Vísir - 20.04.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 20.04.1954, Blaðsíða 4
VISIR ? !■ : JJi D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssom, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (limm liimr) Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Áttræð 18 bama móðir. Þingii og störf Jtess. Alþingi sat lengi að störfum að þessu sinni enda afgreiddi það ýms merk mál og stór. Þó eru ekki ætíð stóru málin, sem eru tímafrekust og verða oft langar umræður um má), sem litlu skiptta. Áfengismálið má vafalaust telja mesta hitamál þingsins og það mál, sem mesta almenna athygli vakti. Togstreita hefur lengi verið um það hvort leyfa eigi bruggun áfengs öls í landinu. Var mikill- undirróður hafinn fyrir ölinu utan þings og innan og um það leyti sem frumvarpið var afgreitt frá efri deild, var útlit fyrir að sterka ölið mundi bera hærra hlut yfir því veíka. En svo fór þó, að neðri deild synjaði um áfenga ölið með miklum atkvæða-mun. Er ekki útlit fyrir fyrst um sinn að leyft verði að brugga áfengt öl til neyzlu i landinu. Áfengisfrumvarpið var afgreitt frá þinginu í svipuðu formi og það var h 'yrir, en þó voru að ýmsu leyti hert ákvæðin um meðferð áfangis. Tíminn á nú eftir að leiða í ljós hvort skynsamlegar og hóflegar reglur um veitingar og meðferð áfengis geta bætt úr því ófremdarástandi, sem verið hefur um skeið í þessum efnum hér í bæ og víðar. Endurskoðun skattalaganna var þarft verk, svo langt sem hún náði. Sérstaklega var mikils varðandi það álcvæði að .gera sparifé skatt- og útsvarsfrjálst. Ýmsar breytingar voru gerðar á lögunum auk hinnar beinu skattalækkunar. En þótt gott sé að hafa náð þessum áfanga, hefur ríkisstjórnin ekki staðið við loforð sitt um endurskoðun skattalaganna, fyrr en endurskoðaður hefur verið einnig kaflinn um skatt- lagningu félaga. En skattar og útsvör á félögum í öllum at- vinnugreinum, höggva nú svo nærri þessum skattgreiðenduin, að atvinnureksturinn í landinu er í mikilli hættu, ef ekki verðpr bráðlega snúið til betri vegar. Lögin um að verja 250 millj. króna næstu 10 árin til rafvirkjana út um byggðir landsins, marka merkilegt spor í rafmagnsmálunum. Þetta er stórt átak til að bæta kjör fólksius í sveitunum og hindra um leið fóksstrauminn til kaupstað- anna. Um nauðsyn þessa máls verður ekki deilt en menn eru ékki á einu máli um það, að rétt sé að hef ja þessar framkvæmd- ir í stórum stíl á næsta ári eins og nú standa sakir um eftir- spurn um vinnuaflið í landinu. Samvinna stjórnarflokkanna á þinginu virðist hafa verið góð og báðir flokkar staðið trúlega við þá samninga, sem gerðir' voru um stjórnarsamvinnuna í öndverðu. Hins vegar verður aldrei hjá því komist að eitthvað beri á milli í smærri málum, en ekki þarf slíkt að valda samvinnu-slitum. Stjórnarandstaðan hefur aldrei verið aumari en á þessu þingi. Var hún lágreist og máttvana og setti engan svip á þingið. Lögðu andstöðuflokkarnir fram nokkur sýndar-frum- vörp, er komust í nefnd of sofnuðu þar. Jafnvel Einar Olgeirs- son er hættur að hafa gaman af að tala. Guðbjörg Gísladóttir frá Hámundastöðum í Vopnafir'ði er áttræð í dag'. Hún er ættuð af Fljófsdals- héraði og standa þar að henni sterkai' ættir, sem ekki er rúm til.að rekja hér. Gift var hún Sveinbirni Sveinssyni bónda á Hámundar- stöðum, afrenndu karlmenni og dugnaðarmanni. Hann lézt 1945 sjötugur að aldri. Á Hámundastöðum bjuggu.' þau til þess tíma eða rúmlega í fimmtíu ár og eignuðust 18 j börn, sem flestöH komust til fullorðinsára þó ekki séa hú nema 11 á lífi. • - .- '*Ý Má því fuliyrða, að það .er ó- svikið dagsverk, sem Guðbjörg. hefir lagt inn í hið íslenzká þjóðarbú. Getur hún ná .stolt horft yfir farinn veg, og minst margra unninna sigra þótt þeir kostuðu erfiði ti.l Mns | ýtrasta og' hvíldarstundir vorU ' fáar. Furðulegt má teljast hversu vel Guðbjörg ber þennan háa' aldur þrátt fyrir 18 sængurleg- _ ur og þrotlaust erfiði í sárrij fátækt og harðrétti alla ævi, er hún sámt hin ernasta, endá hefir hún alltaf tilheyrt þeirri góðu manntegund, sem harðna við hverja raun. Nú er hún komin hingað til Reykjavíkur um langan veg og strangan til þess að halda upp á áttræðisafmælið sitt með börnum sínum, sem mörg eru búsett hér í bænum. Hún dvel- ur í dag hjá syni sínum Valde- mar Sveinbjörnssyni, Kárastíg 9 A. — Chesferfii®Id—nn u htur 1 sóíi, 3 stólar (noíaá) iil sefu með íækifærisverði. Upplýsingar í síma 3275 í dag og næstu daga. Æ ínerísk ir m wdeikjjó tu r Samkvæmispils og telpukjóiar frá 6—12 ára, ei'nnig nokkrar kápur- og peysufatafr.