Vísir - 13.04.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 13.04.1954, Blaðsíða 10
10 VÍSI'R Þriðjudaginn 13. apríl 1954. ? ’■■■ ■■■■ B ■■■■ j» ■■■■ [|j|i ■■■■ ■■■■ jjiij ■■■■ jijjj ■■■■ sjjj ■■■■ ijjjji SS f .s 1» ÍHoim tieit Áím i ævina ■■■■ Eftir Fm íVyck 3€asom» ym y.m 4Æ X híh iii ■■■■ ijijj ■■■■ jjjjj ■■■■ jjjjj ■■■ '■■ jjjij ■■■■ íjsB ■■■■ m ■■■■•:' un. Þeir voru ýmsu vanir, en vissulega hlaut húsbóndinn að vera genginn af göflunum, að leika þannig þessa fögru frú. Berfætt, óhrein á fótum, — henni var ekki leyft að þvo sér eða baðai sig — tifaði Trina inn í húsið. 'Er inn kom. hægði hún ganginn — henni var alltaf að verða erfiðara um gang. Blökk ambátt áræddi að brosa meðaumkunarbrosi og rétti henni leir- flösku með vatni. — Andartak stóð Trina kyrr. Það var vissu- lega tími til kominn, hugsaði hún, að hún minnti sjálfa sig á, að hún var kona af Varsaættinni. En hún var: enn sem í leiðslu og gat ekki gert sér fulla grein fyrir þedrri skelfingu, sem yfir hana hafði dunið. Hún var ekki í neinum vafa um það nú, að hið konunglega bréf, sem lofað hafði verið, og átti að skýra allt, hafði aldrei verið afhent. Hafði hin hatursfulla ekkjudrottn- Ing verið þar að verki? Það hafði vakið mikla furðu hennar, að er hún óbeint vék að því, að hún bæri barn Karls prins undir brjósti, hafði Frydendahl auðsjáanlega ekki botnað í neitt í neinu. Og aldrei mundi hún gleyma hvernig falshjúpur glæsi- mennsku og riddaraskapar hafði á sama andartaki hrunið af honum og eftir það hafði hann komið fram, sem samvizkulaus hrotti, sem ekkert tækifæri lét ónotað til þess að misþyrma henni og móðga. Hún játaði með sjálfri sér, að Stephen hafði gildar ástæður til umkvartana. Vitanlega særði það stolt hans, að verða að taka við henni svona, og ekki bætti úr skák, að illdeilur höfðu alla tíð verið milli ættanna. Honum hlaut að finnást, að nú — í fyrsta skipti í 200 ár gæti maður, sem bar nafnið Frydendahl, náð sér niðri á Varsaa-ættinni. Og vitanlega jók það hugarhrellingu hennar og vonleysi, að hún var gerasmlega varnarlaus, átti engan að, sem gat verið henni stoð. Á St. Thomas hefðu kannske verið einhver ráð til þess að koma því áleiðis til fjölskyldu hennar, hvernig Stephen fór með hana, en á St. Jan var hann einvaldur. Var hann ekki, auðugasti plantekrueigandi á eynni, einn fárra, sem drottnaði yfir 5000 þrælum. Aðeins fyrstu vikuna eftir hjónavígsluna hafði henni verið leyft að ræða við hvítar konur. Á Annaberg hafði þjónustufólkinu verið hótað öllu illu, ef það liti við henni. Það átti að láta, sem það vissi ekki, að hún væri til. Eitt fyrsta verk Stephens hafði verið að reka Mögdu hina tryggu þernu hennar. Ó, hve hún var samúðar hennar og hjálpar þurfi. —< Hún var öll blá og marin, eftir barsmíðar eiginmanns hennar, er hann var drukkinn. Allt í einu barst bjölluhljómur að eyrum. Það mundi vera Bodger læknir, sem var þar á ferð. „Trina, komdu með vatnið,“ öskraði Stephen. Hana sveið í berar iljarnar, er hún gekk yfir heita tígul- steinana. Hún bar krukkuna til herra síns, sem sat hálfnakinn í bambusstól. Hún hafði beygt sig niður til þess að rétta honum krukkuna, er hann lamdi hana með stafnum á mjaðmirnar. „Krjúptu, krjúptu, er þú þjónar mér, fyrirlitlega drós.“ Trina beit á vör, til að verjast gráti? Það var ekki um annað að ræða en að hlýða. Hún gat ekkert unnið með mótspyrnu. I „Eg vil fá hrein lök í rúm mitt,“ sagði hann og kveinkaði sér vegna verkjar. Og sjáðu um, að vindutjaldinu sé fyilir komið sem vera ber, ella skaltu fá að kenna á því. Mér lá við köfnun í nótt. Farðu svo til herbergis þíns og bíddu fyrirskip- ana minna.