Vísir - 25.11.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 25.11.1953, Blaðsíða 4
V-tSI-R Miðvikudaginn 25. nóveniber 195'i wisiat 1 % Ð A G B L A Ð . Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. ( , Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. j Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fixrun línur), Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Kynni heimila og skóla. Þeir, sem ráða skólamálum höfuðstaðarins, gera merkilega tilraun þessa dagana, til þess að gera tengslin milli sín og heimila nemendanna nánari en þau hafa verið til þessa. Er foreldrum barna heimilað og boðið að koma í heimsókn í skólanna, svo að þeir geti kynnzt kennsluaðferðum og kennur- um, og yfirleitt öllu fyrirkomulagi og andrúmsloíti skólanna sem bezt. Auk þess verður efnt til fyrirlestra um* þessi efni daglega, til þess að árangurinn verði sem mestur. Er hér um „skólaviku“ að ræða, enda þótt hún standi að þessu sinni aðems þrjá daga. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve miklar áhyggjur margir hafa nú af uppvaxandi kynslóð, ekki aðeins þeirri, sem brátt verður fullþroskuð, heldur og hinni, er nú gengur í barna- skóla, og hlýtur að læra sitt af hverju af þeim, sem á undan eru og ,,fremri“ að mörgu leyti. Menn munu ekki á algerlega ei1t sáttir um það, hvei i ráðum skuli beita til þess að sporna við spillingu meðal æsivufólks, en þó getur ekki hjá því farið, að uppeldið ráði mestu um það, hvert krókurinn beygist. Lengi býr að fyrstu gerð, stendur þar, og einnig hvað ungur nemur gamall temur. Gott uppeldi er ómetanlegt veganesti hverjum manni. En einnig hefiU’ verið um það deilt, hver eigi fyrst og fremst að bera ábyrgð á uppeldi barnanna. Sumir vilja halda því fram, að þar eigi skólarnir að vera í fremstu „víglínu“, en aðrir líta svo á, að það sé fyrst og fremst foreldrarnir, sem eigi að bera veg og vanda af þessu starfi. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sá, að báðir þessir aðilar hafa jafn-mikilvægu hlutverki að gegna í þessu efni. Ef annar hvor bregzt, þá er hætt við, að illa takist til um uppeldið. ’ Foreldi’arnir eru vitanlega þeir aðilar, sem leggja grund- völlinn að uppeldi barnanna, en þegar athafnasvið þeirra fer að stækka með aldrinum, þau fara að ganga í skóla, taka kenn- ararnir við þessu hlutverki að nokkru leyti. Þegar svo er komiö, að uppeldið er framkvæmt af tveim aðilum, verður að vera samvinna með þeim, því að ella kann svo að fara, að þeir vinni hvor gegn öðrum, ef öðrum hvorum eru mislagðar hendur. En reyndin hefur víst verið sú, að talsverður skortur hefur verið á samvinnu milli þessarra aðila, og á nú úr að bæta. I Hér hefur verið farið inn á rétta braut, og væntanlega verður þessi nýi háttur gerður að fastri reglu í starfi skólanna — að þeir gangist fyrir því, að aukin verði samvinnan við foreldrana. Þar sem um nýmæli er að ræða, og reynslan því ekki fyrir hendi, er nauðsynlegt, að foreldrar bregðist vel við og geri far um að hafa sem mesta gagn af ,,skólavikunni.