Vísir - 07.09.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 07.09.1953, Blaðsíða 1
:3suðí ' 'V."(,»-,* «3,. irg. •>**<»M8*h*'KÍ Mánudaginn 7. september 1953. 202. tbl. , 'Sf Banaslys á Mikkibraut jai'iii Oddsson læknir bíoui* bana í bílslvsi. uiúmt tnn á Bessastalabúið og vildu fá aó tala við forsetann. Snemma í gærmorgun varð það sviplega slys, að Bjarni ©ddsson læknir beið bana í bílslysi hér. í bænum. Lögreglunni barst tilkynning utn það í gsermorgun um sex- Ieytið, að bíll hefði oltið á Miklubrautinni, rétt við Háa- leitisveg og að þar muni hafa orðið slys. Þegar lögreglan kom á vett- vang lá bíllinn á hvolfi á veg- inum, mjög skemmdur, eink- um yfirbyggingin. Með Bjarna lækni var kona hans í bílnum, frú Ásta Árnadóttir, og höfðu þau bæði kastast út úr honum við veltuna. Bjarni var örend- ur, er að yar komið, en frú Ásta lítilsháttar meidd. Var hún flutt í -sjúkrahús til athugunar og hafði hún skrámast nokkuð á fæti, en ekki alvarlega. Bjarni Oddsson var fæddur í Reykjavík 19. júní árið 1907. Hann brautskráðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1928, og lauk embættis- prófi í læknfefræði árið 1934. Síðan var hann við framhalds- nám við ýmis sjúkrahús erlend- is. Sérgrein Bjarna var hand- læknissjúkdómar, kvensjúkdóm ar og fæðingarhjálp. Bjarni Oddsson naut almenns álits stéttarbræðra sinna sem mikilhæfur læknir, og vinsælda og trausts allra þeirra, er til hans þekktu. VerðEag fiækkar b FrakkEðfidi. Paris (AP). — Á mbrgun (þriðjudag) gengur í gildi í Frakklandi verðlækkun, sem nemur 5—10% á úm 1000 teg- undum nauðsynjavöru. Verðlækkunin er liður í sókn ríkisstjórnarinnar til að draga úr dýrtíð og koma efnahag þjóðarinnar á tratas'tari grund- völl. __________ í landskeppni Svía og Breta í frjálum íþróttum í Stokk- hólmi, sigruðu Svíar, fengu 109 stig, en Bretar 105. Sðustu fréttir. Adenauer fékk hreinan meirihluta — fékk einu þing- sæti fleira en allir hinir flokkarnir til samans. Hann fékk 244 þingsæti Frjálsir demokratar 48, þýzki fl. 15 og miðfl. 4, en þetta' eru stjórnarflokkarnir. Jafnaðarmenn fengu 150, Flóttamannafl. 27 (allt upp- bótarsæti, kommúnistar 0 og Reichsparti 0. — Kommún- istar fengu helmingi færri at- kvæði en í kosningunum 1949. Foringi Mati Mau boðar uppgjöf. Hvetur menn sína til aft leggja niður vopn. London (AP). — Helzti for-: einangra spellvirkjana á ó- ingi Mau-Mau-manna, síðan j byggðum svæðum, þar sem þeir Kenyatta var handtekinn, hefur' eiga erfitt með að afla mat- heitið á menn sína að hætta baráttunni. Hefur blað indverskra manna í Nairobi birt bréf, þar sem skýrt er frá því, að þessi Mau Mau-foringi hafi gefið fyrir- mæli um þetta. Einnig á hann að sögn að hafa boðið land- stjóranum brezka, Baring, að gefast upp með tilteknum skil- yrðum. Var það meðal annars eftir að Bretar höfðu fengið vitn- eskju um þessa breyttu afstöðu hins nýja foringja uppreistar- manna — Kimatis -— sem þeir létu boð út ganga um það, að Mau Mau-mönnum, er hefðu ekki gerzt sekij um