Vísir - 02.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 02.11.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tii mánaðamóta. — Sími 1860. VÍSIR #. Mánudaginn 2. nóvember 1953 VISIK er ódýrasta blaðið og þó það íjðl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 »g gerist áskrifendur. Aldarfjórðungsafmæ vatnsskóla minnst í gær. Laugarvatn er mí mesta skólasetur í sveSt og eru starfandi þar 5 skólaa'. Héraðsskólinn á Laugarvatni liefur nú starfað í 25 ár og liaí'a um hálft þriðja þúsund manns stundað nám við skólann írá því er hann tók til starfa 1928. I tilefni afmælisins var efnt til sérstakra hátíðahalda að Laugarvatni í gær jafnaframt ;i?ví sem 26. skólasetningin fór .fram. Aðalræðumenn við það tæki færi voru þeir Bjarni Bjarna- son skólastjóri og Bjarni Bene- ■diktsson menntamálaráðherra. .Auk þeirra töluðu dr. Sveinn Þórðarson skólameistari, sem afhenti skólanum péningagjöf og ávarp frá kennurum Menntaskólans á Laugarvatni, Guðmundur Ólafsson, elzti ikennari skólans, er lýsti því .jafnframt yfir að kennarar Hér aðsskólans myndu færa hon- um fagran silkifána á stöng að gjöf. Þá töluðu Böðvar Magn- ■ússon fyrrum bóndi að Laugar- ■vatni og Jónas Jónsson fyrrv. ráðherra, en þeir voru aðal- hvatamenn að stofnun skólans og staðsetningu að Laugarvatni. Aðrir ræðumenn voru Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Að alsteinn Eiríksson fyrrv. skóla- stjóri, Helgi Hjörvar skrif- stofustjóri, Sigurður Grímsson skólastjóri og síra Kristinn Stefánsson fríkirkjuprestur. Að loknum framangreindum ræðuhöldum var gestum boð- :ið til kaffiveizlu og héldu þar ijölmargir eldri og yngri nem- <endur skólans ræður. Bjarni Bjarnason hefur stjórnað skólanum öll árin nema það fyrsta, þá var síra Jakob Ó. Lárusson prestur að Holti ráðinn skólastjóri. Einn kennaranna, Guðmundur Ól- l.afsson, hefur starfað við skól- ann frá öndverðu og gerir enn. ,Hann er nú 68 ára gamall. Laugarvatn er nú mesta skólasetur í sveit á íslandi og | starfa þar nú fimm skólar: .menntaskóli, kvennaskóli, í- þróttakennaraskóli og barna- 1 skóli. auk alþýðuskólans. ( Fjölmenni var á Laugarvatni í gær, og voru þar auk eidri 1 og yngri nemenda ýmsir vel- unnarar skólans, skólanefnd, þingmenn kjördæmisins, sýslu- ! maður o. fl. Þetta er sá ílugmaður Breta, sem einna hraðast hefiu- flogið — Neville Duke. Ilann setti nýlega liraðmet í Hawker Huntcr- flugvél. Herréttur settur yfir Mossadegh. Herrétturinn, sem kveða á upp dóminn yfir Mossadegh, kemur saman á miðvikudag. Saksóknari hefur krafist líf- látsdóms. Herbert Hoover yngri hefur undangengna daga kynnt sér olíudeiluna en hann dvelst nú í Teheran. — Batnandi horfur eru sagðar á því, að samkomu- lag náist. Fangi skotinn til bana. Olga í íangalHÍðiiin í Kúreii. