Vísir - 19.12.1953, Qupperneq 12
Mr tem gerast kaupendur VÍSIS eftir
10. hveri mánaðar fá blaðið ékeypis til
mánaðamóta. —Sími 1660.
breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg geritt
áskrifencur.
Laugardaginn 19. desember 1953
Kefhríkingar og MemitaskóSinn
sigruðu í skólaboðsuntSinUb
Keppnin var spennandi, enda ÍíiiH
munur á fyrstu sveitunum.
Hið fyrra sundmót íþrótta-
bandaiags framhaldsskólanna í
Eeykjavík og nágrenni fór
fram í Sundliöll Rvíkur í gær-
kveldi að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Kvennasund.
Boðsund stúlkna var 10><33]ú
metri og kepptu í því 6 sveitir.
Úrslit urðu þessi:
1. Gagnfræðaskóli Keflavík-
ur 5:02.7 mín. 2. A-sveit Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar 5:04.1
mín. 3. Gagnfræðadeild Laug-
arnesskóla 5:31.2 mín. 4. Gagn-
fræðaskóli Vesturbæjar 5:32.4
mín. 5. B-sveit Gagnfr.skóla
Austurbæjar 5:37.2 mín. 6.
Gagnfræðaskóli verknámsins
5:38.2 mín.
Hlutu Keflavíkurstúlkurnar
bikar I. S. f. að verðlaunum.
Piitasund.
Þátttakendur í boðsunds-
keppni pilta voru 9 sveitir og
20 manns í hverri sveit. Vegar-
lengdin var hin sama hjá hverj-
um einstaklingi og í kvenna-
sundinu, eða 33Vs metri en
heildarvegarlengdin helmingi
lengri, eða 20X33 Vs metri.
Úrslit: 1. Menntaskólinn í
Rvík 8:31.9 mín. 2. Iðnskólinn
í Rvík 8:35.0 mín. 3. Gagnfr.-
skóli Austurbæjar 8:48.9 mín.
4. Stýrimanna- og Vélstjóra-
skóli ísl. 8:50.2 mín. 5. Verzlun-
arskóli íslands 9:07.0 mín. 6.
Gagnfr.skóli Keflavíkur 9:27.6
mín. 7. Gagnfræðadeild Laug'-
arnesskóla 9:50.0 mín 8. Gagn-
ftlýr66 piraíBiídl
99
Fornfræðingar, sem sjá um
uppgröfi fornminja í grennd
við Kairo, hafa fundið 6500 ára
gamlan pýramida, í hlíðum
hæðar, og er byrjað að grafa
hann upp.
Talið er, að þessi fundur muni
leiða margt nýtt í ljós um sögu
Faraó-anna.
i fræðaskólinn við Hringbraut
j 10:50.0 mín.
j Einn skólanna, Gagnfræða-
j skólinn við Lindargötu, var
dæmdur úr leik.
Sigurvegararnir í piltasund-
inu hlutu keramikselinn að
verðlaunum.
Áhugi áhorfenda virtist mik-
ill og óskertur, enda létu þeir
hrifningu sína og áhriga óspart
í ljós með hrópum og köHum.
...
Þait slgla é suð-
urátt - - -
London (AP). — Danska
skipið Kista Dan er lagt af stað
í leiðangur sinn til Suðurskauts
landsins.
Það er stjórn Ástralíu, sem
leigt hefur skipið til fararinnar,
sem mun taka all-langan tíma,
en það telst til tíðinda, að út-
gerðaríélagið bauð skipverj-
um að hafa eiginkonur sínar
jneð í förinni. Notuðu margar
tækifærið.
- - - og þessi í
norðurátt.
London (AP). — Tilkynnt
liei'ur verið, að Caronia fari í
skemmtiför norður fyrir heims-
skautsbaug eins og undanfar-
in sumur.
Verður skipið alls 37 daga
í leiðangri þessum, sem hefst í
New York, þar sem ætlunin er
að græða dollara á siglingunni
fyrst og fremst. Ódýrasti far-
seðill kostar 975 dali (ca. 16.000
krónur).
Stærsta drottnmg heims fagnar
Elísabetai Bretadrottninp.
Heiðursvörður þúsunda blysbera.
Salote drotíning.
Ensk messa
verður haldin á morgun, 20.
' desember, kl. 3.30 í Hallgríms-
| kirkju. Síra Jakob Jónsson
þjónar fyrir altari ,og síra Erik
1 Sigmar prédikar. Allir vel-
I kornnir.
ísleitdingar elga
45 flugvélar.
í s. 1. októbermánuði voru
til hér á landi 45 flugvélar með
löggiltri skrásetningu.
Af þessum flugvélum voru
34 vélflugur og 11 svifflugur.
Af svifflugunum var aðeins ein
í einkaeign (í eigu Ólafs Magn-
ússonar), sjö átti Svifflugfélag
íslands í Reykjavík og þrjár
voru í eigu Svifflugfélags Ak-
ureyrar.
