Vísir - 04.12.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 04.12.1953, Blaðsíða 5
Föstudaginn 4. desember 1953. VlSIR Félagsbækur Mennningarsjóðs og Þjóðvinaféiagsins konwar út l inn ódirnstn bæknr ársins. Félagsbækur Bókaútgáfu 3\Ienningarsj óðs og Þjóðvinafé- lagsins fyrir þetta ár eru komn- ar út. Bækuxnar eru þessar: ÞjóS- vinafélagsalmanakið 1954, Skáldsagan „Musteri óttans“ eftir Guðmund Daníelsson skólastjóra, ',,S-uðurlönd“ eftir Helga P. Briem sendiherra, Andvari 78 ára, og kvæði Egg- erts Ólafssonar. Félagsmenn fá þessar fimm bækur, samtals 804 bls. fyrir 55 kr. ársgjald. í Almanakinu, sem kemur nú út í 80. sinn, er auk dagatalsins grein um almyrkva á sólu 30. júní að sumri, ásamt skýring- armyndum, grein rnn W. Geor- gas og PanamaskUrðinn, eftir Níels P. Dungal, Árbók íslands 1952 eftir Ólaf Hansson, fslenzk Ijóðlist 1918—1944 eftir Guðm. G. Hagalín, kaflar úr hag- skýrslum o. fl. Margar myndir eru í ritinu. Andvari flytur æviminningu dr. Gunnlaugs Claessen eftir Sigurjón Jónsson. Á mótum gamals túna og nýs eftir Þorkel Jóhannesson, Milli Beruvíkur- hrauns og Ennis eftir Magnús Má Lárusson. Þættir um kjör, verkafólks á síðari hluta 19.! aldar eftir Böðvar Jónsson,1 Landkostir í birtu raunsýnnar athugunar eftir H. H. Æðar- varpsrækt eftir Ólaf Sigurðs- son. í bókaflokkinum „Lönd og lýðir“ kemur að þessu sinni lýs- ing á Suðurlöndum, þ. e. Spáni, Portúgal og Ítalíu, eftir Helga P. Briem. Þetta er allstór bók með rösklega 80 myndum. — Þetta er 5. bindið í þessum flokki. „íslerizk úrvalsrit“ éru að þessu sinni helguð Eggert Ól- afssyni og flytja úrval af kvæð- um hans, m. a. Búnaðarbálk allan. Vilhj. Þ. Gíslason hefir séð um útgáfuna, valið efnið og skrifað ritgerð um kvæði Egg- erts. Þetta er 12. Úrvalsritið í röðinrii. Loks gefur Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs í fyrsta skipti út skáldsögu eftir íslending sem félagsbók, það er saga eftir Guðm. Daníeisson og nefnist hún Musteri óttans. Auk þessara félagsbóka hefir Bókaútgáfan gefið út í ár 3 aukafélagsbækur, sem félags- menn fá við hagkvæmara verði heldur en í lausasölu. Þessar bækur eru Andvökur Stephans G. Stephanssonar, I. bindi, Sagnaþættir Fjallkonunnar og Saga íslendinga í Vesturheimi, V. bindi Félagsbækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins munu nú vera ódýrustu bækur, sem hér eru gefnar út. Píanéténletkar Willys Piels. Willy Piel hélt síðari píanó- tónleika sína í Austurbæjar- bíói á sunnudag á vegum Ger- maníu. Hafði hann áður farið til Akureyrar og haldið þar tónleika. Að þessu sinni lék hann tvö verk eftir ítalska nú- timaskáldið Aifredo Casella (f. 1893), sónatínu og 11 barna- lög (pezzi infantile), eftirtekt- arverð verk og haglega samin í stíl vorrar aldar. Einnig lék hann tvær sónötur, op. 53 (Waldstein) og óp. 111. Píel lætur betur að túlka samtímaverk heldur en Beet- hoven, að því er virðist, og kann þó nokkru um að valda, j að þau verk eru áheyrendan- um ókunnugri og ekkert áður heyrt til samanburðar. Með- ferð hans á Beethoven-sónöt- unum tók í engu fram því, sem til hans heyrðist í fyrfa á tón- leikunum og stóðst ekki sam- anburð við það, sem aðrir gest- ir hér hafa leyst af hendi. B. G. Sprenging í efnaverksmiðju. Fjórar sprengingar urðu fyr- ir nokkru í efnaverksmiðju í Buffalo, New York, og biðu 10 menn bana, en 27 særðust. Stssb feV»at< s ii ð «995 leikai*: Eroica-symfónían. Á síðustu hljómleikum, sem Kielland stjórnaði að þessu ísinni, flutti symfóníusveitin tvær symfóníur í és-dúr, Mo- zarts-symfóníuna, sömu og á riæstu hljómleikum áður, jg Eroica-symfóníuna eftir Beet- hoven. í flutningi hinnar miklu þriðu symfóníu Beethovens sýndi sveitin greinilega, hvers hún er megnug. Var meðferðin vönduð, skýr og litauðug, og stjórnandinn gæddi flutningirin þeim eldmóði, er hann á mest- an. Óviðkunnanlegt var að end- urtaka symfóníu eftir svo skamman tíma, svo sem gert var með symfóníu nr. 39 eftir Mozart. Hefir sú skýring verið gefin, að hætta hafi orðið við annað verk, en tími naumur vegna brpttfarar Kiellands. Vérða ménn að sætta sig við það og bíða þölinmóðir. þar til hann tekur aftur