Vísir - 27.04.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 27.04.1954, Blaðsíða 1
< «4. árg. ÞriSJadagiim 27. apríl 1854 92. tb]. ; f .j -í. Þetía er talinn vera fullkomnasti hafnsögubátur E.vrópu. en hann er smíðaður hjá Marstal Staalskibsværft, og var nýlega tébinn í notkun í Kaupmannahöfn. Myndin er íekin af batra- um í reynsluför hans. Forseti íslands hylltur í Uppsölum á morgun. aunnu ser meS heintsókninni til Svíþjóóar. Stokkhólmi í apríl. Frá fréttaritara Vísis. Ráðgert var, að forsetahjón- in og fylgdarlið þeirra, kæmu ti Svíþjóðar frá Finnlandi á þriðjudagsmorgun (í dag) með skipinu „WelIamo“. Nokkur viðbúnaður er í Stokkhólmi af hálfu íslenzka sendiráðsins, enda þótt hinni opinberu heimsókn sé lokið'. Dr. Helgi P. Briem sendiherra býð- ur erlendum sendimönnum til hádegisverðar, en um kvöldið verður forseti gestur frímúrara í Stokkhólmi. Að öðru leyti munu forsetahjónin ekki verða í neinum samkvæmum í Stokk- hólmi meðan á dvölinni stend- ur. þar. Á miðvikudagsmorgun (í fyrramálið) munu forsetahjón- in aka í bifreið til Uppsala, en þar stundaði forseti nám á sín- um tíma, og hyggst hann nú Skyndiflugferð Radfords tií London. Radford flotaforingi, formað ur hins Sameinaða foringjaráðs Bandaríkjanna, flaug til Eng- lands í gær og brá sér einnig til Parísar. Tók hann þátt í mikilvægum viðræðufundum. í London sat Radford einnar og hálfrar klukkustundar fund með æðstu mönnum landvarna Breta. Eftir funáinn fór hann til Chequers, sveitaseturs for- sætisráðherra, og neytti mið- degisverðar með Churchill. — Að loknum þessum viðræðum sagði Radford við fréttanienn, að ekki hefði verið rætt sér- staklega um Indókína. Radford fr lagður af stað vestur um haf og mun gera Eisenhower forseta grein fyrir viðræðunum þegar eftir kom- una. knýta á nýjan leik gömul vib- áttubönd. Þar mun karlakórmn Orphei Drangar hylla hann með söng, undir stjórn Eric Eric- sons, en Georg Andrén lands- höfðingi býður til hádegisverð- ar í embættisbústað sínum. Síðdegis sama dag verður haid ið aftur til Stokkhólms í bif- reið, en snæddur verðu.v miS- degisverður í sendiráði íslands. Um kvöldið verður lagt áf stáð' frá Stokkhólmi með lestinni „Nordexpressen" kl. 21.10, og komið til Kaupmannahafnar kl. 8.55 á fimmtudagsmorgun. Vegna heimsóknar forseta og fimm ára afmælis íslenzka félagsins í Uppsölum verður höfð sýning á ýmsum íslenzk- um bókmenntum í háskóla- bókasafninu í Uþpsölum. Þai verður m. a. til sýnis Uppsaía- Edda, sem mun vera frá því um 1300, og Sune Lindquist há- skólabókavörður skýia bókina og aðra sýningargripi. Enginn efi er á því, að for- setahjónin íslenzku öfíuðu sér mikilla vinsælda með lieimsókn sinni til Svíþjóðar. Almenning- ur sýndi það glögglega, ekki sízt er ekið var frá brauta'r- stöðinni til konungshallarinnar svo og er forsetahjónin Lornu fram á svalir halarinnar. Eleetrdnx sklii gé$si!ti arði. Sænska fyrirtækiS Electro- lux skilar ágætum arði, að því er skýrslur herma. Á árinu sem leið urðu nettó- tekjur fyrirtækisins samtals kr. 13.700.000 (sænskar), en voru rúmar 11 millj. í hitteðfyrra. Hluthöfum er greiddur 12% arður. Electrolux framleiðir ýmsar rafmagnsvörur, svo sem ryk- sugur, ísskápa, þvotta- og bón- vélar o. s. frv Btórkostlegar endurbætur íslandsuppdrættinu Síðastlfðinn sunnudag hófst landsþing Slvsavarnafélags ís- lands, og sitja 110—120 fuli- Irúar frá um 200 slysavarna- deiMuim. Hófst þingið með guðsþjón- ’ustu í Laugarneskirkju, en síðan var þingið sett í anddyri Laugarnesskólans. Þar minntist forseti félagsins tveggja nýlát- ihna forystumanna slysavarna- samtakanna, þeirra Þorsteins Þorsteinssönar skipstjóra og Sigurjóns Á. Ólafssonar vara- forseta Slysavarnafélagsins. Síðar fór fram kosning starfs- manna þingsins og skipað var í nefndir. Forseti þingsins vai Isjörinn Júlíus Havsteen sýslu- maður. herskip Á-kv&Si®- hefir verið, að rúss- mesk flotadeild komi i heimsókn til Svíþjóð'ar í sumar. Jafnframt hefir ■ verið til- kyrtnt, ao Svíar muni endur- gjalda heimsóknina með því að senda nokkur herskip til Len- ingrad. ■ — Fregn þessi vekur nokkra athygli, einkurn vegna þess, að þetta er fyrsta opin- bera flotaheimsókn Rússa til Svíþjóðar síðan árið 1914, þ. e. a. s. slikar heimsóknir hafa ekki átt sér stað síðan á keisaratím- anum. Fimm rússnesk herskip munu 'koma til Stokkhólms, að lík- indum beítiskip af svonefndum Svercllov-flokki, svo og fjórir tundurspillar af nýjustu gerð. Samtimis mun sænska beiti- skipið „Tre Kronor“ og fjórir tundurspillar koma til Lenin- grad. Eínu rússnesku herskipin, sem komið hafa til Svíþjóðar eftir byltinguna eru beitiskipið „Aurora“ og æfingaskipið „Komsomoletz", sem komu sem snöggvast til Gautaborgar árið 1925, en sú heimsókn var ekki opinber. Þá fór sænska beitiskipið „Fylgia“ til Odessa við Svartahaf. ar i Sinfóníuhljómsveitm efnir til hljómleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 9. