Vísir - 03.12.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 03.12.1953, Blaðsíða 8
Þeir iem gerast kaupendur VÍSIS eftír 10. favera mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið og f~á það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 16t»0 og gerlst áskrifendur. Fimmtudaginn 3. desembér 1953. Hafnarfjarðarvegur verði iýstur og gangbrautir markaiar. Breikkun gangbrauta við Láugaveg til umræðu. Á fundi umferðamálanefndar f í sl. mánuði var m. a. rætt um umferðarhættur á Hafnarfjarð-, arvegi vegna vöntunar á gang- brautum meðfram veginum og iélegrar götulýsingar. Til þess að ráða bót á þessu og draga úr umferðarhættu á veginum mæltist nefndin tiL bess, að í fyrsta lagi yrðu af-' markaðar gangbrautir með-. fram veginum, eða þá — og það ( sem betra væri — að gangstétt. yrði lögð meðfram honum, '■ öðru hvoru — eða báðum megin. I öðru lagi að komið verði upp góðri götulýsingu á allri leiðinni. Slík götulýsing verður að sjálfsögðu dýr og naumast að vænta þess að henni verði komið upp á næstunni. í þriðja lagi — og það sem í aun og veru kallar mest að •— er að máluð verði sjálflýsandi ■niðlína eftir akbrautinni, sömuleiðis að allir umferðar- steinar á leiðinni verði málaðir neð samskonar málningu. Það hefir að vísu verið máluð lína eftir miðrí akbrautinni, en hún er ekki nægjanlega sjálf- íýsandi og þarf því að betrum- oæta hana. Þetta telur um- ferðarmálanefndin vera mjög aðkaUandi verkefni, sem mundi mjög geta dregið úr slysahætt- unni þegar því hefir verið komið í kring. IJrcxkkun gangbrauta við Laugaveg. Það hefir komið til tals, að ibreikka gangbrautirnar við Laugaveginn, enda er það hverjum manni augljóst, að þær eru of mjóar. Máli þessu, hefir veríð skotið til álits og umsagnar umferðarmálanefndr- ar og hún hefir athugað og rannsakað aUar aðstæður sem að þessu lúta. Er hér um mikið vandamál að ræða, ekki sízt vegna þess að illgerlegt er talið að mjókka akbrautina frá því, sem nú er, því hún er þegar calin allt of mjó. Mál þetta er ennþá á algeru athugunarstigi ■og því engin leið að segja hvað úr verður. 'Bifreiðastæði í Þverholti. í Þverholti, milli Stakkholts og Lönguhlíðar eru mikil þrengsli, enda um all fjölfarna leið að ræða og m. a. fara stræt- isvagnar um götuna. Fyrir bragðið hefir umferðamála- nefndin lagt til, að bifreiða- stæði verði bönnuð í Þvérholti beggja vegna götunnar á þessu svæði. Aftur á móti er autt svæði fyrir hendi á óbvggðri lóð á horni Þverholts og Stakk- holts. Þetta svæði vill umíerð- armálanefndin láta taka undif bifreiðastæði og lagfæra það í því skyni. Vesturgata nr. 7. Meðal þeirra mála, sem um- ferðarmálanefnd hefir rætt á fundum sínum að undanförnu, er umferðarhættan við Vestur- götu 7. Enda þótt slys á þessum stað séu ótrúlega fá miðað við aðstæður allar og hið blinda horn, sem hús nr. 7 við Vestur- götu skapar, þá liggur í hlutar- ins eðli, að þarna verður að gera einhverja breytingu á og það hið bráðasta. Má segja, að þar liggi við stórslysum svo að segja á hverjum degi, enda er þetta eitt allra hættulegasta umferðarhorn í öllum bænum, og nær gangstéttarlaust á sjálfu horninu. Fyrir því hefir urn- ferðarmálanefnd samþykkt að ítreka enn einu sinni áskorun sína til bæjarráðs um að það hlutist til um, að hús nr. 7 við Vesturgötu verði flutt til, eða því verði breytt þannig, að um- ferðarskilyrði á Vesturgötu verði þar a. m. k. ekki verri en annars staðar á götunni. Fj£illföS§ kðmliin á floi. Síðara flutningaskipi Eim- ! skipafélags ísjánds, sem verið hafa í smíðum hjá Burmeister & Wain í Höfn, var hleypt af iStokkunum í gær. Er þetta 2500 lesta skip, eins. og Vísir hefur áður greint frá. Frú Áslaug Zoega Benedikts- son, kona Hallgríms Benedikts- sonar, skírði skipið Fjallfoss. Síöan hafði skipasmíðastöðin boð inni fyrir allmarga gesti, eins og venja er til við slík tækifæri. Skipið verður að lík- indum