Vísir - 21.10.1953, Síða 1
43. árg.
Miðvikndaginn 21. október 1953.
240. tbl.
! ^
Heyrftist sprenging á Patt- A Tförnmni hér er aðeins ein
ersonflugveiii hér ? tegund anda, en gætu verið 20,
Fjöldi manns heyrði sprengingargný
um 6-leytið í gærkveldi, sem olli
ýmsum getgátum.
Ýmsir bæjarbúar heyrðu áð’, og er þetta sennilegastá
dynk mikinn eða sprengingu skýringin, sem Vísir hefur
úm kl. 6 síðdegis í gær, og hef- 1 heyrt.
ur þetta vakið mikla forvitni Sumir höfðu látið þá skoðun
manna, sem vonlegt er. | í ljós við Vísi, að verið gæti
Frásögnum af fyrirbæri þessu úm flugvél að ræða, sem flog-
ber ekki saman, en sumir segja,1 ið hefði yfir bæinn með meiri
a'ð rúður hafi nötrað og nokkr-Jhraða en hljóðið, en þá mynd-
um óhug mun hafa slegið á ast feiknlegur gnýr. Svo er þó
suma. | ekki, að því er blaðinu var tjáð
Vísir reyndi í morgun' að 1 flugturninum í morgun. Engin
grafast fyrir um þetta, og getur
m. a. gefið þessar upplýsingar:
Hjálmar Finsson, framkv.stj.
Áburðarverksmiðjunnar, tjáði
blaðinu, að laust fyrir kl. G í
gærkvöldi, hafi sprenging ver-
ið framkvæmd í grunni geymslu
verksmiðjunnar í Gufunesi, ein
af mörgum. Hins vegar sagði
Hjálmar, að sprenging þessi, að
frásögn vaktmannsins þar, hafi
sízt verið meiri en margar
fyrri, og þess vegna ósennilegt,
að það hafi verið hún, sem menn
heyrðu víða um bæinn.
Hins vegar fékk Vísir þær
úpplýsingar í morgun, að oft
sé sprengt á vegum Hamilton-
félagsins, á Patterson-flugvelli
við Keflavík. Þar er borað fyrir
sprengiefni, og siðan fram-
kvæmdar sprengingar, oft
bysna miklar, og þær fara ein-
mitt fram kl. 6 eða einni mín-
útu yfir. Slík sprenging var
framkvæmd í gær, og getur því
hafa heyrzt til hennar hingáð,
enda þótt fullyrt sé, að hún
hafi ekki verið meiri en margar
undangengnar. Hins vegar ev
hugsanlegt, að raki í loftinu eða
aðrar aðstæður hafi valdið því,
að heyrzt hafi til hennar hing-
slík flugvél var hér á'ferðinni.
Þá var enn ein getgátan, og
hún var á þá leið, að undanfar-
ið' hafi verið unnið að spreng-
ingum í flaki togarans „Lin-
colnshire" undan Laugarnesi,
og hafi svo verið í gær. Þar
>var ekkert sprengt í gær, en
auk þess óhugsandi, að svo mik j
ið heyrðist til hennar, því að
skipið liggur á 15 metra dýpi.
Skýringin um sprenginguna
á Pattersonvelli virðist því
sennilegust.
Viðhald vega erf-
iðara en vanalega.
Vegir út um Iand eru yfir-
leitt slæmir um þessar mundir,
þrátt fyrir það þótt stöðugt sé
verið að hefla þá. Valda því
miklar úrkomur að undanförnu
og mikil umferð um þetta Ieyti
árs.
Er ekki fyrr búið að hefla
én vegirnir verða holóttir á
nýjan leik, en allt kapp lagt á,
að halda þeim við, eftir því
sem tök eru á.
Fjögurra mctra
djiipir skaflar
voru í Siglufjarðarskarði
eftir ofviðrið í fyrri viku og
tepptist það, en opnaðist að
nýju í fyrrakvöld. Var fyrst
j ein stórvirk ýta að verki þarna
og síðan tvær og var þetta
3—4 daga verk. Þar sem snjór-
inn var mestur eru nú traðir
gegnum skaflana og má búast
við, að þær fylli fljótt, er aftur
fer að hríða.
