Vísir - 13.04.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 13.04.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Þriðjudaginn 13. apríl 1954. 85. tbl. SksttaáSagnlits Skattstjórinn í Reykjavík hefir auglýst að i>eir sem telja sig eiga rétt til skattalækkunar samkvæmt nýbreyttri skatta- löggjöf, verði að hafa komið upplýsingum um ;,>að á fram- færi við Skatíastofuna í síðasta lagi 22. t). m. Jafnframt þessu auglýsir Skattstjórinn helztu atriði eða ákvæði hinna nýju skattalaga, sem fela í sér auknar frádrátt- arheimildir og eru þess eðlis að frekari upplýsinga er þörf en í framtali greinir. Þarna er um 9 greinar að ræða og fjalla þær um skatt- frelsi sparifjár, húsaleigufrá- drátt, iðgjöld á lífsábyrgðum, iðgjöld af ólögboðnum lífeyris- trygfingum, ferðakostnað, hlífð arfatakostnað fiskimanna, frá- drátt vegna stofnunar heimilis, frádrátt vegna keyptrar heim- ilisaðstoðar og söluhagnað. Þá skal almenningi bent á það, að Skattalögin hafa nú verið sérprentuð í heild, ásamt leiðbeiningum um framkvæmd hinna nýju ákvæða og fást þau gögn á Skattastofunni. Skattstjórinn í Reykjavík, Halldór Sigfússon, hefur tjáð Vísi að breytingar þær, sem Al- þingi gerði nú á skattalögunum, torveldi mjög öll störf starfs- fólks Skattstofunnar, enda sé fyrirsjáanlegt að skattálagn-1 ingu verði lokið mun seinna en venjulega. Afvopmin cg k|arnarkusftirlit. Dulies og Eden á fundum. — Ósamkomulag í Öryggisráðinu. Mynd þessi var tekin í Mindelunden er forseti íslands, hr. Ásgrei Ásgeirsson lagði krans við minnismerki danskra frelsis- vina er féllu á stríðsárunum í baráttunni við Þjóðverja. Grunur um íkveikju á LindargöÆu. Fólk vaknaði við reyk í húsinu. I stuttií máll • Dr. Jagan leiðtogi Fram- faraflokksins í Brezku Gui- ana hefur verið dæmdur í misseris fangelsi fyrir að hlýða ekki boði landsstjór- ans um að halda kyrru fyrir í Georgetown. Dr. Jagan var handtekinn í þorpi sem er 65 km. frá höfuðhorginni. © í Ottawa, Ihöfuðborg Kan- ada, hefur verið undirritað- ur samningur milli Japan og' Kanada, sem með samn- ingunum veitir Japan „beztu kjararéttindi“. © Uppreistarmenn hafa gert 4 misheppnaðar tilraunir til að ná afíur stöðvum, sem þeir misstu í gagnárás Frakka, og er nú hlé á bar- dögum. © Tito, forseti Júgóslavíu, sem er í opinberri heimsókn í j Tyrklandi, er kominn til Ankara, og var tekið með j virktum af Bayat forseta og öðru stórmenni. © Hussein Jordaniukonungur kvað svo að orði nýlega, að hin mikla hjálp, sem ýmsar þjóðir veittu Israel, hefði nBestum stöðvað efnahags- lega þróun í Jordaniu, vegna 'þess að þar yrði að leggja megináherzlu á land- varnir vegna þeirrar hættu, sem af Israel stafaði, eu allr- ar Arabaþjóðirnar teldu ör- yggi sínu ógnað af Israel. Hussein, sem er 18 ára, sagði þetta eftir árás Israels Síðastliðinn sunnudagsmorg- un, á meðan fólk var þó enn í fasta svefni, mnnaði litlu að meiri háttar eldsvoði yrði hér í bænum. Hafði verið kveikt í kjallara húsins nr. 36 við Lindargötu, sem er stórt tvílyft timburhús, en fólk sem býr á hæðinni fyr- ir ofan vaknaði við reyk og kvaddi slökkviliðið á veítvang. Atburður þessi skeði laust eftir kl. 5 á sunnudagsmorgun- inn. En þannig hagar tii á Lind argötu 36, að í kjallara hússins er ónotuð geymslukompa. í