Vísir - 16.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 16.11.1953, Blaðsíða 8
'Þeáx sem gerast kaupenður YÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaSið ókeypis til mánaSamóta. — Sími 1660. VÍ SIR VÍSIR er ódýrasta blaSiS og þó þaS fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. • Mánudaginn 16. nóvember 1953. Blóðbankinn tekinn til starfa. Mun rera ein visile^asla siofntin siiiiiai' tegundar, scm til er. í helztu menningarlöndum eru blóSbankar starfandi, og er slík stofnun tekin til starfa liér, í hinum vistlegustu húsakynn- um. Hefur verið reist sérstakt hús fyrir þessa starfsemi á Landsspítalalóðinni, við Baróns stíg og Eiríksgötu. Þeir Niels P. Ðungal, for- , stöðuittáður Rannsóknarstofu' Háskólans og Elías Éyvindsson læknir, forstöðumaður Blóð- bankans, sýndu fréttamönnum stofnunina s.l. laugardag og gerðu grein fyrir starfsemí Jiennar, sýndu tæki hennar o. s. frv. Dungal prófessor Knmt m, a. svo að orði, að blóðgjafir væru undirstaða meiti háttar skurðaðgerða. .Er því bætt úr mjög biýnni þörf með stofnun blóðbankans, þar sem sjúkra- húsin geta nú fengið frá honum' allt það blóð, sem þeir þarfn- ast, flokkað og prófað, og einn- ighægt að sénda blóð út á'iand, í sérstökum, þar til gerðum geymum. Fram að þessu hefur ■ það bjargað málunum, að btóð- gjafasveit skáta og.ýmsir ein- staklingar hafa lagt til b.'óð. —- Hafist var handa um að koma upp byggingunni 1. sept. '49, en fjárskortur olli, að henni er nú fyrst nýlega lokið. Byggingin mun kosta 1.5 millj. kr., og hefur ríkið lagt, til þar af 1.2 millj., en Reykjavíkurbær um 300 þús. Munu fáir blóðbankar, þótt víða sé leitað, ráða yfir eins vistlegum húsakynnum. Bankinn hefur alla hæð húsins og eru þar þessar stofur: Skrif- stofa læknis, biðstofa, blóðtöku herbergi, blóðgeymsla, þar sem blóðið er geymt við háan hita (4 st.), rannsóknastofa o. fl., en í kjallara herbergi til upp- þvotta á blóðgeymslukössum og dauðhreinsunartækja, og er allt flutt í lyftú úr herberginu og upp á hæðina._ Blóðbankinn hefur öll tæki af nýjustu gerð. og eru þau keypt frá Þýzka- landi og Bandaríkjunum. Blóð- ið er eigi geymt lengur en 3 jvikur, en þá má vinna úr því yerðmæt efni eins og gamma- globulin, sem notað er til varn- ar gegn lömunarveiki, og á blóðbankinn von á slíkum tækj um frá Bandaríkjunum. Blóðgjöf í viðurvist fréttamanna var framkvæmd meðan þeir skoðuðú stofnunina s.l. laugar- dag, og framkvæmdi hana Halla Snæbjörnsdóttir hjúkrunar- kona, sem hefur dvalist í ■Bandaríkjunum og kynnt sér þetta starf sérstaklega. — Auk forstöðumanns er fjögurra manna starfslið í stofnuninni. Kvöldvaka í GT-húsinu. Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir kvöldvöku í GT- húsinu í kvöld og þrju næstu kvöld. Hafa templarar vandað vel til dagskrárinnar með því að þar flytja ýmsir þjóðkunnir menn ræður, flutt verður tónlist, sýndur leikþáttur, sungnar gamanvísur og sitt- hvað fleira. í kvöld flytur Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur ræðu, fluttur verður leikþátturinn Sambýlingarnir, kvartett syngur, svo og IOGT- kórinn, en til máls taka þeir Einar Björnsson og Sigurður Guðmundsson. Kvöldvakan hefst kl. 8.30 alla dagana, og er aðgangur ókeypis. 40 |ús. kr. gjöf til nýrrar sjúkraflug- vélar. S. 1. laugardag bættust 40 jnis. kr. í sjóð þann, sem varið vérður til kaupa á nýrri sjúkra- flugvél. Gefandinn er Hið ísl. stein- olíufélag, sem gaf fé þetta í til- efni 40 ára afmælisins, og af- henti forstöðumaður félagsins, Haukur Hvannberg, Birni Páls- syni flugmanni gjöfina. Hefur Björn beðið blaðið, að færa gef- endunum alúðar þakkir fyrir gjöfina. ó Er í ráði, að Björn fari utan bráðlega, til þess að skoða flugvélar, er henta mundu hér, og til frekari undirbúnings kaupurn á slikri* fiugvél. Það getur þó enn átt nokkuð í land, að markinu verði náð, enda vantar enn mikið fé til kav.p- anna. Vafalaust verðúr því þó náð innan iangs tíma. jaín- myndarlega