Vísir - 19.10.1953, Síða 8
Mt lem cen.it kaopendur VtSIS efttr
19. kven mánaðar fá blaðið ókeypis tiJ
mánaðamóta. — Sími 1660.
VlSIR
VtSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
breyttasta. — Hringið i sims 1660 og geriat
áskrifendur.
Mánudaginn 19J október 1953.
Iltanrikisráðherrarnir vilja ræða
við utanríkisráðherra Rússa.
Vilja að fundur
hefjist 9. nóvember
Friðurinn í tiæiiu
Orðsendingar Vesturveldanna
til ráðstjórnarinnar rússnesku
bafa verið aflientar í Moskvu.
Haldið er fast við fyrri tillögu
nm fund utanríkisráðlierl-a
þeirra allra og nú lagt til, að
'hann hefjist hinn 9. nóvember.
Fundi utanríkisráðlierra vest-
urveldanna lauk í gær.
Orðsendingarnar eru sain-
hljóða. Þar er m. a. bent á, að
friðarsamninga við Austurríki
hefði átt áð vera búið að gera
fyrir löngu og aðkallandi væ.i
að samkomulag væri gert um
Þýzkaland. Haldið er fram, að
það mundi reynast mjög gagn-
legt og koma málunum áleiðis,
ef utanríkisráðherrarnir kæmu
saman til fundar nú. En þegar
ráðstjórnin legði til, að farriar
væru venjulegar diplomatiskar
léiðir til að ná samkomulagi
um friðarsamningana við Aust-
úrríki, væri þess að geta, að
það hefði verið gert undangeng-
in 3 ár, án árangurs. Tillög-
unni um 5-velda ráðstefnu er
hafnað.
Þeir Dulles og Bidault eru
lágðir af stað heim af fundiri-
uin, og báðir sæmilega ánægð-
ir með fundinn, einkum Dulles,
sem taldi mikilvægast að alger
eining hefði verið lun svarið
til Rússa. Bidault kvað árang-
urinn góðan, þegar tekið væri
tillit til allra aðstæðna.
Yfirlýsing var birt að fund-
inum loknum og eru talin upp
þau mál, sem rædd voru, og
kemur þar fram, að stefna Vest
urveldanna er óbreytt í öllum
höfuðatriðum. Um Trieste er
t. d. sagt, að stefna þeirra sé
áfram, að vinna að varanlegu
.samkomulagi um lausn þessa
vandamáls. Utanríkisráðherr-
■arnir lýstu áhyggjum sínum yf-
ir viðburðum á landamærum
-Jordaníu og ísrael og vísa til
þess, að þeir lögðu það mál
fyrir Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna.
Friðurinn í hættu.
Þeir benda á, að friðurinn sé
í hættu vegna þessarra árása.
Öryggisráðið kemur saman á
fund í dag um málið. — ísrael
hefur kært til ráðsins yfir tíð-
um árásum ræningjaflokka frá
Jordaníu. í fregnum frá ísrael
hefur verið sagt, að ræningja-
flokkar frá Jordaníu hafi ban-
að yfir 420 manns í ísrael and-
angengin 3 ár. — Landvarna-
ráðherra ísraels hefur fengið
heimild stjórnarinnar, til þess
að senda hersveitir úr fasta-
hernum til landamæranna.
Symfoníuhljóm-
leikar á morgun.
Symfóníuhljómsveitin heldur
hljómleika í Þjóðleikhúsinu
annað kvöld kl. 8.30.
Á efnisskránni eru verk eft-
ir Beethoven, Brahms og Grieg.
•Olav Kielland stjórnar hljóm-
sveitinni, en einsöngvari með
henni verður Guðmundur Jóns-
.son óperusöngvari.
Syngur hér í siðasta
sinn í kvöld.
Enski jazzsöngvarinn Cab
Kaye, sem hér hefur dvalið und
anfarið á vegum Ráðningar-
skrifstofu Skemmtikrafta, kem
ur fram í síðasta sinn hér á
landi að þessu sinni í kvöld á
dansskemmtun í Þórscafé. Hann
fer utan með Gullfaxa í fyrra-
málið.
Cab Kay hefur aðallega kom-
ið fram á skemmtunum og
hljómleikum í Reykjavík, með-
an hann héfur dvalið hér. En
hann hefur jafnframt komið
fram á nokkrum stöðum utan
Reykjavíkui-, og t. d. um síð-
astliðnu helgi kom hann fram
á þremur skemmtunum á Ak-
ureyri ásamt tríói Árna Elfar
píanóleikara.
