Vísir - 04.12.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 04.12.1953, Blaðsíða 4
4 V t S I R Föstudaginn 4. desember 1953. wfsxn D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson, Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR BLF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1630 {fimxa línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Þörf lagfæringar. VIOSJA VÍSIS: Innrásarhætta á Ind- landsskaga á dagskrá, veíjna áforma ura irandarírkar liersririlvar á l'akistan. Þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sem setið hefur á rökstólum hér í bænum, hefur gert ýmsar ályktanir varðandi þau mál, er það berst fyrir, og er meðal þeirra ein, sem fjallar um fiskmat og' íiskverkun. Átaldi þingið harðlega þá miklu óvandvirkni og vanþekkingu, sem fram hefur komið i meðferð fisks og' vankunnáttu í fiskmati, og harmaði aftur- förina, sem orðið hefur í þessu efni. Ennfremur sagði í ályktun þessaxi, að „gagngerð hreinsun verði framkvæmd í öllum ati'iðum, sem í ljós koma að valdi þessari stórkostlegu hnignun í fiskmeðferð og fiskmati. Sé um nýjar verkunaraðferðið að ræða, sé í engu til spara með að -auka þekkingu á því sviði, og að fiskmatið sé í fyllsta sam- xæmi við þær kröfur, sem strangastar eru gerðar á heims- markáðinum.“ Hér tala þeir menn, sem vit haí'a á fiskveiðum, svo að rétt er að gefa orðum þeirra gaum. Þeir sjá vitanlega, eins og margir aðrir, að komið er í óefni, að því er þessi mál snertir, og gallinn ■er sá, að þessi málefní rru svo mikilvæg, að það er ekki hægt að skella skollaeyrum i við kvörtunum varðandi þau eins og ýmislegt annað, sem látið er reka á reiðanum að meira eða minna leyti. Mönrmm cr í fersku minni. að Ólafur Thors forsætisráðherra fgaf i síðasta mánuði skýrslu um það á þingi, sem gerzl hefur i málum þessum á árinu eftir ljóst var orðið, að skemmda hafði orðið vart í hraðfrystum fiski íslenzkum. Gallarnir voru af, ýmnsum ástæðum, m. a. af völduni húsakynna, en sumir voru fyrir handvömm, þar sem matsmenn voru stai’fandi hjá fyrir-| fækjum þeim, sem þeir áttu að haía eftírlit hjá. Var gengíö ‘,hart eftir því, að þessum göllum væri kippt í lag. | í rauninni ætti Jiver einstakiíngur, sem vinnur viö útflutn- dngsframleiðsluna, að telja sínum hag bezt borgið með því, að afurðirnar sé .sem beztar og verðmætastar. Það bitnar óhjá-j kvæmilega á honum sjálfum, ef varan er ekki boðleg, ekkij síður en öðrum. En þar til allir setja stolt sitt í að starfa fyrsl^ og fremst með það í huga, verðui- að vera strangt eftii'lit með j frarnleiðslunni. Og til frekari áherzlu þurfa að vera ströng ,'viðurlög við því, ef brögð eru að því að gallar komi samt fram, og það kemur í Ijós, að hirðuleysi hafi átt sök á þeim. i Útgerðarmenn heiðfa á ári hverju þá menn á togaraflotan- um, sem þótt hafa skara fram úr við störf sín,*það er að seg.ja skila góðri vöru. Það ýtir undir menn til að vinna verk sín sem 'bezt,-og æt.ti að koma af stað keppni í því efni, sem bæri þann árangur, að afurðirnar yrðu yfirleitt betri. Væri ekki úr vegi að , veita einnig verðlaun fyrir vel unnin störf og vel verkaðar aí- lurðir á öðrum sviðum. sjávarútvegsins, því að sjálfsagt vii’ðist -að verðlauna þá, sem vel gera, ef slóðarnir og skussarnir eru látnir afskiptalausir að heita má, enda þótt þeir stofni sölu- möguleikum í voða með hirðuleysi sínu. , Þau samtök eru til í þessu landi, sem geta hrundið þessu í framkvæmd, og hafa hag af því sem aðrir, að vöruvöndun ■vérði sem allra mest. Þau eiga að hafa forgöngu í þessu máli, og •ef vel er á haldið, getur þetta orðið til mikilla bóta. Hryggbrotnir biðlar. TV ommúnistar hafa hvað eftir annað verið að leita liðveiziu “ hjá ýmsum flokkum og yfirleitt öllum „þjóðholIum“ mönn- nm. Er þettá 'í samræmi við . þá línu, sém kommúnistum um heim allan er nú fyrirskipað að fara eftir, svo að þetta er ekki fyrirbæri, sém nú þekkist einungis hér á landi. Hafa, þeir meðai annars leitað til Alþýðuflokksins, sem hefur eftir margra mánaða umhugsun .