Vísir - 13.04.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 13.04.1954, Blaðsíða 6
VISIR Þriðjudaginn 13. apríl 1954. D A G B L A Ð , Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. , # Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. VIÐSJA VISIS: New York beið varanlegan hnekki af hafnarverkfallinu, Eicmt peningatjón nam tugum milljóna. New.við höfnina stöðugt aukin. Á- Hafnarverkfallinu í York lauk 5. apríl sl.; stóð í tökunum við höfnina er lokið mánuð og er lengsta verkfall í j sögu borgarinnar, enda varð og Igær samþykkti alþingi áfengislögin og er með því bundinn endi á langa togstreitu, sem verið hefur um vínveitingar og annað í sambandi við meðferð áfengis í landinu. Þegar bannaðar voru vínveitingar á opinberum stöðum, eftir að samkomulag fór út um þúfur um áfengislögin á síðasta þingi, bjuggust margir við að draga mundi ur drykkjuskap á opinberum samkomum í bænum. Sú von brást gersamlega og er flestra manna álit að drykkjuskapur á veitingastöðum og dansskemmtunum hafi stórum aukist frá því sem áður var. Drykkjan fór fram með meiri leynd en þó öllu óhóflegar en fyrr, eins og oft vill verða þegar vín er með öllu bannað. Það er oft sagt að íslendingar kunni ekki að fara með áfengi. Ef dæma skal eftir því sem sjá má á skemmtunum og á götum úti, þá verður slíkum vitnisbui’ði ekki möti mælt. Konur og karlar virðast ekki telja sér neina vansæmd í því, að láta sjá sig nær ósjálfbjarga eða illa til reika af vínnautn á opin- berum veitingastöðum. Og daglega má sjá unga menn á aðai- götum bæjarins með drykkjulæti eða áberandi undir áhrifumi áfengis. Slíkur ósómi getur þrifist hér .vegna þess að almenn- ' ingsálit skortir, sem fordæmir og fyrirlítur slíka ómenningar- ; siði. Almenningsálitið verður að láta það fólk, sem þannig hagar sér, finna að ekki sé talinn sómi eða virðing að slíkum skepnuskap. | Með hinum nýju lögum eru gerðar ýmsar umbætur á eftirliti og meðferð áfengis. Vínveitingar verða leyfðar á nokkrum fyrsta flokks veitingastöðum, sem selja mat og fjölbreytta óáfenga drykki við hóflegu verði. Vínveitingar, verða einnig leyfðar á árshátíðum félaga og öðrum samkomum,; ef sérstakt tilefni er til. Slík leyfi verða aðeins veitt stjórnum félaganna. Eftirlitsmenn verða skipaðir á öllum stöðum, sem. vínveitingaleyfi hafa og endurgreiða leyfishafar ríkissjóði þannj kostnað. Hversu margir staðir fá leyfi til vínveitinga hér íj bænum er komið undir ákvörðun ráðherra og þeirrar nefndar sem dæmir um hvaða staðir skuli teljast fyrsta flokks. Hvort sem menn eru með eða móti neyzlu áfengis, verða þeir að gera sér ljóst, að sala áfengis er leyfð í landinu til allra fullveðja, karla og kvenna. Um það er því ekki að ræða að banna sölu áfengis. En úr því svo er, hlýtur það að vera áhugamál allra, að meðferð áfengis í landinu sé á þann veg, að þjóðinni sé ekki til háðungar eða mikils skaðræðis. Mikil áfengisneyzla er hverju þjóðfélagi skaðleg en hjá þeim vanda verður ekki komist fyrr en fólkið kemst frá þeirn van- þroska, að drekka frá sér vit og prúðmennsku. tjónið af því meira en nokkru verkfalli öðru, sem þar hefur verið háð. Sigur vanst að lokum í þess- um miklu átökum, eftir að stjórn New York fylkis og sam- bandsstjórnin í Washington sameinuðust til átaka í barátt- unni gegn