fullsmíðað 'í febrúar næstkomandi. Engln Kóreuráðstefna, nema komnuínistar slaki til. jlmræðu á a!lsberjar|singiiiu um iíryftjúverli kommúnista lokið. Eintakið kostaði 50 milljarða. Þýzkt vikublað rifjaði það nýlega upp, að fyrir réttum 30 árum var verðbólgan mikla hvað óviðráðajilegust í Þýzkalandi. Sem dæmi nefndi blaðið, hversu mikið eitt eintak þéss hefði kostað þá. Var upptalningin á verð- Prófkosning: Prófessorarnir Ásntundur og Magnús ianghæstir Samkvæmt prófkosningu, er Prestafélag íslands hefur látið i'ram fara, er svo að sjá, sem yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzkra presta vilji, að annað- hvort Ásmundur Guðmunds- son yrófessor eða Magnús Jóns- son prófessor verði biskup landsins. Kosningarétt við prófkosn- .ingu þessa höfðu 110 þjónandi prestar þjóðkirkjunnar og guó-i fræðikennarar Háskóians, og komu Öll atkvæðin fram. Fclii’. atkvæðin þannig, að próf. Ás- mundur hlaut 54% atkvæði., en próf. Magnús 46 atkv. Aðr- ir, sem atkvæði féllu á, fengu fá atkvæði. Biskupskjörið hefst síðar í þessum mánuði, og skal vera lokið 12. janúar n.k. Horfur eru nú þær, að ekk- ert yerði af stjórnmálaráð- stefnunni um Kóreu. nema kommúnistar brejTti um af- stöðu. Dean, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanná, sagð' þeim skýrt og skoriiiort í morg- un, að ef þeir heldu tll streiti kröfunni um, að staða Rússa é ráðstefnunni yrði sem hlut- lausrar þjóðar, gæti það orði? til þess, að það drægist lengi að ráðstefnan yrði haldin, og ef til vill orðið til þess, að hún yrði alls ekki haldin. Bandaríkjamenn telja sem kunnugt er Rússa hafa haft svc mikil afskipti af styrjöldinni. Iagt kommúnistum til flugfél- ar, vopn og vistir og sérfræði- lega ráðunauta, að þeir verði að taka á sig fulla ábyrgð á á- kvörðunum ráðstefnunnar sem hinir beinu styrjaldaraðilar. Á þetta vilja Rússar ekki fallast og beita fyrir sig kínverskum og norður-kóreskum kommún- istum sem fyrr. Hryðjuverk kommúnista. Loks ei umræðunni á alls- herjarþingi S. þj. um skýrslu Bandaríkjanna um hryðjuverk kommúnista í Kóreu að verða lokið. Aðeins atkvæðagi-eiðsla er eftir. Flestir ræðumenn tóku skýsrluna trúanlega, a. m. k. í meginatriðum, nema Rússar og fulltrúar fylgiþjóða þeirra. Lýstu þeir ásakanirnar ósannar með öllu. Veitt heiðursmerki. Forseti fslands sæmdi þann 1. desember, að tillögu orðu- nefndar, þessa menn stórkrossi Fálkaorðunnar: Forsetafrú Dóru Þórhalls- dóttur. Landbúnaðarráðherra Steingrím Steinþórsson, fyrrv. i forsætisráðherra. Dómsmála- ráðherra Bjarna Benediktsscn. 'fyrrv. utanríkisráðherra. (Frá orðuritáraj. ginu á þessa leið: 8. júlí 1923 1500 M. 15. — 2500 — 22. — 3000 — 29. — 4000 — 5. ág. 8000 — 12. — 17000 — 19. — 50000 — 26. — 100000 — 2. sept. 150000 — 9. — 200000 — 16. — milljón — 30. — 5 milljónir — 7. okt. 8 milljónir — 14. — 20 milljónir — 21. — 100 milljónir — 28. — 2 milljarða — 4. nóv. 3 milljarða — 11. — 50 milljarða — Það er fróðlegt að rifja slíkt upp, ef af því má !æra. Mús gaut í töskunni. I Álasundi bar svo við fyrir skömmu, að kona, sem var að ala barn á fæðingardeild bæj- arins, heyrði undarleg hljóð inni hjá sér. Ljósmóðirin reýndi að kom- ast fyrir uppmna hljóðanna en árangu rslaust.. Daginn eftir fór konan að gá í töskuna sína, sem staðið haíði undir rúmi. meðan hún fæddi barnið. í töskunni var þá mús með ný- fædda unga og hafði hún verið að gjóta um leið og konan ól barnið. Báðar fæðingarnar gengu að óskum'og ,,börnun-j um“ líður vel. Sólaihrings verki'alli véliðn- aðarmanna og skipasmiða í Bretlandi lauk í morgun snemma. Áreiðanlegar fregnir eru ekki fyrir hendi um þátttöku, en þátttakendur munu hafa verið a. m. k. iy2 milljón. Norkay stofnar stéttarfélag. London (AP). — Tensing Norkay, fjallabúinn, er gekk á Everest með Sir Edmund HiU- ary, beitir sér fyrir stofnun stéttarfélags í Nepal. Félagið er fyrir burðarkarla