Vísir - 06.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 06.11.1953, Blaðsíða 8
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjö»- breyttasta. —- Hringið í síma 1660 *g gerist Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. áskrifendur. Fösíu'claginn 6. nóvembor 1953 >1* katif Hépur þýzkrin svlffgugimauns: kemur giingað ffið éri. Á komandi vori og surari er j von á fleiri erlendum svifflug- | mönnum hingað til Iands en j nokkru sinni áður. Helgi Filippusson svifflug- maður er nýkominn úr Þýzka-, landsför, en þangað fór hann ásamt 7 öðrum íslendingum í ; einskonar skiptiboði til Duis- borgar í Þýzkalandi um miðj- an sept. s. 1. Tjáði Helgi blaðinu að mik- ill áhugi væri meðal þýzka { sviffiugmanna að' koma hingað „ til svifflugið'kana vegna • hinna _ óvenju góðu skilyrða sem hér ; eru. til sviffíugs. .Sagði hann.að ' naéstá ár vasri von á svifflugs- mönnum frá . Hamborg, frá Suður-Þýzkalandi og frá Duis- borg. Meðal annars er í ráði að 15—20 manná hóþur komi frá eihni stálverksniiðju í Dúisborg. Hafa' sta'rfsménn verksmiðj- unnár svifflugfélag sin á milli og eiga svifflugu. Slökkviliðið þrisvar á ferð Slökkviliðið hér i bænum var tvisvar kvatt á vettvang > gær og einu sinni í nótt, ea i síðasttalcla skiptið var um gabb að ræða. Klukkan 5 í gærdag var slökkviliðið beðið um aðstoð vegna elds, sem kviknað hafði út frá olíukyndingu í háseta- klefa mótorbáts, sem lá við Grandagarð. Bátur þessi var Kveldúlfur KE 51, en búið var að slökkva eldinn þegar slökkvi -liðið kom á vettvang. Hálftíma seinna var slökkvi- Jiðið kvatt að Camp Knox E 2. Var þar aðeins um ofhitun á ofni að ræða og ótta við íkvikn- un af hans völdum. Á 2. tímanum í nótt var brunaboði brotinn á Grettisgötu 46, en þar var aðeins um gabb að ræða. Lögreglan tók þrjá menn, er staddir voru þar í grennd og færði á stöðina, en að yfirheyrzlu lokinni var þeim sleppt aftur. Brotin rúða. í nótt var stór rúða brotin í skóverzlun á gatnamótum Lækjargötu og Skólabrúar, en ekki var upplýst, hver valdur var að brotinu. í Þýzkalandi kvaðst Helgi hafa - fengið einkar hagkvæm tilboð í svifflugur. og myndi Svifflugsskólinn reyna að festa kaup . á 5 , sýiff lugum, þar af tveim fyrif byrjendur og þrem fyrir lengra komna. Helgi kvað brýna þörf fyrir þenna aukna svifflugnakost, það hefðu svif- flugsnámskeiðin á s. 1. sumri s'ýnt, því á þeim hefðu verið 60—70 fastir nemendur. Yrði ekki hjá því komizt að bæta við nýjum svifflugum og hér væri um að ræða. lang h.agkvæmasta boð sem hugsanlegí .væri. .Til þessa hafa flestar svifflugurnar verið smíðaðar hér heima, en þær verðá miklu dýrari en þessar þýzku. . Helgi lét vel af íör íslend- inganna út og hefði þar frekar verið um kynningarferð að ræða heldur en um æfingarför í svifflugi, því við höfum miklu betri skilyrði til flugsins hér heima. Voru þátttakendum sýndar verksmiðjur, námur og ýmislegt fleira, sem íslending- um gefst ekki kostur á að sjá heima hjá sér. FÍestir þátttak- endanna komu 4. þ. m., en Helgi kom til landsins í gær. Þing SUS hófst í morgun. Þing