og af stað var farið af kvennadeildum Slysavarna- íélagsins í Reykjavík og Hafn- arfirði, og eftir fylgt með jafn- myndarlegri gjöf og hér um ræðir, ef aðrir feta í fótspor þessara aðila, og það þótt í smærri stíl væri. Því hefur áður verið lýst hér í blaðinu hver þörf er nýrrar sjúkraflugvflar. Þrír ölvaðír bílstjórar teknir. Farþegar 2jja liifreiða berjasl. H.K.R.R. vHI landskeppni við Norðmenn op finna að sumri. Ankin verdi iaandknaiáleiks- fræðsla iþrottakennara. Efnt var til fyrstu skíöaíerða á vetrinum ujm s.l. lielgi. Fóru nokkurir bílar með skíðafólk bæði í Jósefsdal ög skíðaskálana í Henglafjöllum á laugardagskvöldið. En ekki mun þessi .fyrsta skíðaför hafa verið sérlega vel heppnuð, því strax í gærmorg- un var komið illviðri, rak og un var komið illviðri, rok og lengur sem á daginn leið. Skíðafærið var lika að sama skapi slæmt. Að venju bar nokkuð á ölvun hér í bænum um helgina og m. a. voru þrír bifreiðarstjórar teknir fastir aðfaranótt sunnu- dagsins vegna ölvunar við. akst ur og sá f jórði var handtekinn nóttina áður. Eir\n þeirra sem tekinn var fastur í fyrrakvöld hafði lent í árekstri á Hverfisgötunni og varð þá uppvíst um ölvun hans. í öðru ölvunartilfellinu vai hringt á lögregiurarðstofofie frá húsi einu við Lönguhlíð öj sagt. að þar fyrir útan væri tvær bifreiðar, en farþegar ui báðum væru í hörku slagsmál- úm. Þegar lögreglan kom é jstaðinn voru báðar bifreiðarrún farnar, en í aðra-þeirra náð- ist og reyndist ökumaður-henn- ar -undir áhrifum áfengis. Auk þess hafði hann of marga far- þegá í bifreiðinrii. Umferðárslys. Um hádegisbilið á laugardag- inn var 4 ára telpa fyrir bíl é Grundarstígnum. Var verið ai Sæbjörg bjargar 3 möimum. - - Aðiaranótt laugardags bjarg- aði Sæbjörg þrem mönnum af trillubát, er var með bilaða vél undan Barðaströnd. Höfðu menriirnir sig'lt tii lands, er vélin í báti þeirra bil- aði, en ólendandi var, svo að þeir vörpuðu akkeri. Var SVFÍ síðan tilkynnt um hættu þá, sem þeir voru í, og var Sæbjörg brátt komin á vettvang, enda var hún ekki fjarri. aka bifreiðinni af stað, en telp- an kom þá á skíðasleða og varð fyrir bifreiðinni með þeim af- leiðingum að sleðinn mjöibrotn- aði, en telpan slapp að mestu ómeidd. Samt var farið með hana á Landsspítalann og tekin af henni föntgerimynd í örygg- isskyni. Ófúrölvi á gotukni. Um fimmleytið í gærmorgun var * lögreglunni tilkynnt frá húsi einu héf 1 bænurri að ölv- uð Stúlka lægi í götunni fyrir framan húsið. Lögreglan sótti hina ósjálfhjarga stúlku og flutti hana til læknis, enda hafði hún hruflast nokkuð í andliti. „Skipsjómfrúr“ fluttar á lögrcglustöðina. gær hópuðust nokkrar yng- ismeyjár niður að höfn að bandarísku olíuskipi, sem lá hér í höfninni. Lögreglan sótti stúlkumar og flutti þær.á lög- reglustöðina. . Þjófnaður í verzlun. Á laugardaginn nokkru fyr- ir lokun, .korn drengur inn ,í fatnaðarvöruverzlun hér í mið- bænum, tók hár af „gínú“ o’g 'hljóp með það á brott. Dreng- um var veitt eftirför og hand'- samaður. Tilraun til innbrots. í nótt hringdi maður til lög- reglunnar og sagði að rétt áð- ur hafi rúða verið brótin í her- bergi því sem hamx svaf í. Kvað hann tvo menn hafa verið valda að rúðubrotinu, en þeir hafi hlaupizt á brott er þeir urðu sín varir. Á aðalfundi Handknattleiks- ráðs Reykjavíkur, sem baldinn var í gærkveldi var samþykkt 1 áskorun til Í.S.f. um að koma til vegar landskeppni í hand- I knattleik bæði við Norðmenn J og Finna á næsta sumri. Verði þegar í stað athugaðir möguleikar á slíkri keppni og verði miðað við það, að leikirn- ir fari fram erlendis. Hafizt verði handa að undirbúningi slíkrar keppnifarar hið fyrsta. Var rætt um það á sl. ári inn- an ráðsins, að fá norska lands- liðið hingað til keppni í sumar sem leið. En samkomulags- grundvöllur fekkst ekki og varð því ekkert af för Norð- mannanna þá. Ennfremur hafði Tslendingum verið boðin þátt- taka í heimsmeistarakeppni í handknattleik, sem fram fer í Svíþjóð í vetur, en ekki þótti tiltækilegt að taka þátt í Iienni. Á fundinum í gær var eftir- farandi tillaga borin fram': „H. K. R. R. setur þau skil- yrði fyrir þátttöku flokka í mót um, sem fram fara á vegum þess, að viðkomandi félag til - nefni jafnmarga starfhæfa dóm ara og flokkarnir eru sem xé- lagið sendir.