I.L.A. hafnarverka- mannafélaginu, .sem er lýst sem gerspilltum f élagsskap, þar sem afbrotamenn hafa foryst- ’una, en segja má að félag þetta hafi barist fyrir tilveru sinni síðan í september s.l., er A.F.L. (Bandaríska verklýðsfélaga- sambandið) kom á fót öðru Verkamannafélagi, til þess að losa um greipar I.L.A. á höfn- inni. Stjórn New York-fylkis í Albany,, með Dewey fylkis- stjóra í broddi fylkingar,, studdi! ið, er svo gífurlegt, að ógerlegt A.F.L. er að gera sér grein fyrir því. og allar líkur til, að I.L.A. hafi beðið varanlegan ósigur. Engu verður spáð um úrslitin í hinni nýju atkvæðagréiðslu, en ekki verður þolað, að I.L.A. beiti þar neinu ofbeldi. Tjónið. Verkfallið stóð 29 daga. Hafnarverkamenn urðu af kaupi sem nam 8 millj. 700 þús. dollurum. Skipsfélög töp- uðu 29 millj. dlolurum. Höfnin tapaði 400 millj. dollara, vegna þess að flutningaskipum var beint til annara hafna — senni- lega hefur New York misst var- anléga 1/10 viðskipta sinna til annarra hafna. Tjón flutninga- félaga nam 25 millj. dollara. Annað tjón, sem iðnaður og verzlun borgarinnar og fjöldi einstaklinga beið við verkfall- niiferii 'JVTokkrar umræður urðu í gærkveldi á alþingi út af þings- -*• ’ ályktunartillögu Björns Ólafssonar um stækkun Alþingis- húslóðarinnar. Fór tillagan í þá átt, að fluttar yrðu burtu þær skúrabyggingar, sem nú eru kringum þinghúsið en lóðin hreinsuð og stækkuð út að Vonarstræti. Hús þau sem rætt er um að flytja á brott eru listamannaskálinn við Kirkjustræti 12 og góðtemplarahúsið við Templarasund. Báðar þessar bygg- ingar höfðu á sínum tíma fengið bráðabirgðaleyfi til að standa á lóðum þessum, en það leyfi er nú fyrir löngu út runnið. Er umhverfi þinghússins eins og nú standa sakir til lítillar prýði og er illa farið að svo fögur bygging sem þinghúsið er, skuii ekki fá að njóta sín fyrir hinum ljótu timburskúrum sem á lóðinni standa. Auk þess stendur þinghúsinu talsverð bruna- hætta af listamannaskálanum. Málinu var vísað til fjárveitinganefndar til athugunar og er talið víst að hún skili áliti í dag, svo að málið fáa af- greiðslu áður þingi er slitið. Starfsskilyrði alþingis eru nú orðin algerlega óviðunandi sakir þrengsla. Hefur það verið svo í mörg ár og er því orðið mjög aðkallandi að húsakostur þingsins sé aukinn. En fyrst þarf að ákveða það lóðarrými, sem þinghúsinu er nauðsynlegt til frambúðar. Rétt fyrir jólin var stofnað til atkvæðagreiðslu meðal verkamanna að tilhlutun ráðs þess, sem hefur það hlutverk að jafna vinnudeilur (The National Labour Relations Board) og var spurt um það hvort hafnarverkamenn vildu forystu I.L.A. eða A.F.L. Hið: fyrrnefnda vann með 1500 at- kvæða meirihluta. En fylkis- sfjórnin og A.F.L. kröfðust nýrra kosninga, þar sem I.L.A. hefði haldist uppi að beita, verkamenn hverskonar kúgun- ar og hótunarbrögðum á kjör- stað. Rannsókn, sem mjög hef ir dregist á langinn, var hafin. Fullyrt var, að rannsóknin hefði leitt margt í Ijós, sem var óhagstætt I.L.A, Fóru þeir nú að gera smáverkföll og fór svo allt í blossa, en forsprakkar I.L.A. vonuðu, að hafnarverka- menn myndu fylkja sér um fé- lagið, en þrátt fyrir að I.L.A. sendi flokka áróðurs og árásar- manna niður á hafnarbakkana, tókst A.F.L. að fá um (4 hafn- arverkamanna til þess að vinna. Voru þeir langþreyttir á bófastjórn