Vísir - 14.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 14.09.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 14. sépíember 1953 ▼ fsm TH. SMiTH: £túlkan fií ákiptibci'iið. Skiptiborðsstúlkurnar eru tiltölulega ný stétt í þjóðfélaginu, að minnsta kosti hérlendis. Hér er ekki átt við stúlkurnar við Landssímann, því að sú stofnun er búin að slíta barnsskónum, eins og kunnugt er, heldur stúlkurnar, sem vinna við síma- afgreiðslu hjá hinum ýmsu fyrirtækjum, opinberum jafnt sem einstakra manna eða félaga. I»urfi maður að ná í einhvern forstjóra eða starfsmann fyrirtækis, í banka, stóru heildsölufyrirtæki, Eimskipafélaginu, Sambandinu eða Reykjavíkurflugvelli, anzar fyrst í símann einhver kvenmannsrödd og gefur manni samband, ef unnt er. Stúlkurnar við skiptiborðið tala við fjölda manns daglega, stundum mörg hundruð. Sumir viðskiptavinimir eru kurteisir og kunna mannasiði, aðrir ekki, eins og gerist og gengur. — Sumir gjamma í símann, án þess að segja til sín: „Er hann Jór. við?“ Aðrir segja e. t. v.: „Þetta er hjá Almennum skemmtun- um h.f. Mætti ég tala við Jón Jónsson.“ Nú, — en hvernig sem þessu er farið, ber stúlkunni við skiptiborðið að koma viðkom- andi í samband við þann, sem beðið er um, og allra helzt gera það á skjótan og kurteislegan hátt. Vitaskuld vill verða mis- brestur á því, enda misjafn sauður í mörgu fé. Sumar skiptiborðsstúlkur segja e. t. v. við mann: „Jón er ekki við,“ og rjúfa síðan sambandið án þess að gefa manni færi á að spyrja, hvernig Jón verði við, eða biðja fyrir skilaboð. Aðrar svara elskulega: „Jón Jónsson er ekki við, en verður við eftir hálftíma. Get ég skilað nokkru til hans?“ í dag verður í Samborgaraþætti Vísis spjallað við skipti- borðsstúlku, sem áreiðanlega ekki myndi rjúfa sambandið áður en málið, væri útrætt, heldur greiða úr erindi manns af kurteisi og lipurð, Ernu Baldvinsdóttur, sem er við skiptiborðið á Reyk j avíkurf lugvelli. Þecjar farið var fram á það; á haustin, eða stundaði hinn Hefur verið brýnt fyrir yður sérstaklega að vera alúðleg í símann? hvenær hver einstakur sé á vakt, því að oft er spurt um það, og þetta er sem sé ekki leiðinlegt e'ða tilbreytingar- laust. Hvað gerið þér í frístundum yðar? Þegar ég er búin að vinna? Þá fer ég venjulega heim. Eg sezt gjarna við saumaskap eða prjóna. Hef gaman að slíku. Eg fer oft á bíó, — heldur lítið um „ástarmyndir“ gefið, en finnst oft gaman af leynilögreg'lu- myndum og músíkmyndum, en Alls ekki, — og heima hjá i þó ekki nútíma-jazz. Hann er mér var enginn sími, svo að ég I ægilegur, eða kannske það sé af því að ég skil hann ekki. Það getur vel verið. (Hér lauma ég því inn í símtalið, að ég sé henni hjartanlega sammála. „Nútíma- jazz1 á að leika á afviknum stað, fjárri mannabyggðum). En á sumrin? í sumar fór ég í reglulega skemmtilegt ferðalag með vin- konu minni, — alla leið til Par- ísar. Það var ekki mjög dýrt. Við bjuggum á frekar ódýru gistihúsi, fengum lánað, „spritt suðutæki“ og mölluðum ofan í okkur sjálfar. Maturinn var ó- skaplega dýr í París. Annars sáum við víst flest það, sém ferðamenn sjá í París: Sigurbog ann, Eiffelturninn, Sacre Cæ- ur-kirkjuna, Notre Dame, Boul- ogne-skóginn, Luxemborgar- garðinn, gröf Napoleons og ila. Maður verður helzt að vita, stakt sé athugavert við það.- hafði bókstaflega enga reynslu í að tala í síma, ef svo mætti segja. En stundum er dáiítið erfitt að tala við fólk í síma. Það eru nefnilega til menn, sem ómögulega vilja segja til nafns síns í síma. Meira að segja hef- ur fólk sagt við mig, þegar ég spyr: „Hver er það, með leyfi?