Vísir - 11.11.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. nóvember 1953 V1SIR ‘ 1
í brekkunni austan Lækjargötu stendur tvíl>-ft timburhús.
Það er málað ljósgTÓum lit, stórt og myndarlegt, og á bví er
engin nýjabrumssvipur, — stíllinn látlaus en virðulegur, —
elfur tímans hefur léð því bað fyrirmannssnið, sem gengur í
berhögg við alla tizku og allar kenjar. I»etta hús er citt fárra
Jiúsa í Reykjavík, sem unnt væri að sæma lýsingarorðinu
„klassískt“. Það stendur þarna uppi í brekkunni og horfir yfir
miðbæinn — og liefur séð kynslóðir konia og fara. Áður fyrr
rann lækur vúð túnfótinn niður undan því. Nú er lækurinn
iborfinn uitdir breiðgötuna miklu, sem ber nafn lians fram
undan þessu húsi. Hvert mannsbam í bænum veit, að þetta er
Meimtaskólinn, og þó að tíu menntaskólar rísi upp í Reykja-
vík, verður bó aðeins citt hús, sem ber nafnið Menntaskóli, helzt
með stórum staf, og það er þetta hús í brekkunni upp af Lækj-
argötu.
Allir vita, að þetta virðulega, formfasta, en yfirlætislausa
hús, er orðið meira cn 100 ára gamalt, og gamlir nemendur
Jians geýmá í hug sér um ókomin ár minninguna um aldaraf-
mæli hans, árið 1946, þegar þeir þyrptust að húsinu úr öllum
áttum og úr öllum landsfjórðungum, til þess að votta því
virðingu sína, — jafnvel ást.
Það er líka kunnara en frá þurfi að segja, að ferill skólans
sem menntastofnunar er miklu Iengri en tilvist þessa húss, —
liann verður rakinn um Bessastaði og austur í Skálholt um nokk -
ur hundruð ár. Hann er því langsamiega elzta menntastofnun
landsins.
Hið aldna Menntaskólahús geymir dýrar minningar. Þar
var Þjóðfundurinn haldinn, og þar mótmælti Jóu Sigurðsson í
mafni konungs og þjóðarinnar, og á marmaratöflu á þverbita í
anddyri skólans má lesa orðin „In hac schola Niels R. Finsen
didicit':, sem merkja, að þar hafi N.R.F. stundað nám. Þar
jttafa ýntsir mætustu menn þjóðarinnar unt aldar bil sótt fræðslu
og búið sig undir frekari menntun í þágu þjóðarinnar. Upp
Skólabrúna hafa gengið feimnir nýsveinar, en á þrepum þess
hafa nýbakaðir stúdentar sungið „Valete, studia“ og „Sjung
om studentens lyckliga dag.“ — Ýmsir mestu lærdómsmenn
þjóðarinnar hafa stundað þar kennslustörf á þessari. öld, sent
íiðin er frá byggingu þess, menn, sem nemendur jafnan minnast
með virðingu og þakklæti. — í Samborgaraþættinum i
dag verður spjallað lítillega við Einar Magnússon, sent þar
hefur stundað kennslu í nteira en 30 ár.
Eins ocj að líkum lœtur, eru
þeir orðnir cerið margir, nem-
endurnir, sem Einar Magnús-
son hefur kennt í Menntaskól-
anum þessi þrjátíu ár, og ekki
hefur hann sjálfur tölu á þeim.
En víst er um það, að þeir
skipta mörgum þúsundum.
Höfundur þessara þátia er í
hópi þeirra, sem eitt sinn sátu á
skólabekk hjá Einarí Magnús-
syni, og það hefur farið eins
um hann eins og svo fjölmarga
aðra, að sú vinátta, sem tókst
með nemanda og kennara „end-
ur fyrir löngu“, hefur haldizt og
styrkzt fram á þenna dag. Ef
til pill er það sennilegasta og
gleggsta skýringin á því, að
Einar Magnússon er mikilhœfur
kennari, sem alltaf hefur náð
góðum árangri í starfi sínu, að
hann hefur gert sér far um að
skilja nemendur, verið vinur
þeirra án þess þó að glata á
neinn liátt þeirri virðingu, sem
nauðsynlegt er, að nemandinn
beri til kennara síns. En. ef ég
skrifa meira í þessum tón, er
ég hræddur um, að iEnar striki
það út í próförk, þótt allt. sé
þetta satt og rétt, og vendi ég
því mínu kvœði í krnss: ''
Einar Magnússon er Árhesing-
ur, fœddur að Miðfelli í Hruha-
mannahreppi 17. marz alda-
mótaárið. Hann er því byrjaður
á sjötta tugnum, en þaö virðist
■ekki, hafa mikil áhtif á hann,
hvorki i fasi né tali, því að hann
er einn þeirra vianna, sem ekki
virðast eldast, eða er þetta
kannske hugarburður gamals
nemanda í sambandi við kenn-
ara sinn?
Foreldrar hans voru Magnús
Einarsson, bóndi á Miðjelli, og
Sigríður Halldórsdóttir kona
hans, frá Neðra-Seli á Landi.
