Vísir - 29.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 29.09.1953, Blaðsíða 8
Þ*ir ccm gerast kaupendur YÍSIS eftir III. hvers mánaðar fá biaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. *_ WISKR. Þriðjudaginn 29. september 1953 VÍSIK er ódýrasta UaSJÍ og J>ó það f jöi- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifcndur. Vatnsmfðlunarstífla í Þingvallavatm gefur 64900 ba. aukna erkumöguielka. Verði stíffan meir en 50 cm. hærri en nú- verandi vatnsyfirhorð, fara Þingvellir undir vatn. Svo sem kunnugt er, er í ráði að koma upp stíflu í Þingvalla- vatni þar sem Sogið fellur úr því með virkjana vatnsmiðlun fyrir augum. Hafa margháttaðar mælingar og athuganir farið fram á vatn- inu úndanfarin 12 ár og hefur Sigurður Ólafsson verkfræð- ingur haft þær með höndum af hálfu Sogsvirkjunarinnar. Vísir hefur átt stutt viðtal við Sigurð um mælingar þessar, tilefni þeirra og tilgang, en þær eru gerðar með væntanlegá vatnsmiðlun úr Þingvallavatni fyrir augum. Eins og sakir standa nýtur Ljósafossstöðin miðlunar úr Úlfljótsvatni, en .vegna þess hve vatnið er lítið er þar ekki nema um dægurmiðlun að ræða. Nú verður hvorki hægt að auka vélakraftinn í Ljósafoss- stöðinni né írafossvirkjuninm nýju fyrr en ársmiðlun verður tekin upp í Þingvallavatni. En með slíkri ársmiðlun verður unnt að setja upp þriðju véla- samtæðuna í írafossstöðina með samtals 22 ja þúsund hestafla orku, eða þriðjungs aukningu. Með þessari sömu miðlun verð- ur hægt að bæta við einni véla- samstæðu : í Ljósafossstöðina með 12 þúsund hestöfl. Vatnsborðsbreytingar athugaðar. Auk þessa verður unnt að byggja nýtt orkuver við Kald- árhöfða, sem gæfi 30 þúsund hestöfl. En vatnsmiðlunin sjálf er í því fólgih að gera stíflu í Sogið upp við Þingvallavatn til þess að hindra að ónotað vatn renni fram. Ýmsar mælingar hafa verið gerðar í Þingvallavatni undan- farin 12 ár og má draga á- kveðnar ályktanir af þeim. „Njósnara“ skipað að ganga í klaustur. Pólska stjórnin lét blöð sín hefja áróður mikinn í seinustu viku gegn Vizhinsky kardínála, yfirbiskupi Póllands, og sök- uðu hann um andstöðu gegn stjórninni og samstarf við f jand samleg öfl. Ekki hefur þó enn verið ;'yr- irskipuð opinber rannsókn eða réttarhöld, en kardínálinn hef- ur verið sviftur rétti til þess að gegna skyldustörfum og fengið aðsetur í klaustri nokkru, en biskuparáðið hefir valið sér Kiepacs, biskup í Lodz, sem eft- irmann, og varaforsætisráð- herra Póllands lýst ánægju yfir því. Það hefur vakið eigi litla at- hygli, að þessum „njósnara“ var skipað að ganga í klaustur, en ekkert heyrzt um, að hann verði leiddur fyrir rétt, eins og venjan er í löndunum austan járntjalds, þegar sakir eru bornar á menn um fjandskap við ríkið og samstarf við er- leiíða aðila. Meðal annars sagði Sigurður að ekki kæmi til mála að hækka vatnsborðið fram yfir það, sem það hefur komizt hæst á fram- angreindum árum, en það er um 50 cm. hærra en vatnsborðið 3r nú. Við meiri hækkun myndu Þingvellir fara undir vatn, en slíkt dettur engum manni í hug að sjálfsögðu. Sigurður Ólafsson sagði að mældar hefðu verið vatns- borðsbreytingar, allt að 90 cm. frá hæsta vatnsborði. Þessar vatnsbreytingar geta jafnvel verið meiri, því engar mælingar hafa verið gerðar á vatninu þegar það hefur verið ísilagt. Má líklegt telja að vatnsborðið sé lægst síðari hluta vetrar, þar sem yfirborðs rennsli í vatnið er lítið á þeim hluta árs, og | byrjar ekki að aukast fyrr en í leysingum á vorin. Afrennslis- eða rigningarsvæði Þingvalla- vatns er um 1200 ferkílómetrar að stærð Ef vatnsborð lækkaði. Mælingar þær, sem unn'ið var að í sumar, voru gerðar í þeim tilgangi að sjá hve mikið kæmi upp úr af landi ef vatnið yrði lækkað um 150 cm. frá hæsta yfirboröi. Það landsvæði reyn- ist vera aðeins 0,1%C af núver- andi yfirborði vatnsins. Þessi lækkun getur ekki átt sér stað nema stuttan tíma seinni hluta vetrar, enda ekki um neina miðlun að ræða nema því að- eins að vatnið fáist fullt aftur. Flatarmál Þingvallavatns er í leiðarvísum eða ferðamanna- oésum um Þingvelli talið 115 ferkm. að stærð, en raunveru- leg stærð þess er 80 ferkm. 