Af vélflugunum átti Flugfé-
lag íslands 10, Loftleiðir 2,
Flugskólinn Þytur 4, Flugmála-
stjórnin 1, Svifflugfélag íslands
2, Slysavarnafélag íslands á-
samt Birni Pálssyni 1, en hinar
voru í einkaeign.
Nú mun flugvélakostur lands
manna aukast töluvert á 'næst-
unni og m. a. hefur verið frá
skýrt að nýlega hafi verið fest
kaup á 5 nýjum litlum flugvél-
um vestan hafs.
Nægur jólarjómi óskammtaður,
kemur í biíðir á Þorláksdag
Meira magn en nokkurn tíma
áður flutt til bæjarins.
Meira magn af rjóma mun
berast hingað til bæjarins fyrir
jólin en nokkurn tíma fyrr eða
15—16 þúsund lítrar. Jóla-
rjóminn kemur í búðirnar á
Þorláksmessu og verður ó-
skammtaður.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Vísir hefir fengið hjá Mjólkur-
samsölunni, hefir hún gert ráð-
stafanir til þe;:::, að fá allan fá-
anlegan rjóma allt norður til
Akureyrar. Sagði forstjórinn,
að væntanlcga fáist- nóg til að
fullnægja efLirspurninni, þótt
vænta megi mikillar sölu.
Rjómasalan rct't fyrir jólin í
hitt eð fyrra na:n 10.000 lítrum,
en í fyrra vár" óvenjulegt á-
stand, þar ser.'i verkfallinu var
nýlokið, o:' sc.'.v.göngur ekki
komnar í si . vcnjulega .horf,
en nú er gert ráð fvrirj að jóla-
rjómin'n nemi allt að 16 þús.
lítrum, og verður hann mest-
allur settur á flöskur.
Að þessu sinni verður hann
settur i þúðirnar á Þorláks-
messu og má vænta þess, að
það komi sér vel fyrir alla að-
ila, — húsmæðrum þykir gott
að geta þá tryggt sér þann
rjóma, sem þær þurfa, því að
mörgu er að sinna á heimilun-
um á aðfangadag, og ef mesta
rjómamagnið færi út þá myndu
verða biðraðir og tímatöf. Þá
léttir þetta á afgreiðslunni í
j búðunum seinasta daginn. En
mest er um vert — komi ékk-
: ert óvænt fyrir, svo sem að
j samgöngur teppist — að öll af-
: gréiðsla ætti að geta gengið ró-
lega og greíðlega, því að nóg
mun verða •handa ölliun.
VerB’a geröar ófrjóar
eftsr 2. brot.
N. York (AP). — í Toronto
í Kanada hefur verið borin
fram tillaga um það í fylkis-
þinginu, að konur, sem eignast
tvö börn eða fleiri utan hjóna-
bands skuli gerðar ófrjóar.
Það er íhaldsmaðurinn síra
Downer, sem ber tillöguna
fram, en samvinnumenn virð-
ast henni hlynntir. Fyrrver-
andi forseti Ontarioþíngs sagði
í umræðunum, að þessi tillaga
mál: „Að minnsta kosti er eng-
mál. „A5 minnsta kosti er eng-
in ástæða til þess að við látum
það gott heita, ef kona gerir
það að vana að eignast börn
utan hjónabands.“
Elisabetu drottningu Bret-
lands og manni liennar, hertog-
anum af Edinborg, var fagnað
af miklimt innileik, er þau komu
lil Tongaeyja í gær (Vináttu--
eyjanna).
Ferðuðust þau hjón þangað í
flugbát, en Gothic og Black
Prince. nýsjálenzka beitiskipið,
komu á eftir; verður svo siglt
til Nýja Sjálands, en þang'að
verður komið á Þorláksmessu,
og á jóladag ávarpar drottning-
in þegna. sína þaðan hyar í
heimi sem eru, í útvarp.
Við liomuna til Tongaeyja var
drottning þeirra viðstödd kom-
,una, en hún er.mjög vinveilt
Bretum og þegnar hennar. El-
isabet lagði sveig á striðsminn-
ismerki og fóru svo hátíðahöld
fram í skemmtigarði höfuð-
borgarinnar, en um nóttina
voru þau hjónin gestir drottn-
ingar í höll hennar.
Til marks um vináttu eyjar-
skeggja er það, að þúsunáir
þéirra héldu þögulir vörð alla
nóttina kringum höllina, og
héldu á Iogandi blysum, sem
ekki var slökkt á, fyrr en birti
af degi.