“, að mér kæmi það bara ekkert við. En oft er manni sagt, að spyrja, hver tali, til þess að unnt sé þá að hringja í viðkom- andi mann seinna. En margir vilja ekki skilja þetta. (Og ég fellst alveg á þetta, því að vita- skuld er dónaskapur að vilja ekki segja til sín. Með sama rétti gæti símastúlkan sagt, a'ð þeim, sem hringdi, kæmi ekk- ert við, hvort „Jón“ er við, eða ekki). Mér finnst þægilegast að svara fólki í símann, sem segir í Signubakka og auðvitað í strax hver það 'sé, eða fyrir, Louvre. Við fórum lítið hvern sé hringt, því að þá get \ í næturklúbba, enda ekki hægt við Ernu Baldvinsdóttur, að hún rabbaði svolítið við sam- borgarahöfund Vísis, svaraði hún því strax til að hún hefði víst fjarska lítið að segja, sem í frásögur vœri fœrandi, og œtla mœtti, að blaðalesendum þœtti matur í. En svo var henni bent á, að það vœri alls ekki nauð- synlegt að hafa ratað í mann- raunir, flogizt á við blámenn eða bjargað mönnum úr brennandi húsi til þess að fólk vildi lesa um mann í Samborgara Vísis, og þá lét hún til leiðast að rabba við undirritaðan. Hún er ekkert feimin við að segja aldur sinn, segist stutt og laggott vera fœdd hinn 7. apríl árið 1930, á Þórsgötunni i Reykjavík, dóttir hjónanna Guðrúnar Jóramsdóttur og Baldvins Sigmundssonar, stýri- vinsœla „paris“ en sá leikur er þýðingarmikill liður í uppeldi reykvískra stúlkna, eins og allir vita. Brúður voru vinsœl leik- tæki, miklu fremur en nú orðið. heldur Erna, og hún lék sér að „lísudúkkum“, brúðuhausum og skrokkum, allt eftir því hvernig á stóð, en þetta voru vitaskuld dýr leikföng, ekki sízt þœr, sem gátu lokað augunum og tíst ,,ma-ma“. □ En svo fannst Ernu mál til komið að fara að vinna í al- vöru, þótt ekki væri hún npma 16 ára, og nú Tæðit- ,hún : til flugmálastjórnarinnar á Reykja víkurvelli árið! '1946,og ’ þar hefur hún unnið síðan. Hvernig er að vera manns á togaranum Gylli frá j vjg skiptiborðið? Önundarfirði. ! ... , , , ,. er reglulega skemmti- Hún gekk í Austurbœjar- barnaskóla, var ekkert sérlega dugleg í skóla, að því er hún sjálf segir, en þótti gaman að lcera. — Þegar barnaskólanum sleppti, hugðist hún fara í gagn- frœðaskóla Ingimars (Austur- bæjar), en því miður gat skól- inn ekki tekið fleiri nemendur, og það telur Erna hálfgerða sorgarsögu. Þó lagði hún ekki árar í bát, heldur fór í kveld- skóla KFVM, sótti einkatíma i tungumálum, og t.elur sig hafa haft mikið gagn af því, en harmar þó, að hún skyldi ekki taka gagnfrceðapróf. Þetta hef- ur þó síður en svo orðið henni að fótakefli, enda ekki alltaf einhlítt að sitja langskólabekki, eins og alkunna er. Erna lék sér með stallsysirum sínum í Austurbænum: Var i slagboltaleik ú vörin, en „hvarf fyrtr hórn“, evhs bg ,það''‘heítir!, éf auðvitað fjarska misjafnt. Það legt. Til að byrja með var ekki búið að setja borðið í samband, en smám saman gerðist það, eitt og eitt númer í einu og ég fikaði mig áfram í þessu, og nú g 3Í ég samband við 30 númer, en fimm línur eru út í bæ. Eg liof aldrei orðið fyrir neinum erf- iðleikum í starfi mínu, en þegar ég sá í einhverju blaði, að mér héfði verið hælt fyrir lipra af- greiðslu, var mér um og ó, því að nú hlyti fólk að búast við einhverju sérstöku af mér, sem ég á líklega ekki til. Eg reyni að afgreiða fólk eins fljótt og ég get, en það er bara ekki alltaf svo einfalt, sérstaklega vegna þess, að borðið er orðið slitið, sambandið vill stundum i'ofna, og þá hef ég. orðið fyrir ónot- um, og það hefur ekkert þýtt, þó að ég í'eyndi að skýra frá því, af hvérjú þ'áð væri. En fólk ég látið þá, sem um er spurt, en ekki eru við, vita, hver hafi hringt, o. s. frv. En allt hefur þetta gengið vel hjá mér. Hvernig er vinnutími yðar? Við vinnum fi'á kl. 9—iVz, og borðum brauð eða snarl í hádeginu á skrifstofinni og hitum okkur káffi. — A skrifstofunum á Reykjavíkur- velli er indælis fólk, og reglu- lega gott að