Vísir - 14.01.1954, Page 7

Vísir - 14.01.1954, Page 7
Fimmtudaginn 14. janúar 1954 VÍSIR ■VWWWVWUWUWWWtfWWVWWJWVfWVWWUWWtf' C. B. Keiland. Engill eða glæfrakvendi ? 44 þeir lögðu af stað til byggða. Þeir höfðu lent í ævintýrum og ýmiskonar svaðilförum. Þeir höfðu verið búnir að fylla tvo poka með steinum, þegar þeir þurftu að fara yfir fljót nokk- urt, sem var í foráttuvexti, og misstu þá annan pokann í flauminn. Og þá sagði almannarómur, að ef tveir menn, sem höfðu ekki vélar til þess að vinna verkið fyrir sig, gátu safnað svo miklu magni dýrindis -steina af yfirborði jarðar, þá hlutu þau auðæfi, sem hægt væri að safna á þeim stað — og náma- svæðið var sagt um þúsund ekrur að stærð — vera svo mikil, að menn gætu alls ekki gert sér þau í hugarlund. Blaðið Chronicle skrifaði meira að segja um málið, og þar las Anneke eftirfarandi sögu um æðið, sem var að gripa um sig: Áhugi manna fyrir fundinum á demöntum og öðr- um dýrum steinum í Arizona, sem sagt var frá fyrir tveim dögum eða svo, er mikill og fer vaxandi. Brak- únamir, sem starfað hafa á torgum og gatnamótum, létu hin venjulegu viðskipti niður falla, til þess að ræða sín á milli þann auð, sem þama mundi vera að finna. Á Kalifomíustræti töluðu mexm eiginlega ekki um neitt annað. Jafnskjótt og það varð heyrin kunn- ugt, að steinarnir mundu verða til sýnis í glugganum hjá Willis kaupmanni, fór æstur mannfjöldi að streyma þangað til að skoða hrúgurnar af demöntum, rúbínum og safímm, og allir voru í enn meira upp- námi á eftir-----og staðráðnir í að kaupa hlutabréf, ef hægt væri, fyrir hvaða verð, sem krafizt yrði. Klukkan var að verða tólf á hádegi, þegar Conchiía Nett- leton og John Brownlee óku að tröppunum hjá Anneke, og buðu henni að slást í förina með sér til þess að skoða steinahrúg- urnar. „Það fer enginn neitt annað í dag,“ sagði Conchita. „Við megum ekki láta þetta fara framhjá okkur. Þetta er alveg eins og ævintýri — stórir hraukar af dýrindis steinum. Þeir eru milljóna dollara virði. Alveg eins og indverskur fursti ætti þá!“ Anneke lét ekki segja sér þetta tvisvar. Hún ferðbjóst í snatri, og ók með þeim til fyrirtækis Williams Willis, þar sem auðurinn var hafður öllum til sýnis. Svo margir vildu fá að sjá steinahrúgurnar, að mönnum var skipað í raðir, sem voru lygilega langar. Þegar þau skipuðu sér í biðröðina, kom As- bury Harpending, og voru með honum nokkrir menn, sem héldu á sýningarkassa. Hann ávarpaði þau. „Þið skuluð koma með mér,“ mælti hann með nokkrum rembingi. „Þeir hafa sýnt steinana eftirlitslaust, svo að eg fór og sótti þenna kassa, til þess að menn gæti ekki tekið úr hrúg- unum.