1 sömu bæklingum er mesta dýpi vatnsins talið 106 metrar, er; bæði hefur Bjarni Sæmundsson fundið 109 metra dýpi í vatn- inu og nú í sumar fundu þeir Sigurður Ólafsson verkfræð- ingur og Þór Guðjónsson veiði- málastjóri 110 metra dýpi í þvi. Þetta dýpí er fyrir norðan Sandey, éða á sömu slóðum og Bjarni Sæmundsson ' fann á sínum tíma mest dýpi í vatninu. í sambandi við framan- greindar mælingar annaðist veiðimálastjóri, Þór Guðjóns- son. Hitamælingar í Þingvallavatni. , Mældist hitinn í yfirborði 9.6° C, en við botn á 110 m dýpi 7.1° C. 1902 gerði Bjarni Sæmundsson hitamælingar á vatninu og mældist þá hitinn við botn 6.6°, en 11-—12° C við yfirborð, en sú mæling var gerð fyrr á árinu eða í júlímán- uði. Það er mjög athýgiisvert í þessu sambandi, hve vatnið við botn hitnar mikið, og hefir þetta atriði töluvert að segja í sambandi við framleiðslumátt vatnsins. Hússirm vísa5 frá Iran. London (AP). — íranska stjórnin er smám saman að draga úr áhrifum Rússa í land- inu. Eru þeir eina þjóðin, sem nýtur þar nokkurra forrétt- inda, og hefir að undanförnu ýmsum Rússum, er starfa í ýmsum landshlutum verið vís- að úr landi, og íranskir menn verið látnir taka við störfum þeirra. Gerfiregn í ísraef. New York. — ísraelsstjórn hefur á prjónunum mikil áform um að auka uppskeru landsins með „gerfi“regni. Verður einkum leitazt við að orsaka úrkomu í Negeb-hér- aði, sem má heita alger auðn, þótt reynt sé að koma þar upp nýbýlum. Hefur verið samið um það við amerísk fyrirtæk’, að það framkvæmi tilraunirn- ar, en kostnaðinn ber sjóður, sem stofnaður er af Gyðingum. Beri tilraunirnar árangur, get ur hér svo að segja orðið um byltingu í þjóðarbúskap ísra- els að ræða. Manitsefnin eru athuguð. New York. (A.P.), — Undan- farin ár hafa verið sérstök „góðæri“ hjá einkaleynilög- reglumönnum í Bandaríkjun- um. Síðan fyrri bók Kinseys — um kynlíf amerískra karl- manna — kom út, hefir það færzt mjög í aukana, að for- eldrar leiti aðstoðar einkaspæj- ara til að kynnast fortíð vænt- anlegra eiginmanna dætra þeirra. Var frá því skýrt á þingi slílcra spæjara, sem haldið var nýlega í Kentucky-fylki. Irátt hafin vinna við bíla- göng undir Mont Blanc. I>a« verfta 11,7 km. á leeigd, — fuHgerö eftir tæp 3 ár. Einkaskeyti frá AP. — París í gær. Eftir fáar vikur mun verða byrjað á stærstu jarðgöngum, sem ráðizt hefur verið í hér í álfu á þessum mannsaldri. Þetta eru jarðgöng þau, sem Frakkar, ítalir og Svisslending- ar ætla að g'era í sameiningu og eiga að liggja undir og gegn- um hæsta fjalla álfunnar, Mont Blanc, í Ölpunum vestanverð- um. Mont Blanc er, sem ltunn- Sex manns hafa beðið bana í bifreiðarslysi í Berchtesgaden — rétt hjá sveitasetri Hitlers. Hrapaði bíll í gil. Aðalfundi héraðs- dómara lokið. Aðalfundur Félags héraðs- dómara Jauk í Reykjavík á laug ardaginn var. Fundinn sátu flestir sýslu- menn og bæjarfógetar landsins svo og nokkrir embættismenn hér í Reykjavík, sem meðlimir eru í félaginu, en alls eru 29 menn í því Á fundinum vóru rædd og gerðar ályktanir um mörg rnál- efni varðandi starf héráðsdóm- gra. Aðalmál fundarins voru ,löggæzlumálin, tryggingamál, samvinna við hagstofuna um .skýrslusöfnun og fleira. Fundurinn stóð yfir frá því á miðvikudag til laugardags, en aðálfundir félagsins eru haldn- ir annað hvort ár. í stjórn félags ,ins voru kosnir: Jón Steingríms son, sýslumaður í Borgarhesi, Páll Hallgrímsson, sýslumaður á Selfossi, Torfi Hjartarson, tóllstjóri X Reykjavík, Júlíus Havsteen, sýslumaður