Enn fremur hefur hann
skemmt fyrir sjúklinga að Víf-
ilsstöðum og í gærdag skemmti
hann sjúklingum að Kristnes-
hæli í Eyjafirði, en sjálfur hef-
ur Cab Kay verið sjúklingur
á berklahæli í Englandi og var
því mjög ljúft að koma fram á
fyrrgreindum sjúkrahælum.
Stríðsfangar yfir-
heyrðir í Kóreu.
1000 kínverskir og norður-
kóreskir stríðsfangar verða yf-
irlieyrðir í dag og spurðir, hvort
þeir vilji liverfa heim.
Af yfir 400, sem yfirheyrðir
voru um helgina, vildu 9 hverfa
heim, og þó talin ástæða til að
ætla, að þeir hafi misskilið
spurningarnar, og vilji í raun-
inni hvergi fara.
Bridgekeppnin:
Kristinn og
Lárus efstir.
Tvímenningskepphi meistara- ,
flokks í bridge stendur nú yfir 1
og er hún hálfnuð.
Eftir þrjár umferðir eru þeir
Kiústinn Bergþórsson og Lárus
Karlsson efstir með 831 stig.
Níundu í röðinni eru sigurveg-
ararnir frá í fyrra, Ragnar Jó-
hannesson og Þorsteinn Þor-
steinsson með 753.5 stigum.
Fjórða umferð yerður spiluð
í kvöld og þá hefst einnig und-
irbúningskeppni þeirra tvímenn
inga, sem ætla sér að taka þátt
i landskeppninni, en hún verð-
ur seint í næsta mánuði.
Röð efstu tvímenninganna og'
stig þeirra er sem hér segir:
K. Bergþ.ss. — L. Karlss. 831
St. Stef. — Vilhj. Sig. 797
Hilmar Ól. — Ól. Karlss. 793
Sigúrhj. P. — Örn Guðm. 788
Ásbj. Jonss. — Jóh. Jóh. 785
Árni Gúðm. —-,Q1. Þorst. 768
G. Vagnss. —Ól. Gutt. 765
G. Ó. Guðm. — G. Pálss; 755.5
Ragnar Jóh. — Þ- Þorst. 753.5
Einar Þorf. — Hörðúr Þ. 745
E. Guðj. — M. Björnss, 741
E. B. Guðm. — Sv. IngV. 737
Egg. Ben. — Kr. Kristj. 736.5
Gunnl. Kr. —: M. Jónss. 735
Tr. Péturss. — Þórh. Tr. 734
Pétur Halld. — R. Halld. 719
Bv. Ágúst komian
til Hafnarfjarðar.
Bv. Ágúst, sem áður hét
Bjarnarey, og seld var frá Vest-
mannaeyjum til Hafnarfjarðar,
kom þangað síðdegis á laugar-
dag.
Margmenni var við komu
skipsins. Emil Jónsson vitamála
stjóri flutti ræðu. — Skipstjori
á togaranum verður Árni Sig-
urðsson, sem seinast var stýri-
maður á Júní.
Júní er nú á veiðum fyrir
Þýzkalandsmarkað, en Júli í
slipp.
2 Akureyrar-
togarar á útleið.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í morgun.
Allir togarar bæjarútgerðar-
innar eru nú á veiðum, og veiða
flestir í ís.
Sléttbakur kom nýlega af
veiðum — í fyrsta sinn — með
185 smálestir til herzlu og fór
út aftur til að veiða kai'fa upp
í samninginn við Rússa. Þá hef-
ur Kaldbakur og komið af
veiðum með 248 lestir í herzlu
og 70 föt ag lýsi. Hann fór á
veiðar í ís í fyrradag, og veiðir
sennilega fyrir Breta.
Svalbakur er á leið til Þýzka-
lands með fullfermi af ísfiski
og Harðbakur er einnig á leið
til Þýzkalands.
Adenauer leggur fram
rádherralista.
Bonn (AP). •— Adenauer
kanslari Vestur-Þýzkalands
mun í dag' leggja ráðherralista
sinn fyrir Heuss forseta.
Stjórnarmyndunin hefur geng
ið erfiðlegar en búizt var við,
að því er talið er, vegna skil-
yrða Flóttamannaflokksins,
sem ræður yfir 27 þingsætum.
Adenauer þarf á stuðningi þessa
flokks að halda til þess að stjói'n
hans ráði yfir % þingsæta, og
þannig afgreitt samningana
varðandi varnarsámtök og Ev-
rópuher, svo að ágreiningur
um, hvort slíkar þingsamþykkt
ir séu í samræmi við álcvæði
stjórnarskrárinnar eða ekki,
komi ekki til Flóttamanna-
flokkurinn mun gera kröfu til,
að ráða yfir tveimur ráðherra-
embættum.
