Vísir - 08.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 08.09.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 8. september 1953. ▼18 tB « Uneifkáli 33 i Marseilles eftir EMILE ZOEA VUWWWUWVUWVWUVVUViiVVhVMnWWVlWUVW'AVUWVVW Það kemur nefnilega fyrir að hann gleymir ágirndinni — vegna þess sem verra er. Fólk hvíslar um viðbjóðslegt nætursvall, ofboðslegan ólifnað.... — Þetta er nóg! hrópaði Maríus angistarfullur. Fine roðnaði og varð niðurlút. Nú hafði hún misst allt, — bæði þor og von. — Eg fer að skilja að peningar eru dýrir, sagði Maríus beískur. — Og að maður verður að selja sjálfan sig til að kaupa þá. Ó, bara að eg hefði tíma til að afl þess sem eg þarf, með eigin höndum! ’*#. i' Þau sátu þegjandi, öil þrjú — kunnu engin ráð til að bjarga philiPPe- U :,ÆM' XVIII. VONARNEISTI. Það var sár neyðin sem knúði Maríus til að leita fundar de Girouse morguninn eftir. Eftir að hann komst að raun um hver ógerningur það var að fá peningana sem hann þurfti, datt hon- um oft í hug að heimsækja gamla greifann. En eitthvað aftraði honum. Hann var hræddur við þennan stórorða og bersögla mann. Hann þorði ekki að segja honum frá bágindum sínum, og skammaðist sín fyrir að segja honum til hvers hann ætlaði að nota peningana. Ekkert þótti honum verra en tilhugsunin um að verða að trúa öðrum fyrir leyndarmálinu um flóttaáform Philippes. Og hann var hræddari við de Girouse en nokkurn annan mann. En þegar hann kom heim til de Girouse var það orðið of seint. Greifinn var nýfarinn til Lambese. Þéssi ganga heim til greiíans hafði verið svo erfið að það lá við að Máríus yrði fegirin að hann hafði farið fýluferð. Hann stóð þárna fyrir utan húsið og hugsaði. Hann vissi ekkert hvað hann átti að íaka lil bragðs. Hann brast kjark til að elta greifann til Lambesc, en jafnframt féllst honum alveg hugur við þá tilhugsun, að allt væri komið í strand. Þegar hann var á heimleið, þreyttur og dapur, mætti hann Fine. Klukkan var sjö. Blómastúlkan hafði farið í sparikjólinn sinn. Hún var með tösku í hendinni og andlitið var einbeitt og glaðlegt. — Hvert eruð þér að fara? spurði hann forviða. — Eg fer til Marseilles, sagði hún. Hann varð forvitinn og horfði á hana. Augun voru spyrjandi. — Eg get ekkert sagt yður núna, sagði hún. — Eg er með áform í huganum, en er svo hrædd um að það mistakist. Eg kem aftur í kvöld. Þér megið ekki verða vonlaus — ennþá! Maríus fylgdi henni að póstvagninum. Þegar klunnalegt far- artækið skrönglaðist af stað stóð hann kyrr og horfði á eftir því. Þarna í vagnskrjóðinum var hans eina von og þegar hann kæmi aftur færði hann honum annaðhvort gleði eða kvöl. Hann var á vakki kringum vagnstöðina allt kvöldið og at- hugaði hvern vagn sem kom. En það var einn ákveðinn vagn sem hann var að bíða eftir, og enn var Fine ekki komin. Nú gat hann ekki staðið þarna kyrr lengur. Hann varð að æða fram og aftur, eirðarlaus. Skrefin voru hröð og ör. Hann nötraði af hræðslu við að blómastúlkan mundi ekki koma aftur fyrr" en daginn eftir. í því sálarástandi sem hann var nú óvissunni um hvernig þessi síðasta tilraun mimdi fara — fann hann að honum var ómögulegt að bíða heila nótt í óvissu. Hann reikaði yfir tórgið í einskonar óráði, það var eins og hánn hefði martröð. Loks sá hann póstvagninn koma í fjarska. Þegar hann heyrði skrölta í hjólunum við hnökróttan steinflórinn, fekk hann ákaf- an hjartslátt. Hann stóð með bakið upp að tré og horfði í va!