Vísir - 22.02.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 22.02.1954, Blaðsíða 1
 44. árg. M'ánudaginn 22. febrúar 1954 43. tbl. London í morgun. I Kenya hafa verið háðir rsiestu bardagar við Mau-Mau- menn síðan Jiafinn var skipu- lagður hernaður gegn þeim og hafa 111 menn fallið frá fimmtu degi s. I. S. 1. laugardag til hádegis á sunnudag voru felldir yfir 80 Mau-Mau menn. — Mjög hefir verið að þrengt þeim Mau-Mau mönnum, sem hafast við í fjöll- um og skógum, og hafa þeir leitað til byggða, og varnarliðið þannig fengið tækifæri til þess að knýja stærri flokka til bardaga. Skagabátar urðu að snúa aftur. Frá fréttaritara Vísis. — Akranesi í morgun. Bæði í nótt og fyrrinótt var hér afspyrnurok. Bátar, sem ætluðu í róður, urðu að snúa aftur. Á laugardag var afli 5—10 lestir. — Á sjö báta Haralds Böðvarssonar & Co. var aflinn 61 smálest. — Afli er sæmileg- ur, en notast illa vegna gæfta- leysis. Jón forseti og Akurey leggja upp afla í þessari viku, Jón for- seti um miðja vikuna og Akur- ey á föstudag. Brúarfoss er væntanlegur í dag til að lesta mjöl, freðfisk og hvalkjöt. 95.000 dóu af slysum i USA á sl. árl. Þótt furðuiegt kunni að þykja er árlegt manntjón af slysum í Bandaríkjunum margfalt meira en í Kóreustyrjöldinni. Það nam nokkuð á annað hundrað þúsund — fallnir, særð ir, teknir höndum og þeir, sem saknað er. — Bandaríska um- ferðaröryggisráðið hefur nú birt skýrslu sína um manntjón af völdum umferðarslysa 1953, og samkvæmt henni biðu 95.000 manns bana á þjóðvegum lands- ins, en 9.6 milljónir manna meiddust, að meðtöldum þeim, sem slösuðust við vinnu og S heimahúsum. iáiír flugvellirnlr hér sylra lokaðir, Sky- ntasfervél nær bemíniaus. Um þessar mundir stendur yfir heimsmeistarakeppni á skíðura í Falun og Are í Svíbjóð. Myndin er af einhverjum óþekktum skíðasnillingi, sem þar keppir. 7 bítsr stdrskemHast í 4 árekstr- unt í og vil Hafnarfjörl. Prír KieiMi hlutu meiðsi i árekstrunum. Sjö bíiar stórskemmdust í á-skrámur á höfði, en ekki alvar- rekstrum í Hafnarfirði og leg meiðsl. grennd í gær og fyrradag og þrír menn slösuðust, en ekki alvarlega. í fyrradag urðu þrír árekstr- ar á veginum milli Hafnar- fjarðar og Hvassahrauns og or- sökuðust þeir yfirleitt allir af hálku á veginum og vegna þess, þeim að bílarnir voru keðjulausir. Fyrsti áreksturinn varð laust fyrir kl. 11 á laugardagsmorg- uninn. Lentu þrír bílar þá sam- an í einni bendu, þar af tveir vörubílar og einn benzín ilutn- ingabíll. Bílarnir ' skemmdust allir mikið. Næsti árekstur varð kl. langt gengin fjögur. Skullu þiá saman tveir fólksflutningabílar með þeim afleiðingum, að þeir fóm báðir út af veginum og stór- skemmdust. Tveir menn hlutu Bílar áttu í erfiðleikum hér í grend í fyrrinótt. Sumir voru yfirgefnir. Röskri klukkustundu síðar varð þriðji áreksturinn, einnig milli tveggja fólksbifreiða og skemmdist önnur þeirra mikið. í gær ók ölvaður maður aftan á vörubíl. Lenti hann bíl sínum aftan á vörupallshorni með afleiðingum, að hliðin á bifreiðinni, sem árekstrinum olli, fór úr og má bifreiðin að heita má ónýt. Sá sem stýrði hlaut skurð á höfði, en meiðsli hans voru þó ekki talin alvar- leg's eðlis. Seint í fyrrakvöld og framan af nóttu gerði aftakaveður í Hafnarfirði. Var það m. a. á þeim tíma, sem fólk var að koma af dansleikum og öðrum samkomum. Lítið var þá um bíla að ræða, því þeir komust ekki áfram og loks bættist þar á ofan að rafmagnið bilaði og ljósin slökknuðu. Hafði lögregl an nóg að gera við að aðstoða fólk til þess að komast leiðar sinnar. En þegar á leið nóttina batnaði veðrið og állt fór vel. Um helgina urðu nokkurar | tafir á vegum hér í grennd við i bæinn sökum veðurofsa. Voru nokkur brögð að því í fyrrakvöld og fyrrinótt að fólk varð að yfirgefa bíla sína vegna þess að kveikjukerfi vélanna blotnuðu og slokknaði á þeim. Veðurhæðin var þá á tímabili! gífurleg og dimm él. Mest voru brögð að þessu á Keflavíkurleið ; og þurfti að aðstoða nokkura bíla þá um kvöldið og nóttina til þess að komast leiðar sinnar. Smátafir hafa orðið um helg- ina á Hellisheiði vegna élja- gangs og þungrar færðar. Flest- ir bílar komust þó hjálparlaust leiðar sinnar, en einstöku bíl þurfti að aðstoða lítilsháttar. Vegagerð ríkisins hefur tæki í gangi á heiðinni, bæði til þess að ryðja leiðina