á Húsa- vík og Guðm. í. Guðmundsson, bæjarfógeti í Hafnarfirði. Meti Lithgows hrundið í gær. Bandarískur flugmaður náði í gær 1194 ltm. hraða á klst. í þrýstiloftsorustuflug- vél og er það nýtt met. Fyrra metið átti brezki flugmaðurinn Lithgow, sem setti það yfir Libyuauðninni s.I. föstudag (1183 km. á klst.), en hann hratt þá meti Neville’s Duke, sem var sett skömmu áður. — Engin þess ara nýju meta hafa fengið opinbcra viðurkenningu enn sem komið er. Hvafur skotinai inni í lancfi. Nýlega svömluðu tveir hval- ir 20 km. leið upp eftir Mersey- fljóti í Englandi. Festust þeir þar á leirrifi, þegar út féll, og' varð að skjóta annan, þar sem hann var að sökkva í leðjuna — til þess að hann kafnaði ekki — en hinn komst á flot á ný við næsta flóð og komst til hafs. Barnalömunarlyf reynt á 300.000 börnum. Buffalo (AP). — Nýtt lyf til varnar gegn barnalömunar- veiki verður reynt í Banda- rikjunum í vetur. Verða 300.000 skólabörn „bólusett“ með þvi. — Læknar segja, að það ha.fi þegar verið reynt í smáum stíl, og enginn vafi sé, að það auki varnarmátt líkamans gegn veikinni, en hitt sé óreynt hvort varanlegt g.agn verður að því. ugt er, rúmlega 15,700 fet á hæð. Beggja vegna fjallsins er nú verið að draga að allskonar eíni og vinnuvélar, og verður vænt- anlega hægt að hefjast handa um sprengingar á göngunmn í nóvembermánuði. Göngin verða samtals rúmlega 11,7 km. á lengd, og munu þau, er þar að kemur, stytta leiðina milii Parísar og Torino á N.-Ítalíu um 500 km. Þar við bætist, að hægt verður að komast um göngin allan ársins Iiring, en Alpaskörðin eru árlega lokuð af fannfergi mánuð- um saman. F rakklandsmegin hef jast göngin við þorp eitt í 3600 feta hæð yfir sjávarmáli, en þau eru hærra Ítalíu-megin, eða ’ 4260 feta hasð. Miðdepiil þeirra vcrður þó heldur hærri en ítalska opið, svo að vatn renni hindrunarlaust úr þeim til beggja hliða og setjist ekki í þau. Verða göngin mest i 4560 fela hæð yf'ir sjávarmáh. Við hvorn enda gangunna verður bugða á þeim, svo að ökumenn — því að göngin verða einungis fyrir bíla — dá- leiðist ekki áf hvítum blettí munnans framundan. Annars verða þau þráðbéin. Kostnaður verður um 330 millj. kr„ gert er ráð fyrir að göngin — 25 fet á breidd — verði fullgerð eftir tæp þrjú ár, og um 100,000 bílar fari árlega um þau. Tveirmennslasas í Hafnarfir&i. Tveir menn slösuðust í Hafu- arfirði í gær er þeir voru að vinna að viðgerð gömlu bryggj- unnar, og mun annar hafa hand leggsbrotnað. Verið var að lyfta styrkt- artré á bryggjunni, þegar slys- ið vildi til. Bilað mun hafa „kupling“ í vörubifreið, er not- uð var til að lyfta trénu, óg slóst tréð í mennina með þeim afleiðingum að báðir meiddust. töluvert og annar kastaðist út í sjó. Aldarminning Stephans G. Stephanssonar. Háskóli íslands gengst fyrir minningarhátíð á aldarafmæli Stephans G. Stephanssonar skálds laugardaginn 3. október næstkomandi kl. 8.30 síðdegis í hátíðasal háskólans. Rektor háskólans, prófessor Alexander Jóhannesson, flytur ávarp. Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson flytur ræðu um Stephan G. Stephansson, skáld- skap hans og lífsskoðun. Leik- ararnir Herdís Þorvaldsdóttir og Lárus Pálsson lesa upp Jjóð úr Andvökum. Blandaður kór með undirleik hljóðfæra syng- ur undir stjóm dr. Páls ísólfs- sonar Nú háustar á heiðum úr örlagagátumii eftir Björgvin Guðmundsson við texta úr Þiðrandakviðu Stephans, og Þótt þú langförull legðir, undir lagi Sigfúsar Einarssonar. Guð- mundur Jónsson syngur Fjall- ið Einbúa undir nýju lagi eftir Pál ísólfsson. Allt mun þetta taka urn hálfa aðra klukkustund, svo að því verður lokið um tíuleytið. Öllum verður heimill og frjáls aðgangur, meðan húsrúm leyfir, en ekki verður boðið sér- staklega. Athöfninm verður útvarpaS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.