Sambands ungra Sjálf- Stæðismanna, hið tólfta í röð- jnni, hófst i morgun. Magnús Jónsson alþingismað- |ir, formaður sambandsins, Ilutti þá skýrslu sambands- Jltjórnar um störfin undanfarin tvö ár. Þá var kosið í nefndir. J dag' verða nefndastörf og um- ffæður, en á morgun hefjast |)ingstörfin kl. 10 f.h. T.T~n kvöld Ið verður kvöldvaka í Sjálf- ttæðishúsinu. Þinginu lýkur á JBunnudag. Svíar neana erl. tunguanál. Það hefir mjög farið í vöxt hin síðari ár, að ferðamenn sæki Sví'þjóð lieim. Þetta hefir m. a. haft það í för með sér, að' auknar kröfur um tungumálakunnáttu eru gerðar til járnbrautastarfs- manna, bílstjóra og annarra. Þess vegna eru haldin nám- skeið allt árið fyrir starfsmenn sænsku ríkisjárnbrautanna, og er m. a. kennd enska, þýzka og franska. í fyrravetur tóku 5000 starfsmenn sænsku járnbraut- anna þátt í enskunámskeiðum. íögnuðirr á frumsýningu. Sjónleikurinn „Valtýr á grænni treyju“ var frumsýnd- ur í Þjóðleikjhúsinu í gær við húsfylli og hinar beztu undir- tektir áhorfenda. Meðal gesta voru forseta- hjónin. í sýningarlok voru leik- ararnir hylltír, svo og leikstjór- inn, Lárus Pálsson, og höfund- urinn, Jón Björnsson. — Sam- tímis var minnzt 25 ára leikara- afmælis Þóru Borg Einarsson- ar, sem lék eitt aðalhlutverkið, og barst henni fjöldi blóma í leikslok, en síðan komu Þjóð- leikhúsráð og leikarar saman í kjallara hússins í beði Þjöðleik- mælisbarninu til hamingju. Þar hússtjóra til þess að óska af- fluttu ræðu Guðlaugur Rósin- kranz Þjóðleikhússtjóri, og Ævar Kvaran, sem færði leik- konunni gjöf frá leikurum Þjóðleikhússins, og loks af- mælisbarnið sjálft. SENN KOMA JÓLIN. . . .. Það má. líka segja um þessa mynd. — Ekki er ráð nema * tíjjia só tekið. Myndin er Crá áönsku barnaheimili, þar s em jólaundirbúningurinn er þegar hafinn. Glanspappírinn hefur verið tekinn frani, og starfiði er hafið af kappi. Breyting á endastöð Hafnarfjarðarvagna. Níu árekstrar á sama götuhorni á tveim mánuðum. Umferðamálanefncl Reykja- víkurhæjar hefur undanfarið rætt ýmsa umferðarörðugleika hér í bænum og hættu sem stafar af umferð á ýmsúm stöðum. Á fundi sem nefndin hélt ekki alls fyrir löngu var m. a. rætt um umferðarhættu á gatnamótum Frakkastígs og Njálsgötu, en þar urðu 9 bif- reiðarárekstrar á ekki lengri tíma en tveim mánuðum í sum- ar. Var ákveðið að gera tilraun með að mála leiðbeinandi gul j strik á götuna. ! Á fundinum var ennfremur j rætt um endastöð fyrir áætlun- , arbifreiðar Hafnarfjarðar. Til umræðu kom sá mögu- leiki, að endastöðin skyldi vera á Skothúsvegi og sérstakar ráðstafanir gerðar til þess að Strætisvagnar Reykjavíkur hefðu þar áningarstað. Sá hæng ur þótti á endastöð við Skot- húsveg, að hún væri of fjarri miðbænum og því ekki nægi- leg þjónusta við notendur vagn- anna. Bent var á þann stað, sem áður hefur verið ræddur, en það er að endastöðin yrði í Vonarstræti og ekið kringum tjörnina suður Tjarnargötu. Að lokum var ræddur sá inöguleiki, að vagnarnir hefðu endastöð á Fríkirkjuvegi, ef hægt væri að fá svæði það, sem Frystihúsið Herðubreið hefur