“ Hann fór nú á undan þeim inn í stórt herbergi, þar sem bakkar með steinunum voru sýndir, án þess að minnsta eftirlit væri haft með því, að menn reyndu ekki að auðgast á því. Harpending lét setja gimsteinabakkana í sýningarkassann, svo að menn gátu ekki seilzt til þeirra og þuklað á þeim, en horft þó á þá eftir sem áður. „Þetta var tvisvar meira,“ sagði Harpending, er því var lokið; „Eg hitti mennina, Arnold og Slack, í Lathrop. Þeir voru alveg að örmagnast, höfðu verið lengi á ferð og ekki komið dúr á auga í nokkrar nætur. Annars höfðu þeir skipzt á að vaka, til að hafa gætur á stcinúnum. Þessi Sláck er annars harður af sér, ef trúa má útliti hans. Þetta virtist ekki hafa verið nein skemmtiferð fyrir þá. Þeir höfðu búið um steinana í tvennu lagi, og gætti annars hvors pokans. Einhvers staðar á leiðinni komu þeir að á,1 senv v.ar í míklum vexti, og ætluðu þeir að fara yfir hana á fleka Það vaTð næstum þeirra bani. Poka Slacks skolaði fyrir borð, éil hér er hinn helmingurinn. Arnold segir, að þetta sé milljónai' virði.“ „Eru, þetta raunverulega demantar, rúbínar og safírar?“ spurði Conchita og augu hennar ljómuðu. „Steinarnir tala .sínu máli,“ svaraði Harpendmg. „Þeir eru raunar einkennile- : arlar, þessir Amold og Slack. Þeir eru ákaflega laumuíegiv. Eg gat ekki fengið þá til að segja orð um það, hvar þeir hefðu fundið steinana, en að öoru leyti voru þeír eins fullir af trúnaðartrausti og kettlingar. Þeir afhentu mér poka sinn umyrðaiaust, og fóru úr lestinni í Oakland. Eg : ekki séð þá sí3an.“ „Og hvað á nú að gera?" spurði Anneke svo, og var næst- ;:m utan við sig af að sjá þessa dýrmætu steina. „Við stofnum auðvitað félag. Söfnum hlutafé. Hváð, það . enginn vandi að salja hlutabréf fyrir hálfa milljón cioilara1 á aðeins hálfum degi..“ Harpending hló. „Allir vilja óðir og uppvægir kaupa hluti, enda þótt enginn viti, hvar demanta- svæðið er.“ Hann yppti öxlum. „Vi'ð vitum það svo sem ekki heldur, en við verðum vitaskuld að komast að því. Arnold hefir komið með uppástungu, að því er það snertir: Hann er fús til að fylgja hópi manna til námasvæðisins og láta þá ganga úr skugga um, hversu auðvelt er að kúffylla hattinn sinn með slíkum steinvölum.“ Hann benti á sýningarkassann. „En,“ bætti hann við, „hann krefst þess, að förunautar sínir hafi bundið fyrir augun í síðustu áföngum ferðarinnar. Mér sýnist, að við verðum að fallast á þessa skilmála.“ Hinir ungu gestir Harpendings kvöddu hann nú með virkt- um og fóru út á götuna. Anneke var í leiðu skapi. Það var eitthvað að narta í undirvitund hennar, eitthvað, sem henni fannst ekki standast, en það fekkst þó ekki til að koma upp á yfirborðið. Hún fann á sér, að þetta var eitthvað mikilvægt, spurning, sem hún varð að finna svarið við. Hún tók ekki eftir hinu léttvæga hjali Conchitu og Brownles, þar til hann sagði eitthvað stríðnislega, sem vakti athygli hennar.“ „Epli og appelsínur vaxa ekki á sama trénu,“ sagði hann. Anneke vissi ekki, hvað hann hafði sagt rétt áður, en það var eins og hún hefði vaknað af leiðslu við að heyra þessi orð. Þau X Afgreiðslustúlka Unglingsstúlka óskast til afgreiðslustarfa í nýlenduvörubúð. ’ Áherzla lögð á, að hún sé vönduð og samvizkusöm og góð í reikningi. — Mynd og meðmæli óskast, ef til eru eða tilvísun til fyrri húsbænda. — Umsókn leggist inn á afgr. Vísis, merkt: „Afgreiðsla —“. WVWWWWWWVWVWWWWWVWWVWWVWWWArtíWWVWWV hWWWWVWAM íVSAÍVWVVWWVVVVVVVVU'WVVVWVVVVW NVKOMIÐ Æðardúnn á kr. 590,00 pr. kíió. Dúnhelt léreft á kr. 34,75 pr. metra Fiðurhelt —--14,75 — — — —--- 32,30 — — — ------ 34,40 — — — —--- 38,00 — — Sængurvera —--15,40 — — 4sg. G- Guxitilaugsson & Co. Austurstræti t. •WWWWWWVrWWWWWWlrtíWWWWWWWWWSÍVWW Mikið haglél hafði gengið yfir tóbaksekrurnar í nágrenni mínu og eg hitti síðan einn af tó- baksræktarmönnunum, sem' eg vissi að beðið hafði mikið tjón. „Hefur nokkuð af uppskeru yðar bjargast?