Kynningarkvöld i
Leikhúskjallaranum
f kvöld verður fyrsta kynn-
ingarkvöld Lisívinasalarins á
vetrinum í Þjóðleikhúskjailar-
anum kl. 8.30.
Efnsskráin verður á þessa
leið: 1) Sýnd kvikmynd urn.
brautryðjanda franska im-
pressiónismans, Eduard Manet.
2) Thor Vilhjálmsson rithöf-
undur les upp nýja smásögu.
3) Sýnd kvikmyndin „Pacific
231“, sem byggð er á symfón-
ísku tónverki eftir Honegger.
Mynd þessi hlaut 1. verðlaun á
alþjóðlegri kvikmyndasýningu
í Cannes. Að lokum sýnir Björn
Th. Björnsson listfræðingur
skuggamyndir úr myndreflin-
um frá Bayeux. Aðgangur er
enn fram á sama stað síðdegis
salarins.
Hún er bersýnilega enginn
vesalingur, stúlkan þarna á
myndinni. Þó er liún ekki nema
15 ára. Hún heitir Beverly
Jocher, og á heima í Santa
Monica í Kaliforniu í Banda-
ríkjunum. Þegar liún var 10
ára, gat hún borið næstum 400
pund, en nú er hún komin yfir
500. Auk þess hefir liún unn-
ið sjö „miss“-titla fyrir fegurð
og yndisþokka, svo að liún hef-
ur meira en vöðvum einum að
státa.
Flytur f róðleik
um ísland.
Blað varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli — Hvíti fálkimti
— hefur tekið upp kynningu a
ýmsu íslenzku efni.
Fyrir nokkru var þar til
dæmis fróðleg grein um söga
íslands, og síðan hefur birzt
löng grein um sögu Alþingis,
þar sem miklum fróðleik er
safnað saman.
Kjarnorkurann-
sóknir í Sviss.
Genf. (A.P.). — Innan
skamms verður hafizt handa
um að koma upp kjarnorku-
rannsóknastöð hér í kantón-
unni.
Verður samvinna Evrópu-
þjóðanna um að koma stöð-
inni upp og starfrækja hana.
— Voru allir þjóðþingsfull-
trúar meðmæltir mannvirkinu
— 102 samtals — en kommún-
istar, fimm, andvígir, enda hafa
þeir róið mjög gegn henni.
Togarar aftur við Grænland.
Karfaveldar góðar i\V af Hvarfi.
Nokkrir ísl. togarar munu
komnir á Grænlandsmið og eru
þeirra meðal 4 togarar Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur.
Eru það togararnir Pétur
Halldórsson, Jón Baldvinsson,
Þorsteinn Ingólfsson og Skúli
Magnússon, og fiska tveir
þeirra í salt, en hinir tveir eru
á karfaveiðum.
Karfaveiði er sögð góð NV
af Hvarfi. — Þorkell máni kom
á laugardagskvöldið af Græn-
landsmiðum og fer til Esbjerg
með aflann kl 4 í dag.
Marz kom af karfaveiðum í
morgun með á 3. hndr. 1. (á-
ætlað). Uranus fer á karfaveið-
ar í dag, en Fylkir fór á isfi.sk-
veiðar á laugardag og Hvalfell
og Akurey á saltfiskveiðar.
Vestmannaeyjatogarinn Vil-
borg Herjólfsdóttir er komin úr
slipp og liggur hér í höfriinni
utan á Hæringi.
Forsetinn í heim-
sókn í Garðahreppi.
Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, kom í opinbera
heimsókn til Garðahrepps í
Gullbringusýslu í gær.
Komu forsetahjónin til sam-
komuhússins í Garði laust fyrir
klukkan þrjú, og voru þar fyrir
sýslumaður, Guðmundur I.
Guðmundsson, og sýslunefnd
og hófst móttökuathöfn í sam-
komuhúsinu kl. 3. Bauð sýslu-
maður forsetahjónin velkomin
með ræðu, en auk þess söng
kór undir stjórn Páls Kr. Páls-
í Kenya hafa verið hand- sonar. Þá flutti forseti ávarp.
telcnir nokltrir ineim, grunaðir Er lokið var kaffidrykkju og
um þátttöku í árás á trúboðs- forsetahjónin höfðu rætt við
stöð, í fyrri viku. ýmsa viðstadda ávarpaði Bjöm
Tvær af nunnum þeim, sem Finnbogason oddviti þau að'
særðust í árásinni, hafa nú lát- endingu og þakkaði þeim fyrir
Haitdtökur í Kenya
izt.
komuna.