Vísir - 11.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 11.11.1953, Blaðsíða 7
Miövikudaginn 11. nóvember 1953 VlSIE VWVWWWVBWW C. B. Síelland. Engill eða glæfrakvendi ? blandaður kór og 300 manna barnakór, að ógleymdri 300 manna hljómsveit, sem lierra Rudolf Herald stjórnaði. Og 5 daga í röð var skipað hvert hinna 8000 sæta í hljómskálanum, en þar var auk þess stæði fyrir 7000 manns, og varð þar ekki þverfótað, svo að ekki vantáði borgarbua áhugann fýrir listinni. Sélby borgarstjóri greiddi sjálfur fýrir aðalstúkuna í Hljómskálanum, hvorki meira né minna en 3200 dollara, og til þess að kóróna allt var búin til géysimikil trumba, sem var jafnvel énn stærri en sú, sem nótuð var á Boston-hátíðinni miklu. Hún var átta fet í þvermál og trumbuteinamir 4 fet á lengd. Nei, jafnvel í slíku skyldu þeir ,,slá þá út“ þarna í Boston. Franska hátíðin var skipulögð af þeim, sem höfðu samúð með hinu sigraða Frakklandi, og bar allt vitni miklum oflátungs- og auðlegðarbrag, frekar en listrænum smekk. Salurinn var skreyttur eins og venjulega, nema að nú vantaði hin fjölmörgu búr kanarífuglanna, sem vanalega voru hengd þar — hefir mönnum sjálfsagt ekki þótt fai'a vel á því, að hinn glaðlegi söng- ur þeirra heyrðist þar sem menn létu í ljós samúð með sigraðri þjóð. Á veggjum hengu þrílitir skildir með nöfnum Comeille og Moliére og nöfnum ýmissa annarra Frakka, sem getið höf'ðu sér ódauðlegan orðstír. En svartar sorgarslceður vom einnig vafðar um skildi þessa. Og þó var ekki neinn sorgarbragur á neinu, þegar Anneke gekk inn í salinn með þeim Ralston-hjónunum. Þetta var til komumeiri og glaðlegri sjón, en áður hafði fyrir hana borið, og ósjálfrátt nam hún staðar í dyrunum, og við lá, að undrunar óp stígi af vörum hennar, svo mikil var hrifni hennar. Frú Ralston leit til hennar í sömu svifum, sá svipbreytinguna á and- liti hennar, og brosti, og hún brosti aftur, þegar Anneke svo að segja á sama andartaki, náði aftur fullu valdi á sér, og leit í kringum sig með virðulegum svip, er bar vitni hæfilegum áhuga fyrir öllu, sem fyrir augun bar, og eins og það væri „dag- legt brauð“, að horfa á slíkt. „Hve skréytingin er fögur og smekkleg,“ sagði Anneke með tilhlýðilegum alvöruhreim. „Vesalings Frakkland." Maður nokkur, fríður sýnum, kom með framrétta hönd. „Ungfrú Villard,“ sagði frú Ralston, „þetta er nágranni yðar, herra Pioche .... ungfrú Villard .... herra Pioche.“ „Ungfrú Villard býr Örskammt frá húsi yðar,“ sagði frú Ralston því næst, svo sem eins og til frekari skýringar. „Dásamlegt,“ sagði Mr. Pioche. „Það veitir ekki af að eitt- hvað verði til þess að varpa ljóma á borgina okkar.“ „Herra Pioche,“ hélt frú Raíston áfram, „hefir afrekað mikið fyrir okkur. En eg held, að mesta afrek hans sé, að hann hefir kennt okkur að kunna að meta góðan mat. Fyrir hans áhrif hafa komið hingað fjölda margir ágætir matreiðslumenn frá París.“ „Mér hefir verið sagt,“ sagði Anneke, ,,að marka mætti menn- ingarþroska manna eftir mataræðinu.