Vísir - 06.03.1954, Page 5

Vísir - 06.03.1954, Page 5
Laugardaginn 6. marz 1954 VI S I R Islenzkur prestur settur í embætti í Vesturheimi. VirBuleg athöfn í Lundakirkju, þegar síra Bragi Friðriksson tók við prestsstörfum þar. Síra Bragi Friðriksson, hinn nýi prestur islenzka safnaðarins I Lunda- og Langruthsóknum í Kanada var settur í embætti við sérstaka athöfn í Lundakirkju 34. jan. s.I. Prestshjónin, síra Bragi og Katrín Eyjólfsdóttir, fóru vest- ur um haf skömmu fyrir jól og messaði síra Bragi í fyrsta skipti á jóladag. Vestur-íslenzka blaðið Lög- berg skýrir frá embættisinn- setningu síra Braga og þar seg- jr m. a.: Stjórnaði dr. Valdimar J. Eylands, forseti hins ísl.-lút- erska kirkjufélags, athöfninni og setti sr. Braga hátíðlega í embættið. Sr. Haraldur S. Sigmar á Gimli prédikaði, en kveðjur flutti sr. Jóhann Friðriksson í Glenboro, fyrrv. sóknarprestur að Lundum, og gaf hann sr Braga að lokum til heilla lykil að kirkju staðarins, er hann hafði eignazt 1931, þegar hann þjónaði þar í fyrsta sinn, og ætíð átt síðan. Sr. Robert Jack flutti og kveðjur frá söfnuðum sínum í Nýja íslandi og árnaði starfs- bróður sínum alls hins bezta. Kvaðst hann vona, að þeir gætu síðar prédikað hvor í annars kirkjum og átt þannig ánægju- lega samvinnu. Er sr. Bragi hafði verið sett- ur í embættið, prédikaði hann á báðum málunum, tónaði og flutti bæn, og þótti öllum mik- ið til koma. Lauk þar hinni kirkjulegu athöfn. Fjölmennur kór söng sálma bæði á undan og eftir, en organ- leik annaðist frú Rósa Hjartar- son. Hvert sæti í kirkjunni var skipað. Að athöfninni lokinni var öllum boðið til samsætis í sam- komuhúsi bæjarins, þar' sem borið var fram kaffi/ og aðrar veitingar af hinni mestu rausn. Laugi Breckman, forseti Lunda- safnaðar, stýrði samkomunni röggsamlega og kvaddi hvern af öðrum upp til ræðuhalda. Fluttu allir aðkomuprestarnir fjórir ræðu, en auk þeirra Njáll Bárdal, féhirðir kirkjufélags- ins, og próf. Finnbogi Guð- mundsson. Síðast talaði sr. Bragi Frið- xiksson og þakkaði öllum við- stöddum, kirkjufélaginu og söfnuðum sínum hinar, hlýju viðtökur, er þeim hjónum hefðu veriö yeittar, og, kvaðst, ekki betur geta l^st þeim, en , með því að segja, að þeim fyndist sem þau væru komin heim. Samkoman var hin fjölmenn- asta og íofar góðu um farsælt samstarf prestshjónanna og safnaðaríns norður þar. Næturverðimir. Næturverðimir heitir spenn- andi leynilögreglusaga, sem komin er út hjá nýrri útgáfu, Regnbogaútgáfunni. Fjallar hún um lögreglu- mann, sem á að handsama. bankaræningja, en ákveður að ráða manninn af dögum og njóta sjálfur ávaxtanna af af- broti hans. Er sagan mjög spennandi, og bókin gefin út í snyrtilegum búningi, vasabók- arbroti. betur verkum þessa ágæta list- málara. Sum málverkanna eru í einkaeign, en flest í eign ým- issa einstaklinga, sem hafa lán- að þau á sýninguna. Glæsileg sýning iöns Stefáitssonar. í dag er næsísíðasti dagurinn, sem opin er sýningin á nýjum málverkum eftir Jón Stefáns- son og eru því seinustu forvöð á morgun fyrir listunnendur, að skoða hana. Öll þau málverk, sem á þess- ari sýningu eru, hafa verið gerð á síðari árum, svo að hér er um einstakt tkæifæri fyrir þá að ræða, sem áður skoðuðu yf- irlitssýningu þá, sem haldin var í tilefni af sjötugsafmæli listamannsins í Listasafni rík- isins, til þess að kynnast enn Þarna er hvert málverkið sérkennilegu hestamyndir Jóns, níSrii fr>n"nrra m q fvó „i____ 'm öðru fegurra, m. a. myndir frá Þingvöllum, og myndir af Ing- ólfsfjalli, Búrfelli og Esjunni, Suðurfjöllinn, ot' svo eru hinar sem hér sjást sýnishorn af. Hestar í þoku og Svarti folinn. Sýningin er í Listvinasalnum,- við Freyjugötu. Minningarspjöld Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunar- ! manna í Reykjavík Það bczta verður ódýrast, fást hjá: notið því BOSCH -kcrti Skrifstofu V. R., Vonarstræti 4. Jörgen I. Hánsen, Tjarnargötu 4. Guðm. Þórðarsyni, S. í. F. | í mótorinn. .V.V«V^o,WiA.%%WWVbViAAVWWVi,W1iVV,«Vb- leynilögreglusaga —; Fæst nú þegar af öllum Shell- benzíndælum í Reykjavík og nágrenni. íÆlk EINKALEYFI I UMSDKN Hindrar glóðarkveikju og skammhlaup í kertum. Veigamiklum orsökum orku- taps og óþaría benzíneyðslu hefur nú venÖ rutt úr vegi -— af sérfræðingum Shelífélag- anna. Eingöngu „Shell“- benzín með I.C.A. kemur í veg fyrir hin skaðlegu áhrif af völdum glóðarkveikju cg skammhlaups í kértum. Notið eingöngu „Shell“- benzín með I.C.A., er eykur orku hreyfilsins ok géfur honum jafnari og þýoarigang. „Sheíl“-benzm með Í.C.Á. er : árangur fimm ára rannsókn- arstarfs cg 120 milljóna kíló- metra reynsluakstúrs Við hin ■ i i ti. . Lvl'- yJlitip' ' : oVfiðustu skilýrðiy#rterfeyiir ! vJK'-di-! id íltlíA>J líiCvd.V-.il .\x álílfKK- I á öllurn tegundum bifreiða í Bandaríkjum N.-Ameríku um 8 mánaða skeið, með af- bragðs árangn. ÆL j&Mat í Eingöngu „Shell“-bes«z»8t inniheídur I.C.A. Þér getið sjálfir saita- færst ini kosti I.C.A. Þær niðurstöður, er rannsóknar- og tilrauna- stöðvar Shell-félaganna hafa komizt að, gcíi þér sjálfir sannfærst ,um, að eru féttay. Rcynið hið nýja „Shell“-benzín méð I.C.Á. Eftir tvær áfyllirigar munið þér finna mun á afköstum hreyfilsins. Þrátt fyrir aukin gæÖi er verÓÉÖ óbreytt. Aukin orka — Jafnari gangur — Lengri ending

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.