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Varðmaður úr indverska gæzluliðinu í Kóreu skaut í morgun til bana kínverskan rauf fylkinguna skyndilcga og virtist ætla að ráðast á menn hlutlausunefndarinnar. fanga, er rauf fylkingu skyndi- lega og virtist ætla að ráðast á menn lilutlausu nefndarinn- ar. — Þykir mönnum mjög illt, að þetta skyldi koma fyrir nú, þar sem ólga er vaxandi út af fangamálunum. Norður-óresku fangarnir hafa nú aftur neitað að koma til yfirheyrslu, en fulltrúar kommúnista heimta, að framlengdur verði tíminn, sem ætlaður er til yfirheyrzlu fanganna, og benda á, að það geti haft hinar alvarlegustu af- leiðingar, verði ekki á þetta fallist, og verði Sameinuðu þjóðirnar að taka á sig ábyrgð- ina af því. 459 fangar voru yfirheyrðir á laugardag, og féllust 21 á að hvorfa heim. Þýzka kvikmyndafélagið Roto aetlar að gera 5 myndir hér. Þær sýna atvinnuliætti, menningu og þjóölíf en margir sérfræðingar annast töku þeirra,, Félagið Germania gekkst fyrir kvikmyndasýningu í Nýja Bíó í gær, en þar voru sýnd- ar fimm stórfróðiþgar kvik- myndir frá Roto-kvikmýnda- félaginu í Hamborg. Myndir þessar höfðu fengizt hingað fyrir tilstúðlan þýzka sendiráðsins hér Fjölluðu þær um sjávardýralíf, hagnýting .vatnsafls, leikbrúður og sitt- hvað fleira, og þóttu allar hin- ar fróðlegustu. Davíð Ólafsson fiskimála- jStjóri, ritari félagsins, bauð sýningargesti velkomna í ijar- veru formanns, dr. Jóns E. Vestdal. Bodo Ulrich, kvik- myndatökustjóri frá Hamborg, skýrði frá fyrirhugaðri kvik- myndatöku Rotofélagsins hér á l landi, en hann hefur dvalið hér undanfarna tvo mánuði eða svo við undirbúning hennar. 1 Bodo Ulrich greindi frá því } að hann væri byrjaður að út- búa texta og skýringar við fimm kvikmyndir, sem Roto- félagið hyggst taka hér. í einni kvikmyndinni verða sýndir hverirnir og hagnýting þeirra, brennisteinshverir og eldsum- brot. Þar sjást m. a. Hekla, Námaskarð, Krýsuvík, Geysir, Hveragerði, Árhver og Hita- veita Reykjavíkur. Inn í mynd irnar verður fléttað stuttum atriðum, sem íslendingar sjálf- ir munu koma fram í, og mun þ’etta væntanlega auka á fjöl- breytni myndanna. Þá . verður gerð fræðslukvikmynd um stærsta jökul Evrópu og hæsta f jall íslands. í þriðju myndinni verða íslenzka hestinum gerð nokkur skil, en auk þess verða þar myndir frá Þingvöllum, Gullfossi og af flugi hérlendis. Fjórðu kvikmyndinni er ætlað að sýna sveitaveru þriggja drengja í sumarleyfinu. Þar verða smölun og réttir, fugla- ,líf, laxveiðar, æðarvarp o. fl. í fimmtu kvikmyndinni verða fiskveiðarnar aðalefnið, og þar sýndar Vestmannaeyjar o. fl. Margir kvikmyndasérfræð- ingar munu vinna að töku myndanna hér, en Ulrich kvik- myndastjóri kvaðst öruggur um að góð samvinna myndi takast við opinbera aðila hér og allan almenning, og mynd- irnar verða til aukinna kynna og skilnings milli Þjóðverja og íslendinga. í Iok síðustu viku var opnuð á Laugaveg 19 ný matvöruverzlun, Clausensbúð, og varð mörgum starsýnf á hana, er menn gengu sér til skemmtunar í góða veðrimu í gær. Er verzlunin sérstak- lcga smekkleg og snyrtileg, svo sem myndin ber með sér. — (Fót.: P. Thomsen), Nýtt þingtímabil í Bretlandi, Brezka þingið verður sett á morgun, en þá Sbefst nýtt þing- tímabil. og verður þingsetning- in því með hefðbundinni við- höfn. I þessari viku fer fram um- ræða í báðum deildum um há- sætisræðuna, en þar verður að ; vanda rætt um ástand og horf ur á irmlendum og alþjóðavett vangi, gert grein fyrir stefnu stjörnarinnar o. s. frv. Flóð í EnglandL Laust fyrir seinustu helgi gekk hvassviðri með