Vísir - 08.09.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 08.09.1953, Blaðsíða 1
ní^v «2. árg. i-íMSjíj*' Þriðjudaginn 8. september 1953. 203. tbl. Bv. Pétur Hall- dorsson taskast í of viiri. Var á leio frá (sræitlaiitli. Bv. Pétur Halldórsson kom aí Grænlandsmiðum árdegis í dag, Hann hreppti aftaka- veður á leiðinni og var tveimur sólarhringum leng- ar en togararnir eru vanir að vera, þegar veður er sæmilegt. Skipið fékk á sig marga sjói, og urðu á því nokkrar skemmdir. Gluggar á stjórn- palli brotnuðu, aðalkompás- jiíin eyðilagðist og rafleiðslur biluðu. Skipið veiddi í salt og .nemur aflinn um 300 lestum. Þegar viðgerð hefur íarið fram á skipinu fer 'það til Esbjerg með aflann og er það fyrsti saltfiskf armurinn, seni þangað fer á þessú sumri. Annar farmur til heftir selst rþangað, og fer hann " í október. Auk þessara tveggja eru 5 togarar á veiðum í salt við Grænlatid, en farmur þeirra er óseldur. Saltfiskor heldur minni en í fyrra. Saltfiskaflinn var orðinn 38.477 smái. í ágústlok og er það um 5000 Iestum minna en á sama tíma í fyrra. Meiri herzla og fleira kemur hér til greina. Blaðið hefur íengið eftirfar- andi upplýsingar hjá Fiskiféiagi íslands um saltfiskaflann og miðast allar tölur við fullstað- inn fisk: 31./8. 1953 Bátafiskur 20.730 Togarafisk. 17.747 ugsanlegt er, að Rússar taki við meira magni af miilisíld. 38.477 31./8. 19 '., Bátafiskur 21.088 Togarafisk. 22.421 43.509 31./8. 191. Bátafiskur 17.725 Togarafisk. 9.441 26.166 Lanffhelgis- brjótur tdkiitn. í gær kom varðskipið Þór tíl Seyðisfjarðar með brezka togarann „British" frá Grimsby, er varðskipið hafði tekið í land- helgi. Var togarinn á leið frá landi um 1 sjómílu innan við fisk- veiðilínuna, þegar varðskipið kom að honum. — Hefur sikp- stjóri togarans viðurkennt, að mælingar varðskipsins séu rétt- ar, og mun dómur falla í mál- inu síðar í dag. Bretí ffýgur með ofsairaia. London (AP). — Brezki flug- kappinn Neville Ðuke setti í gær nýtt heimsmet í hraðfiugi. Flaug hann 19.5 km. hraðara en bandarískur flugmaður, sem setti nýtt heimsmet á dögunum. Meðalhraði Dukes í 4 lot- um var 1171 km. á klst., en hraðast flaug hann 1189 km. Metið var sett í Hawker- Hunter þrýstiloftsflugvél. Yfirmaður flughers Breta og brezki flugmálaráðherrann hafa sent Duke heillaóskaskeyti. í dag flýgur Duke í sömu flugvél yfir Farnborough, en þar hófst í morgun flugsýning með svipuðum hætti og í fyrra. Tekið er fram, að herflugvélar Breta af nýjustu gerðum verði ekki sýndar þar — af öryg^is- ástæðum. Mynain hér að ofan er tekin í aðalstöðvum Sameinuðu Þjóð- anna í New York, þegar Mark Clark yfirhershöfðingi Sþ var að gefa Dag Hammerskjöld, framkvæmdastjóra samtakanna, skýrslu um vopnahléð. ;ur Adenaiters ¥í5ast tafinn géiiti* fyrirbo& Frakkar erii þo kvíðnir. Kommánistar þurk.aair úi a£ þingi. Akureyri verður beit búifi afira kaupstaðá ai síntakosti. Allir bæir í Glæsibæjarhreppi komnir í símasamband í haust. Gert er ráð fyrir, að allir bæ- h í Glæsibæjarhreppi í Eyja- íirði verði komnir í símasam- band í haust. Blaðið „íslendingur" hefir átt tal við Gunnar Schram, símastjóra á Akureyri, og innt hann eftir fréttum af símamál- um Akureyringa og nærsveitar- jnanna. f sumar hefur verið lagður sími inn á 14 bæi á Þelamörk, og eru þeir í sambandi við Bægisárstöðina. Þá er verið að leggja síma inn á neðri bæina í hréppnum, frá Skipalóni og Gæsum og inn með firðinum. Verða þeirallir í sambandi við ]andssímastöðina á Akureyri. ¦Verða allir- bæir í Glæsibæjar- hreppi komnir í símasamband i hausfc i Á Akureyri bíða nú um 150 manns eftir síma, en geta ekki fengið, þar eð öll númer sjálf- virku stöðvarinnar, sem eru 1000, eru þegar í notkun. Hins vegar hefur Landssíminn lagt drög að því, að stöðin verði stækkuð um 500 númer, og er unnt að koma þeim fyrir í húsa- kynnum stöðvarinnar. Líklegt er, að númerin fáist innan árs, eða vélar þær, sem nauðsyn- legar eru, en það er fyrirtækið Ericsson í Stokkhólmi, sem smíðar þær, og sá einnig um smíði vélanna, sem fyrir eru. Þegar þessi stækkun er kom- in í framkvæmd, mun Akur- eyri standa flestum eða öllum bæjum landsins framar um símakost. Heimsblöðin í morgun ræða mikið kosningasigur Adenauers kanslara og flokks hans og telja hann boða nánara samstarf V.- Þýzkalands og vestrænu ríkj- anna. — í Frakklandi er endur- vakinn himi gamli beygur við voldugt Þýzkaland. Mörg heimsblaðanna segja, að Adenauer hafi unnið mikinn persónulegan sigur, sem hann sé vel að kominn. Oll telja þau víst, að samstarfið við vestræn lönd verði traustara, og sum spá því, að V.