“ „Já, herra,“ sagði Trina aumlega og tifaði til herbergis síns. Hve hana verkjaði í iljarnar og verkina lagði upp eftir kálf- unum. Hann hafði neitað að leyfa henni að nota skó, fanturinn.. Fegin var hún að geta verið ein í eymd sinni í kytru þeirri, sem henni hafði verið fengin, en hún grét sáran. Hví var þessi maður svona grimmdarlegur við hana? Ó, ef hún væri aftur heim komin í föðurgarð á Sjálandi! Einhver kom við hurðina og Trina hrökk við. Vav Stephen kominn til þess að móðga hana og kvelja enn á ný? Nei, það var Mamma Bellona, gömul, gildvaxin blökkukona. Hún bar fingur að vör sér til merkis um, að hún gerði engan hávaða. Hún hélt á lítilli krukku með kókosfeití í og Trina hlýddi, er hún gaf henni bendingu um að lyfta upp kjólnum, en hún var nakin undir kjólnum. Svo lagðist Trina í flet sitt, og Mamma Bellona bar feitina á hörund hennar sem var orðið allmjög þanið, til þess að ekki kæmu í það fellingar, og það yrði jafn mjúkt og fagurt og það áður var, eftir að hún væri búin að ala barn si,tt í heiminn. „Blessuð, fallega dúfan. Mamma Bellona nugga, svo að ekki finni til.“ Mamma Bellona kyssti á hönd hennar áður en hún fór að smyrja á hana feitinni. Mamma Bellona hafði verið lengi fangi á St. Jan, en talaði ensku skár en dönsku. Svo virtist henni líka, að öruggara væri fyrir þær að talast við á ensku, þýí að enginn hinna þrælanna skildi nema hrafl í hollenzku eða dönsku. „Missa, fyrir tveim dögum ungur herramaður Coralhaven na þitt nafn. Hann var buckhra.“ ú í fyrstu ekki áttað sig & hverrar þjoðar mann hun ætti við, en svo rifjaðist það upp fyrir henni, að Englendingar — og í seinni tíð Bandaríkjamenn, væru svo kallaðir. „Já, alveg satt.“ „Neindi hann mitt nafn?“ Það fór allt i einu eins og heitur straumur um hana og hún horfði á Mömmu Ballona stórum, starandi augum. „Ókunnugur maður, sagðirðu það?“ sagði Trina og reis skyndi- lega upp. „Hvernig var hár hans litt?“ „Eins og himinn — sólarlag,“ sagði blökkukonan. „í guðs bænum, halíu áfram.“ „Kom frá Tortola fyrir 2—3 vikum. í Friðriks V. gistihúsi. Hann spyrja um hvíta prinsessu. Hann spyrja aftur, aftur. Þegar enginn svara spyrja aftur: Hvar barónessa Varssa?“ Trina greip í báðar axlir hennar: „Hvernig leit hann út, Mamma?“ Henni fannst allt í einu, að ekkert gæti verið eðlilegra en að hún kallaði þessa gömlu blökkukonu mömmu. „Hár, eins og pálmi, og beinn!“ Hin nöktu brjóst Trinu lyftust. Og hún brosti í fyrsta skipti í margar vikur. Nú fannst henni, að hún væri ekki lengur ein. En gat hún vænst nokkurrar hjálpar af Burnham lækni? Já, vel mundi hún naí'n hans. Trina lagðist aftur endilöng á fletið og dró andann ótt og títt. Hörund hennar var orðið mjúkt og gljáandi. Blökkukonan neri og neri og bros lék um varir hennar. Hann blés þá af þessari áttinni. Kannske eitthvað gerðist bráðiega í Annaborg? Tveimur dögum síðar sendi Hostie Bronsted, eigandi King Friðriks V. gistihúss, blökkudreng til Annaberg, með bréf j þess efnis, að kannske þætti" fríherra Frydendahl fróðlegt að vita, að meðal gesta í veitingahúsi hans væri amerískur læknir, vel að sér í öllum lækniskonstum Norðúr-Ameríkú, og gerðist hann því svo djarfur að segja fríherranum af dvöl hans hjá sér. Og brátt sendi Frydendahl bryta sinn með pyngju fulla af gulli og bréf til hins ameríska læknis. Bréfið var þess efnis, að hann