Vísir - 04.11.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 04.11.1953, Blaðsíða 4
VlSIR Miðvikudaginn 4. nóvgmber 1953. IPSXK D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingóllsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Er tíl of mikils mælzt? Frá því að byrjað var að' ráða íslenzka menn til starfa af ýmsu tagi suður á Keilavíkurflugvelli fyrir ameríska byggingafélagið Metcalfe, Hamílton, sem þar hefur nú mörg hundruð manna í þjónustu sinni, hefur verið talsverð óánægja með starf félagsins að ýmsu leyti. Svo sem kunnugt er gilda íslenzkir kaupgjaldssamningar við vinnu á vellinum, og hefur •óánægjan fyrst og fremst stafað af því, að ói'egla hefur verið á kaupgreiðslum. Hefur það' iðulega komið fyrir, að menn hafa •ekki fengið fullt kaup greitt fyrir vinnu sína, svo að urn- kvörtunum hefur í'ignt yfir íélagið, en gengið seint að bæta úr þessum misferlum. Varð þetta til þess, að sérstök skriístofa var sett á laggirnar þar á vellinum, til þess að kippa þessu ástandi í lag, því að vitanlega er það alger óhæía, að mönnum sé ekki gi-eitt kaup .sitt til fulinustu á þeim degi, sem ákveðinn er til að gera upp við starfsfólkið að því leyti. Þessi ráðstöfun hefur þó ekki boi'ið' tilætlaðan árangur, því að enn munu mikil brögð að þvx, .að mönnum sé van.....'i‘t, svo að það safnast fyrir, sem þeir •eiga inni eftir því serh timar líða. Ekki þai’f að taka það fraio, hversu iila það kemur sér fyrir hvern sem er, en þó verst 3y rir þá, er horfið hafa af vellinum, þar sem þeir hafa ekkx ætlað að starfa þar ne.ma um takmarkaðan tíma, eins og náms- rmenn, svo að dæmi sé tekin. Þeir hafa lítil tök á því að fara :í rukkunarferSir, tii þess að innheimta vangoldið kaup, enda á slíks ekki að vera þörf. Þar sem þetta sleifarlag hefur gengið svo mánuð'um skiptir,; i án þess að félagið virðist hafa getu til þess að kippa því í lag — því að ekki skal efazt um að ói’eyndu, að það vilji hafa allí á hreinu í þessu efni — hlýtur sú spurning a& vakna, hvort það hafi raunverulega á að skipa starfslið'i, er sé fært um að vimm þau störf, sem því eru ætluð við útreikning kaupgjalds. Sé iþetta því að kenna, að ekki sé fyrir hendi hæfir starísmenn við þessi verk, þá er það lágmarkskrafa, að gerð sé sú bi'eyting á starfsmannahaldinu, sem nægir til þess aff tryggja starfs- liðinu, að það fái hverju sinni það kaup, sem því ber í sam- Tæmi við vinnu sína og þá samninga, sem gilda í þessu efr.i jþar á vellinum. Raunar er nú svo langt liðið, síðan fyrst voru bornar fram kvartanir um þetta efni, að félagið hefði átt að vera búið að kippa þessum málum í fullkomið lag fyrir löngu, ef það hefði :raunvei'ulega hug á því. En þar sem breytingar hafa engar •orðið svo að teljandi sé, þótt langt sé liðið, síðan kvartanir voru bornar fram í fyrsta skipti, þá er eiginlega ekki að furða, þó áð margir líti svo á, að það, sem skorti hjá félaginu, sé fyrst og aíremst viljinn til þess að gera rétt í þessu efni— standa við í»á samninga, sem það er bundið við, þar sem það hefur fengið heimild til að starfa hér á landi og ráða til sín íslenzka starfs :menn. Sé sú tilgáta rétt, þá er vitanjega ekki að furða, þótt •ekki gangi vel að fá misfellurium kippt í lag, þrátt'fyrir.