Vísir - 21.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 21.11.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 21. nóvember 1953. VlSIR C. B. Kelland. Engill eða /5 ar. Eg skil ekki hvað yður getur fundist hrífandi við þetta,“ sagði Juan. „Eg er að sjálfsögðu öllu slíku lítt kunnug,“ sagði Anneke. „En er það ekki svo í allri keppni — og viðskipti eru eins konar keppni, að menn reyna að snúa á keppinaut sinn. Við skulum nefna poker. Spilið þér póker, herra Parnell?" Brownlee, fór að skellihlæja. „Það er ekki til það spilavíti hér í bæ, þar sem Parnell gæti ekki fengið atvinnu hjá — til að spila fyrir „húsið“.“ „En þó kynlegt sé,“ sagði Parnell og ypti öxlum, „er eg á- nægður með mitt hlutskipti eins og það er.“ „Eg gæti trúað, að þú græddir eins mikið á póker og að vera verkfræðingur.“ „En það hlýtur að vera gaman, að reynast hyggnari en aðrir — fljótari að hugsa, taka ákvarðanir." „Hver veit,“ sgði Parnell, „nema kvenfólkið fari bráðum að spila póker, ef stefnu Susan B. Anthony eykst fylgi. Eruð þér fylg'jandi því, að konur fái kosningarrétt, ungfrú Villard?" „Þa,ð er fjarstæðukennd hugmynd,“ greip ungfrú Nettleton fram í. „Eg: held,“ sagði Anneke, „að eg gæti komist af án þess að hafa kosningarrétt. Eg hefi heyrt, herra Parnell, að konur hafi stjórnað löndum, án þess að fara með embætti.“ „Með því til dæmis, að vera hjákonur konunga,“ sagði Parnell. „Juan Parnell, þú ættir ekki að tala svona — það er ekki við- eigandi,“ sagði ungfrú Nettleton. Anneke lét sem hún hefði ekki heyrt þessa athugasemd. „Að vera hjákona konungs er aðeins skref á göngu að ákveðnu marki. Það þarf hæfileika til þess að nota sér slíka aðstöðu.“ Allt í einu varð hún þess vör af svip Parnells, að það gat fokið í hann. „Hvers vegna,“ sagði hann, næstum með þjósti, „fóruð þér ekki heldur til Evrópu en San Francisco?, Þar eru margir kon- ungar — og þér eruð fögur.“ „Juan Parnell, biðjist þegar í stað afsökunar á þessum orð- um,“ sagði úngfrú Nettleton, móðguð fyrir hönd Anneke. Parnell yppti öxlum, en hneigði sig svo: „Eg hlýði 1 auðmýkt — og biðst afsökunar,“ „Þér þurfið ekki að biðjast afsökunar,“, sagði Anneka kulda- lega. „Þér spurðuð spurniiigar og eg skal svara. Enginn kon- ungjþ- í Evrópu getur veitt mér það, sem eg óska eftir.“ „Og hvers óskið þér?“ „Það fær enginn að vita, fyrr en eg hefi öðlast það,“ sagði Anneke hlæjandi, Parnell sprátt á fætur. „Brownlee kemst aldrei í tæka tíð á slrrifstofuna,“ sagði hann, „ef við höldum þessu áfram. Eg kem eftir yður kvöldið, sem danssamkoman er, til dæmis klukkan hálfníu." „Eg verð reiðubúin,“ sagði Anneke. Þegar þau voru farin leit Anneke glaðlega á Hephzibah og mælti: „Jæja, nú höfum við komist allmiklu nær markinu.“ „Hvernig má svo vera? Ekki skil eg í, að þú sért neitt nær markinu, þótt þú þiggir boð á danssamkomur,“ sagði Hephzibah ólundarlega. „Það getur reynst mikilvægt, að taka þátt í boðum, þar sem áhrifamenn koma, eða þeir, sem standa þeim nærri. Þarna koma synir milljónaeiganda. Þeir heyra sitt af hverju heima og masa kannske um það, sem feðrum þeirra gæti komið illa, ef það kvisaðist. Eg gæti haft gagn af að fara í boð, þótt eg heyrði að- eins eitt leyndarmál — um áform annara.“ Anneke þagnaði og var mjög hugsi á svip stundarkorn. „Á morgun förum við í ökuferð um Marker-götuna, Hepsie.“ „Það er óhrein og leiðinleg gata nálægt höfninni. Hvað viltu þangað?“ spurði Hephzibah. „Til þess að komast að raun um hvers vegna spekúlant að nafni Harpending ætlar að kaupa lóð þar?“ ,Hvað þér getur dottið í hug, stúlka,“ sagði Hephzibah, „mér liggur við að segja, að það sé, ókvenlegt, að vera að vasast í slíku.“ „Alveg rétt, Hepsie,“ sagði Anneke, „hvern skyldi gruna, að kona hefði áhuga fyrir slíku?