Lélegar aflasölur í
Þýskalandi.
Jón Þorláksson selur ísfisk-
afla í Þýzkalandi í dag. í gær
seldu tveir og voru báðar söl-
urnar lélegar.
Þurfa sölur sem alkunnugt
er að ná 9000 stpd. til þess að
geta heitið sæmilegar, en þar
yfir góðar. Harðbakur seldi 244
smál. fyrir 101.995 mörk, sem
jafngildir 8666 stpd. eða 395
þús. kr. og Egill Skallagríms-
son seldi 191 smál. fyrir 90.000
mörk, sem jafngildir 7600 stpd.
eða um 348 þús. kr.
'Eftir mánaðamót næstu landa
þrír íslenzkir togarar vikulega
í Bretlandi, að því er ákveðið
er. —
Góður afli smá-
báta á Sviði.
Akranesi í morgun. —
Frá fréttaritara Vísis,
Margir smábátar eru nú að
veiðum á Sviði og munu þeir
afla vel af þorski.
Eru þetta Reykjavíkurbátar
og vitja um næstum daglega,
þegar veður hindrar ekki. Er
eg leit hérna út um gluggann
áðan taldi eg tólf báta að þess-
um veiðum.
Reknetaveiðum hér er hætt
og allir munu búnir að taka
upp neitin.
Sex menn hafa beðið bana i
járnbrautarslysi á Ítalíu.
Kanadisk Comet-vél hefir
l flogið frá Labrador til Englands
á 5.26 klst. eða með 775 km.
meðalhraða.
a
7
Fyrir Biádegið á föstudaginn
var fannst 50 kg. hveitipoki á
gatnamótum Túngötu og Garða-
strætis.
Ramisóknarlögreglan biður
eiganda pokans. að gefa sig fram
við liana hið allra fyrsta.
LögregltKmenn
flýja.
Tveir austur-þýzkir lögreglu-
menn frá A.-Berlín komu inn
á franska hernámshlutann sl.
Iaugardag o? báðu um dvalar-
leyfi sem pólitískir flóttamenn.
Rússar hafa sent mótmæli og
segja, að flokkur vopnaðra
nianna hafi rænt lögreglu-
þjónunum, — og dregið þá með
valdi inn á franska hernáms-
hlutann.
fslenzkar endur hafa versð fíuttar |
erlenda dýragarða og skrúðgarða.
I*að má vel anka dvralíiíið
á Tijörniiini.
j
Reykvíkingar geta á auð- fuglatjarnir og dýragarða. —
veldan hátt gjörbreytt fuglalíf- ; Hafa erlendir aðilar, sem að
inu á Tjörninni, aukið það til görðunum eða stofnunum þess-
um. standa, oftlega leitað til Is-
Flýðu á náðír Svía.
Nýlega komu fjórir pólskir
unglingar til Gotlands og báðu
Svía ásjár.
Komu piltarnir, sem voru 17
til 21 árs, á sex metra seglbáti,
og höfðu þeir verið fjóra daga
á leiðinni. Báðu þeir um hæli
sem pólitískir flóttamenn.
muna og skapað í 'því fjöl-
breytni ,sem áður hefur verið
óþekkt liér.
Eitthvað á þessa lund fórust
tveimur mætum Reykvíkingum
orð, er Vísir átti tal við þá um
þetta fyrir skemmstu, en menn-
irnir eru þeir dr. Finnur Guð-
mundsson náttúrufræðingur og
Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri.
Til þessa hefur aðeins ein
andartegund, stokköndin, haft
aðsetur í Tjörninni, að því und-
anskildu þó, að í fyrrahaust
kom hingað nýr gestur — graf-
önd — og hélt hér kyrru fyrir
unz Tjörnina tók að leggja. —
Nú er þessi — eða önnur •—
grafönd komin aftur á Tjörn-
ina, og þó að hún sé ein síns
liðs, skapar hún strax vissa fjöl
breytni í hið annars fábrevtta
fuglalíf, því graföndin er
skrautlegur fugl og ber allt ann
|' an svip en stokköndin. Og ein-
mitt þessi litli vísir til fjöl-
breytni gefur manni hugboð um
að enn megi auka hana til stórra
muna.