Faðir Einars lézt, er hann var á
þriðja ári, og 11 ára gamall
flyzt hann til bœjarins með
móður sinni, og siðan búa þau
í húsinu númer 5B við Grund-
arstíg, sem segja má, að sé i
hjarta gamla austurbœjarins, og
enn þann dag í dag telur Einar,
að Þingholtin séu hinn raun-
verulegi miðdepill bœjarins, og
um þaö erum við sammála, hvað
sem Vesturbœingar hafa um
það að segja.
Einar gekk að sjálfsögðu i
gamla barnaskólann við Tjörn-
ina, stundaði nám hjá Morien
Hansen, Siguröi Jónssyni, Hall-
grími Jónssyni og fröken Guð-
laugu Arason, en fyrsti kennari
hans var Helgi Hjörvar.
Einar Magnússon tekur að
stunda nám í Menntaskólanum
árið 1914, í upphafi heimsstvrj-
aldarinnar fvrri.' Það er'rétt 'áð
sþyrja hariir: hdkkurra ‘ kþtirh-
inga. þe’gar hér er köniiö sögú.
Segðu okkur eitthvað frá
skólaárum þínum.
Ég skal fara fljótt yfir sögu.
Ég var í skólanum árin 1914—
19, tók 5. og 6. bekk á einum
vetri. Bekkjarbræður mínir og
samtíðarmenn í skóla voru
flestir ágætismenn, sem síðar
uðu þjóðkunnir, margir hverjir.
Ég man, að með mér voru m.
a. í 1. bekk þeir Tómas Jóns-
son borgarritari, Sveinn læknir
Gunnarssón, Óskar Norðmann
stórkaupmaður og Iialldór heit-
inn Halldórsson, bankastjóri á
Isafirði og bræðurnir Bolli og
Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingar. í 4. bekk bættust i
hópinn Guðmundur Hagalín,
Hermann Jónasson, Emil Jóns-
son Þórður Eyjólfsson o. fl.
Annars var mikið los á skóla-;
haldi á styrjaldarárunum, t. d. j
féll niður kennsla að nokkru
leyti einn veturinn vegna
þess, að ekki þótti kleift að hita
upp skólahúsið. Kolin voru svo
afskaplega dýr, eða um 300
krónur lestin, en það var of-
boðslegt fé, miðað við verðlag
þá. Ég útskrifaðist stúdent 19
ára, en margir voru yngri. Þessi
árgangur hafði á að skipa ó-
venjulega ungri stúdentasveit.
Emil Jónsson vitamálastjóri var
t. d. 16 ára, Sigurður Thorodd-
sen á 17. ári, Bolli 18 ára, Óskar
Norðmann 17 ára. Ég held, að
skýringin á því, að svo ungum
mönnum tókst að verða stúd-
entar hafi helzt legið í því, að
þá lærðu menn miklu meira i
barnaskóla. Barnafræðslan er
allt önnur nú, og nú virðist það
ekkert aðalatriði að læra sem
mest.
Hvernig stóð á því, að þú
fórst guðfræðideild?
Ég var eiginlega óráðinn i
hvaða menntun ég ætti að afla
mér í háskóla. Hins vegar stóð
hugur minn ekki til þess að
læra lög, læknisfræði, að ég
tali ekki um eðlis- eða efna-
fræði. En ég kaus guðfræðina,
af því að hún er ákaflega
menntandi fag. En mest af öllu
fýsti mig að fara út. í heim,
ungur stúdent. Það varð því
úr, að árið 1920 fór ég á segl-
skipinu „Harrý“, sem var i.
förum fyrir Natan & Olsen, til
Noregs. Við tókunv land i
Bergen. Ég hafði reiðhjól með
mér að heiman, og nú tók ég
mig til og hjólaði frá Bergen,
um Þelamörk og til Kristjaniu,
en svo hét höfuðborg Noregs
þá, og þaðaii til Gautaborgar.
Þetta tók eitthvað 3 vikur,
minnir mig.
Sjómcnuska
og flakk.
í Gautaborg réðist ég sjó-
maður á sænskt skip, sem hét
„Rana“. Við fórum til Englands,
en svo var skipið kyrrsett þar
vegna skulda, og þar dvaldi ég
næstu sex mánuðina, lengst af
i Newcastle við Tyne-fljót. Það
yrði of langt mál, ef ég ætti að
segja fi'á því öllu, en margt
gerðist spauglegt í því. Síðan
var ég sendur til Kaupmanna-
hafnar. Þar var ég í tvo mán-
uði, í febrúar og marz 1921.