og líka til þéss að aðstoða bíla ef þörf gerist. Brattabrekka er eini fjall- vegurinn hér sumianláhds,- sem nú er lokaður sökum ófærðar. aSltaf selst mest. Óvíst er, hvernig farið hefði um fjögurra hreyfla Skymast- ervél frá bandaríska flugfélag- inu Seaboard & Western í fyrri nótt, ef ekki hefði verið flug- völlur á Sauðárkróki með nægi lega langri braut. Aðfaranótt sunnudags var Skymastervél frá Seaboard & Western á leið til Keflavíkur- vallar frá Zúrich í Sviss, og hafði hún flogið beina leið. Er hingað kom, var ekki viðlit að lenda í Keflavík, né heldur hér vegna veðurs. Hér komst vind- hraðinn í hrinunum upp í 150 km. á klst. Nú var úr vöndu að ráða, því að flugvélin hafði ekki benzín til þess að fljúga til annavs lands, og má segja, að benzínið hafi verið á þrotum. Flugurn- ferðarstjórnin hér fyrirskipaði því, að flugvélin færi norður á Sauðárkrók og lenti þar, enda sæmilegt veður. Þar lenti svo flugvélin kl. 3 aðfaranótt sunnudags, og tókst lendingin ágætlega, enda ljós á vellinum, radíóviti og annað, sem til þarf. Svo litlar benzín- birgðir hafði flugvélin innan- borðs, að flytja varð benzín til hennar frá Akureyri. Haldið var kyrru fyrir þangað til síð- degis í gær, en þá flaug hún til Keflavíkur og þaðan áfram vestur um haf. Þetta atvik sýnir enn betur, að mikið öryggi er í Sauðár- króksvellinum vegna milli- landaflugs, því oft kemur fyr- ir, að báðir flugvellirnir hér syðra eru lokaði vegna veðurs, en unnt að lenda fyrir norðan. Flugstjórinn ó hinni banda- rísku Skymastervél lét hið- bezta yfir þessari afgreiðslu ís- lenzku flugumferðarstjórnar- innar, og taldi, að Sauðárkróks- völlur hefði nú komið í góðar þarfir. Hafnarfjarðarbátur kenndi grunns. Frá fréttaritara Vísis. — Hafnarfirði í morgun. f fyrrinótt var hér aftaka- veður, með hvassasta veðri, sem hér hefur ltomið. Dimm- viðri var, er rokið var mest. Bátar reru um kvöldið, en sneru aftur. Einn kenndi grunns á leið- inn, en allt fór þó vel. — í fyrra dag var aflinn allgóður, 4%— 8V2 lest. Ágúst kom inn í morgun með brotinn gálga. Hann hafði ver- ið skammt úti og var með lít- inn afla. Frá skákþinginu Sjötta umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld í gær, en aðeins cinni skák lauk, hinar fóru í bið. Skákin, sem tefld var til lykta, var milli Antons og Ingv ars og sigraði fyrrnefndi. Biðskákir úr tveimur síðustu umferðum verða tefldar í kvöld, en 7. umferð verður tefld á mið vikudagskvöldið. Fólk fyilti lögreglustöðína í hríðlnni í fyrrinótt Leigubííar hættu flestir akstri. Biblian er alltaf metsölubók í Bandaríkjunum, jþótt ekki seljist alltaf jafnmikið af henni á ári hverju. Guðfræðideild Ycile-háskóla hefir skýrt frá því, að á síðustu 17 mánúðum hafi hvorki meira né niinna en 2,647,000 eintök selzt af henni þar í. landi. Óvenju mikið var um að vera jfijá lögreglunni um helg- ina, en mest þó í fyrrinótt, þvi 'þá fylltist Iögreglustöðin af vegalausu fólki, sem ekki komst Iheim til sín sökum veðurofsa. Laust eftir miðnætti þá um nóttina skall á stórviðri með ofankafaldi og hvassviðri og hættu þá flestir atvinnubílstjór- ar að aka og bifreiðastöðvun- um var lokað. En fólk var þá sem óðast að lcoma af danssam- komum og leitaði á náðir lög- reglunnar til þess að fá sig flutt heim. Yfirfylltist lögreglustöð- in á skammri stund og reyndi lögreglan af fremsta megni að greiða götu fólks með því að flytja heim það sem komizt varð yfir, svo og líka með því að stöðva þá fáu leigubíla sem voru í gangi á götunum og fá þá til þess að flytja fólkið heim. Slys og meiðsli. Allmikið var um slys og' meiðsli á fólki um helgina. Um miðnætti í fyrrinótt var lög- reglan beðin að koma að stræt- isvögnunum á Lækjartorgi vegna manns sem þar var stadd- ur og virtist ofurölvi. Lögreglu- mennirnir sáu að eitthvað ann- að og meira gekk að manninum en ölvun ein og flutti hann ái Landspítalann. Þar lézt hanns um nóttina. Um eittleytið í fyrrinótt er vegfarendur áttu leið hjá Iðn- skólanum sáu þeir mann þar liggjandi í götunni og sáu að hann myndi vera slasaður. Var þá lögregla og sjúkrabifreið sótt og maðurinn fluttur ái Landspítalann. Reyndist hann; vera fótbrotinn. Maður þessii heitir Sigurgeir Guðvarðsson frá Fitjakoti á Kjalamesi. (Framh. ó 8. síðu)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.