ákveðið að þiggja ekki hið góða boð komm- únista og haína allri samvinnu við þá. Alþýðuflokkurinn hefði ,verið. öllum hejllum hprfinn, ef hann hefði bitíð á þetta. agn kommúnísta. Allur ferill kommún- :ista heíur verið þannig — 'bæði. hér og erlendis — að þeir sitja alltaf á svikráðum við allt og alia, og leika þá verst, sem trúa þeim bezt. Má benda á Það, hvernig farið hefur fyrir þeim flokkum austan járntjaldsins, sem tóku upp samvinnu við þá eftir stríðið. Hér verða kommúnistar að vísu að fara •öðru vísi að, því að hér hafa þeir ekki rauða herinn til hjálpar, en heilindin eru hin sömu. Takmark allra þjóðhollra manna á einm.it t að vera einangrun; kommúnista og einbeitt andstaða gegn þeim, því að þá munu þeir lialda áíram að tapa framvegís eíns og hingað lil. Al- þýðuflokkurinn* hetur væntanlega lagt sitt litla lóð á meta- skálarnar með því að afþakka samfylkingartiibqð þeir.ra. : Fyrir nokkru \oru fregnir um, að Bandaríkja- menn hefðu fengið leyfi tii þess að koma sér upp herstöðv- um í Pakistan, en því var opin- berlega neitað þar, eftir að NeSuu forsætisráðherra Ind- lands hafði gert málið að um- talsefni, en Indverjum er ekk- , ert um slíkar fyrirætlanir gefið. j En þrátt fyrir hina opinber- legu neitun Pakistan-stjórnar- innar er vitað, að fregnimar um þetta eru ekki alveg út í blá- inn, hvað sem ofan á verður. Sést það m. a. á fregn, sem New York Times birti, en þar segir á þessa leið: Pakistanstjórn hefir gefið í skyn, að ef Bandaríkin hjálpi Pakistan að búa her sinn vopn- um, verði Bandaríkjamönnum leyfð afnot herstöðva og ef til vill að koma upp nýjum. Einnig var sagt, að Pakistan væri fúst til þess að taka þátt í vörnum Vestur-Asíu, ef þetta hefðist fram. 250 millj. dollara. Það er upplýst, að 250 millj. dollava muni þurfa til þess að bú.f^ Pakistanherinn að vopnum af nýjustu gerð. Ef Bandaríkin legðu fram þetta fé tryggðu þau sér velvild ríkis, sem ræður yfir 250.000 manna her, og yf- irráð yfir herstöðvum, sem liggja nær „hjarta“ Ráðstjórn- arríkjanna, en nokkrar aðrar, sem Bandaríkjamenn nú hufa afnot af. Pakistan hefir lengi reynt að fá hernaðaraðstoð frá Banda- ríkjunum, og vestrænu þjóðun- um hefir ávallt verið Ijóst, að Pakistanar eru þeim vinveitfir og fylgja sömu stefnu, en Bandaríkin hafa ávallt neitað að leggja Pakistan til vopn vegna þess,. að það kynni að styggja Indverja. Fulltrúar Indlands vilja, að Bandaríkin lýsi ýfir, að Pakistan verði ekki veitt nein hernaðaraðstoð. John Foster Dulles hafði sagt við G. L. Metha, sendiherra Indlands, að Bandaríkin væru að hug- leiða hernaðarlegan sáttmála við Pakistan. Þó var þetta skil- ið svó, að ekki væri áformað samkomuiag eins og Bandarík-. in nýlega gerðu við Spán. Herstöðvar og innrásarhætta. Ein af höfuðástæðunum fyr- ir því, að Indland er inótfaOið framangreindum fyrirætlun- um, er deilan um Kashmir. ~ Pakistanar . kypnu að freistast til að beita nývopnuðum her .sínum til þess gð ná yfirráðum yfir Kashmir. Indverjar óttast einnig, að það mundi auka inn- rásarhættuna frá Ráðstjórnar- ríkjunum á Indlandsskaga,. ef Bandaríkjamerm fengju her- stöðvar á skaganum. 'Eíyggir vinir. Á hinn bóginn. líta: Banda- ríkjainenn. á ' Pakisfana sem trýggustu viui frjálsu þjóð- apna;. í.sá.'I’yilíiaijtli. .til.iýji-mós.u, Eins og skýrt var frá í frétt- um í blöðum í gær, er Mæðra- styrksnefndin að hefja starfsemi, en fyrir liver jól stendur nefnd- . in fyrir fjársqfnun til þess að birtar'?