I.L.A. Vonir I.L.A. um að fyrrnefnt ráð neyddist til að viðurkénna félagíð brást með öllu, og félagið reytti til frekari reiði borgarstjórnina, stjórn New York fylkis og sam- bandsstjórnina vegna ofbeldis þess, sem þeir höfðu í frammi. Og tjónið af verkfallinu var svo gífurlegt orðið, að við borð lá, að New York mundi glata forystu sinni sem mesta hafnar- borg landsins. — Fór svo að lokum að fyrirskipað var að halda nýjar kosningar og að I.L.A. yrði ekki leyft að hafa menn í kjöri, nema þeir aftur- kölluðu verkfallið þegar í stað. Fyrst í stað reyndi I.L.A. að ná samkomulagi til þess að bjarga sér úr vandanum, en fylkis- stjórnin lét hverja stefnuna á fætur annari dynja yfir það, og loks úrskurðaði yfirréttur fylkisins, að I.L.A. væri bannað, að halda áfram verkfallinu eða hvetja til þess að því væri haldið áfram — eða nokkru verkfalli. Jafnframt var lögregluvernd m.s. FJALLF0SS fer frá Reykjavík þriðjudaginn 20. apríl til Vestur- og Norður- landsins. Viðkomustaðir: Patreksfjörður Isafjörður Siglufjörður Húsavík Akureyri H.f. Eimskipafélag íslands Bergmáli hefur borizt bréf frá einuni mætum manni, er ræöir um sjóðstofnun, sem lítillega var minnzt á hér i blaðinu í s.l. viku. Bréfið er á þessa leið: „Hér í blaðinu er á öðrum stað birt tilkynning menntamálaráðu- neytisins um sjóð, sem frú Svan- hildur Ólafsdóttir hefur stofn- að til eflingar stærðfræðilegum vísindum og húsagerðarlist. Hér á landi liafa verið stofnaðir all- margir sjóðir í einhverju fram- faraskyni. Verðfall peninga hef- ur lamað þá flesta svo, að þeir hafa orðið að litlu, og um leið hefur trú manna á gagnsemi slíkra sjóða dofnað. Því er óvíst, að margir hafi húgleitt eins og vert væri fréttina um þennan sjóð Svanhildar, en hann er að ýmsu leyti sérstæður. Hann á að styðja vísindi og listgrein, sem fáir eða engir aðrir sjóðir leggia lið. Hann er stofnaður af óvenju- legum stórhug. Og loks er það, að hann er stofnaður af konu.“ ( Sakamenn. Annað bréf hefur Bergmáli borizt frá bílstjóra, sem er þann- ig: „í Vísi 7. þ. m., er grein á fremstu siðu með tvídálka fyrir- sögn um „Salcaskrá ríkisins“. Þar er orðrétt þessi klausa: „Á saka- skrá komast allir þeir, sem fremja einhver afbrot, allt frá því að leggja bifreið ólöglega á götunni og til þess að fremja mannsmorð eða aðra stórglæpi.“ Er þá hver einasti maður, sem ekur bíl í Reykjavík, glæpamað- ur? Því sennilcga hefur þeim öllum einhvern tíma orðið það á, að leggja bifreið sinni „ólöglega á götunni". Það er sjálfsagt rétt að halda skrá yfir þá menn, sem sekir finnast um sika yfirsjón. En setja þá á „sakaskrá ríkisins“ með morðingjum og öðrum stór- glæpamönnum, sem geymd er um aldur og ævi, er stærra afbrot í miniun augum. Vill ekki saka- dómarinn athuga þetta og annað tvéggja afnema þessa sakaskrá, eða gera nýja yfir þá menn, sem fyrirskipa og annast þessa skrá- setningu. — Bilstjóri.“ Bergmál þakkar bæði bréfin, og lýkur þvi i dag. — kr. BEZT AÐ AUGLfSA I VESI Armstrong strauvélin heíur þá kosti yfir aSrar litlar strauvélar að henni er stjórnað með olnboganum og því hægt að hafa báðar hendur við að brjóta og lagfæra línið á straukeílinu. Þrátt fyrir það er hún alltaf ódýrasta strauvéíin. Kosíar aðeins 1645 krónur ORKA H. F. Laugaveg 166.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.