Svo fékk ég fé, sem ég átti
geymt heirna, og fór til Ítalíu
í ferðagalsa. Þar flakkaði ég
um, og fór fótgangandi alla
leið suður til Napoli. Þaðan
komst ég yfir til Rúmeníu, sið-
an til Konstantinopel, en þar
vann ég fyrir mér í einn mán-
uð, en tvo í Aþenu. Svq fór ég
til Tunis í Norður-Afríku, og
þaðan til Antwerpen. Svo fór
ég þaðan sem venjulegur ferða-
maður til "Hafnar. Á þessum
tima mátti heita, að Suður-
Evrópa eða Balkanskagi væ-i
okkur íslendingum lokaður
heimur. Leiðir íslendinga lágu
sjaldnast lengra en til Hafnar,
Þýzkalands eða Englands. Þeir
voru víst ekki margir íslend-
ingarnir, sem höfðu komið til
Aþenu milli þessa tíma, sem
ég var þar á ferðinni og er
Tómas Sæmundsson dvaldi þar.
Það er víst óhætt að segja, að
í vitund íslendinga hafi Suður-
Evrópa þá verið fjarlæg sólar-
lönd.
Hvenær hefst svo
kennslan?
í apríl 1922 kom ég héiin
eftir tæpra tveggja ára flakk,
og tek þá til við guðfræðina.
Jafnhliða henni byrja ég svo at)
kenna við Menntaskólann.
Bjarni heitinn Sæmundsson
sagði við mig: ,,Þú hefur verið
í Grikklandi. Þú getur kennt
landafræði.“ Og það varð úr, og
nú hef ég kennt við skólann i
31 ár samfleytt. — Árið 1925
lauk ég embættisprófi í guð-
fræði, en gerðist aldrei prestur,
heldur hélt áfram kennslunni,
eins og ég sagði áðan. Lengst
af kenndi ég landafræði, en nú
er hætt að kenna það fag í
skólanum.
Etigin Iandafræði?
(Þegar hér er komið, verð ég
svo hissa, að ég endurtek.
spurninguna, því að þetta vissi.
ég ekki). Nei, engin landafræði.
— og það hefur furðulegar af-
leiðingar. Saga og landafræöi
eru vitanlega skyld fög, og gott
eða jafnvel nauðsynlegt er aö
hafa landakort við sögukennslu.
Nú kemur það fyrir, að nem-
endum er fyrirmunað að geta
fundið Dóná á kortinu, og með
öllu ókleift, að þekkja sundui
Rúmeníu, Búlgaríu og Tékkó-
slóvakíu. Hins vegar vita allir
hvar Kórea er, vegna blaða-
skrifa um stríðið. Og ef manni
dytti í hug að biðja suma nem-
endur um að sýna sér Mongólíri
eða Mansjúríu, þá væri sú bón
út í bláinn. Þetta stafar vita-
skuld ekki af þvi, að nemendur
séu ógreindari enn fyrr. Síður
en svo. En það kemur til af þvi,
að undir staðan er svo léleg
undir menntaskólanámið. Ég
skal segja þér hreinskilnislega:
Þú myndir ekki kannast viö
þig, ef þú kæmir í ’skólann
núpa. Sjáðu til dæmis þessa
dönsku stíla. Þeir eru úr þeim 3.
bekknum, sem skárstur er. (Og
ég verð að játa, að þeir eru
ekki glæsilegir. Hvernig mega
þá hinir lakari vera?)
Hvað liefur þú kennt
mörgum nemendur?
Það hef ég ekki hugmynd
um, en þeir hljóta að skipta
mörgum þúsundum. Ég hef
kennt í Menntaskólanum,'
Verzlunarskólanum, Kvenna-
skólanum og um árabil við
undirbúningsdeild fyrir ungl-
inga, sem ætluðu upp í Mennta-
skólann. Undirbúningsdeild mín
þótti gefast vel, og mínir nem-
endur komust yfirleitt upp. En
þetta varð til þess, að sam-
þykktir voru gerðar æ ofan í
æ, einkum af hálfu barnakenn-
ara, og leiddu þær m. a. til, að
barnaskólarnir tóku sjálfir við
undirbúningnum. En það er
önnur saga, sem ég rek ekki
hér. En ég held, að ég hafi
aldrei komið neinum fábjána í
skólann. Nú er ekkert sérstakt.
inntökupróf í Menntaskólanum.
heldur landspróf, sem Mennta-
skólinn hefur engin afskipti af.
Okkur er meinað að hafa hönu
í bagga um það, hvaða nem-
endur skuli halda áfram i
Menntaskóla. Síðan hefur fólk
aukizt í skólann, langt umfram
það, sem ætti að vera.
Þú ert scm sé ekki
ánægður með ástandið.
Nei. — Nú virðist vera litið
svo á, að allir eigi jafnauðveli
með að læra, og keppa beri að
því að útskrifa sem flesta stúd-
enta, án þess að tryggt sé, að
menntun þeirra fái staðizt
sanngjarnar fcföíur. Kringúm
árið 1937 var tala nemeiida
í Menntaskólanum um 220. Nú
er hún kringum 500. Þetta er
algerlega óeðlileg aukning, og
þó er tveim bekkjum færra í.
skólanum. Það liggur í hlutar-
ins eðli, að meðalkunnátta.
stúdenta sem útskrifast er lak-
ari en áður var. Ég hygg, að £
minni tíð hafi beztu árgangar
skóláns útskrifazt á árunum.
1930—40, enda var nemenda-
fjöldi- þá hæfilegur: Þ’éir seir.