Vísir


Vísir - 19.02.1954, Qupperneq 1

Vísir - 19.02.1954, Qupperneq 1
44. árg. Föstudaginn 19. febrúar 1954 41. ibL Úskað styrks 1 að koma Meiri íslandsfiski landað i i |an. í ár en i ffyrra, í janúar í fyrra komu þangað 30 togarar héðan, en 84 núna. Meðal erinda sem lögð hafa verið fram í sambandi við af- greiðslu fjárhagsáætlunar Rvík urbæjar má geta umsóknar um styrk til þess að stofna al- þjóðlegan svifflugskóla á ís- landi. Það er Svifflugfélag íslands, sem sækir um þenna styrk að upphæð 60 þús. kr. og er það hugmynd félagsins að koma upp byggingum og annast aðr- ar framkvæmdir 1 sambandi við stofnun alþjóðlegs svifflugs skóla. Aðstæður til svifflugs þykja 200 íbúar á ifiisa- betareyjum — 400 þús. ferkm. London (AP). — Kana- diska stjórnin tilkynnti ný- lega, að eyjaklasa fyrir norðan Kanada hefði verið gefið nafn og heita þær nú eftir Elisabetu drottningu. Liggja eyjamar allar fyrir norðan 75° n. br., og veit enginn rétta tölu á þeim, en þær munu vera um 500 og eru samtals um 400,000 ferkm. að stærð Stærst þeirra er Ellesmere-eyja, sem er um 190 þús. ferkm. Þótt þarna sé um mikið land- flæmi að ræða eru íbúar að eins um 200 í sjö þorpum. Á tímum Elisabetar 1. fóru Englendingar fyrstu könn- unarferðir á þessum slóðum. betri hér en víðast annars stað- ar, enda er nú svo komið að útlendir svifflugmenn sækjast ákaft eftir að komast hingað til svifflugsiðkana, og verður ekki hægt að sinna nærri öllum beiðum í þessa átt. Til þessa hafa aðallega komið hingað þýzkir svifflugmenn og hafa þeir látið óskerta hrifningu sína í ljós yfir aðstæðum öllum og dvöl sinni hér á landi. En nú hafa fyrirspurnir borizt frá ýmsum löndum og óskir um það að mega koma hingað. Af öðrum erindum. sem bæj- arstjórn hafa borizt, er m. a. umsókn frá Samkór Rvíkur um 50 þús. kr. styrk vegna söng- farar kórsins á norrænt söng- mót í Osló í júnímánuði n.k. Skógræktarfélag Reykjavík- ur hefur gert grein fyrir áætl- uðum kostnaði við framkvæmd ir í Heiðmörk á yfirstandandi ári. Er kostnaðurinn áætlaður 275 þús. kr. og þess jafnframt óskað að hann verði tekinn upp í fjárhagsáætlun bæjarins. Fulltrúaráð Sjömannadagsins og byggingarnefnd dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna sækja um 1 milljón kr. byggingar- styrk á þessu ári til dvalar- heimilisins. Þá hefur h.f. Skallagrímur óskað eftir 300 þús. kr. hluta fjárframlagi frá bæjarstjórn Rvíkur vegna kaupa á skipi í stað m.s. Laxfoss. Ýms fleiri erindi hafa borizt þ. á m. umsókn um 10 þús. kr. styrk frá stjórn Iðnbóka- safnsins. Það er ítalskur „tízkuskap- ari“, Battilocchi, sem hefur gert þenna vorkjól og kallar Siann Ming Toy. Efst er hvítt organza, en annars er kjóllinn úr bómullarefni, sem prentað er með vor-„mótívum“. Bryggjur Reykjavíkur- hafnar verði merktar. Meira hreinlætís verði gætt við höfnÍMa, bæði í skipum og á Inesdi. Á fyrsta fundi hinnar ný- kjörnu hafnarstjórnar Reykja- víkur 17. þ. m. bar Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður fram ýmis nýmæli og tillögur sem miða til bóta við höfnina og fyrir starfsmenn hafnarinnar. Meðal annars leggur Guð- bjartur til að allar bryggjur hafnarinnar verði greinilega merktar með sínu heiti, enn- fremur