Vísir - 04.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 04.11.1953, Blaðsíða 7
Coor. l»Srt.E(lcít ft«i« Boiroush*. loc.—Tm. Reg-C.fi. Pul. Ofl I Distr. by VnUed Feature Syndlcate, Inc.1 i-um' Vav deii.1, xyrir.. Nemona aðl, jiví að-hún vildi óð og upp- : • ■ .gei'öx í séKúixdur Miðvikudaginn 4. nóvember 1953. VISIR í Montgomery-stræti í San Francisco var ys og þys og maim- þröng mikil. Við þessa götu voru skrautlegustu húsin og stund- um varð vart þverfótað á gangstéttunuxn fyrir skrautbunum konum og glæsimennum, en á þessum tíma er hið mikla Gósenland, sem alla dreymdi um, auðguðust raenn fui'ðulega fljótt, svo að ævintýri var líkast, og þurfti ekki annað en líta á hinar silkiklæddu konur og skai’tgripi þá, er þær báru, til þess að sannfærast uni, að .eiginmenn þeirra, unnustar eða „velunnarar“ höfðu fjárráð nóg. Um þessa götu gengu konur því til þess að sýna fegurð sína og klæðnað og hitta góða vini, þar var masað og skrafað, og umræðuefni kvöldsins í mörgum samkvæmissalnum var hvað fyrir augun hafði borið .fyrr um daginn í Montgomerygötunni. Nú var sem eitthvað óvahalegt hefði vakið athygli manna, því að hvarvetna stungu menn sam- an nefjum, og menn bái’u fram fyi'irspurnir, sem enginn virtist geta svarað. Og svona var þetta hvarvetna, fyrir utan glugga skartgripaverzlananna og silkikaupmannanna, og jafnvel í grennd við „Ville de Paris“, og enn lengra, í grennd við póst- húsið. Jafnvel fregnirnar um ósigurinn við Sedan og að keisari Frakklands hefði verið tekinn höndxxm vonx gleymdar, og þó lá við, að allir íbúar San Francisco hefðu verið harrni slegnir, er þau tíðindi bárust skömmu áður. Nú var það allt annað, sem hafði haft þau áhrif á menn, sem fyrr var getið, enda var þetta síðdegis á Iaugardegi, en blöð hinnar „gullnu borgar“ gortuðu af því, að eigi færri en 2000 hinna fegurstu kvenna borgarinnar legðu það í vana sinn að ganga þar um, á samt hinum frönsku þernum sínum, Var því svo lýst, að straumur hinna fögru kvenna lægi í öfuga átt við straum hinna glæsilegu en iðjuláusu ungu manna, sem vix-tu fyrir sér kvennaskarann, — þarna væru tvær mannhafsöldur, sem rynnu hvor í sína átt. Karlmeninrnir, einnig viðhafnarbún- ir, með pípuhatta á höfði og útskorna stafi í höndum virtu fyrir sér, svo lítið bar á, það sem í boði var, eins og er menn líta á safn fagurra og fágætra hluta, og’ svo er allt í einu sem þessar mannlífsöldur stöðvist, og úr verður samfellt glitrandi haf. En hafi það verið rétt, sem í blöðunum stóð, að á venjulegum laugardegi skörtuðu þarna 2000 konur, voru þær 2000 og ein þeiman dag — og það var þessi kona, sem skyndilega hafði birzt og bætzt í hóp fyrrnefndra tveggja þúsunda, sem alla at- hyglina vakti, jafnt kvenna sem karla. Klukkan var nákvæmlega þrjú, þegar einkar snotur vagn stöðvaðist skyndilega, á mótum Sutter-götunnar og Montgo- mery-göíuimar, og tvær konur stigu út úr vagninum. Sú konan, sem fyrst kom út úr vagninum, var kona miðaldra og var hún svartklædd, og auðsæilega fylgdai’kona forkmmar fagurrar ungrar konu, sem í kjölfar hennar kom. Hún var svo mjúk í hreyfingum, að unun var á að horfa. Andartak stóð hún og leit í