Vísir - 07.09.1953, Page 4

Vísir - 07.09.1953, Page 4
▼ Isia "'■■WWipw.'-1 VWJI'1 .' Mániidaginrí 7. septeínber 1953. VXSXR D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. , Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 ltróna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vandi, sem krefst úrlausnar. Aiþjóð er nú orðið það kunnugt, hvert vandamál hefur skap- azt af þeim sökum, að síld sú, sem nú veiðist hér við Faxaflóa og fyrir suðvesturhluta landsins yfirleitt, er miklu minni en venjulegt er um þá síld, er hér veiðist á þessum tíma árs. Eins og ítarlega hefur verið skýrt frá í blöðum og útvarpi undanfarna daga, hafa síldarsaltendur efnt til fundar hér í Reykjavík, þar sem þeir hafa rætt málið vandlegá og komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki geti borgað sig að kaupa þá síld af bátunum til söltunar, sem nú berst á land. Orsökin er sú, að mikið er í henni af smásíld, en samningur sá, sem nú er fyrst og fremst hugsað um að veiða upp i — samningurinn við stjórn Rússlands — mælir svo fyrir, að einungis um það bil sjöundi hluti síldarinnar megi vera undir tiltekinni stærð. ! Samningurinn var gerður samkvæmt þeirri reynslu, sem fengizt hefur í sambandi við þessar veiðar á fyrri árum, en hún gaf í skyn, að óhætt væri að ætla, að einungis um það bil sjöundi hluti síldarinnar yrði undir vissu máli eða þyngd. Var samningurinn þ”í gerður á þá leið, sem varð, en síðan hefur það komið á ua. i:m sem fyrrum, að erfitt að reiða sig á síldina, og smásíldin er miklu stærri hluti aflans nú en áður, og er því komið sem komið ér. Varð það þar af leiðandi álit síldarsaltenda, að þeir yrðu að hætta söltun frá og með morgun- deginum, ef ekki hefði verið gerð sú breyting á fersksíldar- verðinu, að þeir gætu keypt hana, án þess að verða fyrir skakkaföllum af því, hversu smásíldin er mikill hluti aflans. Verður þá annað hvort að semja um hærra verð frá kaupend- um, eða að lækka verðið á fersksíldinni, en varla verða menn þ>á mjög fúsir til þess að gera út á reknetjaveiðar, ef þeir eiga að bera minna úr býtum en hingað til, svo að hvorug leiðin •virðist auðfarin. I En spurningin er, hvort ekki mundi vera hægt að leysa þann vanda, sem af þessu stafar, ef hér væri fullkominn niðursuðu- iðnaður, sem er mörgum áhugainál, að komið verði á fót. Nið- xirsuðuverksmiðjur mundu sennilega geta tekið við og hagnýtt þ>ann afla af smásíld, sem ekki væri unnt að nota til söltunar, og mundi þá miklu verðmæti vera bjargað, er skapaði góðan gjaldeyri. Það er á allra vitorði, að við höfum ágæt hráefni í hraðfrystingu, og síldin umhverfis landið er eihnig hin bezta, sem völ er á. Þar af leiðir, að við eigum að getá staðið öðrum þjóðurn á sporði að því er niðursuðu snertir alveg eins og við getum unnið í samkeppni á ýmsum Öðrum sviðum, þar sem sjávarfang er undirstaðan. } Því miður hefur sá galli verið á niðursuðuvarningi hér undanfarið, að gæði hans hafa verið mjög misjöfn, þótt heldur liafi þokazt í áttina. Þó verður framtíð þess iðnaðar aldrei tryggð, aldrei víst að hægt sé að framleiða að staðaldri mikið fyrir aðrar þjóðir, ef gæðin verða ekki ævinlega óaðfinnan- 3eg og varan eftirsótt af þeim sökum. Eftirlit þarf að vera gtrangt á því sviði eins og öðrum, að því er framleiðslu okkar isnertir, svo að leitað verði eftir vörunni, en við þurfum ekki ffið ganga fyrir hvern mann og spyrja, hvort þeim þóknist aö’ jkaupa. íslendingar eiga fullkomin veiðiskip, þeir eiga fulkomin tæki til framleiðslu á flestum sviðum öðrum en niðursu.