henni voru hillur, sem klæddar voru með pappír úr sements- pokum og í honum hafði kvilcn- að og sums staðar sviðnað timbrið undir pappírnum. Á hæðinni fyrir ofan er íbúð og þar vaknaði einhver við reyk. Vissi sá ekki hvað var um að vera en gerði slökkviliðinu strax aðvart. Þegar það kom á vettvang hafði eldurinn dvín- að eða slokknað af sjálfu sér, en inni í kompunni fannst eid- spýtustokkur sem benti til þess að þar hafi einhver verið á ferð og valdið íkveikju, ann- aðhvort viljandi eða óviljandi Munaði litlu að þarna hlytist af eldsvoði sem gat haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar í för með sér, þar sem þarna var um stórt íbúðarhús og eldfimt að ræða. Kviknaði í bíl. Því sém næst á sömu mínútu og ' slökkviliðið var kvatt á Lindargötuna var það kallað á Reýkjavíkurveg vegna bíls er kviknað hafði í. Hafði eitthvert logandi eldfæri verið skilið eftir í framsætinu á bílnum og enda þótt eldurinn yrði fljót- lega slökktur hlutust af tölu- verðar skemmdir. Eldur í Höfðaborg. Laust eftir hádegið í gær hafði kviknað út frá jarðsam- bandi eldavélar í Höfðaborg. Kviknaði í skáp undir vaski í sldhúsinu en slökkviliðinu tókst fljótlega að kæfa hann. Skemmdir urðu litlar. Tilkynnt hefur verið opin-' berlega, að í samræmi við það, sem áður var tilkynnt, hafi full- j trúi Breta í afvopnunarnefnd-. inni sent öðrum fulltrúum í nefndinni uppkast að ályktun- artillögu, sem sé í samræmi við þá stefnu, sem Bretar hafi áð- j ur boðað varðandi afvopnun og kjarnorkueftirlit: | Skipuð verði undirnefnd, sem skili áliti fyrir 15. júli næstkom andi, og eigi í henni sæti full- trúar þríveldanna, Ráðstjórn- arríkjanna og Kanada. Af- vopnunarnefndin kemur sam- an á morgun og tekur ályktun- artillöguna fyrir. — Þegar nefndin kom saman á fyrsta; fund sinn í síðastl. viku, bað Vishinsky um frest, þar til á morgun. Kvaðst hann bíða fyr- irskipana frá stjórn sinni. Viðræður Dulles og Eden. Dulles og Eden ræddust við bæði árdegis og síðdegis í gær. Á árdegisfundinum ræddu þeir ástand og horfur í Israel og Arabaríkjunum en á síðdegis- fundinum ræddu þeir Suðaust- ur-Asíu og þá einkum Indó- kína. Stjórnmálafréttaritarar telja, að ágreiningur þeirra milli hafi ekki reynzt eins mik- ill og mátt hefði ætla, en raun- ar hefur ekkert verið tilkynnt opinberlega um viðræður þeirra, og verður ekki fyrr en Dulles hefur rætt við Bidault utanríkisráðherra Frakklands, en Dulles flýgur til Parísar síðdegis í dag til viðræðna við hann. Blöðin heimta upplýsingar. um viðræðurnar og segja, að þess verði að krefjast, að Eden skýri þinginu ítarlega frá um- ræðunum, áður en þingmenn fara heim í páskaleyfi. Eitt blaðið kemst svo að orði, að öll þjóðineigi heimtingu á að fá vitneskju um hvers Dulles hafi spurt og hverju Eden hafi svarað. Öryggisráðið á fundi. Það kom enn saman á fund í gærkveldi og ræddi kærur og gagnkærur Israelsmanna og Araba. — Ekki náðist sam- komulag um málsmeðferð frek ara en á fyrra fundi ráðsins. —• Vesturveldin vilja ræða allar kærur og gagnkærur, en full- trúi Libanon að rædd verði sér staklega ákæran á hendur Isra- el fyrir hina grimmilegu árás á Jordaníuþorpið Nahhalin. Spell unnin á bifreiðum. Arekstras* ©g umffegiqSarslys. manna á þorpið Nahhalin, þar sem