vinna með því. Þar er lítið um breytingar á manna haldi, svo að við kynnumst vel og höldum hópinn. Við erum 12 á skrifstofunni, en svo gef ég sapiband, vjð, > -ilugturn, íslökkýistöð VallaiiixíSgvélaverk- stæði, flugböfnina og fleiri að- nema í fylgd með kai'lmönnum. En París er yndisleg borg. — Annars hef ég farið norður í land til föðui'fólks míns, eða til Vestfjarða, og auðvitað aust- ur í vseitir. Það er dásamlegt að ferðast. — Nei, — ég les ekki leikarablöð (og hér hálf- skammast ég mín fyrir að sPyi’ja hana svo hjákátlegrar spurningar, og spyr): Hvernig lízt yður á nýju tízkuna? Eg veit það nú ekki, að minnsta kosti ekki þessa nýju, frönsku Dior-tízku, með stuttu kjólun- um, en annars virðist tízkan yf- irleitt vera svo laus í reipunum, að hægt er að vera í nær hverj u sem er, án þess, að neitt sér- Erna Baldvinsdóttir svarar í símann á ReykjavíkurflugvelH^. en skrifar auk þess á ritvél. Eg geng t. d. í kjól frá 1947, og ég hef ekki orðið þess var, að það þætti neitt skrítið. Er það satt, að þér skrifið dagbók. Já, það er alveg satt, og mér er strítt með henni á skrifstof- unni. Stundum eru strákai'nir að spyrja mig, hvenær hún eigi að koma út. Mér er alveg sama, og ég skrifa í dagbókina mína á hvei'ju kvöldi, það sem fyi'ir hefur borið um daginn. Eg hef gert þetta frá árinu 1944, svo að þetta eru orðnar marg'ar bækur. Þegar einni bók er lok- ið, innsigla ég hana og læsi hana niður. Mér hefur dottið í hug, að þetta gæti verið skemmtileg lesning fyrir sjálfa mig síðar meir í lífinu. Annars ætla ég- ekki að gera neitt sérstakt við dagbókina, en ég geri þetta mér sjálfri til gamans og dundurs. J Það er dálítið gaman að trúa I dag'bókinni sinni fyrir ýmsu, , sem maður ekki myndi segja i við nokkui'n mann. Dagbókin er sem sé trúnaðarvinur mitxn. Hvað segið þér um jafn- rétti karla og kvenna? Eg veit eiginlega ekki, hvað ég á að segja um þaS. Mér liggur við að halda, að þao sc hugtak, sem aðallega er í nös- unum í karlmönnum, því að jafnrétti karla og kvenna er aðeins til á pappírnum, og ég skal segja yður sögu til að rök- styðja þetta. Einu sinni tókum við okkur til, tvær stúlkur í flugvallarskrifstofunni, og sólt um námskeið, sem haldið var í flugumferðarstjórn. Þetia var þriggja mánaða námskeið, og á því voru 15 karlmenn og við tvær. Karlmennirnir gerðu rokna grín að okkur, og stríddu okkur á því, að við myndum aldrei fara í próf, en þetta stapp aði í okkur stálinu^ við lás- um vel og fórum í prófið og stóðumst það með prýði, þó að ég segi sjálf frá. Svo sóttum við um stöðu við flugumferðar- stjórn, — það vantaði 3—4 menn í það starf. Okkur var ó- sköp kurteislega sagt, að við kæmum ekki til greina vegna þess, að við værum kvenmenn. Svona fór um jafnréttið á þessu sviði. Sem sé: Þó að maður sýni e. t. v. sömu kunnáttu og sömu leikni og kai’lmennirnir, verð- um við að gjalda þess, að við erum kvenmenn og fáum ekki stöðurnar. □ En þegar hér er komið sög- unni, finn ég, að talið fer að i'ærast: yfir á háskaleg; svið. Eg vil helzt ekki ræða meira um jafnrétti kai'la óg kvenná, eða kvenréttindi. Vitanlega e:' ég sammála ungfi'ú Ernu um þetta atriði, og styð eindregið kenn- inguna um sömu laun lyrir sömu vinnu. Á ö'ðrú er okkur ekki stætt. A'ðeins ýildi ég leggja til, að kvenfólk tæki of- an í kvikmyndahúsum og á hljómleikum, yfirleitt innan húss. í þeim efnum krefst ég. jafnréttis, — fyrir okkur karl- mennina. En þetta var útúrdúr, og svo. þakka ég Ernu fyrir komuna, en öllúm, sem hringja í númer Reykjavíkurflugvallar, ber sam an um, að hún sinni starfi sínu þar með mestu þrýði, af kurt- eisi ög al'úð,iibg!!ex' 'þessiýegna ágætuk fulltfúi1 'stúlknanná við skiptiborðin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.