ðu, og takmarkið á að vera, að við komum slíkum iðnaði upp á jiæstu árum. Það atriði má ekki vanrækja. Góðar og þægllegar hvifur eru nauðsynlegar. Svíar hafa ramisakað vísindalega, hvernig þær eiga að vera. hegar ÍQ fékk fiann Blöð sem keppa. Á Iþýðublaðið og Frjáls þjóð hafa átt í nokkurri samkeppni f*- undanfarið. Hún hefur verið sú, að þessi. tvö blöð. hafá 'verið að narta hvort í annað um það, hvort þeirra væri þjóð- legra og einlægara í baráttunni gegn því, að ísland verði er- lendurn áhriíum — eða yfirráðum — að bráð. Hefur nait þeirra verið- broslegt að ýmsu leyti, en þó leynir það sér ekki, að hér er um alvarlegt atriði að ræða. Síðan Alþýðublaðið eignaðist nýjan húsbónda, hefur það verið að gera tilraunir til þess að taka forustuna í einskonar „þjóðareiningu gegn her í landi“. Það hefur með hálfum huga verið að reyna að ltoma því inn hjá lesendum sínum, að það væri andvígt því, að komið væri upp landvörnum. Það er líka stefna Fijalsrar þjóðar — útibús Þjóðviljans. En þessir aðilar gera sér ekki grein fyrir því, að svo getur farið að „aðferð" þeirra til að firra landið erlendum áhrifum,: veröi einmitt til þess að opna það fyrir meira en ,;,áhrifum“ -annarra þjóða. Þáð mundi verða ýmsum fagnaðarefni, en þó ekki nema fáum einum. Þegar menn sofa, liggja þeir ekki grafkyrrir eins og stein- gervingar. Talið er að flestir hreyfi sig iun það bil sextíu sinnum í svefni á hverri nó*lu. Rúm eða hvílur eru m;jög mismunandi. íslenzk rúm hafa löngum verið búin þykkum undirsængum, vænum koddum og svæflum og hlýjum yfir- sængum. Þó hefur þetta verið mismunandi og margir gátu víst fyrrum sagt frá því, að í rúmi þeirra hafi aðallega verið heyruddi undir, og ef til vill rekkjuvoð úr vaðmáli breidd á. Ofan á var svo brekán. Síðar fóru íslendingar að nota fiður og dún. — Rúm hafa þó ekki aðeins á íslandi verið léleg. Á Norðurlöndum yfjrleitt var notaður hálmur undir í rúmum og var honum fleygt eftir nokkurn tíma eins og heyrudd- anum úr fasta-rúminu. Erlendir gestir sem lcomið hafa til íslands hafa oft kvartað yfir því að rúmin hér væri stuttir prjónastokkar og þyrfti menn að ligg'ja í keng í þeim — eða leggja fæturnar upp á fótagaflinn — til þess að kom- ast fyrir. Og' þetta er satt. Það eru ekki aðeins hæstu menn, sem segja að í sumum gistihús usn til sveita sé rúm stutt og óþægileg. Þó hefur þetta batnað mjög á síðari árum. Útlend rúm eru víða — en þegar þau eru með vírbotnum, sem síga niður um miðjuna — þá hugsar marg- ur: Betra væri þó að hafa slétt- an trébotn eins og í gömiu rúmunum. Nú er allt athugað og marg- prófað vísindalegá. —- Híbýla- búnaður er á mjög háu stigi hjá Svíum og leggja þeir á- herzlu á hentug húsgögn og notur, sem ekki sé almenningi ofviða að kaupa. Til þess að rúmið eða hvílan sé eins og þau eiga að vera, þarf vísinda- lega rannsókn. Og hana hafa Svíar framkvæmt og segja nú fyrir um það hvernig bezta rúm eigi að vera. Breiddin attiuguð. Sofandi maður byltir sér til og frá Talið er að breidd rúms- ins sé hæfileg þegar það er 90 cm. Það á að hafa nægilegt oln- bogarými — Þ- e- Þá breidd, sem fæst með því að mæla bilið milli olnboga karlmanns ei hann réttir handleggina beinl út. Þjið er að meðaltali á karl- mönnum 96,8 cm. — Standi rúmið frjálst, má dra'gá 13 cm. frá þessu. En standi það upp við' vegg .má ekki draga me.ra af þessumáli en 6,5 cm. Árang- urinn er sá, að rúmið má ekld vera mjórra en 90 cm, og nægir það flestum körlum. Þá er það lengdin. Útlend rúm eru víða 190 cm. á lengd. En Svíar segja að þa'ð sé of stutt fyrir 60 af 100 karla. Rúmið þurfi aS vera 200 cm. á lengd og þó muni það þá vera of stutt fyrir marga karl- menn —- en kohur géta vitan- lega látið sér það nægja. Á V rúmið< aÖ > veda hart 'eöa ' mjúkt? Lengi var það SkoðUn’ manna, að heppilegast væri að það væri hart. En nú sýna rannsóknir að heppilegast sé að það sé mjúkt. í hörðu rúmi h'rilir líkaminn á nokkurum hlutum sínum, vefirnir þrýstast þá fast saman á þessum blett- ‘um og orsakast þá óþægindi eða verkir, svo að erfitt verður að sofna. Því mýkra sem rúmið er, því dreifðari verður þrýsting- urinn á líkamshlutunum. En hengirúm eru talin varhuga- verð. Botninn á að vera alveg beinn. Þó má hann láta undan — en alls staðar jafnt. — Hann þarf þó að vera fastur fyrir og traustur. Hæð frá gólfi. Hæðin hefur sína þýðingu, ekki sízt vegna ræstinga. Bezta hæð er talin 60 cm., en svo há rúm eru varla búin til í fjöld'1- framleiðslu, því að margir vilja geta setið á rúminu sínu. Sviai halda því fram að, rúm eigi að vera hærri en 45 cm. og undir rúmið má helzt ekki vera lægra en 25 cm. og alls ekki unair 20 cm — vegna þess að uhdir rúminu þarf að vera hreint. — Líklegt þykir, að flestar hús- mæður telji mjög erfitt að hreinsa burt ryk undan svo lágum rúmum..