til staría. Hann er væntanlegur hingað ' afur í lok febrúar eða byrjun | marz. Næstu hljómleikum ! stjórnar Róbert Ottósson. Þá 1 mun symfóníusveitin einnig 1 aðstoða við leikritsflutn- ing í Þjóðleikhúsinu um pg eftir jólin, væntanlega und- ir stjórn Victors Urbancics. Auk þess mun sveitin að venju korna í'ram í útvarpinu, svo að nóg ér að starfa. En þuð er ein- mittj veigámesta • atriðið, að sveitin hafi næg' verkefni, því að sjálisögðú ey að því stefntj að hljómsveitarmenn geti helgað sig eingongu hljóm- sveitarstarfinu. Þá fyrst verð- ur verulega listræns árangurs að vænta og hægt að gera til hennar sömu kröf ur og til ann- arra symfóníusveita, sem skip- aðar eru eingöngu atvinnu- mönnum, er hver um. sig full- nægir ýti'ustu kröfum um ’kúnnáttu og afköst. k., Margt er skritiS í Bretlandi er meira en milljón einhleypra kvenna. En karlar undir fertugsaldri eru fleiri en konurnar. Tölur eru yfirleitt heldur þurr og leiðinlegur lestur, en þó geyma þær oftast mikinn fróðleik. Bretar hafa t. d. gefið út 300 blaðsíðna yfirlit um heimilis- líf þjóðarinnar, og eru í henni hvorki meira né minna en 329 töflur af ýmsu tagi. Hér verða birtir nokkrir fróðleiksmolar. f landinu töldust fyrir einu ári 14.481.500 fjölskyldur, mis- munandi stórar, og meira en milljón ,,fjölsky]dur“ voru einhleypar konur, en þegar taldar eru allar „fjölSkyldur“, þar sem einungis var um kon- ur að ræða, kemst þessi tala upp í 2.590.300. Hjá 8.228.100 fjölskyldum voru engin börn undir 16 ára aldri, en stærsti fjölskylduhóp- urinn var tveggja manna fjöl- skyldur, sem voru samtals nærri fjórar milljónir. Þá komu þriggja manna fjölskyldur, sem voru nærri 3.6 millj. Einhleypir karlar voru sam- tals 317.700 ,,fjölskyldur“, en allar kvenmannslausar „ fjöl- skyldur" voru samtals 917.600. Konur voru mun fleiri en karlar eða samtals 1.684.000 umfram, en þó var það ekki einhlítt að því er alla aldurs- flokka snerti. Þegar kynin voru athuguð fram að 40 ára aldri, kom í ljós, að karlar voru fleiri á þeim aldri — höfðu 166.000 yfir. Þegar komið var yfir fertugt voru konurnar hins- vegar 1.850.000 fleiri. Konur voru líka mun langlífari, því að í landinu voru 155.000 kon- ur, sem komnar voru yfir átt- rætt, en karlar voru 72.000. Flestar íbúðir í Bretlandi eru 5 herbergi eða nærri 4.6 millj.. og næstflestar — 3.8 millj. — eru sex herbergja. Tveggja herbergja íbúðir eru hinsvegar aðeins 795 þús. í 8.200 húsum voru búsettar 7 fjölskyldur eða fleiri. - mim - A Á, 9, 6 V Á 4 ♦ K, G, 8, 7, 5 ♦ Á, 'G, 7 Útspil hjai’ta 5. Á K, D, 4 V 9, 7, 6, 2 ♦ D, 10, 4 ♦ K, D, 4 Suður spila 3 grönd. Austur og vestur hafa ekkert sagt. Vestur lætur úr hjarta 5. —• Hvernig ætti suður að spila? í menntaskólum Bandaríkj- anna eru nú skráðir um 2,215 þús. nemendur. ÓDÝR OG GÓÐ RAK- BLÖÐ *• “"•c A&stoðarfflatrá5skonu vantar á veitingahús úti á landi, strax. Uppl. í Veituil AðaSstrætí 12 Æöatimmehsw * Ferðafálags isgomls verður haldinn að Café Höll (uppi) Austurstræti. fimmtu- daginn 10. des. n.k. kl. 8,30 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. Vegur var yfir Eftir SigurS Magnússon, kennara. HÖFUNDUR þessarar bókar er fyrii löngu þjóðkunnur vegna ágætra útvarpserinda og snjallra greina. Hér segir hann meðal annars frá hópferðum íslendinga til Norður- landa, kynnum af veiðimönnum á austurströnd Grænlands og mörgu fleira. Hann lýsir bardag'a í Bangkok, hann strand- ar norður í íshafi, er handtekinn í Siarii, stendur við dauð- aps dyr í Kína, fer til sélja í Noregi o. m. fl. ‘ Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi Skráö kafa Páimi Hannesson og Jón Eyþórsson. ÞRÁTT FYRIR marglofaða tækni nútímans fara irienn' sér ;enn áð voðá á heiðarvegum bg öræfum þessa lands. — Bókiri : 'ftytur :f jÖJmáí’gá öríagaþrungna þætti af fángbrögðum ís- leridinga við hiria harðiáðu og sviþúlu náttúru laridsins. Kjarni hinna þjóðlegu spakmæla að „enginn ræður sínum næturstað“ og „sjaldan er bagi að bandi né byrðarauki aö staf“ ganga sem rauður þráður gegnum bókina. Þetta er þjóðleg bók í beztu merkingu þeirra orða. mÞKAUTGÁF&N NOmÞRM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.