$- '’andi geðshræringu á farþegana, sem komu hver eftir annan ut úr þungum vagninum. Allt í einu tók hann andköf. í vagninmu sá hanii nærri ótrú- lega sjón. Þama var Chastanier ábóti, hár og fölur og alvar- legur. Þegar ábótinn var kominn niður á götuna rétti hann upp höndina og hjálpaði ungri stúlku niður úr vagninum. Þessi unga stúlka var ungfrú Blanche de Cazalis. Fine stóð bak við hana. Hún hoppaði léttilega niður úr vagn- inum án þess að stíga á þrepið. Og hún ljómaði eins og sól. Ferðafólkið hélt til Hótel des Princes, og Maríus, sem iil þessa hafði verið hulinn myrkrinu fór ósjálfrátt í humáít eftir þeim. ■Hann skildi ekkert í þessu .Fine mun hafa verið inni í gistihúsinu svo sem tiu mínútur. Þ.egar hún kom út á þrepin sá hún Maríus og hljóp til hans. við að vita nánar um hvernig þessu reiðir af. Svo tók hún undir handlegginn á Maríusi og fór að segja honum hvað hún hefði haft fyrir stafni um daginn. Daginn áður, sagði liún, hafði hún tekið eftir þegar Maríus var að hanna að hann skyldi ekki geta unnið fyrir þessum pen- ingum sjálfur. Auk þess hafði hún sannfærzt um það af sögum frænda síns að óhugsandi væri að finna okrara, sem væri svo sanngjarn að viðlit væri að eiga við hann. Spurningin um Philippe snerist nú fyrst og fremst um að vinna tíma, reyna að fá svo langan f^pst sem unnt væri á því að hann yrði settur í gapastokkinn. Því að það sem Fine og Maríusi sárnaði mest var þessi æru- meiðandi sýning, sem framseldi hinn dæmda spotti og formæl- ingum skrílsins. Áform blómastúlkunnar var ef til vill fífldjarft, en ef það átti að geta tekizt var það eingöngu því að þakka hve djarft það var. Hún hafði afráðið að fara beint heim til Cazalis, ná fundi frænku hans og segja henni ítarlega frá hvílíkri niðurlægingu og smán Philippe ætti von á. Hún gerði ráð fyrir að þetta mundi hafa mikil áhrif á Blanche — og að hún mundi telja þetta svívirðilega móðgun. Hún ætlaði að neyta allra bragða til að fá Blanche til að hjálpa sér. Og síðan gætu þær farið saman til de Cazalis til að biðja hann um að skerast í leikinn. Og jafnvel þó að hanm fengist ekki til að biðja um að fá refsingunni breytt, þá væri það hugs- anlegt að hann fengist til að biðja um að fá henni frestað. Og Fine datt ekki annað í hug en að fortölur hennar hefði áhrif á de Cazalis. Henni fannst það óhugsanlegt að frændi Blanche gæti orðið harður eins og steinn þegar hann sæi tár hennar. Veslings barnið lifði í þeirri fánýtu von að herra de Cazalis mundi láta undan áður en lyki. En þessi drembiláti og þrái maður vildi sjá Phillippe óvirtan, og ekkert afl í veröldinni hefði getað aftrað honum frá að tefja hefnd sína. Ef Fine hefði þurft að berjast við hann hefði hún beðið hörmulegan ósigur. Hún hefði kastað blíðasta brosi sínu og sárustu tárum fyrir svín. En henni varð það til happs að atvikin hjálpuðu henni. Þegar hún kom í þingmannahúsið í Cours Bonaparte frétti hún að húsbóndinn hefði verið kvaddur til Parísar vegna þess að þing- flokkurinn var í vanda staddur. Hún bað um að fá að tala við ungfrú Blanche. Þjónarnir svöruðu sitt á hvað. Ungfrúin væri gengin út, ungfrúin væri ekki viðlátin, ungfrúin væri- farin í ferðalag. Nú virtust öll sund lokuð. Öll áform Fine voru að engu orðin. Hún hafði byggt á þeim grundvelli að hún fengi að tala við annaðhvort de Cazális eða frændkonu hans. Þau voru bæði fjarverandi. Hún átti engan vin, sem þýddi að tala við. Og hana langaði ekki til að gefast upp og fara aftur til Aix jafn vonlaus og hún hafði verið daginn áður. Allt í einu datt henni Chastanier ábóti í hug. Maríus hafði oft Picasso (Fram af 8. síðu) En Iþegar eg stend augliti til auglitis við sjálfan migr hcfi eg ekki hugrekki til að líta á sjálfan mig sem lista- mann í hinni iniklu og fornu merkingu þess orðs. Það á við menn eins og Giotto,. Titian, Rembrandt og Goya. .... Það er illt að verða að játa þetta, dapurlegra en það kann að virðast, en þó er sá kostur við það, að það sýnir einlægni." Hvað finnst mönnum um „lista“manninn, sem svo margir hafa keppzt um að dá og apa eftir? Hefir hann ekki gert eftirhermurnar vandlega að at- hlægi? Sýningu Svavars lýkur á morgun. Málverkasýningu Svavars Guðnasonar listmálara lýkur í kvöld. Sýningin er, sem kunnugt er, til húsa í Listvinasalnum á Freyjugötu. Samtals hafa selzt 12 myndir, er teljast má gó$ sala og aðsókn hefur einnig verið góð. Yíi risýs i Að gefnu tilefni skal fram tekið, að fleiri hundruð mjólk- urframleiðendur hér á landí framleiða eins góða mjólk og þeir 15—20 framleiðendur, sem. selja mjólk til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Reykjavík, 7. sept. ’53. Kári Guðmundsson, mj ólkuref tirlitsmaður i’íkisins. Á kvöldvöknnm. sér numin af fögnuði,, - Nú hefi eg verio h r.