“ spurði eg. „Nei, frú, ekkert.“ „En uppskeran hefur þó verið vátryggð?“ „Nei, ekki fyrir eyrisvirði." „Það þykir mér mjög leitt að heyra,“ sagði eg. „Þakka yður fyrir, frú,“ sagði maðurinn. „Slæmt var það. Og hefði nokkur nema drottinn sjálfur gert mér þetta, hefði eg sannarlega orðið arg- ur.“ Frakki og Ameríkani sátu andspænis hvor öðrum í jám- brautarlest. Ameríkumaðurinn hafði stóran kúrekahtt á höfði og tuggði jórtrið sitt jafnt og þétt. En fransmaðurinn sat og las. Allt í einu spýtir Amerí- kaninn út í loftið og rétt fram hjá. hægra eyra Frakkans. Hami lítur upp augnablik, en heldur síðan áfram við lestur- inn. Ameríkaninn spýtir á ný, rétt fram hjá vinstra eyra Frakkans. Síðan tekur hann of- an og kynnir sig: „Johnson, frá Texas, heimsmeistari í að ■ spýta.“ Frakkinn lyftir hattinum kurteislega, spýtir beint í snjáldrið á hinum og segir; „Dupont — áhugamaður!" Cíhu Afttoi far Tilkynning mii bótagrei&slur almaimatrygginganna Bótagreiðslur almannatrygginganna í janúar fara fram dagana 15. til 29. janúar. Bæturnar verða greiddar frá kl. 9Ir2—3 nema laugar- daga frá kl. 9IÁ—12 í húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins að Laugavegi 114 fyrstu hæð (horn Laugavegar og Snorra- brautar) og verða inntar af hendi sem hér segir: ElUlífej’TÍr: föstudag, laugardag og mánudag 15. 16. og 13. ÖrorkuIífcjTÍr og örorkustyrkur: þriðjudag 19. Barnalií -yrir: miðvikudag og fimmtudag 20. og 21. Fjöiskyhhíbætur: föstudag og laugardag 22. og 23. Frá og með 24. til 29. verða greiddar þær bætur, sem ekki hfcfuv verið vitjað á þeim tima sem að framan segir svo og aörar tegundi-r bóta. er ekki hafa veri >' taÞ'ar áður. Trygghtpstofw ríklsÍK. Laugavegi 114. í Vísi hinn 14. jan. 19195 mátti m. a. lesa eftirfarandi: Afturför. — Framför. Visir barst í morgun grein með umkvörtun um, að lagt væri nú niður að stimpla póst- bréf innanbæjar með stimplun- inni „árdegis" eða „síðdegis", eftir því, hvort bréfin voru tek- in úr póstkössunum að morgni eða síðari hluta dags. En á bréfinu, sem greinin var í, mátti lesa í póststimplinum, að bréfið hafði verið stimplað kl. 8 í morgun (,,árdegis“!) Greinar- höfundur hefur ekki athugað þessa breytingu á póststimplin- um, en hann er vafalaust Vísi sammála um, að um framför sé að ræða, en ekki afturför. Uppboð verður haldið á seglskipinu „Philip“, sem strandaði á Garðskaga, laugardaginn 18. þ. m. á strandstaðnum. Nýkomið: ut$4ir$j4trn (handprjón) dúnléreft9 fiðurhelt og hálfdúnn) W^frslnnin Wrawn Klappai'stíg 37. Simi 2937. SErr AÐAUGLTSAlVISIi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.