“ „En eg held því fram, að bezta sönnun fyrir menningu og þroska hvers mannfélags, séu fagrar, prúðar og vel menntaðar konur. Og vissulega mun ungfrú Villard auka á þann Ijóma, sem konur vorar varpa á San Francisco. Eg vona, að þér setjist að hér.“ „Eg gæti eiriskis frekar óskað mér en að geta verið hér ávallt.“ Pioche sneri sér að Ralston og konu hans og mælti: ,;Eg vona, að þið gerið mér þá ánægju að koma til miðdegis- verðar á heimili mínu ásamt ungfrú Villard. Hvernig mundi standa á næsta miðvikudag? Eg hefi í huga, að efna til miðdegis- verðarboðs þá.“ „Fyrirtak, Pioche,“ sagði Ralston hjartanlega, „við munum koma.“ ,;Eg er viss um', að ungfrú Villard verður ekki við annað bundin það kvöld,“ sagði frú Ralston og leit til hliðar á hana. „Þið eruð öll mjög vinsamleg við unga, ókunnuga stúlku.“ Pioche hneigði sig og hvarf frá þeim og Anneke horfði á eftir þessum granna og virðulega manni. „Að vera boðinn í miðdegisveizlu á heimili Pioche,“ sagði frú Ralston, „er engu minni frægð en að vera sæmdur sokkabands- orðunni.“ Þeim miðaði hægt, því að hvarvetna voru vinir og kunningj- ar Ralstonhj ónanna, sem heilsa þurfti, og svö voru kynningar, og skipzt á nokkrum kurteisisorðum. Ungir ménn í skartklæðum hurfu frá spilaborðum og, fiska- tjörninni er það kvisaðist að hin dúlarfulla kona, sem svo mikla athygli liafði vakið í Montgomerygötunni, væri viðstödd — og undir verndarværig Ralston-hjónanna. Anneke varð þess allt í éinu vör, að hún var unmkringd ungum. skartklæddum glæsi- mönnum, og einn þeirra, sem hafði óvanalega fögur og gáfuleg augu, var kynntur henni. Hann hét Asbery Harpending. Anneke fekk áhuga fyrir honum, en öðru vísi en fyrir Pioche. Hann var hreinn og beinn og einlægur í framkomu, — -en sló ekki neina gullhamra, og sneri sér þegar að því að ræða við Ralston. „Jæja,“ sagði hann, „eg er í þann veginn að leggja af stað til London. f viðskiptaerindum. Eg geri mér vonir um að hitta Rotschild.“ Hann hikaði stundarkorn. í augum hans brá fyrir glömpum, sem báru miklum áhuga vitni. „Hafið þér nokkuð getað athugað það, sem varðar demanta- námurnar í Suður-Afríku? Það er ógrynni af demöntum þar. Og við höfum gnægð gulls og silfurs. Við höfum haft okkar Sutter’s Creek og Comstock. En veiztu hvað, Will, að eg held að verði okkar næsti fundur? Demantar. Hvers vegna ekki? Ef demantar finnast í Suður-Afríku, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig finnnast hér í Bandaríkjunum. Við höfum stærrri gullnámur, stærri silfurnámur. Og vittu til, næst heyrum við, að einhver hafi fundið demantanámu.“ Ralston yppti öxlum. „Ef þú finnur eina slíka, Ralston, þá hleyptu mér inn.“ „Það er einmitt það, sem eg hefi hugsað mér að gera, Will,“ sagði hann og gekk burt. „Ef einhver saimfærði Asbury um, að máninn væri grænn ostur, mundi hann finna einhver ráð með að skipuleggja leið- angur til þess að ná í hann,“ sagði Ralston. Frú Ralston, sem stóð á hægri hönd Anneke, varð þess allt í einu vör, að það var eins og stúlkan stæði rígnegld. Hún beit á varirnar, náfölnaði, og ná næsta andartaki hljóp blóðið fram í kinnar henni. „A-ha,“ sagði hún við sjálfa