mikilli úr- liomu yfir Bretlandseyjar og hafði úrkoman færst austar í mörgun, en enn var allhvasst. - Allmikið tjón varð af völd- um veðurs. Einna hvassast var á vestur- strönd Skotlands og urðu skip þar að halda kyrru fyrir, en fiskibátar á grunnmiðum leit- uðu lægis, en þeir fengu aðvör- un um storminn. — Víða á Englandi var úrkoman svo mik- il, að vatn flæddi inn i hús, þúsundir ekra akurlendis eru undir vatni og vatn á vegum sumstaðar meira en metri á dýpt. Tré brotnuðu við vegi og umferð stöðvaðist og síma lín- ur og rafleiðslur biluðu. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðbflokksins. Mælskuæfing verður frá kl. 5—7 í dag, og í kvöld klukkan 8.30 flytur Gumnar Thoroddsen borgarstjóri erindi um ræðu- meimsku. Skólinn er í félags- hehnili VK. Vonarstræti 4. Frumsýning hjá LR á miðvikudag. Bæði gamait og alvara. Leikfélag Reykjavikur hefur starfsemi sína á þessu leikári með frumsýningu á leikritinu „Undir heillastjörnu“ í Iðnó á miðvikudaginn kemur. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Brynjólfi Jö- hannessyni, formanni L. R. í morgun, er leikritið hvort- tveggja, mótað gamansemi og alvöru. Það er eftir bandaríska höfundinn Hugh Herbert, sem m. a. samdi gamanleikinn, „Koss í kaupbæti“, sem Þjóð- leikhúsið hefur sýnt við mikla aðsókn og ágætar undirtektir undanfarið. Á frummálinu heit- ir það „TheM oon is Blue“, en þýðinguna hefur Þorsteinn ö. Stephensen annazt. Einar Pálsson er leikstjóri, en leikritið er í þrem þáttum, og gerist í Bandaríkjunum á vorum dögum. Leikendur eru fjórir, Stein- dór Hjörleifsson og Margrét Ólafsdóttir, kona hans, og Þor- teinn Ö. Stephensen og Brynj- ólfur Jóhannesson. „The Moon is Blue“ fékk á- gætar viðtökur vestan hafs, og var auk þess kvikmyndað. Má geta þess, að myndin vakti mikla athygli og óvenjulega, því að hún var bönnuð í Boston og víðar. Lothar Grundt gerði leik- tjöldin í þessu fyrsta viðfangs- efni L. R. á leikárinu. Akureyrarsjómeim Handsama fugla á hafiúti. Nýlega hefur náttúrugripa- safn Akureyrar eignazt þrjá sjaldséða fugla, sem handsam- aðir voru af íslenzkum sjó- manni á hafi úti. Var það í síðustu söluferð togarans Harðbaks til Þýzka- lands að þrír sjaldséðir fuglar hér á landi, settust að á skip- inu er það var á heimleið. Tveir fuglanna, grábrystingur og fjallafinka munu aðeins hafa sézt á íslandi áður, en þriðji fuglinn, sem hefur latneska heitið „Parus ater Britannicus“ hefur ekki sézt hér svo vitað sé um. Einn skipverjanna á Harð- bak, Ólafur Stefánsson, náði fuglunum og afhenti þá nátt- úrugripasafninu á Akureyri. Kristján Geirmundsson hefur nú stoppað hamina og telur fuelana hinn bezta feng. Þá má geta þess að skipverji á öðrum Akureyrartogara, Auðunn Auðunsson bræðslu- maður á Svalbak, íékk hand- samað snæuglu, sem kom á skipið vestur á Halamiðum fyr- ir skemmstu. Þótti það vel at sér vikið að handsama snæ- ugluna því hún er grimmur fugl og harðsnúin. Einnig þessi fugl var færður náttúrugiipa- safninu á Akureyri að gjöf. Brezkar fjölskyldur hafa boðið til sín á jólunum öllum amerískum hermöimum þar £ landi, er eiga ekki að vera á verði þá daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.