hættu, sem fáumst við peningaverzltm. Maríus var orðlaus. Hvað í ósköpunum gat hann sagt við þennan mann sem afsakaði sig með því að ausa yfir sig ásökun- um? Hann hafði engar sannanir. Hann þorði ekki að segja við Bérard að hann væri svindlari. Það eina sem hann gat gert var að forða sér út sem fyrst hann gæti. Og svo talaði þessi bankaeigandi svo mannlega, hreinsMlnislega og var svo mædd- ur að maður hlaut að hafa meðlíðan með hönum. Hann fiýtti sér að komast út. Þetta áfall sligaði hann alvég. Þegar hann fór til baka gegnum stóru skrifstofurnar kom hann auga á skrifarann. Hann hafði fundið það sem hann ætl- aði að nálgast, tók hattinn sinn Ög-fór á éftir Maríusi. Hann taútaði eitthvað við og við og leit svo undarlega og efandi á Maríus og yppti öxlum. Þegar þeir voru komnir út á götuna herti hann upp hugann og sagði við Maríus: — Jæja, hvað finnst yður um herra Bérard? Duglegur leikari, er það elcki? Hurðin á skrifstofunni hans stóð í hálfa gátt. Eg heyrði hváð hann sagði og ætlaði að drepast úr hlátri þegar eg sá vonleysið úr augunum á honum. Það varð ekki annað séð en að hann mundi fara að gráta þá og þegar, manngarmurinn. Þessi heiðarlegi maður. En leyfið mér að upplýsa yður um að þér hafið verið gabbaður með afar kurtéisu móti. — Eg skil ekki hvað þér eigið við, svaraði Maríus. Á kvöldvökniini. Samvizkan er innri rödd, sem segir oss frá því, að einhver horfi á oss. © . Pilturinn kom heim með slæman vitnisburð. „Hvað heldurðu að að mér sé, pabbi?“ sagði hann. „Heldurðu að það sé erfðum eða uppeldi að kenna?“ • Maður nolckur, er átti r.tórt fyrirtæki, kom einu sinni inn í skrifstofu sína, er allir héldu, að hann hefði tekið sér sumarfrí, og kom þá að bókhaldara sín- um sofandi. Hann ýtti við hon- um og mælti: „Nú, þér sofið þá í vinnu- tímanum!" Bókhaldárinn hrökk upp, og gat ekki annað en játað yfir- sjón sína, en sagði svo, til þess að bæta fyrir brot sitt: ,.En mig dreymdi um fyrirtækið.“ Rita var saklaus! Rita Hay- worth var nýlega á ferðalagi á Spáni og var dsemd í 5 dala sekt þegar hún var í Malaga. Hún skildi ekkert hvernig á þessu stóð, en sá sem sekur var sagði þá til sín. Það var dyravörðurinn í „Miramar“- gistihúshiu. Spænsk kurteisi var honum í blóð borin, og samkvæmt henni hafði hann látið undir höfuð leggjast að setja aldur hennar (34 ár) á útlendingaskrána. Rita brosti, þegar hún fekk þessar upplýs- ingar og greiddi sektina. ® Olsen sagði Hansen að hann hefði leitað til lögfræðings eft- ir ráðleggingum. „Hvers vegna ertu að ausa ut peninígum í lögfræðing?“: sþurði Hansen. „Sástu ekki að hann las bara ráðleggmgarnar úr bók?“ „Jú, það gerði eg,“ sagði Ol- sen. „En það er bara þetta — hann veit á hvaða blaðsíðu ráð- leggingarnar standa.“ Amni fáth Bíl§kúr til leigu syðst í Norðurmýri. Upplýsingar í síma 6473, eftir kl. 7. STÚLKA óskast til eldhússtarfa á veitingastofu. Upplýsingar eftir kl. 6 í síma 2423. Hnsnæði óskast Óskum eftir 2—3 herbergj- um og eldhúsi. Fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í síma 3Ö253. EDWIN ARNASQN IINDARGÖTU 25 8ÍMI 374S Flúg yfir Atlántshafið. f frétt í Vísi 26. ágúst fyrir 35 árum ségir m. a.: „Brezka bíaðið Daily Mail, eign North- eliffs lávarðar, héfir blaða mest kvatt Breta til að æfa fluglist. Var því teMð fremur fálega í fyrstu og mikið gaman hent að blaðinu fyrir spádóma þess um framtíð flugvéla. Með- an fluglist var i bárndómi, hét Dáily Mail 10 þúsund sterlings- punda vérðlaunum handa þeim, er fyrstur flygi milli Lundúna og Manchester. Leið ei á löngu áður en þau verðlaun unnust, en nú þýkir lítilsvert að fljúga þar á milli. •— Sama blað hét fyrir noklcrum árum 10 þúsund sterlingspundum fyrir að fljúga jdir Atlantshaf. Engirin varð þó til að keppa um þau verðlaun. Nú hefir blaðið heitið þessum verðlaunum á ný, og leikur mörgum hugur á að vinna þau. 5 kr. tapaðar. Og' hér er auglýsing frá 1918, sem vitnar um að þá hafi 5 krónur verið nokkurs virði: „5 króna seðill tapaðist í Miðbæn- um. Skilist í Ingólfshöfða gegn fundarlaunum.“ Skilvísi Og skilvísi heíir ekM skort í þá aagá, sem eftirfarandi aug- lýsing vitnar um: „Emaileruð ílöng nál hefir fundizt. Vitjist óska eftir að komast í sam- band við marin, sem hefur leyfi fyrir amerískum vöru- bíl. Upplýsingar í símá 80253. — Ferðir í Kirkjustræti 4 niðri.‘ Frh. af 4. síðu. á Krísuvíkurbjarg á laugardag og sunnudag. Farið verður frá: Inðskólanum kl. 15,00 á laug- ardag og vérður gist í tjöldúm. Félagið leggur til tjöld og hit- unartæki. Á sunnudagsniorgun ,kl. ð yerður efnt til berjaferðar á sáma stað. Farið verður frá Íðnskólanum. Orlof ! efnir að vénjh til 1% dags ferðar í Þórsmörk og verðurS ekið inn í Stakkhöltsgjá á! heimleið. Lagt verður af stað kl. 14,00. Ennfremur verðun farið í Landmannalaugar, og er hugmyndin ef veður og færð leyfa að aka inn Landmanna- helli og Dómadal í austurleið, en síðan að aka úr Laugum inni Jökulgilið allt inn að Hattverí éf tök verða á að komast þang- að vegna vatnavaxta. , J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.