kringum sig og svo upp eftir götunni, bar svipur henn- ar því vitni, að hún bjó yfir miklu öryggi og fest.u og nokkrum þótta, en þó eigi svo að til lýta væri. Og svo spennti hún upp litla sólhlíf og tók fyrstu skrcf sín á hinu fræga Montgomery-stræti. í svip hennar var einnig gleði og ákafi æskunnar — varimar opnuðust litið eitt, og munnsvipurinn bar vitni sakleysislegri hrifni og furðu — og skyldi engan hafa grunað, að hvert til- lit hermar og svipbfigði öll v.oj'u árangur -langrar sjálfsathug- unar.og þjálfunai', því að hin unga kona var komin í ákveðnum tilgangi og hafði lagað sig og þjálfað til síns ætlvmarverks. Klæðnaður hennar var að sjálfsögðu samkvæmt nýjustu tízku. Smár hattur skreyttur böndum hvíldi á kolli hennar, og fór vel hið jai’pa hár hennar, sem greitt var í líkingu við fossfall. Göngulag hennar var í líkingu við það, sem menn töldu að mundi hafa tíðkast meðal gx'ískra fegui'ðardísa á fyrri tíma, og mundi þessi eftirlíking vissulega hafa gert flestar konur, þótt fagrar væru, broslegar, en varð einhvern veginn til þess að leiða athyglina enn frekara að fegux'ð hennar. Raunar var það furðu- legt, að þetta göngulag skyldi hafa orðið keppikefli fagurra á þessum tíma, og var það oft kallað „kengúni-hoppið11. Þá vakti það eigi litla athygli, að á aðra hönd sér hafði hún dregið brúnan hanzka, en perlugráan á hinn, og er hún gekk og neðsta kjólgjöi'ðin vaggaðist dálítið sáust hinir fagurlega löguðu öklar hennar, og að mæi'in var klædd bróderuðum silki- sokkum. Þegar hún hafði gengið nokkra metra fór að bera á þvl, að einhver titringur færi að koma á efrivararskegg pípuhattaherr- anna, sem gátu ekki stillt sig um að horfa löngunarhýrir á eftir meynni, og jafnvel konurnar viku úr vegi fyrir henni, til þess að geta betur fengið tækifæri á að virða hana fyrir sér og gónt á eftir henni. Og löngu áður en mærin og fylgdarkona hennar voru komnar að pósthúsinu var eins og straumbylgjurnar hefðu stöðvast. Dándismennirnir voru farnir að rabba saman — um meyna — og konumar sömuleiðis. Hver var hún? Hvaðan kom hún? Og hví hafði hun birst allt í einu í Motngomery-stræti, en ekki í einhvei'jum samkvæmissalnum, þar sem hún var kymit virðu- lega og svo sem vera bar? Bæði karlai’ og ko.nur voru blátt á- fram að springa af forvitni. Konurnar reyndu sem bez.t þær gátu að leyna því, sem þær urðu að viðurkenna með sjálfum sér, að hún væri guðdómlega fögur, en opinberuðu sínar leyndu hugsanir með óvinsamlegum athugasemdum og tillitum. En allt þetta Virtist fara með öllu fram hjá hinni ungu konu. Ekkert virtist geta raskað ró hennar Hún virtist ekki vera að hugsa urn neitt annað en hve sólskinið væri dásamlegt og tifaði áfram, smástíg og heillandi, þar til hún kom þangað, sem skemmtigöngufólk var vant að nema staðar. Þar sneri hún við til þess að fara til baka sömu leið og hún kom. Hafi hún veitt því athygli, að allra augu mændu á hana, og að hún í í'auninni gekk um göng í mannhaiihu, þar sem þögular fylkingar voru beggja vegna, og ekkert gat að líta nema starandi andlit, þá vai’ð þess ekki í neinu va.i't í svipbrigðmn hennar eða framkomu yfirleitt, — hún skipti ekki einu sinni