nú, en í ráði mun, að það verði lagt niður. Rætt var um bifreiðastöður og umferðarörðugleika í mið- bænum. Áherzla var lögð á, að sem 'aHra fyrst þyrfti að losna við benzinsölur Shell og B. P. við Tryggvagötu og Vestur- götu og rnyndu slíkar ráðstaf- anir verða til stórbóta fyrir umferðina í miðbænum. L^rigvarandi skákkeppni. London. (A.P.). — í meira en tvö ár hefir staðið yfir skák- keppin á 12 borðum milli drengja í amerískum og ensk- um barnaskólum. Er þetta bréfskák, og eru leikirnir að jafnaði þrjár vikur á milli, en aðeins þrem skák- um er lokjð, hvorir. með hálfan annan vinning. Sumír drengj- anna, er tóku í upphafi þátt í keppninni, eru farnir úr skól- unum. Næstum sama þóf og áður. Kommúnistar samþykktu í morgun á undirbúningsfundin- um að stjórnmálaráðstefnu, til- lögu frá Arthur Dean, aðstoðar- utanríkisráðh. Bandaríkjanna, um að undirnefnd fjalli fram yfir helgi um dagskrártilhög- un á ráðstefnunni. Tveir menn af hálfu komm- únista og tveir af hálfu S.Þ. skipa undirnefnd þá, sem nú gerir tilraun til að ná samkomu- lagi.. — Fulltrúar kommúnista hafa verið hinir þverustu til þessa, og ekki fengizt til að ræða hvenær ráðstefnan skuli koma sarnan eða hver hún skuli haldin, og var ofannefnd til- slökun, hin fyrsta af þeirra hálfu, og gerð, er búið var að halda 10 fundi árangurslaust. Hálfri milljón króna verður varið á næstunni til mjög að- kallandi viðgerða á Westminst- er Abbev í Lor.don. Gitðjón M. fltfstur •etftir 4 uniferðir. Fjórar umferðir hafa nú ver- ið tefldar í meistaraflokki Skákþings Reykjavíkur, og að þeim ioknum er Guðjón M, Sig- urðsson efstur með 3 vinninga og 1 biðskálc. Þriðja umferð skákþingsins var tefld á þriðjudagskvöldið og vann þá Guðjón Ingimar og Óli vann Ingvar, en hinar skák- ii’nar fóru í bið. í fjórðu umferð, sem ieíld var í fyrrakvöld, vann Guðjón. Steingrím og Ingvar vann Jórs, en aðrar skákir urðu biðskákir. nda þótt margar skákir bíði enn úrslita og því erfitt að Segja til um hina raunverulegu röð keþpendanna, var staðan í gær- kvöldi sem hér Segir: Guðjón M. Sigurðsson efstur með 3 vinninga og 1 biðskák, 2. Ingvar Ásmundsson 2Vz yinn ing', 3—6. Eggert Gilfer, Ingi R. Jóhannsson, Óli Valdimars- son og Jón Pálsson 1 vinnlng og 2 biðskákir hvor, 7. Ingimund- ur Guðmundsson % vinning og 1 biðskák, og 8. í röðinni Stein- grímur Guðmundsson með eng^ an vinning en 2 biðskákir. Biðskákirnar verða tefldar í kvöld kl. 8 í félagsheimili K.R., en næsta umferð á sama stað á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h- Afhendir skilríki. Pétur Thorsteinsson afhenti nýlega forseta ; forsætisráðs Æðstaráðs Sovétríkjanna, Voroshilov marskálks, trúnað- arbréf sitt sem sendiherra ís- lands í Moskva. (Frétt frá ut- anríkisráðuneytinu). Fulltrúar S.Þ. og kommún- ista héldu 10. fund sinn í morgun til undirbúnings stjórnmálaráðstefnu. Ekk- ert samkomulag náðist. Eisenhower sagði við blaoa menn í gær, er spurðu hantt um kosningaósigra repu- blikana: „Eg hef beðið ó- sigra í smáorustum fyrr.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.