Vísir - 11.12.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 11.12.1953, Blaðsíða 7
Föstudagirm 11. desember 1953 VÍSIR »’*^-^,.vvvvv-vvvvvvvSf^-vv%vw.‘VVVVVVVVvv*w,.’V,«*»,,>.,k •vwws C. B. Kelíand Enoíll eða 27 hluti, sem menn fóru að veita þessu athygli. Hlutaverðið hækkaði um fjórðung í stigi, síðan um heilt stig. Svo var eins og losnaði um skriðu. Framboðið hætti snögglega, og það var ekki hægt að fullnægja eftb'spurninni. Þegar verðbréfamarkaðinum lauk næsta fimmtudag á eftir, var það farið að spyrjast, að eitthvað væri á seyði að því er snerti California-Comstock. Allskyns ( sögur komust á kreik. Menn nefndu Ralston í sambandi við þær. J Menn höfðu það fyrir satt, að hann og félagar hans hefðu svo • lítið bæri á keypt mikinn meirihluta hlutabréfanna. Og ekki | var að sökum að spyrja — lögmálið um framboð og eftirspurn sagði til sín. Því var hvíslað manna á meðal, að meira gull hefði fundizt á landareign félagsins. Aðferð hefði verið fundin til þess að nýta hina lægri ganga námunnar, þar sem vatn hafði safnazt saman og hindrað starfsemina. Menn kepptust við að bjóða í bréfin, og verðið hækkaði óðum, Anneke fylgdist vandlega með fregnum um þetta í blöðun- um, leit í þau á degi hverjum, og var harla glöð. Hún hafði heyrt, að heppnin brosti stundum furðanlega mikið við sum- um, svo að þeir urðu vellauðugir á svipstundu, en hún hafði talið útilokað, að hún gæti sjálf verið svona heppin. Á hverju kvöldi athugaði hún, hver hagnaður hemiar var orðinn. Hann komst bráðlega upp í hundrað þúsund dollara, og brátt var hann orðinn tvö hundruð þúsund. En Hepsiba vai' þung á brún- ina eins og oft áður, og gaf henni ýmisleg heilræði. „Nú ertu orðin rík,“ sagði hún og hleypti brúnum. „Nú væri þér réttást að selja bréfin, áður en eitthvað kemur fyrir. Þú ert ríkari, en þig dreymdi nokkru sinni um að verða.“ „Eg hefi ekki enn aflað tíunda hluta þess auðs, sem eg ætla að safna,“ svaraði Anneke og lét engan bilbug á sér finna. En þrátt fyrir ágirnd sína, ákvað hún þó að fara gætilega. Það gat vel verið, að verð hlutabréfanna færi upp úr öílu.valdi, en á hitt var líka að líta, eins og Hepsiba hafði sagt, að eitthvað gat komið fyrir. „Enginn veit hvað átt hefir, fyrr en misst hefir,“ sagði Hep- siba, þegar hún var að reyna að koma vitinu fyrir Anneke, og þegar verð hlutabréfanna var komið upp i fimmtiu dollara, fór Anneke að selja þau, Eftir tíu daga var hún búin að selja síðasta hlutinn, og þá átti líka H. Wattles hvorki meira né minna en hálfa milljón dollara í banka. Ávísanirnar, sem sögðu til um hagnað Anneke, voru ekki lagðar í banka af henni, heldur sá Jason Means um að leggja allt féð inn í Hibemia- bankann. Enginn maður, sem þar starfaði, fekk að sjá H. Watt- les, hversu mikið sem þá kann að hafa langað til þess. Og raunar hefði Means ekki getað þelíkt þenna skjólstæðing sinn á götu, þótt fundum þeirra hefði borið saman þar, því að hann hafði aldrei fengið að sjá framan í Hepsibu. Anneke var alveg viss um, að engan mundi gruna hana um að standa bak við þetta. Hún skipaði Hepsibu að greiða Jason Means tíu þúsund dollara fyrir þjónustu hans í þessu efni. „Maður á að bir.do menn við sig með peningum,“ sagði hún, „Það er engin hætta á að menn bregðist, ef féð streymir sifellt til þeirra.“ „Jæja, þá ertu orðin rík,“ sagði Hépsiba, þegar hér var komið, og var þungbúin sem fyrrum. „Og hvað ætlar þú svo að gera við þenna auð, sem þú hefir safnað? Ertu að hugsa um að fara að eyða og spenna?“ „Eg hefi ekki hugsað mér að gera neinar breytingar á lífs- venjum mínum — að minnsta kosti ekki strax.“ Anneke leit upp á Hepsjbu og augu hennar voru skær og ákveðin, en það var ekki hægt að lesa neitt úr þeim. En þetta voru ekki augu stúlku — þetta virtust vera augu karlmanns, sem var slótt- ugur og sást ekki fyrir. Hepsiba starði á hana noltkra sutnd, og hún varð skelfd af því, sem hún hafði séð. „Þegar þú ert þannig útlits,“ sagði hún, „virðast augu þín alls ekki eiga heima í ásjónu þinni. Þetta eru ekki ungleg og góð augu, sem á mig horfa. Farðu varlega, góða mín, því að annars getur svo farið, að þú eldist eins og augu þín að öðru leyt-i. Gættu þess að glata því ekki, sem fé getur ekki keypt.