litum. Og jafnvel þeir, sem fróðastir voru taldir um einnn og alla, vissu ekkért í sinn haus, — gátu ekkert — alls ekkert sagt, til þess að svala for- vitni manna. Og svona gekk þetta þar til lxún var aftur komin að vagninum, sem beið við Suttergötuna. Fylgdax'konan svart- klaedda var jafnan við hlið hennar. Og svo settist hún aftur í vagninn ásamt vei'ndái'koiiu _ sinni og vagninum var ekið buxi; í skyndi. Það virtist fai'a vel um meyna í vagnsætinu, þi'átt fyrir kjól- gjarðirnar, og hún hallaði sér aftur og bi’os.ti á.nægð á svip. „Jæja,“ sagði fylgdarkonan, hrökulega og gagnrýnandi, „nú þegar þú ert búin að brjóta hefðbundnar kurteisisvenjur, með því að halda þessa sýningu á þér, geturðu víst verið ánægð.“ „Fyllilega," svaraði mærin rólega, „eg gæti ekki ánægðari verið.“ Og þe.tta svar húsmóður sinnar varð fylgdai'konan að láta sér nægja. Þær óku án þess að rnæla orð af vörum, þar til komið var að horninu á Powell- og Sacramentogötunni, en þar var ekið í átt- ina til víkui'innar, og franx hjá húsi manns að nafni Gi'ay, sem var helzti útfararstjóri borgarinnar, og haldið áfram að þi'iggja hæða húsi, sem var skammt frá F. L. A. Pioche bankastjóra, sem var háreist og mikið. — IJúsið, sem numið vai’ staðar við, ar ekki íburðarmikið, en það var xiægilega 51011; og þægilegt. Hin unga kona gekk rakleitt til svefnhei'bei'gis síns, þar sem hún Sigurgeir Sigarjónsson hœstaréttarlögmaBur. Skrifstofutími 10—12 og Aðalstr. 8. Síml 1043 og 80850. SKlPAUTtitKD RIKISINS M.s. SkjaMbreð fer til Snæfellsnesshafna og Flateyjar hinn 10. þ.m. Tekið a móti flutningi á morgun og föstudag. Farseðlar seldir á mánudag. M&Hekla austur um land í hringferð hinn 11. þ.m. Tekið á móti flutningí til áætlunarhafna milli Djúpa- vogs og Húsavíkur á morgun og föstudag. Farseðlar seldir árdegis á þriðjudag. „Skaftfellingur" til Vestmannaeyja á föstudag. Vörumóttaka daglega. CihU Jihhi 0aK„. Þessi frásögn birtist í bæj- arf.réttum Vísis hinn 4. nóv.. 1918: Snarræði. - Maður féll út af mótorbát,. sem lá við Viðeyjarbryggju sunnudaginn 29. sept. sl. Þrjár stúlkur, sem sáu þegar slysið vildi til, hlupu á eftir dreng, sem var nýgenginn upp frá bryggjunni, sögðu honum frá slysinu og báðu hann að synda eftir manninum, sem var að sökkva. Drengurinn brá þegar við og hljóp niður á bi-yggjuna, fór úr jakkanum og vestinu og fleygði sér á eftir manninmn, sem var að missa méðvitxxnd og sökkva, og bjargaði honum á síðustu stundu. Mér, sem þetta hefir komið, til eyrna, fiimst skylt að þakka piltinmn fyrir snarræði hans í opinberu blaði. Drengurinn heitir J. H.. Svanberg og er í Viðey. Ættu slíkir atburðir að ýta undir okkur sjómennina að leggja stund á að læra sund. Sjómaður. M36 - bexchar • íok ■•pégarx a hraoa1 • ogV nsíjið anilli Itþbss« ogi; ■Ta.rzariái'Wxý mimikandi. Á cflir Belthar kom vagn Nemone, sem tveim . "hrópaði, því að hun væg Veía sem næst þegar ljónið rifi Tai'zan í sig. Tarzan . ljónið hafa náð sér, því a.5 itil skógar voru enn um 200 inetrár. Tarzán vildi Belthar Var nú skammt fráx og tók nú undir sig síðasta stökkið- í áttina til Tarzans

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.