Vísir - 28.08.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 28.08.1953, Blaðsíða 4
« YfSIH Föstudaginn 28. ágúst 1953. WlSl'R . ÐAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fiinm Unur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.í. Hlálegt hlutverk Eins og Vísir skýrði frá fyrstur blaða í fyrradag, hafði verið • efnt til fundasr með fiskkaupmönnum í Grímsby daginn áður, til þess að ræða um löndunarbannið á íslenzkum fiski, sem nú hefur staðið bráðum heilt ár. Voru skoðanir mjög skiptar á fundinum, því að fiskkaupmenn í Grímsby höfðu alltaf gert ráð fyrir því, að þeir mundu tapa á því, ef þeir fengju ekki ís- lenzkan fisk til sölu. Mega menn minnast þess, að togaraeig- endur í Hull hétu þeim í fyrra þeim bótum fyrir tapið á íslenzka fiskinum, að skipum skyldi haldið til Grimsby, sem ella mundu vera látin leggja afla sinn á land i Hull. Má gera ráð fyrir, aö þau loforð hafi ekki verið sérstaklega vel haldin, úr því að fiskkaupmennirnir í Grimsby eru ekki ánægðari en úrslit fundarins gefa til kynna. Rúmlega helmingur fiskkaupmanna í Grimsby sat fund þenna, og voru á honum 330 menn. Síðan var efnt til skriflegrar atkvæðagreiðslu um það, hverja afstöðu skyldi taka til lönd- unarbannsins, hvort fiskkaupmenn skyldu styðja útgerðarmenn framvegis eins og' hiuffað til. Úrslitin urðu þau, að samþykkt var með naumum m iluta, að standa við hlið útgerðarmanna sem fyrr. En yfir 50 menn tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, og hafa tvímælalaust margir þeirra verið andvígir banninu. Þeir, sem halda vilja fram löndunarbanninu, geta ekki talið sig hafa unnið neinn stórsigur á fundi þessum, enda þótt þeir hafi haft meirihluta við atkvæðagreiðsluna. Sigurinn er hjá hin- irm, sem voru magnvana að heita má, þegar löndunarbannið var sett á á árinu sem leið, en hafa þó eflzt svo síðan, að aðeins var fárra atkvæða munur, þegar spurt var um afstöðu manna, og þeim var gefinn kostur á að láta skoðun sína í ljós í leyni- legri atkvæðagreiðslu, svo að ekki ætti að vera hætta á hefnd- arráðstöfunum. Eru þetta því gleðilegar fréttir á sína vísu. En því er ekki að leyna, að enn hefur ekki tekizt að leysa löndunarbannið og rjúfa einokun þá, sem brezkir útgerðarmenn Iiafa fært fiskverzlun í Bretlandi með kúgunaraðgerðum. Útgerðarmenn gera sér allt far um að koma í veg fyrir að George Dawson geti komið fiski á land eða haldið honum óskemmdum, ef hægt verður að koma honum úr skipi og upþ á hafnarbakka. Er þar ljósasta dæmið, að félag, sem hafði dregizt á að selja Dawson nauðsynlegan ís, þorði ekki að standa við heit sín, því að vafalaust hafa útgerðarmenn beitt viðeig- andi hótunum. Það er hlálegt og til harla lítils sóma fyrir Breta, sem einu sinni voru þjóða sannfærðastir urn ágæti frjálsrar verzlunar og helztu boðendur hennar, að þeir skuli nú hafa sett svo ofan og sé svo óvandir að virðingu sinni, að þeim þykir mannsbragð að því að reyna að kyrkja eina minnstu þjóð heims. Þó er rétt að taka það fram, að hér er ekki öll brezka þjóðin á sama máli <en meðan sjálf stjórnarvöldin telja sig ekki geta reist rönd við ofbeldi útgerðarmanna hafa þeir raunverulega tekið sér i hendur völdin að þessu leyti og gerast þá fulltrúar þjóðarinnar allrar. Hljóiir og hógværir menn. íú ommúnistar hafa gumað mikið af hinum glæstu hátíðahöld- um sem haldin voru í Búkarest í Rúmeníu ekki alls fyrir löngu. Fjöldi manns fór héðan til „alþýðu“lýðveldisins austur þar, og þaðan komu fregnir frá fréttaritara Þjóðviljans, er ekki mátti vatni halda. Fréttapistlarnir streymdu að —■ þar til maðurinn var skyndilega kominn austur. Þá tók snögglega fyrir flauminn. En þetta kemur þeim ekki kynlega fyrir sjónir, sem fóru austur og voru ekki blindir. Jafnvel kommúnistarnir