ákkar, stór númer til sölu ódýrt, sími 5982. Gæzla "R-fcað leikur nú eigi lengur á tveim tunum, að fiskmergðLi innan hinnar nýju landhelgislínu fer ört vaxandi. Friðun- dn fyrir botnvörpu og dragnótaveiðum hefur gefið betri raun en flestir þorðu' a.ð vóna í býrjun. Það vekur ekki mikla ■ fufðu þótt útlendir togarar hætti á það að fara inn fyrir landhelgislínuna, ef þar er mikils fisks von. Það hafa þeir gert 'í marga mannsáldra. En hiít vekur undrun og gremju landsmanna, er íslenzkir togaraskip- stjórar vitandi vits veiða innan landhelgis og brjóta þannig þau 2ög, sem þjóðin, í andstöðu við stærri þjóðir, er að halda uppi til varnar lífsafkomu sinni og sjálfstæði. Útlendu togararmr bera að sjálfsögðu ekki mikla virðingu fyrir þeim lögum, sem þeir sjá sum skip íslendinga sjálfra virða að vettugi. Ekkert er nú nauðsynlegra en að auka svo landhelgisgæzi- una, að hin friðlýstu svæði verði ekki fyrir ágángi veiðiþjófa, hvort sem þeir eru innlendir eða útlendir. íslendingar sjálfir eiga að sýna útlendingunum, að þeir virði sín eigin lög. Ef íslenzkir togaraskipstjórar reynast sannir að sök um veiði í landhelgi, af ásettu ráði, ættu þeir ekki að hafa rétt til að . stjórna slíku skipi næstu árih. Landhelgismálið er mesta hags- munámál þjóðarinnar nú. Þess vegna er ekki hægt að þoia að íslenzkir menn gangi gegh því. Karl eða kona sem getur teMS sð sér að búa til snið eftir myndum. fvrir hraðsaumastofu, og getur unnið heima; ésfeast. Til’ooð sendist i póst- hóll 434. Svefnsótar með gúmmísætum, léltir í meðíörum og endingar- góðir. Fjölbreytt úrval aí áklfeði. Fantanir aí- greiddar með stuttum ívrírvara. Guðmundar Guðmundssonar augaveg 166. Þrjðjudaginn 20. apríl 1954. Þá er páskahelginni lokið og aftur tekið til starl'a alls staðar. Allflestir hafa nú notið fimæ daga livíldar, en páskafríið er lengsta frí vinnandi manna hér í bænum, að undanskildu sumar- leyfinu. Það er gott að fá nokk- urra daga fri til þess að livílasf frá daglegum störfum, en það er líka gott að hefja starfið að nýju, því löng fri verða leiðigjörn, nema eitthvað sé liaft íyrir stafni. SkíðaferSir. Það'er' vénjan nm þessa hel-gi að mikill fjöldi æskufólks fer upp til f jalla til þess að stunda skíða- ferðir, og er það heilsusamlegt í bezta máta. Að þessu sinni vorii skiðavikur bæði á Akureyri og ísafirði, og héldu margir héðan fir bænum til þeirra staða. Kn hér syðra hefur sjalfsagt verið minna tækifæri fyrir þá, sem heima sátu til þess a'ð njóta þeirrar skemmtunar, því rignt hefur látlaust alla dagana, nema í gær. En þótt skíðafæri sé ekk- ert, er þó alltaf gott að njóta útiloftsins fyrir utan bæinn, ef þess gefst nokkur kostur. DagBlöðin í bænum. En svo er það önnur hlið á páskahelginni, sem stendur í beinu sambandi við fimm daga frí alla flestra vinnandi manna —- en það er að alls staðar er lokað og allar framkvæmdir slöðvast. Og eitt er það, sem ég lieyri menn oft fárast út af, en það er að ekkert dagblað kemur út þessa daga. Almenningur er | orðinn svo vanur því að sækja aliar sinar fréttir i dagblöðin, að hann á erfitt með að sætta sig við að fá ekki áð sjá neitt blaS í fimm daga. En þannig er það samt, að livað bindur annað, þótt segja megi að óþægilegt sé það fyrir fólkið að sjá ekkert blað þessa daga. I Margir fridagar. , Og rétt mun það vera, að óvíða mun ástandið vera jafnslæmt og hér á landi i þessu efni, enda , hvergi jafnmargir frídagar á ári hverju. Stundum telur fólk að það muni vera blaðamönnummi , um að kenna að blöð koma ekk'i út á almennum fridögum, en gleymir þá, að blöðin verða að prentast og' að því verki vihna menn, sem eru í samtökum, er samið háfa um ákveðna frídaga á árinu, og vinna þá ekki þá daga ncma þá fyrir talsvert hærra kaupi. En æskilegt væri það þó, að hægt væri að láta blöðin köma oftar út og myndi það vera vin- sælt hjá almenningi. Lýkur svo Bcrgmáli i dag með ósk um að állir mæti nú hvildir og endur- rtærðir tii starfa hver á sínurn stað. — kr. Vogabúar Munið, cf þér þurfið að auglýsa, að .tekið er á móti smáauglýsingum í Vísi í ■ * Verzlain Arna J. Sigurðssonar, LangbwHsvegi 174 Smáaugiýsingar Vísis eru ódýrastar og fljóívirkastar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.