afbrot, skyldu gefnar upp sakir, ef þeir gæfust upp, og áttu þeir að sýna þann vilja sinn með því að korna út úr skógunum og veifa greinum. Bretar telja annars, að það sé fyrst og fremst hungrið, sem rekur Mau Mau-menn nú til þess að hugsa ráð sitt varð- andi baráttuna gegn Bretum. Hefir verið stefnt að því að Litla telpan f ór yfir 300 m. faátt fjall á göngu sinni. tfiiii fannst örend 7—8 km. leið frá Hólmavík Litla telpan, Daðey Péturs- dlóttir, sem týndist frá Hólma- vík, fannst í gær örcnd, á svo- mefndum Þiðriksvalladal, um 7 —8 km. vegarlengd frá Hólma- vik. Þar hefur hún hnigið út af örmagna af þreytu 'og vosbúð, undir barði nokkru, þar sem hún fannst síðdegis í gær. Dað- ey litla hefði orðið fjögurra ára í dag. Lítill-vafi er á því, að.Daðey liíla hefur tekið á rás, er hún var stödd nálægt flugvellinum, og lagt leið sína upp fjall, sem liggur niður að honum, og f arið niður heiðina hinum megin og nokkuð inn éftir dalnum. Fyrsta kvöldið, sem leitað var, hefur telpan verið komin út fyrir leitarmörkin, en strax morguninn eftir var leitað, í dalnum. Þó var meiri áherzla lögð á að leita nær fyrst. Mikill f jöldi manna tók • þátt í leit- inni og þeirra meðal aldrað fólk og unglingar. Meðal þeirra, sem leituðu í gær, var t. d. 75 ára gömul kona. Leitarfólkið var flest frá Hólmavík og einn- ig úr nágrenninu. Lögðu marg- ir mjög hart að sér og nutu vart svefns, meðan á leitiíini stóð. .; ¦ væla, og íbúar jafnvei verið fluttir á brott af stórum svæð- um, til þess að þeir gætu ekki veitt Mau Mau-flokkum hjálp. 200 f. skaflar i Andes. N. York (AP). — Undan- farna 10 daga hafa borizt hingað fregnir um 'það, að vetrarhörk- ur sé með eindæmum í Andes- f jöllum.. Vitað er, að nærri hundrað menn hafa'farizt, annað hvort í snjóflóðum eða orðið úti í hríðum, en uppi til dala eru fannirnar orðnar nærri 200 fet á dýpt sums staðar. Tregari hvaJ- veiðar. Rysjuveður hefur verið á hvalamiðum undanfarið og veiði heldur treg. Alls höfðu í morgun vefðzt 280 hvalir hjá h.f. Hval, eða svipað og um sama leyti í fyrra. Óvíst er, hve lengi veið- unum verður haldið áfram í ár, og fer það eftir veðri og afla- brögðum, eins og Vísir hefir áð- ur greint frá. Maður slasast í togara. KI. 10,15 á laugardagsmorg- urr vildi það slys til, að maður féll niður í lest togarans Egils Skallagrímssonar við bryggju hér. Maður þessi, sem heitir Guð- jón Guðlaugsson, Lokastíg 26, var þegar fluttur í sjúkrabil í Landspítalan'n til athugunar. — Ekki er kunnugt um meiðsli hans. Fangaskipfjufi- uim leíkið. Tokyo (AP). — Fangaskipt- um í Panmunjom er lokið. Kommúnistar skiluðu nærri 13. þús. föngum, en Sameinuðu þjóðirnar 76.000. Bandarísikr flugmenn voru meðal þeirra síðustu sem af- hentir voru, þeirra meðal nokkrir sem kommúnistar sögðu hafa játað á sig þátttöku í sýklahernaði. ;— Fangarnir segja, að þeir hafi verið pynd- .aðir ¦'til. slíkra játninga.: Þetta er ekki stefni á skipi, eins og maður skyldi ætla, heldur er þetta mynd af fram- hlið nýjasta verzlunarhúss