“ Þeir eiga líka að ræða við kennarana urn það, sem þeim kann að þykja, að betur megi íara því að betur sjá augu en auga — í þessu efni sem öðrum. Enda er ekki um fullkomna samvinnu að ræða, fyrr en báðir aðilar leggja eitthvað af mörkum, sem börnunum er til góðs. Forráðamenn skólamálanna og bæjarins yfirleitt verðskulda þakkir fýrir þetta framtak sitt, en foreldrar mega heldur ekki láta sinn hlut eftir liggja, því að þá bregðast þeir miMlváegum skyldum við börn sín. Hvað er á seyði ? T-j.au óvæntu tíðindi hafa gefzt, að einhver afturkippur hefur *“■ korpið í fiskflutpinga til Englanda, og virðist hér'vera um al- varlegt mál að ræða, þar sem þrír forvígismanna útgerðarmanna hafa talið nauðsynlegt að bregða sér til Englandsýtil þess iað kynna sér málið. Hafa gengið um það nokkrar sögur síðustu dagana, hvað um væri að vera, en ekkert verið látið uppi um það við almenning. Á þessu stigi málsins skal látið ósagt um það, hversu alvar- legt mál er hér á ferðinni. Fulltrúar útgerðarmanna, sem utan fóru í fyrrinótt ganga að sjálfsögðu úr skugga um það, hvort hér er aðeins um tímabundið ástand að ræða, eða hvort brezkir útgeríarrrenn hafa nú unnið einhvern meiri háttar sigur, þrált fyrir það, sem áunnizt hafði fyrir málstað fslendinga. Hvort sem verður upp á teningnum virðist eðlilegt, að þjóð- inni sé gérð grein fyrir. atvikum', því að svo mikið snertir þetta hana, og varla er Ijóstað- upp um ne'in leytidá-önálf -<þttt..mö»u-v um sé gert kleift að vita, hvað er að gerast. Skólavikan — nokkur orð til foreldra. Sú nýlunda er tekin upp, að fræðslufulltrúi Reykjavíkur og skólastjórar barnaskólanna boða til skólaviku, sem stend- ur þó raunar ekki í viku að þessu sinni, heldur í þrjá daga og hófst í morgun. Skólavikan er nú reynd hér í fyrsta sinn en tíðkast víða er- lendis og gefur góða raun. Hvert er markmið hennar? Markmiðið er að efla sam- bandið milli heimila og skóla. Kl. 9—10 árd. og 1.30—4 í dag og næstu 2 daga verða skólarnir opnir fyrir foreldr- um barnanna, sem skóla"a sækja. Þar gefst foreldrum kostur á að kynnast af eigin raun aðbúnaði barnanna í skól- unum, umhverfinu, heilbrigð- isgæzlu, skólastofum og kennslu. Foreldrum verður sýnt, hvar börnin sitja að námi, hverjir eru sessunautar þeirra, hver kennarinn er, hvernig kennsla og leikir fara fram. Samvinna heimila og skóla er ekki eins og vera ætti. Marg- ir foreldrar hafa aldrei komið í skólann, þar sem barnið þeirra dvelur mikinn hluta árs og þekkja ekki aðstæðurn- ar, sem barnið á við að búa. Hinsvegar gætir stundum tor- tryggni, sem áreiðanlega myndi eyðast við nánari kynni. Hér verður stigið skref í áttina til að gera þau kynni möguleg. Eg skrifa þessi orð til þess að benda foreldrunum á að Aðalfundi LÍÚ nýlega lokið. Aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna er nýlokið hér í bænum. Auk venjulegra skýrslna, sem fluttar voru á fundinum, flutti Árni Friðriksson fiski- fræðingur stórmerkilegt erind.i um alþjóðasamvinnu um fiski- annsóknir. Mikill fjöldi full- trúa og annarra gesta hlýddi á erindi Árna, og þökkuðu fund- armenn honum komuna og ósk- uðu honum heilla í hinu nýja starfi hans á vettvangi alþjóða- hafrannsóknaráðsins. í ræðu formanns sambands- ins, Sverris Júlíussonar, var minnzt 5 útvegsmanna og 25 sjómanna, sem látizt hefðu á starfsárinu. Formaður kom víða við í ræðu sinni, en einkum ræddi hann um nauðsyn vöru- vöndunar. Formaður LÍÚ var endur- kjörinn í 10. sinn Sverrir Júlí- usson, en aðxúr aðalmenn í stjórn samtakanna eru Kjai-tan Thors, Ásgeir G. Stefánsson, Finnbogi Guðmundsson, Ólafur Tr. Einarsson, Sveinn Bene- diktsson, Jóhann Sigfússon, Jón Árnason og Hafsteinn Bei’gþórsson. í verðlagsráð voru kjörnir Finnbogi, Guðxnunds- son, formaður, Baldur Guð- mundsson, Valtýr Þorsteinsson, Ólafur Tr. Einarsson og Jón Axel Pétursson. Endurskoðandi var kjörinn Beinteinn Bjarna- son. í lok fundarins sátu fulltrúar boð forseta íslands að Bessa- stöðum, og Ólafs Thoi’s, sjáv- kfiútvegenjálaráóheri’a