í ferða- laginu — því að til þess að hópurinn yrði sem stærstur, fengu fleiri að fara en rétttrúaðir einir — sáu að bak við hin glæstu Potemkins-tjöld mótsins, var kúguð og beygð þjóð, er skorti flest af því, sem mönnum þykir gera lífið bærilegt. En það sem ,einkum stakk í stúf við lofgerðdr hinna blindu kommúnista var frelsisskerðingin á öllum sviðum. Menn höfðu ekki einu sinni átt von á því, að þjóðin væri eins rækilega bundin á höndum og fótum og raun bar vitni. Vísir skýrði í gær frá því, sem bar fyrir augu eins ferða- langanna, er hafði augu og eyru opin. Væntanlega gefst blaðinu kostur á að skýra nánar frá för Búkarestfaránna á næstunni, því af nógu er að taka..:íEn furðulegt væri, ef eins margir kommún- istar kæmu heim og hófu þessa för, enda nokkurn veginn víst, að ýmsir hafa kastað trúnni við að kynnast allri „dýrðinni". ílr cjötuUuu Monsieur Vigfús greiddi henni lokka.......... 0 Utilegumannætni ivrir 86 áruisi. í Þjóðólfi 25. febrúar 1865 er svolátandi yfirlýsing án þess að fiekara tilefni sé gelið: „Út af getsökum nokkrum, sem mér voru gjörðar og haföar voru í hámælum af sumum þar heima í sveit minni næstliðið sumar og haust, hefi eg nú, síðan uður kom til sjóróðra, út- vegað viðurkenningu þá sem eg hér með verð að auglýsa: Eftir tilmælum monsieur Vigfúsar Vigfússonar votta eg hér með, að hann keypti af mér lokka í hitteðfyrra, og borgaði fyrir þá 11 mörk, en hefur nú bætt við 10 mörkum, alls 3% dal, svo að honum eru lokkarn- ir að öllu leyti frjálsir. Rvík, 13. febr. 1865. Sigríður Jónsdóttir. Af þessari viðurkenningu geta allir sveitungar mínir, og aðrir, séð að hinar áminnstu getsakir eru tilhæfulausar. Staddur í Reykjavík, 13. febr. 1865. Vigfús Vigfússon frá Minni Ökrum. í Blönduhlíð. I Yfirlýsing út af fjalla’þjófum. í sama blaði, þ. e. Þjóðólfi frá 9. maí 1865 er svohljóðandi auglýsing eða yfirlýsing birt: „Vegna þess að eg hefi heyrt svo marga íslendinga tala um að fjallaþjófar séu til, sumir eru að hálfrífast um það í dag- blöðunum og sumir heima, en enginn hefur hug eða kjark til að vita hvort þeir eru til eða ekki. Nú býðst eg til að hjálpa þeim sem halda að þeir séu til, vegna þess að eg hefi séð vistir eftir þá á Landmannaafrétt; samt með því móti eg fái með mér 60—100 manna og fái að ráða útbúningi þeirra og öllu sem þar að lýtur. Nú bið eg alla mína landa, sem halda eða vita til þeirra að láta mig vita það, því það hefði gömlu íslendingunum þótt skynsamlegra að fara og sjá híbýli þeirra heldur en að vera að klifast á því fram og aftur bæði í blöðunum og heima á pöllum. Runólfur Runólfsson, steinhöggvari.“ Sýnir framangreind auglýs- ing hina miklu útilegumanna- trú, sem ríkti hér fram eftir öllu og langt fram á síðustu öld. Féll í hvalpottinn. í októbermánuði árið 1864 vildi það slys til a&Ljótsstöðum í Vopnafirði að barn á 4. ári féll í pott með sjóðandi vatni og beið bana. Varð slysið með þeim hætti að mótir barnsins var að sjóða Framliald á 7. síðu er sSjrMéð Izvestija barmar sér yfir lélegum „sirkusklunnum.“ Jafiivel þeir eru starfirækt- ir með ríkisá Frá því var skýrt í þessurr þætti í fyrradag,* að svo væri að sjá af rússneskum blöðum, að allskonar „auðvaldskvillar“ þrifust í Rússlandi, því að menn væru þar hinir mestu svikalirappar. Slíkt er vitanlega næsta lygilegt, en þar sem heiðiárleg blöð eru borin fyrir sögum af slíku, getum vér ekki dregið það í efa, að sagt sé rétt frá bellibrögðum austur þar. Og nú kemur þáð á daginn, að fífi hringleikhúsanna austur þar hafa glatað gleði sinni — senni- lega vegna hins' óviðunandi ástands þar á öllum sviðum. Izvestija sagði a. m. k. 14. þessa mánaðar, að fífl og sér í lagi skemmtileg fífl væru að heita má horfin úr hringleik- húsum landsins, og blaðið gerði kröfu til þes's, að menn gerðu gangskör að því að semja „fjörlega, skemmtilega brand- öfa fýftii:þau.