hafnarhúsið og hafnar- skrifstofan. Skuli merkin þann- ig yerð að þau sjáist jafnt að nóttu sem degi. Þá verði sorpílát sett á allar bryggjur og hreinlætis gætt í hvívetna. Sömuleiðis verði skýr og ákveðin fyrirmæli sett til allra skipa um að þau gæti hreinlætis og öryggis með olíu og benzín. Sama gildi einnig fyrir olíustöðvarnar hér í bæn- um og að ströng ákvæði verði sett um losun og lestun á olíu og benzíni innan hafnar sem utan. Ákveðinn verði staður í námunda við Reykjavíkurhöfn fyrir benzínflutningaskip, þar sem þau geta gert gasfrítt án þess að hætta stafi af. Á lóðsbátunum vill Guðbjart- ur gera þær breytingar að dieselvélar verði settar í þá, og talstöðvar, ennfremur að þeir verði upphitaðir. Hann vill ráða siglingafróðan mann, sem hafi á hendi formennsku, um- sjón og viðhald á bátunum, öðru en vélum. Loks verði svo útbúinn öruggur legustaður fyrir lóðsbátana. Guðbjartur vill láta bæta símakerfi hafnarskrifstofunnar frá því sem nú er og lagður verði innanhússsími frá hafnar- skrifstofunni í vistarverur vatnsmanna við höfnina. 5 umferðum lokið í skákþinginu. Fimmta umferð Skákþings- ins var tefld í gær og varð að- eins tveimur skákum lokið í meistaraflokki, hinar fóru í bið. Skákirnar, sem lokið varð, fóru þannig að Benóný vann Margeir en Steingrímur og Anton gerðu jafntefli. Nýlokið er einnig að tefla biðskákir úr 2., 3. og 4. umferð og lyktaði þeim að Margeir gerði jafntefli bæði við Jón og Arinbjörn, Anton vann bæði Benóný og Ólaf, og Steingrím- ur og Ingvar gerðu jafntefli. Efstu menn eru ennþá þeir Eggert Gilfer og Ingi R. Jó- hannsson með 3Vz vinning og eina biðskák hvor. Sjötta umferð verður tefld á sunnudaginn kemur. Landanir á togarafiski í Grimsby sýna, að þrátt fyrir það að brezkir togaraeigendur og togaraskipstjórar hafi hald- ið því fram, að þeim væri bol- að burt af fiskimiðum við Is- i land með stækkun landhelg- i innar, sækja þeir enn meira á | íslandsmið en áður. Megnið af | þeim fiski, sem landað var í Grimsby í janúar, var úr tog- urum, sém fiskuðu á íslands- miðum. Landanir í Grimsby voru 116 í janúar 1953, þar af 30 úr tog- urum, sem fiskuðu á íslands- miðum, en í janúar í ár 118 landanir og þar af 84 úr skip- um, sem fiskuðu á íslandsmið- um. Landanir voru 19 úr er- lendum togurum. Haft er eftir Turner, for- mani Félags fiskikaupmanna, að „aumt ástand“ hefði verið í fiskmálunum, ef það hefði ekki hjálpað upp á sakirnar, að er- lendir togarar lönduðu. Vetrdmæðiitgar- nir komii frá Fjallshlíðin rennur fram. Róm (AP). — Fimmtán hús hafa smám saman grafizt undir am-skriðu nærri borginni Mod- ena, norðarlega í landinu. Hlíð smáfjalls, sem heitir Boschi, hefir smám saman ver- ið að renna fram síðustu vikur, stundum metra á klukkustund, og er vitanlega engin leið að stöðva skriðuna. Hefir hún graf- ið 15 hús í þorpi við fjallsræt- urnar, og 100 manns hafa orðið húsnæðislausir. Kaldir vindar frá Sibiríu hafa blásið yfir allt meginland Evrópu á undangengnum vik- um, frá Noregi þar sem firðina hefur lagt suður til Spánar, þar sem fyrstu hríðarveður í hálfa öld hafa geisað og Valenciu appelsínuuppskeran hefir eyði- lagst í kuldunum. í Bretlandi voru olíuofnar al- mennt