-Þýzkaland verði hornsteinn einingar Evrópu. — Meðal stjórnmálamanna, sem hafa óskað Adenauer til ham- ingju, er Churchill forsætisráð- herra Bretlands, sem kveðst þess fullviss, að heimsfriðinum verði öryggi að sigri Adenauers, eining Evrópu verði stoð að honum, og loks muni hann trygg ign fyrir því, að Þjóðverjar haldi hreinum skildi sínum. Hjá Frökkum kennir nokk- urs beygs við voldugt Þýzka- land framtíðarinnar, en Frakkar telja víst, að Banda- ríkin muni nú styðja V.- Þjóðverja enn meira en áð- ur, og að Evrópuherinn kom- ist á laggirnar, en þær fyr- irætlanir hafa aldrei verið vinsælar í Frakklandi. Adenauer ávarpaði í gær 10.000 manns af svölum Ráð- hússins í Bonn. Hann talaði um sameiningu Þýzkalands og frels un 18 millj. íbúa A.-Þýzka- lands. Kosningaúrslitin sýndu, að þjóðin vildi einingu Evrópu og þátttöku.í Vamarsamtökum, -— hún hefði samþykkt þessa stefnu með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða — og meðal þeirra, sem þetta hefðu sam- ¦þykkt, væru tugþúsundir ungra kjósenda, sem kvaddir yrðu til skyldustarfa vegna varnarsam- takanna. „: Mikið er rætt um hrakfarir kommúnista og nýnazista. — Kommúnistar höfðu 14 þing- menn í fulltrúadeildinni og hafa verið þurrkaðir út. I raun réttri ætti A.-Þýzka- land að vera eins og auglýs- ing um ágæti hins kommún- istiska skipulags og fram- takssemi — auglýsing, scm V.-Þjóðverjar geta horft á út um austurgluggann. En þeim hefur ekki geðjast að því, sem þar er að sjá! Götuvharnír ú koma við Snorrabraut. Senn ^r lokið uppsetningu götuvitanna á mótum Lauga- vegar og Snorrabrautar. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Vísi, hófst vinna við upp- setningu vitanna fyrir skömmu. Er búið að setja upp járnrörin eða stólpana, sem vitarnir verða á, og enn fremur að setja í göt- una gúmmíbrettið — „varana". Aðeins er eftir að koma sjálf- um ljósunum fyrir. Saltað á morgun líka. Uunið að lausn söltunai'málsins. Ákveðið hafði verið, að síld- arsöltuh sunnanlands skyldi hætt frá og með deginum í dag, en nú hefur verið tilkynnt, að tekið verði á móti síld á morg- un líka. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum um síldarsöltun hér sunnanlands, hefur verið aug- lýst, að ekki verði tekið á móti síld til söltunar eftir dagmn £ dag, þar eð síldin sé of smé fyr- ir Rússlandsmarkað, en Rúss- ar höfðu fallizt á, að 15% af magni Faxasíldar mætti vera millisíld, en hins vegar hefur miklu meira af síldinni, ?em veiðzt hefur undanfarið, verið millisíld og því ekki öll söltun- arhæf. Vísir átti í morgun tal við Sigurð Ágústsson alþingismann, en hann hef ur tekið sæti í nef nd þeirri, sem fjallar um málið af hálfu síldarsaltenda. Rússar eru til viðtals. Sigurður tjáði Vísi, að und- anfarið hafi verið skipzt * á skeytum við rússnesk stjórn- arvöld um þetta mál, og hafa Russar svarað því til. í sam- bandi við stærð síldarinnar, að þeir séu til viðræðna um að taka meira magn af millisíld en ráðgert var í samningnum. Sagði Sigurður, að vonir stæðu jafnvel til, að Rússar fengjíist til þess að taka allt að 40% millisíldar í stað 15%, eins og fyrr segir. Á þessu stigi málsins er þó ógerlegt að segja, hver niður- staðan verður, þar eð síldarsalt- endur telja sig ekki geta greitfc jafnhátt verð fyrir millisíldinín og síld þá, sem gert var ráfr fyrir, að veiðast myndi upp i Rússlandssamningana. Verður nú unnið að því að komast að einhverjum samkomulagsgrund velli, en sjávarútvegsmálaráð- herra hefur undanfarið látið málið til sín taka, ef verða mætti til þess að lausn fengist, enda er hér um mikil verðmætí að ræða og mikla atvinnu fyrir f jölda manns. Engar vepskemnKfir. Þrátt fyrir rigninguna um helgina er ekki vitað að nein- staðar hafi orðið skemmdir á vegui 1 svo orð sé á gerandi. Vegir eru líka yfirleitt harðir og góðir eftir tiltölulega þurrka samt vor bg sumar og mildan, snjóléttan vetur, þanníg að þeir þola betur rigningar nú en oft endranær. . 1000 farþega flugskip, sem fljúga hraðar en htjóöift. Fyrir lok þessarar aldar verða í förum flugskip, sem geta flutt 1000 far^þega og flogið hraðara en hljóðið. Sú er spá kunns brezks vís- indamanns. — Hann telur, að flugskipin verði að hefja sig til flugsaf sjó, þar sem hávaðann. í borgunum, sem sé ærinn fyrir, megi ekki auka. • . : :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.