— Gaman væri að vita hvert mörg íslenzk rúm eru í samræmi við þessar nyju kröfur Svía. Mentámálaráðherra Rússa hef- ur sagt, að í Sovétríkjunum verði gefinn út milljarður bóka á þessu ári. Næstu daga fer 5000 manna indverskt lið til Kóréú til fanga gæzlu. otsundír vita að rvu>t hringunum trá SIGURÞÖR, Hatn»r«tT*tj * Margar gerttir fyrirliggjandi. Pappírspokagerðln h.f Vttasttg 3. Alltk. pappirtpokmr EDWIN ARNASON LINOARGdTU 25 BÍMI 3743 Uli £>tvIf<Þi Hristinn Kristjánsson, feldsk^ri?,, $Tjári»agötu. 22. Sími 5644. Alla veiðimenn dreymir um að fá einhvern tíma þann stóra. Menn spyrja kunningjana sjaldnast frétta úr veiðiferð svo að ékki falli orð eitthvað á þessa leið: „Hvað var sá stærsti?" eða „Fékkstu nokkurn stóran?“ Þessir stórlaxadraumar eru svona almennir og áleitnir vegna þess m. a., að það er svo sjaldgæft að þeir rætist. Menn, sem hafa dorgað á stórlaxa- miðum á sumri hverju, árum saman, er enn að dreyma um 30 punda fiskinn sinn — og það er mjög óvíst að þeir fái hann nokkurn tíma, nema í draumi. Þessir dagdraumar veiðimanna hafa til síns ágætis nokkuð, þeir bæði auka eftir- væntinguna fyrir veiðiferðirnar og hjálpa möimum til að sætta sig við vonbrigðin þegar óskin rætist ekki. Ýmsum, sem ekki fást við veiðiskap, finnst það eflaust broslegt, að menn skuli gangi með svona draumsmíðar í koll- inum ár eftir ár og sitja tímun- um saman á . rökræðum um þær. En er því ekki þannig far- ið um flestar greinar mann- legra viðfangsefna — hvort sem þær teljast til tómstundagam- | ans eða alvarlegra starfa — að Imenn setja sér þar eitthvert 1 mark til að keppa að og verður | bæði tíðhugsað og' tíðrætt um, ; hvernig því skuli náð eða hvort það takist. Og er það í raun og veru nokkuð broslegra, að verja tíma og fyrirhöfn til þess að reyna að veiða 30 punda lax. heldur en t. d. allt það erfiði og æfingstrit, sem menn leggja á sig til þess að geta hlaupið 100 metra á sem fæstum sekúndum eða kastað. kúlu fáeinum senti- metrum lengra en nolckur hef- ur gert áður? Að sönnu fá menn verðlaunapeninga og viður- kenningar marg'skonar fyrir hlaupin og kúluvarpið, en ekki fyrir laxametin, en slíkar vi'ð- urkenningar eru sjaldan nema örlítill þáttur í gleðinni yfir að hafa náð settu marki. Stórlaxadraumar íslenzkra veiðimanna miðast við þær að- stæður, sem hér eru fyrir hendi. Það er tilgangslaust að láta sig dreyma um að fá 60-—70 punda fiska þar sem þeir eru ekki til. í Noregi væri það t. d. ekki merkilegur viðburður þótt ein- hver fengi 30 punda lax. Þar eru þeir til upp undir 80 pund og algengt að menn fái þar fiska, sem eru milli 50 og 60 pund. Stærsti fiskur af okkar laxakyni (þ. e. Atlantshafslaxi — salmo salar), sem veiðst hef- ur á stöng, veiddist í Tanaélv í Noregi árið 1928 og var rúm 79 ensk pund. Veiðimaðurinn hét Henrik Henriksen. Fiskurinn tók spón, eins og stórir laxar gera oft, .einkanlega síðari hluta sumars, þótt þeir líti ekki við annari beitu. Við getum hugs- að okkur hvernig þessi viður- eign muni hafa verið, a'ð svo miklu leyti sem við getum gert okkur gerin fyrir því að svona risafiskur séu til í raun og veru. En hér er engum veiðimanna- ýkjum til að dreifa. Sagan er sönn og svo vel vottfest sem framast má verða. Fyriv' hokkrum ánim las ■ eg Framhald á ". síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.