sig, og svo leit hún í kringum sig örugg um, að hljdta að Verða vör einhvers, sem leiddi í ljós af hverju þetta myndi stafa. Hún sá hávaxinn, ungan mann, snyrtilega klæddan. Ekki gat hann talizt óvenjulega fríður sýnum, en svipur hans var einkar geðslegur. Framkoman var fremur kærleysisleg. Hann var hressilegur í framkomu, og eins óg hann væri til í allt. „Gott kvöld, frú Ralston,“ sagði hann, er hann allt í einu brá sér til þeirra. Hann talaði í þeim tón, að hann var öruggur um, að hann myndi alúð og vinsemd mæta. „Þú ert bjartari en sjálfar stjörnurnar, frú Ralston,“ bætti hann við kankvís- lega. „Þú hefur víst flokkað „stjörnumar“, Juan, og átt við þær miðaldra. En hvað veldur, að þú kemur á slíka samkundu sem þessa, sem ekki getur skemmtisamkoma talist. Eg hefi heyrt — Á kvöldvökunni. Norðmenn hafa löngum þótt skjótir til svars og orðheppnir. Það var árið 1905, sagði norsk- ur karl, þá risu oft úfar með mönnum. Það var t. d. Svíinn, sem bjó í Halden. Hann vildi gjarnan vera norskur líka og sagði: Eg hefi nú búið hér Halden í 4 ár og eg tel mig þv> norskan. Þá svaraði einlrvei þurrlega: Heima hjá okkur var líka læða og' hún gaut í bakara- ofninum. En fjanda kornið að kettlingarnir væri brauð fyrir því. Hlaupagarpur mikill og knattspyrnumaður kynritist ungum manni og pilturinn görtaði mikið af sér sem hlaupara: „Eg hljóp nýlega 12 kílómetra á hálftíma,“ ságði piltur. „En þetta getið þér vafa- laust líka. „Uei,“ svaraði hlaupagarpurinn og leit kulda- lega á hinn nýja kunningja sinn. „Nei, svona get eg ekki hlaupið — en eg get logið svona.“ • Vinur hans tók sig til og kynnti hann fyrir fjármála- manninum Bousac. Þegar þeir voru saman náest spurði vinur- inn: „Hvernig geðjast þér að Boussac?“ „Maðurinn hlýtur að vera framúrskarandi tortrygginn. Þó hann sé fjármálamaður þarf hann ekki beinlínis að telja á sér fingurna, þegar éirihver tekur í hönd honum.“ CíHu Mmi úar..., Hinn 11. nóvember 1923 birt- ist myndarleg auglýsing í Vísi um hlutaveltu í Bárunni. Þar voru happdrættismiðar, og vöru vinningar þessir: 1) Afskap- lega vönduð stundaklukka, 2 m. og 12 cm. há, keyþt af Sigur- þór Jónssyni úrsmið, Aðalstr. 9, fyrir 550 krónur, og verður hún flutt heim til þess, er hreppir og sett þar upp kostn- aðarlaust. 2) Ágætur kolaofn, mjög vandaður, og 3) framúr- skarandi fallégt og vandað kaffistell. 8 manna orkester leikur við og við til að auka á ánægjuna, Komið í Báruna á sunnudags- kvöldið; engan iðrar þess. Að- gangur kostar 50 aura. Drátt- urinn 50 aura. Hver fáe'r kluklc- una frá honum Sigurþór? C. &. Stímtíýk&i TARZAIM Múgurinn hrópaði: „Lengi lif-i Thudos konurigur og hljóp í áttina til borgarinnar til þess að opna dýflissurnar og láta hin góðkunna og ástsæla faðir Dcriu lausan, og krýna hann. Tarzan og Jan vóru orðnir einir. .'/Heimkynni mín érji 'há^én iláll- anna,“ sagði Tarzan. „Við munum sákná þín,“ ságði Jan. „Vertu sæll, viriur.“ j-j, Enn einu siririi leit Tárzan yfit Anthor, en síðan herti hann göngunít í áttiria heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.