ði hí 'hiin'óg‘kláppáði 'sárriáii' 1 >ndunum. — Eg fekk þau til að koma meo mgr hingað. Eg £•• viss um að þau geta ráðið iranx úr þessu. Og á morgun fáum Gamall sjómaður var á rölti um sjáyarþorpið þar sem hann átti heima og hitti þar að- komumann, sem var í sumar- leyfi. Sá gamli sagði margt af högum sínum og samtalinu lauk á þessa leið: „Já, hann tengdasonur minn er svo sem ágætis piltur. En hann vinnur sér bara ekkert inn. Og samt eru þau bæði á hverju kvöldi að biðja um að þau megi eign- ast barn.“ „Ojæja,“ sagði komumaður. píndur og kvalinn af „Það er kannske ekki svo gott að spoma við því?“ ,,Sei-sei,“ sagði sá gamli og saug fast pípu sína. „Það veit eg nú ekki. Eg bið þess að minsta kosti jafn heitt á hv.erju kveldi, að þau eignist ekkert.“ © Vissi ekki sitt rjúkandi ráð. í haust kom það fyrir í Svíþjóð, að- í’taðiu' einn leitaði til lög- regjurinar til þess' að fá vitn- eskju um hver hann væri. En lögreglan vissi það ekki. Þessi maður, sem unx er að ræða er matsveinn, 34 ára að aldri, kallaður Karl Erik Andersson. Þegar hann var 20 ára var hann á reiðhjóli sínu, fekk bytlu og missti minnið. Hann veit ekki hvar hann er fæddur né hvaða nafn hann hefir fengið í skírn- inpi. Hann . liefir, aldrei verið ’kállá'éUr' i hérinri, hefir ekki' kosningarrétt og hefir ekid fengið skömmtunarseðla. Nú ætlar hann að kvænast og til þess verður hann að hafa skilríki. Lögreglan hefir tekið fingraför hans og komizt að raun um að hans er ekki leitað af lögreglunni. En í vetur var ekki hægt að finna neinn, sem vissi hver hann væri, eða hvað- an hann væri upp runninn. nú Mvar er Eíjjaeval ? Þessa dagana stendur yfir málverkasýning í Listamanna- skálanum, sem ungur listmálari Jón E. Guðmundsson heldur. Aðsókn að sýningunni hefur. verið allgóð og 6 myndir hafa selst. Að mörgu leyti er sýning þessi hin athyglisverðasta frá- sjónarmiði leikmanna. Ennþá hafa listdómarar ekki getið sýningarinnar. En hvar er nú- Kjarval, sá góði maður og stór- meistari, sem mörgum ungum listamanninum hefur lagt liðs-i yrði? Sýningargestur. i Cihtí Mhhí Var.... Einu sinni var .. Fyrirspurnum móhlaða. Úr Vísi fyrir 35 árurn: — „Fyrirspurn: Herra ritstjóri! Er heimilt vegna brunahættu að setja stóra móhlaða, meira en mannhæðar háa, ékki lengra en 1—2 álnir frá búshlið íneð mörgum stórun, gluggum á? — Gildir einu hvoit þetta er gert í miðbænum eða annars staðar í bænum? Sé þetta ekki leyfi- legt, hver á þá sök á að það er látið viðgangast? Svar: Þetta mun óheimilt og váíalaust gert í heimildarléysi. Vísir beinir fyfirspurninni að öðru leyti til brunamálanefnc.ar. Nóg af óskilapeningabuddum. Og hér er, -áuglýjsing úr ..Tápað^—fundið“: „Ííökkrár nýjar peningabuddur og veski hafa fundizt. A. v. á.“ Vill að Triest verði fríríki. Loridon (AP). — Tito forsetí Júgóslavíu flutti ræðu á sunnu- dag í grennd við Triest. Hann stakk upp á, að borgin yrði gerð að fríhöfn undir al- þjóðlegu eftirliti. I Héruðin í grérind 'vildi hann.: innlima í Júgóslavíu. Hann;: kvað það sama og dauðadónx yfir Triest, ef ítalir fengju hana Þá kvað hann Júgóslava aldrei hafa aðhyllst yfirlýsingu Vest-- urveldanna frá ’49 um Triest. Að lokum skoraði hann á ítölsku stjórnina, að kveðja burt hérliðið frá landamærun- um og setjast að samninga-- borði með Júgóslövum. Talið er að samkomulag verði bráðlega um,; að Bandaríkja- menri fái; herstoðvar á Spáni. Samkomulagsumleitunum er sagt langt komið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.