í ráð- j heri-abústaðnum. nota þetta tækifæri. Af hlé- drægni mega foreldrar ekki sitja heima, því að til skólavik- unnar er ekki boðið af neinni nauðung af skólanna hendi, heldur af einlægri ósk um að efla sambandið við heimilin og skilninginn milli heimilis og skóla. Öllum foreldrum, sem þiggja boðið, verður fagnað í bamaskóiunum, og barnanna sinna vegna ættu foreldrar að sækja skólavikuna. Það vei’ður börnunum til gleði, og það er stuðningur fyrir bai'nið að finna að foreldrarnir láti sig miklu skipta nám þess og skólavist. Það gagn á ennfremur að hljót- ast af þessu, að foreldrarnir viti meii'a en áður um skóla- veru og nám barnsisn og geti því af eigin raun komið fram með réttmætar aðfinnslur. Hér er stefnt að auknum skilningi milli foreldi’anna, barnsins og skólans. Jón Auðuns. Varahlutir Austin í miklu úrvali. Framluktir Afturluktir Parkluktir Samlokur Viftureimar Speglar Rafgeymar Rafgeymasambönd o. m. fl. Garðar Gíslason h.f. Bifreiðaverzlun. Þcssa vikuna hafa barnaskól- arnir hér i bænum boðað til svo- néfndrar foreldraviku. En alla vikiina verður foreldrum barna, sem ganga í barnaskóla, og vænl- anlega öðrum foreldrum, sem vilja kynna sér skólamál, heimiit iið heimsækja skóiana ineðan kcilnsla fer fram. Vei’ður þá fur- eldrununx gefinn kostur á að : ja það, sem fram fer i skólunu x og kynna sér-af eigin raun kennslu- aðferðir og aðbúð alla í skólun- um. ()g enn fremúr géta þá for- eldrar kynnzt kennuruxn bárna sinna, en það getur orðið baðum aðilum inikilsvirði til skilnings- a'tika. Nánara samstarf. Þessi viðleitni skólanna og fræðshmiálastjórnarinnar til þess að skapa nánara samstarf rniiii foréldra og skólanna cr mjög mik- ilsverð og verður að telja ákaf- lega heppilegt, að ýtt sé undir samstarf þesara aðila i framtið- inni. Það er augljóst mál, að for- eldrar barna geta oft gefið mik- ilsverðar upplýsingar um börn sin, sem geta þá komið að góðu lialdi fyrir uppfræðara þeirra óg lijálpað barninu á mikilsverðu þroskaskéiði. En um leið og það er lika mikilsvert, verður for- eldrunum gefinn kostur á að skoða starfsskilyrði skólanna, og getur það orðið til þess að eyða oft óþörfum misskilningi. Foreldrar, rnætið! Það er full ástæða til þess að eggja alla foreldra, sem böni eiga í barnaskóluni, til þess a'ð þiggja þoð þetta. Þá geta þeir sjálfir rætt vandamál uppeldis barna sinna við þá menn, sem mikil afskipti liafa af börnununi nieðan þau eru á skólaskyklu- aldri. Það er mjög líklegt að verði vel tekið undir þessa nýbreyíni af liendi foreldra, að i ýnisnin tilfellum geti það komið í ljós, sem geti haft góð og holl áhrif á bornin ogþroska þeirra i fyrsta stigi námsbrautarinnar. Of lítil kynni. Fram til þessa hafa flestir for- eldrar liaft allt of lítil kynni af skólunum og kennslustarfinu, og hefur það oft og mörgum sinnuni valdið misskilningi, sem hefði verið hægt að komast lijá, ef sam- starfið milli kennara og foreldra liefði verið nánara. Einmitt þess vegna má búást við að allur al- menningur taki vel undir þetta hoð skólanna, og margt foreldrið, sem áður skipti sér lítið af vist barns sins i skólanum, komi og. gei’i sér far um að kynnast kénnsliimálunum. Er óskandi að þesi skóla- vika verði lil þess að náið sam- starf takist milli þeirra tveggja aðila, sem uppeldi barna livílir þyngst á, nefnilega kennurum og i foreldruni. — kr. Nýjar og notaðar Síldartunnur til sölu MATBOR® Lindargötu 46, símar 5424 og 82725.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.