óskaði að ldita til hans sem læknis. Síðdegis daginn eftir var tvíhjóla vagni ekið að húsinu í Annaberg og út steig rauðhærður, fyrirmannlegur og vask- , legur, djarflegur ungur maður. Ekki hafði getsurinn annað | meðferðis en litla farmannskistu, lyfjakassa og viðarkassa með læknistækjum í. J Þegar Pétur Burnham stóð fyrir dyrum úti nam hann staðar, í svip og þurrkaði svitann af enni sér. Þegar hann ætlaði að kippa í bjöllustrenginn bilaði hann. Hann virtir fyrir sér þetta langa hús með rauða þakinu. Það var snoturt að sjá, rúmgott og vaíalaust þægilegt til ibúðar, í skjóli pálmalundar, en vafningsjurtir uxu upp um alla veggi. Þrátt fyrir þetta fannst honum það minna meira á virki en íbúðarhús. Það virtist hafa verið haft í huga við byggingu þess, að árásarlið yrði að sækja að framhlið þess, en þó voru útskot til beggja hliða, sem ætluð voru skyttum, ef reynt yrði að laum- ast að til hliðarárása. Pétur komst síðar að því, að eftir að bæld hafði verið niður hin blóðuga þrælauppreist 1733 höfðu öll' íveruhús plantekrueigenda verið byggð í þessum stíl. ( Innan þessara veggja var þá heimili Trinu. Mundi hún fagná honum vel? Mundi hann geta haft vald á tilfinningum, sínum Páskamyndin í Stlörsiisbsé, Á kvöldvökunni. Það var um nón að tveir Aberdeenbúar voru á gangi upp Union-stræti. Komu þeir þá fram hjá blaðsöluturni, þar sem skrifaðar voru stórum stöfum aðalfréttir hádegisblaðanna. — Þar stóð:: „Járnbrautarslys. —, Lestin sem fer frá Edinborg til Dundee veltur af sporinu. — Listi yfir dána og særða í blað- inu.“ „Nei, þetta er hræðilegt,“ sagði annar maðurinn og hristi höfuðið mæðulega. „Konan mín og börnin voru með þessari lest!“ Hann las fregnina aftur og ætlaði svo að halda áfram göngu sinni. „Hvað ertu að hugsa, maður,“ sagði hinn. „Ætlarðu ekki að kaupa blaðið, svo að þú getir vitað hvort konan þín og börnin eru meðal særðra og dáinna?“ „Nei, eg ætla ekki að kaupa það núna. Eg ætla heldur að bíða eftir kvöldútgáfunni, þá fæ eg fréttirnar af knattspyrnu- kappleiknum um leið.“ © Það var stórt samkvæmi og vínblandan var óspart drukkin. Þá kom ungur maður að máli við frægan lækni og sagði: „Leyfist mér ekki að þakka yður fyrir það mikla gagn, sem læknislist yðar hefur gert mér!“ „Hm,“ sagði læknirinn frægi efablandinn. „Því miður minn- ist eg þess alls ekki, að hafa haft. yður undir læknishendi.“ „Nei, ekki mig, en hann föð- urbróður minn. Eg erfði hann nýlega.“ O Stýrimaður, við sjómann, sem hefur bjargað honum íra drukknun: „Þakka yður fyrir, Smith. Og á morgun ætla eg að þakka yður frammi fyrir allri skipshöfninni." I Sjómaður: „Nei, í öllum bænum, gerið það ekki. Þeir 1 gera útaf við mig.“ ^Lesksýniagabáfuriíiii" er páskamyad í GamEa iié. öijornuuio &yuir uiu pubivcinci i5sieii/.íxu iwmiujuuma hlutverk“ sem gerð er af Óskari Gíslasyni, eftir samnefndri smásögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. — Verður myndin frum- sýnd á annan páskadag. Leiksíjóri er Ævar Kvaran, en leikat- arnir hér á myndinni eru Cerður Hjörieifsdóttir og Guðmundtir Pálsson. íl aaivcuujiiu xjtuima ju:va m „Leiksýningabáturinn“, og er þetta litkvikmynd, sem notið hefur mikilla vinsælda. Aðal- hlutverk í myndinni eru leikin af Howard Keel, Ave Gardner og Kathryn Grevson, er. margir fleiri kunnir leikarar koma fram í rnyndinni. Meðal leikara í „Leiksýningabátnum“ cr hinn gamli góðkunni gamanlcikari Joe E. Brown, sem meðfylgj- andi rnynd er af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.