Þau hjónin, Elisabet og mað-
ur hennár, komu fyrr til Tong-
eyjanna en búist hafði verið
við, því að það varð að ráði aö
fljúga þangað, en annars hafði
verið gert ráð fyrir að aðalhá-
tíðardagurinn yrði 20 desember,
sem er sunnudagur. Nú eru
mjög strangar reglur um helgi-
hald á eyjunum á sunnudögúm,
en Salote drottning ætlaði sér
ekki að deyja ráðalaus, því að
,hún gaf út tilskipun um, að 20.
desember skyldi vera mánu-
dagur, en mánudagurinn sunnu
dagur, en reyndist óþarft
vegna þess, að hjónin flugu íil
eyjanna og’ komu þar þvi fyrr
en ráð hafði verið fyrir gert.
—1 Salote drotning er stærsta
drottning í heimi, yfir sex áln-
if á hæð og vegur á þriðja
hundrað pund.
Nær 17.000
færrí kindum
siátrai nií en
í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá
Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins er' áætlað, að slátrað hafi
verið um 220.000 fjár á öllu.
landinu á þessu ári, en í fyrra.
var slátrað 236.800 kindum.
Kjötmagnið í ár mun vera'
um 3.340 smál. rúmar, móts við
3.612 smál. í fyrra.
Samdrátturinn er eingöngu í
fullorðna fénu og stafar það af
niðurskurði vegna sauðfjár-
kvillanna. Var þannig slátrað'
18.800 færri ám en í fyrra og'
4000 færra af geldfé.
Hinsvegar var 5.900 fleirí
dilkum slátrað og dilkakjöts-
magnið mun vera 150 smál.
meira en í fyrra, enda þótt allt
kindakjöt sé 270 smál. minna
en í fyrra.
Meðalvigt dilka mun hafa
verið um 14.93 (14 kg. 9.30 gr.),
þar sem til hefir spurzt, og
14.62 (14 kg. og 620 gr.) í fyrra.
Upplýsingar þessar eru frá
Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins og eru áætlaðar, en gera má
ráð fyrir, að mjög litlu muni
skakka, er endanlegar tölur eru
fyrir hendi.
Voru fullir og stálu VL-bíl.
Illóður auaður reið húsum.
Wýtt fuötuneyti
á Kf.-veEli.
Metcalfe-Hamilton bygging-
arfélagið hefir nú komið «pp
vistlegum skála fyrir mölu-
ney ti.
Mun verða framreiddur is-
lenzkur matur í mötuneyti
þessu, en Vísir skýrði frá því
á sínum tíma, að atkvæða-
greiðsla hefði verið látin fram
fara um það, hvernig hinir ís-
lenzku starfsmenn félagsins
vildu, að mataræði yrði hagað.
Verður nú farið að óskum
þeirra, og hefir mötuneytið
verið reist með það fyrir aug-
um, að þar verði slíkur matur
á borð boFÍnn eins og óskað er.
á lögreglustöðina og kærði yf-
ir því að bíl, sem hann hafði
til umráða hefði verið stolið af
Laugaveginum.
Lögreglan hóf leit að bílnum
í nótt og eftir nokkura stund
fannst bifreiðin inni í Stakk-
holti og þrír ölvaðir menn í
henni. Lögreglan handtók
mennina og flutti þá í fanga-
geymsluna. E r mál þeirra nú
í rannsókn.
Ölvaður á húsþaki.
Lögreglan var beðin um að-
stoð inn í Kleppsholt í nótt
vegna ölvaðs manns, sem hafði
komist upp á húsþak og fékkst
ekki til að koma niður aftur.
Lögreglumenn voru sendir á
vettvang og náðu þeir mannin-
um niður.
Féll í höfnina.
Ölvaður maður féll í höfnina
í nótt, en var þó ekki ölvaðri
en það að hann bjargaðist af
eigin rammleik til lands. Þeg-
ar. lögreglan kom á vettvang
fékkst maðurinn hvorki til þess
að segja til nafns eða heimilis-
fangs, svo lögreglan tók hann
i vörzJu sína í nótt.
Slasaðist í bardaga.
í nóít slp í rimmu miljá ein-
| hverra manna á Hlemmtorgi.
Átökin urðu það hörð að einn
maður varð óvígur og varð að
flytja hann slasaðan til læknis.
Innbrot.
í nótt skýrði lögreglumaður
sem var við vörzlu í varðskýl-
inu við Reykjavíkurflugvöll, frá
því að brotizt myndi hafa verið
inn í bragga þar á vellinum í
nótt. Lögreglumenn fóru á
vettvang en urðu þjófsins ekki
varir. Ekki vissu þeir heldur
hvort noltkru hafði verið stol-
ið.
Var réttindalaus.
Lögreglan tók í nótt fastaa
mann sem ekki hafði. réttindi
til aksturs.
Slys.
Það slys vildi til á Eiríksgöt-
unni síðdegis í gær að lamað-
ur drengur, sem ekið var í hjóla
stól, féll úr stólnum. á götuna
og fyrir bifreið sem bar að í
sama mund. Bifreiðin fór yfir
annan handlegg drengsins og
þríbraut hann. Þetta slys er
þeim mun átakanlegra vegna
þess að di'enguririn. brotnaði á
þeini handleggnum'sem var ó-
lamaður.