16 tegundir verpa
hérlendis.
Að því er dr. Finnur Guð-
mundsson tjáði Vísi, verpa um
16 andategundir hér á landi og
þær mætti hafa allar hér á
Tjörninni, auk álfta og gæsa.
Fjölbreytilegast og mest er anda
varpið við Mývatn. Þar verpa
flestar íslenzkar endur, og anda
varp er þar meira en á nokkr-
um öðrum stað í veröldinni,
sem vitað er um.
Nú er svo komið, að fslend-
ingar, og þá fyrst og fremst Mý-
vetningar, hafa endur eða andar
egg að útflutningsvöru. Ekki
þó sem fæðu, heldur til þess að
prýða erlenda skrautgarða.
lands til þess að fá þaðan end-
ur, og má fullyrða, að íslandi
er í hópi stærstu útflutnings-
landa heims hvað snertir endur
og andategundir til dýragarða.
og fuglatjarna í erlendum skrúð'
görðum. — Virðast ráðamenn.
hinna erlendu horga ekki síð-
ur leggja áherzlu á fjölbreyti-
legt fuglalíf en á blóm og ann-
an gróður í skrúðgörðum sínum.
Hjá okkur Reykvíkingum eru.
hæg heimatökin, því við höf-
um þessar fuglategundir svo aú
segja við „bæjardyrnar“, og:
endurnar má ýmist fá með þvl
að taka eggin og láta unga þeim.
út, taka ófleyga unga, eða þá
fullorðnar endur og flytja hing-
að.
Akureyringar gefa
fordæmi.
. Akureyringar hafa sýnt ]ofs-
verðan dugnað og áhuga á þessu
sviði og staðið Reykvíkingum.
þar miklu framar. Þeir h;.fa.
ekki aðeins búið til fuglatjöm.
hjá sér, heldur hafa þeir viðað
| að sér mörgum fuglategúndum.
og m. a. eru þar 10 /tegundir
anda. Getur það naumast talizt
vansalaust að Reykjavíkurbær
skuli ekki hafa forgöngu um.
það — eða þá einhver aðili fyr-
ir bæjarins hönd — að skapa
á Tjöminni fjölbreytilegra;
fuglalíf en verið hefur. Þetta
er kostnaðarlítið, enda er vatn-
ið fyrir hendi og aðstæður all-
ar hinar ákjósanlegustu, en.
hins vegar að þessu mikið'
augnayndi, sízt minna en að<
blómum og trjám.
Slökkviliðsstjórinn, Jón Slg-
urðsson, tjáði Vísi að í sumar
hafi öndunum á Reykjavíkur-
tjörn fjölgað mjög og vanhöld
á ungum virðist minni nú en;
um mörg undanfarin sumur,
hvernig sem á því kann að'
standa.
Heimsfregnirnar snúast nú að miklu leyti um G aiönu, nýlendu Breta í S.-Ameríku, sem hér
birtist kort af. Forsætisráðherra nýíendunnar, d r. Cheddi Jagan, Ipdverji að uppruna, er talinti
kommúnisti, og sama er að segja um konu hans, Janet, sem er fædd í Bandaríkjunum. Birí-
ast myndir þcir ra hér að ofan.
Rannsaka áveitumögu-
leika í Sahara.
París. (A.P.). — Al’þjóðlegur
vísindaleiðangur er kominn tií
N.-Afríku til að framkvæma
athuganir á Sahara.
Verkefni leiðangursins er að>
kanna uppblástur þar og í Súd-
an, og jarðvegrannsóknir fara;
einnig fram með tilliti til þess,,
hvort unnt mundi vera að veita;
á eyðimörkina með nokkrum.
árangri. UNESCO stendur að
miklu leyti undir kostnaðinum.
Hundrað manns haía verið:
handteknir í Mexíkó í sambandi!
við morð á amerískum stjórnar-
erindreka.