Kaupmannahafnar, sem er dá- lítið bogin. Hefur ljósmynd- arinn síðan kopierað filmuna bæði á „réttunni og röngunní" og sett myndimar saman, svo að þær verða eins og sést hér að ofan. • Einum af bílum forsetans stolið, Tílraun gei'ð tíl ái( istela öðrum. f fyrrinótt réðust tveir ókunn- ir menn heim á forsetabúið á Bessastöðum með hávaða og gauragangi miklum og lyktaði með því að þeir stálu bíl úr eign forsetans, en færðu annans úr stað, sennilega í þeim til-< gangi að stela honum. 'I Um hálffimm-leytið í fyrri- nótt fór unglingsstúlka, sem yar við barnavörzlu frameftin nóttunni í íbúðarhúsi starfs- fólks Bessastaðabúsins að hátta. Herbergi hennar er í kjallara hússins og þegar hún var 'ný- háttuð, heyrir han rjátlað við herbergisgluggann. Fer hún þá í slopp og fer að útidyrum, opn ar þær og svipast um. Ryðjast þá að henni tveir menn, sem hún ekki þekkti og inn á gang- inn til hennar. Þar verða nokkn ar sviptingar milli hennar og annars mannsins, en ekki þó alvarlegir. Mennirnir krefjast að hafa tal af forsetanum, en stúlkan kveður hann ekki vera til tals og skipar þeim að fara út. • Eftir nokkurt þóf kemst stúlk: an upp á loft, en mennirniri verða ef tir niðri. Vekur _ hún þar konu og biður hana að koma með sér niður. En á meðan fara , innrásarmennirnir að rjátla við hurðir í húsinu og komast inn í herbergi eins vinnupiltsins. Þeir rífa af honum rúmfötin og skipa honum að klæða sig . og ganga með þeim á fund for- setans. Á meðan á þessu þófi stendur koma stúlkurnar báð- ar' ofan af lofti og verða nú enn orðahnippingar, þar til piltur Frh. a 8. síðu. Efnt til skoðanakönnunar iim fæðið hjá Hamilton. líúu £er fram 16. og 17. þ. m. Hamilton-félagið, sem hefur með höndum margvíslegar byggingarframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, hefur á- kveðið, að gefa íslenzkum starfs mönnum sínum kost á að velja sér mataræði við sitt hæfi. Eins og kunnugt er, hafa und anfarið orðið nokkur blaðaskrif vegna umkvai'tana um mat þann, sem framborinn er á veg- um Hamilton félagsins á vell- inum. Einkum munu aðfinnsl- ur mrjina hafa beinzt að því háttal igi yfirmatsveinsins að krydda matinn um of. Nú hafa forráðamenn Ham- ilton-félagsin's ákveðið, að dag- ana 16. og 17. þ. m. skuli fram fara allsherjaratkvæðagreiðsla íslenzkra starfsrnanna félagsins, og geta þeir greitt atkvæði um þrennt: í fyrsta lagi óbreytí; mataræði. í öðru lagi, að matuff skuli vera á íslenzka vísu ein« göngu, og loks í þriðja lagi, að maturinn skuli vera hvort tveggja, íslenzkur og bandar- ískur. Þá hefur Vísir frétt, að Ham- ilton-félagið hafi fleiri ráða- gerðir á prjónunum til þess að bæta aðbúð starfsmanna sinna á vellinum. Er t. d. verið að reisa tvo skála úr stálgrindum, er klæddir verða bárujárni og innréttaðir á smekklegan hátt, og verða þar samkomusalur og. kvikmyndasalur. Loks mun í ráði að koma upp bókasafni fyrir starfsmenn, þar sem. unnt verði að ,fá bækur á íslenzku og ensku að láni. _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.