^ *,a^stan ^la^ ÉÓðjgeta síðan miðlað efnalitlum áhrif á arabisku þjóðirnar. jmæðrum og börnum þeirra nauð- synjum fyrii1 hátíðirnar. Starf- Kliyber-skarðið. Ef til innrásar á Indlands- skaga kæmi telur Pakistan- herinn það sitt hlutverk, að verja Khyber-skarðið, sem semi Mæðrastyrksnefndar er þarft starf, enda hefur komið á daginn á hverju ári að inikil er nauðsynin fyrir hjálp víða fyrir jólahátíðina. Þótt allmikið ... . hafi safnazt ú hverju úri, í fyrra sovufiægt er, en um þaö hgguri^ ,[ llm jqq púsund i peningum eina leiðin, sem nútímaher gætijallk fatnaðar, hafa nefndinni allt- farið um inn í Indland. — Sem | af borizt svo margar hjálpar- stendur eiga Pakistanar að kalla beiðnir, að þörf licfði verið á engin varnarhertæki gegn skriðdrekum. Og þeir hafa að- eins eina skriðdrekaherdeild, en hún hefir aðeíns ráð yfi úr- enltum Sherman-skriðdrekum. Herstöðvar, sem Bandaríkjamena óska eftir eru seimilega flugsöðvar sem fyrir eru, en það eru tvær stórar ílugstöðvar nálægt Ka- rachi, önnur við Malir-hverfið, þar sem farþegaflugvélar lenda, og er það mesta farþegaflug- véla-miðstöð í Asíu. hin er herflugvélamiðstöð við Mau- ripur, g'erð af Bretum og Bandaríkjamönnum í samein- ingu eftir síðari heimsstyrjöld - ina. Stöðin er nú lítið notuð, en haldiö vel við. — Að reisa herstöðvar norðar, nær landa- mærum Ráðst j órnafríkjanna, væri miklum vandkvæðum bundið, og er því líklegt., ,að meiri úthlutun. Styrkjum gott starf. Reykvíkingar eru mjög lijálp- fúsir og sýna það fljótt í verki, þegar leitað er til þeirra vegna bágstaddra. Það þarf bvi varla B® eggja almenning, seni er af- lögufær til þess að leggju sinn skerf til Mæðrastyrksnefndar- innar fyrir þessi jól, sein hin fyrri. Þótt mikil atvinna sé nú hjá almenningí, eru mjög marg- ir, sem hafa þannig aðstæður, að þeir geta lítið notað sér hapa. ,Einstæðingsmæður, sem þurfa að gæta ungra barna, fara oft var- hlutar af lífsins gæðum, en vm hag þeirra og barna þeirra hugs- ar Mæðrastyrksnefndin fyrst og fremst. Hátíð barna. Og jólin eru hátið barnanna. Það er því göfugt starf að hugsa uni það, að sem fæst börn, sem eiga við bág kjör að búa, þurfi að vérða af hátíðasvip jólanna vegna skorts á fatnaði eða mat. Bandaríkin hafi aðallega miga-j Þeil% sem viija láta eittlivað af hendi rakna til bágstaddra fyrii' jólin, eiga að snúa sér til Mæðra- stað á flugstöðinni við Mauri pur. Ráðstjórnin rússneska hefur sent Pakistanstjórn orðsend- ingu og spurst fyrir um hvað hæft sé í fregnum um, að Bandarikin eigi að fá herstöðv- ar í Pakistan. Mohammed Ali hefur tví- vegis neitað, að neinir samning- ar hafi verið gerðir imi þetta, en orðrómui'inn um þetta hefur ekki þagnað, og seinast í gær sagði Nehru, að hann hefði vaxandi áhyggjur út af þessurn fregnum. Nixon varaforseti Bandavíkj- anna'kom til Nýju Dehli í gær og mun dveljast þar 4 daga til viðræðna við Nehru. GLUGGAKAPPINN íf.ANSA H.F. íi'-aaveg 105. Sim’ é052fi styrksnefndar, því hún hefur bezt skilyrðin til þess að fylgjast með, livar neyðin er mest. — Mæðrastyrksnefnd hefur aðset- ur að Amtmannsstig 1, og sími hennar er 4349. Þangað eiga þeir að leita, er vilja hjálpa. Væntan- legu verða framlögin mikil í ár. Leikvellir — skautasvell. Nú þegar farið er að frýsta, hefst timinn, sem menn fara að athuga skautana. sína þ. e. a. s. þeir, sem einhverja eiga. Þó verð- ur varla sagt, að vel viðri fyrir skautaíþróttina hér sunnanlands, því venjulega eru umhléýþin'gar svo miklir, að varla telist að halda svo hér skautamófeað ekki þurfi að l'resta því a. m.’gk. einu sinni vegna þess, að rignt hefur á svellið, er nota átti til skauta- iðkananna. En skautaíþróttin er holl og góð skemmtun og skal engan letja til þess að stunda hana, en mikltt fremur hvetja. Hitt finnst mér aftur vafamát, hvort leggja eigi lcikvelli barna undir Skautafélagið, éins og kom- ið liefnr fram í fréttum i bliffii. Barnaleikvellirnir eru fyrst og? fremst fyrir börnin, en væri skautasvell á hverjum leikvelli, er hætt við að börnunum yrði bolað burl. kr. Kaupl gull og silfur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.