fjallgönguleiðangra, en flestir þeirra eru af Sherpa-ættbáiki, eins og Norkay. Er hann var í London í sumar, komst hann að því að birrðarkarlar á járn- brautastöðvum höfðu næstum pund í daglaun, en í Himalaja- fjöllum fá burðarkarlar aðeins 3—4 shillinga í daglaun. Ekki á það sama við alla. Ðanir eru nú að semja alls- konar lög handa Grænlending- um, og sniða þau mjög eftir dönskum lögum. Ýmislegt er þó góð latína í Danmörku, sem Grænlending- ar eiga bágt með að fella sig við. T. d. er ekkert fangelsi til á Gænlandi, en Grænlendingar mótfallnir því að loka menn inni, þótt þeir geri eitthvað af sér — telja að sökudólgarnir hafi betra af samneyti við ann- að fólk. Danir vilja að Grænlending- ar geti skilið við konur sínar, ef þær reynist ótrúar. Græn- lendingar telja þetta mestu firm. Hafa þeir löngum lánað gestum og góðvinum konur sínar, enda óeðlilegt, að konan njóti ekki nokkurs frálsræðis, eins og aðrar lifandi verur. Loks hafa Grænlendngar fall- izt á það, að maður skuli geta skilið við konu sína, hafi hún þrásiimis verið honum ótrú gegn vilja hans. Mæðrast.nefnd hefur jólastarfið. Menn drekka heima vegna sjonvarpsins. Bæði í Englandi og Ameríku hefur aðsókn að bjórstofum minnkað stórlega síðan sjón- varp kom til söguunar. Fólk fer nú með bjórinn sinn heim og horfir þar á það, sem sjqnvarpið hefur upp á að bjóða. Er gert ráð fyrir, að 75% allrar drykkju í þessum lönd- um fari nú fram í heimahúsum en var alveg öfúgt áðúr. Hermenn ókyrrasí af skýrsiu Kinseys. Kinseyskýrslan kemur víða | við. j Eins og menn muna átti hún j m. a. að hafa leitt í ijós, að j fjórða hver gift kona í Banda- ríkjunum væiá manni sínum ótrú. Þetta hefir að sögn haft mjög slæm áhrif á ameríska hermenn í . Kóreu. Yfirmenn telja, að þessi vitneskja um eig'inkonm'nar sé alyarlegrí, ixvað bai'áttuvilja snertir en óttinn við óyinina. Mennirnir geti ekki gleýmt því, að hugs- anlegt er, að húsfreyjur þeirra séu að veita eiijhverjum ó- þekktum möiuium blíðu sína samtímis því,- sem þeir eru að ber j ast fyrir freisi og föðru-land. Jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar er nú í hann veginn að hefjast. Skrifstofa nefndarinnai- er flutt í Ingólfsstræti 9 B, þar sem barnavemdarnefnd Reykja víkur er einnig til húsa. Frá og með 8. þ. m. verður skrif- stofan opin alla virka daga kl. 2—6 e. h., og verður þar tekið á móti peningagjöfum og hjálp- arbeiðnum og gefnar allar upp- lýsingar varðandi jólastarfsem ixxa. Simanúmer er þar 4349. Vegna þrengsla í Ingólfs- stræti 9 B hefur Mæðrastyrks- nefnd fengið inni yfir jóla- mánuðina á Amtmannsstíg i, og verður þar tekið á móti fatn- aðargjöfum og þeim úthlutað. Þar verður opið alla virka daga-kl. 2—6 e. h. frá og með 10. þ. m. og'frám til jóla. Reykvíkingar hafa sýnt jóla starfsemi Mæðrastyrksnefndar sívaxandi velvild, og má í því sambandi geta þess, að í fyrra söfnuðust nálægt 100 þús. kr. í peningum, sem úthlutað var til fátækra mæðra og barna hér í bæ. Einnig hefur nefnd- inni borizt mikið af fatnaði fyr- ir jólin, en þó aldrei eins og í fyrra. Gáfu m. a. sumar verzl- anir og fyrirtæki nýjan fatnað fyrir stórfé. Öllum þessum g'óðu gefend- um þakkar Mæðrastyi'ksnefnd- in stuðning þeirraj og í trausti þess, að enn mæti hún skiln- ingi og örlæti, hefur hún. eins og undanfarin ár, sent söfnun- arlista til fjölmargra fyrir- tækja í bænuin. Konur úr nefndinni munu upp úr næstu helgi vitja um listana, og er þess vænzt, að þær mæti góðri fyrirgreiðslu bæði forráða- manna og starfsfólks fyrirtækj- anna. Þegar nú Mæðrastyrksnefnd- in hefur enn á ný jólasöfnun sír.a er það í trausti þess, að Reykvíkingar minnist, eins og | ,svo oft fyrr þeirra, sem við erf- i,ið kjör búa, og láti sem flestir j eitthvað af hendi rakna við nefndina, svo að hún geti fært bágstöddum mæðrum og börn- ' um jólaglaðning.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.