teknir í notkun þegar kolabirgðir þraut, því að erfitt eða ógerlegt var að ná nýjum hirgðum vegna snjóa. I Þýzka- landi varð að grípa til flugvéla til að flytja matvæli og aðrar nauðsynjar til eyjanna í Eystra- salti, m. a. til 400 barna, sem voru í fríi á ey einni. í Frakk- landi króknaði lasburða fólk og húsnæðislaust úr kulda og í Sviss, Austurríki, Júgóslavíu og Grikklandi einangruðust bæir og þorp. í Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi stöðvuðust samgöngm- á járnbrautum. Verksmiðjum varð að loka vegna kolaskorts. í Póllandi jók það erfiðleikana, að inflúenzu- faraldur geisaði um landið þvert og endilangt o. s. frv. Einnig er athyglisvert hve fiskverð er miklu hærra í jan- úar í ár en í fyrra, sem sýnir að almenningur verðuv að kaupa fiskinn miklu hærra verði en meðan íslenzkir tog- arar lönduðu þar. Það var í janúar í fyrra 2 stpd, 19 sh. og 1 pence kittið, en nú 4 stpd, 3 sh. og 8 p. kittið. Eins og menn muna voru tvö fyrirtæki sett í bann í Grims- by, Jack Wright fiskkaupmað- ur fyrir að kaupa fisk úr ísl. togurum eftir löndunarbannið og Standard Ice Coal, sem tók þá 500 kitt til geymslu í frysti- húsi sínu. Jack Wright var tek- inn í sátt sem kunnugt er og Standard Ice stóð til boða að fá „syndakvittun" gegn j ví að lofa að kaupa ekki framar eða taka við togarafiski úr ísl. tog- urum, en félagið hafnaði þessu boði. Nú hefur því þó verið ar- létt, án þess félagið gengi að kúgunarskilyrðunum. í þessari frétt het'ur verið stuðst við uppl. í skýrslu frá Woodcutt fiskimálaráðunaut ís- lenzka sendiráðsins, að því er varðar landanir og tölur. Tvö innbrot. Innbrot var framið í nótt í verzlun Guðlaugar Björnsdótt- ur við Suðurlandsbraut. Stolið var meðal annars kúlu- pennum, súkkulaði, konfekti, vindlingum og vindlum og e. t. v. fleiru. Allmikið var rótað til og sennilega leitað að pen- ingum, en þeir voru engir til staðar. í fyrrinótt var innbrot framið í verzlun Bjarna Bjarnasonar á Laugavegi 47 en ekki stolið neinu svo sjáanlegt væri. Dilkakjöt í Kron. Ekki cru allar búðir dilka- kjötslausar í dag, þótt hað hafi verið ófáanlegt undanfarið. Vísir frétti á 12 tímanum, að KRON hefði fengið eitthvað af dilkakjöti. Hringdi blaðið í KRON á Skólavörðustíg 12 og fékk þetta staðfest. Er því gæð- um heimsins misskipt að þessu leyti eins og mörgu öðru. Ætia að bafa kfarnorkuvopn við hendina. I opinberri skýrslu (hvítri bók), sem birt var í London í gær um landvarnamálin, segir að horfur séu þær nú, að áfram hald verði á köldu styrjöldinni, en að heit «tyrjöld brjótist ekki út um sinn. I skýrslunni segir, að hafin sé framleiðsla kjarnorkuvopna í Bretlandi. Er lögð áherzla á, að ef til styrjaldar kæmi, yrði að hafa slík vopn við höndina, og yrði því stefnan sú að byggja varnirnar á grundvelli nýjustu þekkingar og tækni. M.a. verð- ur lögð áherzla á aukningu sprengjuflugvélaflotans, á fram leiðslu fjarstýrðra eldflauga o. s. frv. Gert er ráð fyrir, að frekar verði fækkað í land- hernum en hitt, og munu verða kvaddir til vopna um 199.000 hermenn á árinu. — Ekki þyk- ir fært að fara lengra en gert hefur verið í að lækka útgjöld- in til flotans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.