“ '“■ Enn sagði blaðið frá því, að það henti iðulega að hring leikahús sýndu í Moskvu, á þess að fífl væri þar með, og öllum hringleikahúsum Ráð stjdrnarríkjanna væru aðein 18 slíkir menn, og því miðu væri það svo um flesta þeiiri að þeir væru þrautleiðinlegir. Orsökin er sú, að menn þeij sem starfa hjá ríkinu við a stjórna hringleikahúsum lands ins — því að vitanlega er þa um þjóðn^tingu að ræða - réðu fáa fnenn til þess að semj; skemmtisögur og brandara fyri fíflin. Menn þessir semdu ýmis legt, sem væfi að vísu of lélegt til þess að það mætti heyrast Moskvu, en slíkir brandara fengju þó opinbera viðurkenn ingu og væru sendir út un landið, því að allt væri nógi gott í sveitamanninn. Izvestija komst því að þeirr niðurstöðu, að ekki væri aðein: þörf fyrir fleiri „sirkúsklunna" •helduft þyrfti béinlíais að ko-hií á fót fleiri hringleikahúsum. — Húsmæður hér i bær hafa öðru liverju sent Bergmáli b.réf varð- andi matarkaup, og liafa sitt hvað að segja. Fyrir nokkru sendi lnis- móðir mér bréf, þar sem liún kvartar undan því, að ekki fáist fiskur í Reyk.javík, og bað, mig þá að sctja fram alvarlega kvört- un í þvi sambandi. Auðvítað var það gerl, en aftur á móti er eg hræddur um, að lisksalar geti lítið við því gert. hvort fiskur veiðist eða ekki. í gær sendi mér svo ein ágæt kona bréf, þar sem hún gerir kjötmálin að umtals- efni. Dilkakjötið komið. i Þessii bréfi verð ég áð gera ofurlítil skil, en efni þess er á þá lcið, að kjötið sé alltof dýrt, þegar það kemur fyrst á markað- inn á sumrin. Um kjötverðið og ástæðurnar fýrir þvi að það þarf að séíja á þessu verði, þori eg ekki að dæma, en aftur á móti get eg ekki lialdið því fram, að það sé dýrara en við má búast. Ekki get eg tekið undir ummæli húsmóðurinnar — en eg vona, að lnin lesi þenna pistil — um að okurverð sé á kjötinu. Dilka- kjötið, sem nú er komið, kpstar undir 30 krónum kilóið, og má vel gera verri matarkaup. Búkarestförin. Þegar nokkur liópur ungmenna lagði af stað héðan til Búkarest vakti sú för nokkurt umtal, eins og vonlegt var. Voru menn ekki á einu máli um, livernig þessi furðu lega ferð myndi takast, en all- flestir, held eg, töldu hana hreina áróðursferð kommúnista. Nú eru Búkarestfarar komnir heim, eðá nokkur hluti þeirra, og hafa feng- izt fregnir af þvi, hvernig þeira reiddi af. Það fór eins og margir ætluðu, þrátt fyrir skrif Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi, að austurförin varð miklu fremur til aóð svifta grímiinni af konnn- únistum en að verða þeim neitt auglýsingarefni. Yfirborðið fagurt. Það var .svo sem auðvitað, að móttökurnar yrðu góðar, því nú var uiii að gera að sýnast, þar sem hvorki meira né minna en 106 þjóðum var boðið til Búka- rest. Sjálfsagt liefur förin tckizt prýðilega í augum sálsjúkra komnúmista, en í förinni voru líka menn, sein óskuðu að horfa með óbrjálaðri skynsemi á hhit- ina. 1 gær birtist i Vísi fróðlegt viðtal við einn af Búkarestförun- um, sem á lilutlægan hátt reyndi að gera sér grein fyrir því, hvern ig ástandið austan járntjalds væri. Eg held, að kommúnistmn hafi ekki orðið kápan úr klæðinu að þessu sinni. — kr. Gáta dagsins. Nr. 498. Eins og nóttin er eg bíakkt, upp þó flesta í lieimi lýsi; mörgu frá þó skýri skakkt, skylt ei’, mig að allir prísi. Svar við gátu nr. 497: Eva. Þau væru 18 að vetrarlagi en 30 á sumrin, og 30, er ferðuðust um. í sumum héruðum væru alls engin föst hringleikahús, og mörg sýndu á stöðum, þar sem ekkert væri til að sitja á néma baklausir bekkir. Já, það er svo sem að furða, þótt? þélm 'stöbkvi* ekfci f bbbs, „klunnunum“ þar fyrir austan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.