felldir voru 9 menn og 13 særðir. „Eftir árásina á Nahhalin þarf heimurinn ekki framar vitnanna við um Israel“. Hann kvað stór- veldin hafa í hendi sér að hafa hemil á Israel. í gærkvéldi voru unnin spell j á tveimur bifreiðum hér íbæn- um. Stóð önnur í Vonarstræti en liin á stæðinu við Hótel Skjaldbreið. í gærkveldi kom maður á lögreglustöðina og tilkynnti að skemmdarverk hefði verið unn- ið á bifreið sinni, sem hann hafði skilíð eftir í Vonarstræti. Höfðu rafleiðslur bílsins verið skornar sundur og auk þess ver ið stolið töng o. fl. úr bílnum. J Nokkuru síðar tilkynnti ann- ar bifréiðaeigandi að sams konar spell hefðu verið fram- in á sinni bifreið, sem stóð á stasðinu hjá Hótel Skjaldbreið. Sá hann til tveggja unglings- pilta, sem komnir voru inn í bifreiðina, en þegar þeir urðu hans varir hlupu þeir á brott. Þegar maðurinn kom. að bifreið- 1 inni var búið að skera á raf- leiðslur hennar. Málum þessum var vísað til rannsóknarlög- reglunnar. Hálka í umferSS. í gærmorgun ók bifreið út af Hafnárfjarðarveginum sunnan Þóroddsstaða, lenti þar á síma- staur og braut hann. Orsök þessa óhapps var talin vera hálka á veginum. í nótt var svo ekið á mann- lausa bifreið hér í bænum og hún skemmd lítilsháttar. Sá sem árekstrinum olli fór , sjáifur niður á lögreglustöð og til- kynnti óhapp sitt, sem hann kvað hafa stafað af hálku. Umferðarslys á Miklubraut í gærkveldi varð umferðar- slys á Miklubraut með þeim hætti að bifreiðarstjón ók þar á tunnu sem stóð við uppgröft, við það lenti bifreiðin ofan í holu og valt á hliðina. Bifreið- arstjórinn handleggsbrotnaði og fór úr liði, en drengur, sem var farþegi í bílnum, ylapp ó- meiddur. Húsverjar ónáðaðir. í nótt var kvartað yfir því til lögreglunnar frá húsi einu hér í bænum, að þar stæði mað ur við dyrabjöllu útidyra, hringdi án afláts og vekti hús- 'verja með látum sínum. Lögreglan fór á staðinn, en þá var henni skýrt frá að mað- Skipshöfnin af Glað bjargaðist í gúmmíbát. Eins og skýrt var frá í Vísi í gær bjargaði brezkur togari áhöfninni af vélbátnum „Glað“ ifrá Vestmannaeyjum í gær- morgun. Fann togarinn skipshöfnina í gúmmíbjörgunarbát, og hafði hún verið í honum 22 klukku- stundir. Hafði Glaður orðið fyr- ir brotsjó og sokkið skyndilega, en skipshöfnin komist í gúmmí bátinn. §>!Óðssto£fllUlB m k.ses » sjfloi’ÍAtsitdi Slysavafnafélagi íslands hef- ur borizt kr. 500.00 að gjöf frá G. K.B. með ósk um að fé þetta mætti verða stofn að sjóði, sem síðar yrði varið til kaupa á sporliundi. Ennfremur hefur gömul kona H. Þ. og ,,Leopold“ lagt fram sínar hvorar hundrað krónurn- ar í sama tilgangi. Sýna þessi framlöf og skrif blaða að undanförnu um mál þetta, að talsverður áhupi ríkir meðal almennings fyrir því, að sporhundur verði keyptur til landsins. ur þessi hafi rétt áður horfið og ekið burt í bíl. En nokkru síðar kom sami maður að húsinu aftur og hélt áfram uppteknum hætti en fór svo skömmu áður en lögreglan. kom í annað' sinn. Fékk stein í höfuðið. í gær lenti steinn í höfði sex ára gamallar telpu, Sigrúnar Sigurgeirsdótur, Mýrargötu 12, og var hún flutt í Landsspítal- ann til aðgerðar. Meiðsli henn- ar voru þó ekki talin alvarleg og var hún flutt heim að að- gerð lokinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.