-marg- .ar kvartanir. Enn getur félagið þó rekið af sér slyðruorðíð, og er það væntanlega ekki til of mikils mælzt, að þa& sýni í eitt skipti fyrir öll, hvort það hefur í hyggju að bæta ráð sitt eða ekki. Það þarf skýrar líriur í þessu efni. Neytendasamtökin opna skrifstofu. Neytendasamtök Reykjavíkur hafa nú opuað skrifstöfu í Bankasti-æti 7. Nú er hafinn nýr þáttur í starfsemi Neytendasamtakanna með opnun sérstakrar skrif- stofu, sem vei'ður opin daglega kl. 3—7 e. h., á laugai'dögmn kl. 1—4. Framkvæmdastjóri samtakanna, Ari ísberg lög- fræðingur, mun veita henni foi-stöðu og veita mönnum upp- lýsingar og aðstoð, er þeir óska sem neytendur. Með þessum hætti verður t. d. veitt lög- fræðileg aðstoð að því er varö- ar rétt neytenda, t. d., eí hann telur sig ói'étti beittan á ein- hvern hátt, o. s. frv. Skrifstofan hefur síma 82722, og geta menn snúið sér til herrnar um sitt- hvað, er þeir æskja aðstoðar við. Hlutverk Neytendasamtak- anna er vitanlega það fyrst og fremst að standa vörð um hags- muni neytenda, hvort heldur er gagnvart hinu opinbera eða í almennum viðskiptum, og liggur í hlutarins eðli, að verk- efnin eru nær óþrjótandi. En Neytendasamtökin geta aldrei náð tilgangi sínmn nema þau verði nógu fjölmenn, nógu al- menn. Þess vegna ættu sem ílestir að gerast félagar. — Formaður Neytendasamtak- anna er Sveínn Ásgeirsson hag- fræðingur, en í stjórninni eru alls 25 manns af ýmsum stétt- um. Málgagn samtakanna, Neytendablaðið, kemur út á næstunni, og síðan öðru hverju. Hver vinnur? Út er kominn bæklingur með upplýsingum um ensku deilda- keppnina fyrir þátttakendur í getrtaununum og aðra. t Aðalefni bækiingsins er skrá' yfir leiki, sem fram fara í 1. og ; 2. deild ensku deildakeppninn- ■ ar til vors og margvíslegar upp- j lýsingar um félögin. Einnig er þar skrá yfir leiki í Noi'egi-og Svíþjóð í haust og vor. Er þann- ig frá skránni gengið, að hægt er að rita úrslit við hvern leik jafnóðum og þeir fai'a fram. Er bókin því einskonar handbók fyrir þátttakendur í geti'aun- um. Bókin er mjög smekklega úr garði gerð, prentuð í Hólaprenti og fæst hjá öllum bóksölum og umboðsmönnum íslenzkra get- rauna og kostar aðeins kr. 6.50. Hún heitir „1—X~2 — Hver ? 1: vmnurr Gustaf Adolf S\iakonungur kom í einkaheimsókn til Eng- lands í gær. Drottningin hafði verið þar vikutíma. Alm. Fasíeignasalan Lánastarísemí VerSbrélakaup Austurstræti 12. Sími 7324 ^biínlieít Þörf fyrir áætí það var drepið hér í blaðinu fyrir nokkru, að mjög vax- andi kröfur væru nú gerðar víða úti um sveitir landsins um. aukíð rafmagn eða rafveitur fyrir þær sveitir, þar sem rafmagn hefur ekki veri'ð fyrir hendi til þessa. Haía blöð.'og út- varp sagt frá mÖrgum fundum upp á síðkastið, þar sem getið er um fundi forustumanna bænda, þar sem þeir bera fram •óskir sínar og kröfur um þetta efni. Er sýnilegt til dæmis, að því er snertír orkuveitusvæði Sogsins, að engin Mð verður að fullnægja þessum óskum á næstunni, ef ekki á að þurfa að grípa til skömmtunar, ems og gert hefur vei'ið til skamms tíma. Mun jafnvel öll orka fi’á virkjun Efra-Sogs verða notuð þegar — eða því sem næst — til fulls, er sú virkjun hefur verið; fúllgerðf ef