“ „Eg mun hafa nægan tíma til þess að njóta æsku minnar,“ svaraði Anneke. „Eg mun vera gætin — og eg mun leika mér. Eg mun hegða mér eins og hingað til og engan mun gruna, að nokkur alvarleg hugsun eigi rætur sínar í heila mínum. Eg ætla að vera ung', falleg og barnaleg, og þeir eigileikar eiga að hjálpa mér áfram.“ „Þú ert einmitt að kasta þehn kostum þínum á glæ, eins og þú hegðar þér nú,“ sagði Hepsiba. „Eg átti aldrei neitt af slíku. En ef eg hefði verið eins falleg og þú, hefði eg ekki notað mér það eins og þú gerir. Eg mundi nota það í þeim tilgangi, sem/ ætlazt er til þess að konur noti slíka kosti.“ Anneke brosti, og svipur hennar varð heldur mýkri, græðgis- svipurinn hvarf af augum hennar, og hún varð á ný ung og áköf og ótrúlega eftirsóknarverð. „Eg held,“ sagði hún, „að það sé rétt, að við göngum okkur til skemmtunar um Montgomery-stræti í dag. Er það þér á móti skapi?“ „Eg er því hlynnt, en þó mundi eg yera því enn hlynntari,“ svaraði Hepsiba, „ef eg vissi, að þú værir raunverulega að sýna þig þar í þeim tilgangi að krækja þér í mann.“ Sólskinið hafði hrakið morgunþokuna á flótta, þegar Anneke og Hepsiba stigu út úr vagni sínum og slógust í hópinn með öðru fólki, sem gekk fram og aftur um Montgomery-stræti. Gönguför þeirra nú var með öðrum hætti en hin fyrsta, þegar Anneke, ein og vinalaus í borginni, hafði vakið sem mesta at- hygli, þegar hún gekk eftir götu þessari og sýnt vegfarendum fegurð sína. Síðan það hafði gerzt, höfðu hinir tignari borgarar i San Francisco tekið hana í sinn hóp, og hún var ekki aðeins komin þar inn í samkvæmislífið, heldur var hún vinsæl og eftirsótt, enda var það gott að hafa Ralston og aðrar slíkar fjöl- skyldur að bakhjalli. Er hún gekk þarna að þessu sinni — og Hepsiba svo sem skref á eftir henni — hneigði hún sig hvað eftir annað, og þeir voru margir, sem hneigðu sig fyrir henni og brostu um leið. Hún nam staðar við og við, þar sem hópar ungs fólks stóðu og skröfuðu saman, og hún naut þess, að hinir ungu og glæsi- lega búnu menn virtu hana fyrir sér með aðdáun, því að í rauninni var erindi þeirra ekki annað þarna en að virða fyrir sér hinar ungu konur, er þar voru á ferð, og sýna þeim, hve vel þeir voru til fara. Enda þótt klæðnaður þeirra daga væri ekki sérstaklega vel til þess fallinn að vekja eftirtekt á fögru vaxtarlagi, og konur væru auk þess mjög tilgerðarlegar í fasi, gat hvoinxgt skyggt á fegurð Anneke. Hún var enn fegurri en fyrsta daginn, er hún var þama á gangi, af þvi að nýtt atriði kqm nú til greina, að hún var ekki rög eða óstyrk. 1 fyrsta sklþfcí hafði hún verið að gera tilraun, sem hún. var ekki viss um, hvernig mundi tak- ast — hún var ekki viss um hvgrn^g möjúiitjp mundi falla sá ^ ^ ^ k aXÍCÍ n*si% A nlK Árf 1 ? T*1 VtC'fríl OíT? — GLUGGAKAPPINN HANSA H.F. Laueaveg 105. Sími 81525. kíWWUWUWWWvwwuvvw • Eirror í flestar tegundir bifreiða. 1%”, 1%”, 1%”, 2”. sem hún hafði upp a að bj eins ætlað sér að vekja forvitní 5 og hún hafði að- Hún vissi þá að vísu, að hún mundi vekja athygli, að húh var ekki alveg viss um, hver áhrií útlit hennar mundi hafa á framtíð hermar og gengi. Hún varð að vaða í villu og svíma að því leyti um tíma. En nú var allur efi horfinn. Hún hafði eltld aðeins sigrað í félagslífinu, en þar við bættist, að hún hafði unnið mikinn sigur á fjármálasviðinu — og hann hafði ekki stafað af neinni tilyiljun heldur af því, að hún hafði undirbúið sókn sína vel M F' vön afgreiðslu, óskast um tíma. Verzlunin Hamborg Gísli Einarsson hcraðsdómslögmaður Laugavegi 20B. Sími 82631. Tarzan haíði drukkið v.ænan teyg af einliverri óiyfjan GJá óheppna. honum af öllu afli upp á vagnsætið • aftur. líonum líkaði ekki örykkurinn og spýtti honum framan í Óla. Svo stökk Tarzan á óla, sem var lafhræddur, hóf hann á loft og þeytti T AxKZ Ai mo C. /2. SaftfUfkí:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.