“ Urðu miklar og fjörugar um- ræður um tillöguna, en að lok- um var hún samþykkt með 18 atkv. gegn 10. Samþykkt var samhljóða eft- irfarandi áskorun: „Aðalfundur H. K. R. R. skorar á íþróttafulltrúa ríkis- ins og skólanef.nd íþróttakenn- araskóla íslands að hlutast til um í sarneiningu, að aukin verði handknattleiksfræðsla íþrótta- kennara frá því senx nú er.“ Fráfarandi formaður, Jón Er- lendsson gaf skýrslu um störf ráðsins á árinu. Formaður H. K. R. R. fyrir næsta starfsár er Karl Bene- diktsson (Fram) en aðrir í stjórn ráðsins eru: Pétur Bjarna son (Val), Ásgeir Magnússon (Víking), Böðvar Guðmunds- son (Þrótti), Gunnar Bjarna- son (Í.R.), Þór Steingrímsson (Ármann) og Þorbjörn Guð- mundsson (K.R.). Skip sekkur eftir áreksfur. London (AP). — Árekstur varð milli tveggja skipa í nótt úti fyrir Dungeness. Annað skipið var ítalskt og sökk það, en hitt franskt. Margir björgunarbátar voru ko.mnir á staðinn snemma í .morgun til þess að bjarga þeim, sem á floti kynnú að vfera. Finxm lík höfðu fundizt, er síðast fréttist, en 15 manna var saknað. Dregur heldur saman \ Trieste-deliunnL Tito heldur rieðn os» segisi ekki i'ara á §tríð vegna liorgaríiiiiar. Eisenhower á heimleíi. Eisenhoxver forseti var í morgun á lieimleið éftir tveggja daga opinbera heimsókn í Ott- ,awa. Þar ávarpaði hann sambands- þing Kanada. Árangurinn af heimsókn hans er talinn murrn verða efling sameiginlegra varna Bandaríkjanna og Kan- ada. Kolabirgðir eru nú 19 millj. lesta í Bretlandi —• mestu vetr arbirgðir um langt árabil, en þó verður að nota kol spar- lega. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. 1 Unnið er af kappi að því, að fimmveldaráðstefna verði liald- in um Trieste-málið, og sveig- ir nú allt frekar í þá átt, að sérfræðingar frá Vesturveld- unum, Ítalíu og Júgóslavíu, komi saman til fundar. Seint í gærkveldi ræddu sendiherrar Vesturveldanna við! Popovicz utanríkisráðherra og aðstoðar-utanríkisráðherra og hinn nýi brezki sendiheria í Rómaborg ræddi við Pella, for- ^ sætisráðherra, sem er nýkom-, inn úr opinberri heimsókn til t Ankara. Á öllum þessurn fund- um var rætt um Trieste og fimmveldaráðstefnu. Tito forseti flutti ræðu í gær og sagði, að Júgóslavar ætluðu sér ekki að heyja styrjöld út af Trieste og.þeir væru ekki.ÓT fúsir til þess að sitja fimnxvelda ráðstefnu, en það væri ófrávíkj anlegt skilyrði, að sjálfsákvörð- u.narréttur Slóvena í A-hlut- anum væri viðurkenndur. Brezku blöðin taka yfirleitt fremur vel ræðu Titos og segja að hann tali í öðrum tón, en er hann hótaði að hernema A- hlutanri, ef ítalir færu þar inn. Og‘ því er ekki að neita, segir Daily Mail, að Tito hefur lagt fram tillögur í málinu. í- haldsblaðið Yorkshire Post seg- ir, að Tito hafi greinilega slak- að til, en rangt sé að álykta, að nokkrum þvingunum hafi verið beitt við Júgóslava. Tvennt hefur gerst, sem ixef- ur_haft fremur góð áhrif. Bret- ar hafa greitt Júgóslövum skaðabætur vegna árásar sem gerð var í misgripum í styrj- öldinni á lítinn hafnarbæ, ná- lægt landamærum Ítalíu. Skaða bæturnar eru aðeins 2500 pund, en júgóslavneska blaðið Poli- tica segir um þær, að aðalatrið- ið sé, að greiðsla þeirra sýni vinarhug og nýjan skilning á að bæta fyrir slík mistök. Þá hafa ítalir skilað júgóslavneskri flugvél, sem var í þeirra vörzlu eftir að júgóslavneskur flug- maður flýði úr Jandi og lenti flugvélinni á Ítalíu. Ekkl er ráð... London (AP). — Elisabet drottning hefur nú keypt jóla- gjafirnar banda börnum sínum. Hún er svo snemma í því, af því að hún mun verða konxin til Nýja Sjálands, þegar jólin ganga í garð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.