“ Anneke gekk inn í setustofuna og sat um stund hugsi við gluggann með spenntar greipar. Hún sat nálægt glugganum. Allt í einu hallaði hún sér fram. Tveir menn nálguðust. Þeir námu allt í einu staðar. Svo gengu þeir upp tröppurnar. Þetta -voru þeir Philip Arnold og John Slake. Hana grunaði, að eitt- hvað óvanalegt hefði knúið þá til komunnar, og það vottaði fyrir beyg í huga hennar. Bjöllunni var hringt og hún heyrði Hepsie opna, og koma tautandi inn í setustofuna. „Þessi Philip Arnold er kominn og vill hafa tal af þér,“ sagði hún. „Bjóddu honum inn.“ „Er ekki bezt að segja honum að hundskast í burtu?“ „Bjóddu honunr inn,“ sagði Anneke í skipunartón. * V BltlDGEÞÁTTUR * * & & $ VÍSIS JLattsr* á Mtridfjevþrau t: *..K, 8 V 4, 3 * Á, 9, 7, 4 * A, 10, 6, 4, 3 A 7, 5, 4 V 9, 8, 2 ♦ G, 8, 2 * G, 8, 7, 2 A G, 10, 9, 3 V Á, D, G, 10, 5’ ♦ D, 6 * D, 5 A Á, D, 6, 2 V K, 7, 6 4 K, 10, 5, 3 * K, 9. Sagnir gengu þannig, að N sagði lauf, A hjarta, S spaða. N þá lauf, A pass og S 3 grönd, sem varð lokasögn. V kom út með hjarta 9, sem A drap með 10. Þegar S gaf hélt A áfram með hjarta og spilaði gosa. — Hvernig á S að spila spilið? Suður sér fljótlega að hann á 8 slagi vísa. Þrjá í spaða, tvo í laufi, 2 í tígul og hjartakóng. Einasta vonin er að þrengja að Vestur, sem gert er ráð fyrir að sé lengstum í laufi og tígli. Reynist tilgáta þessi ekki rétt, getur S ekki unnið. S tekur því hjarta gosa með kóng og spilar aftur hjarta. A tekur nú hjarta- slagi sína, V fleygir spaða fjarka og laufa tvist. N lætur 2 lauf og' 1 tígul, en S kastar spaða tvist og tígul þrist. Þeg- ar A lætur næst út spaða gosa tekur S 3 slagi i þeim lit þ. e. ás, kóng og. drottningu, en þá er V kominn í þröng, því hann verður að fleygja í spaðadrottn- ingu frá annaðhvort gosa í laufi eða gosa í tigli. Á kvöldvökunni. Hann var kúgaður af konu sinni og þorði sig ekki að hreyfa. Þá kom gamall vinur til hans og spurði hvort þeir gæti ekki farið eitthvað út að skemmta sér. „Gaman væri það,“ svaraði sá kúgaði. „En þá verður þú að koma heim með mér og biðja konuna um leyfi. Annars fæ eg það aldrei.“ Þeir fóru svo heim til frúarinnar og heldur þótti vininum hún örð- ug viðfangs. Loks sór gestur- inn og sárt við lagði, að hús- bóndinn skyldi vera kominn heim til sín klukkan hálf tólf og þá loks lét hún undan. Sá ltúgaði var himinlifandi og þeir lögðu af stað út úr dyr- unum. En áður en þeir lokuðu á eftir sér leit vinurinn við og sagði við frúna: „Eg sagði klukkan hálf tólf og eg stend við það, en eg sagði ekki hvaða dag það yrði!“ • Sonur bóndans liafði misst fótboltann sinn inn í hænsna- garðinn og haninn hrópaði á hænurnar og safnaði þeim í hóp kringum furðuverkið. „Kæru frúr,“ sagði haninn. „Eg ætla mér ekki að sýna van- þakklæti eða kasta rýrð á ykk- ar störf. En þarna sjáið þið hvað hægt er að framkvæma í öðrum hænsnagörðum!“ €im Mmi tíar. »»•• 3200 milíjón marka sékt. Frétt úr Vísi fyrir 35 árum: Tveir þýzkir botnvörpungar voru nýlega sektaðir í Vest- mannaeyjum um 16000 kr. samtals. í þýzkum peningum er sú fjárupphæð, samkvæmt síð- ustu fregnum 320.000.000.000.- 000 eða 3200 billjónir marka. Fjórir milljarðar undir bréf. Og hér er önnur frétt frá sama tíma: „Fjórir milljarðar marka höfðu verið greiddir undir bréf,' einfalt, sem nýlega kom hingað frá Þýzkalandi. Óraffróður spyr, Og loks er hér fyrirspurn. sem birtist í blaðinu 21. nóv. 1918: „Mundi það ekki bæta birtuna í heimahúsum, ef alls ekki væri kveikt á götuljós- kerunum núna nokkm’ kveld, v kringum tunglfyllinguna?“ Cofr. ÍS50.FA; * liic4Dúrróuthf..Iric.—Tm nfc8.'U.S.P»t’.0«Í. Distr. by Unit-M Feature Syndicate, Inc. Hávaðinn jókst eftir því sem þeir ásamt' “jöldamörgum öpum. Þar á brott, því að þeir voru fastir með dansaði þar um meðal apanna og komu nær heimkvnnum apaflokksihs mætfi boím, úndarleg sjón. í litlu hendurnar í hnetum. Gamall veður-, vjytist skem^n.ta s.^r konun.gle.ga, í og bráít .stóð.u Tájpzaji. óg'lílKima á 'rjÓðri ÓÖnsu&á'nokkrir apfr og gátu ó barinn inaður með stóran vagn full- . ,íivert. skípti.sem nýr api. féll. i giWr- greih ’ e'kki ‘komizt * an af skrani una.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.