óskir um ‘ráfmagn tt um sveitirnar í grennd verða teknar til greina samstundis, Það .ligguv því i augum uppj, að vinna Yerður verkiþ — að; leiða órkuna út um sveitirnar r áföngum, sem áílir véi'ða að sætta sig við, þar sem ekki er hægt að fullnægja kröfum einu. Og því fyrr sem áætlun um slíkt ýrði gert því betra. KexverU&miðjtin Wróm /i.l' Eftirfarandi bréf hefur Berg- ináli borizt frá „Gömlmn sveita- manni“ um erindi, sem flutt var nýlega i útvarpsþættinum „Um daginn og’ veginn“: „Útvarpsþátturinn „Um dag- inn og veginn" hefiii- jafnan ver- ið sá þáttur, séni ég héf hluslað .á, þegar ég hef getað )>ví við komið, allt frá þvi er Jón Ey- þórsson hóf þennan ’jáit !ii vegs og virðingar. Márgir cni þeirrar skoðunar, að þátturiun liafi vérið beztur i höndum .lóns, og er það sagt, án þess að kasía rýrð á aðra mæta menn, sem síðar haia komið þar fram. Frjálsræði, sem er holt.. Það, frjálsraeði, sein flyíjendur erindanha Iiafa haft um efnisval, hefur reynzt holt. Menn liafa ekki iriisnotað þetta frjálsræði, þótt erindin liafi verið misjöfu að gæðúm og flutningi hefur þar oft verið, margt þarft orð í tima talað. Og það er mjög' mikilvægt að mínu áliti, að þarna geti menn komið fram og sagt sína meiningu skýrt og skorinort. Það þarf áð gera — benda á það, sem miður fer, og fá þá, sem sofandi eru, til þess að ránka við sig. Ef eigi tekst verr li I með þemían þátt en fram að þessu, má sæmilega við una, en vonandi á þátturiiin eftir að batna. Rödd, sem þyrfti að heyrast um land allt. í fyrri viku flutti Ingiþjörg Bergþórsdóttir erindi í þessum þætti. Eigi veil ég deili á konu þessari, en hún var skorinorð og hafði rök að mæla. Hún lýsti skemmíánalifinu, eins og það cr nú hér á landi, hispurslaust, og eins og sá, sem fer sjálfur og kynnir sér lilutina, en hleypúr ekki eftir sögusögnum annara. Fyrir það varð mál hennar á- hrifameira, Blákaldur sannleikurinn er sá, að þetta er inál, sem allir liugsandi inenn og konur ættu að láta til sín. taka, því að fram- líð æskulýðsins er i voða, ef ekki verður spyrnt við fæti. Fullkomið ábyrgðarleysi verður það að teljast, er félög, sém hafa sett sér liáleitt mark, stofna til skemmtana, þar sem drukknir menn vaða uppi og ó- siðleg framkoma á sér stað, - en börn og óþroskaðir imglingar læra þar illar venjur af þeim, sem éldri eru. Það er vissuiega álvöruriiál, eí góð félög að öðru leyti ge.rast svo fégráðug, að það verði aðalatriöið, að ná > sjóð „nokkrum skítugum hundruðköll- um“. 1 sveitunum horfir óvæn- lega vegna ríkjandi ástands á sviði skemmtanalífsins, og í bæj- ,unum þykir sjálfsagt að hvert samkomuhús sé notað til daris- skemmtana oft í viku. . Heilbrigt skemmtanalíf er nauðsynlegt og æskilegt, en ríkjandi ástarid er slíkt, að breýt- • ing þarf á að verða. — Hvi lieyr- ist ekki frá æðstu stöðum uin þessi mál? Enginn heimtar barin skemmtana, — Iieldur skynsam- legar höuilur og eftirlit, og lxvi láta yfirvöldin ekki þessi mál til sín taka? :— Að niinni hyggju bér þirigi og stjórn að taka mál þessi itiÞmeðferðar, —• á þingi ,er skráf-í að’um ómerkari mál. Þessi mál várða framtið þjóðarinnar inörg- um fremur. —■ Eg vil að siðustu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.