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Olav Kielland, en ein- leikari Gísli Magnússon píanó- leikari. Á efnisskránni eru þessi verk: Suite ansienne, op. 87, eftir Johan Halvorsen, Pí- anókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Liszt og að síðustu Sinfónía nr. 5 í E-moll eftir Beethoven. £egar bíidroæfmgastsfK'Jnsa Vi5tal viö Ágúst iöðvarsson mæiíngamastn. Unnið er nú að því hjá land- mælingum ríkisins að endur- skeða elzíu Islandsuppdrætti herforingjaráðsins danska, en það hóf mælingar liér á landi um aldamótin síðustu. Það eru uppdrættirnir í mælikvarðanum 1:50 000, á svæðinu frá Skeiðarársandi að austan og vestur á Snæfellsnes, sem nú er verið að endurskoða. Landmælingarnar heyra undir embætti vegamálastjóra Geirs G. Zoega, en Ágúst Böðv- arsson mælingamaður, fram- kvæmir mælingarnar og leið- réttingarnar á uppdráttunum. Hefur hann að jafnaði 2 menn sér til aðstoðar vio það á sumrin. Fréttamaður Vísis hefur beðið Ágúst um nokkrar upplýsingar í sambandi við kortagerðina og leiðréttingar þær, sem hann er að gera á eldri uppdráttun- um. FuIIgerðir 18 nýir uppdrættir. Samkvæmt upplýsingum Ág- ústs er búið að fullgera leið- réttingar og gefa út 18 upp- drætti úr Ámessýslu, Gull- bringu- og Kjósarsýslu og syðst úr Borgarfjarðarsýslu. Næst koma svo uppdrættirnir úr Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, en að því búnu verður haldið vestur á bóginn um Snæfellsnes, Dali, og Vestfirði alla. Þegar því er lokið verður Austur-Skafta- fellssýsla endurskoðuð og þar með er lokið leiðréttingum á uppdráttunum í mæliltvarða 1:50 000, en ailir aðrir upp- drættir af landinu vom gerðir í mælikvarðanum 1: 100 000. að mælingamönnunum værí yfirleitt prýðilega tekið, hvar- sem þeir- kæmq, menn hefðu vakandi áhuga á örnefnasöfn- un og væru oftast boðnir og' búnir til aðstoðar. Vilja þeir félagar gjarna votta það að hin gamla góða íslenzka gestrisni standi enn í fullum blóma. Að sjálfsögðu er mjög mis- jafnt hve mörgum örnefnum eða nafnabreytingum er bætt á hvern uppdrátt, en yfirleitt eru þau þetta frá 200 og allt upp í 400. Að lokinni endurskoðun fær örnefnanefnd ríkisins upp- drættina til yfirlestrar og tek- ur hún ákvarðanir um vafa- atriði í r-ithætti, sera í ýmsum. atriðum hefur verið nokkuð á reiki. Hafa nú, að tilhlutan. örnefnanefndar verið samdar reglur um rithátt ömefna Og telur Ágúst mikla bót að þéim. Miklar endurhætur og breytingar. Á nýju uppdrættina héfur verið bætt öllum mannvirkj- um, sem bætzt hafa í landið síðan uppdrátturinn var gerð- ur, svo sem nýbýlum og bygg- ingum, vegum og brúm, ný- rækt, síma og háspennuleiðsl- um og ýmsu fleiru, sem hægt er að sýna á kortinu, ennfremur breytingum sem orðið hafa á landinu, þar sem ár og lækir hafa breytt farvegi sínum, strandlína flutzt og jöklar minkað. Þetta er þó aðeins önnur hlið endurskoðunarinn- ar, hin er fólgin í örnefnasöfn- un og staðsetningu þeirra á uppdrættina. Er geysimikil vinna fólgín í örnefnasöfnun- inni, því fara verður á hvert byggt býii og fá upplýsingar hjá kunnugu fólki um örnefni og jafnvel að fá fylgd þess á staðina til þess að öruggt sé að nöfnin verði rétt staðsett. Hinsvegar er þetta mjög á- nægjulegt starf og Ágúst sagði Ónákvæmir óhyggðauppdrættir. Nokkuð ber á villum eða ó- nákvæmni á óbyggðauppdrátt- unum, en þeir voru gerðir á styrjaldarárunum úti í Dan- mörku, eftir loftmyndum, er teknar höfðu verið á árunum. 1937—8, svo og eftir öðrum mælingum, sem þá lágu fyrir. Þá var sambandslaust við Danmörku og því engir mögu- leikar á að leiðrétta prófarkir hér heima að uppdráttunum áður en prentun fór fram, en að stríðinu loknu hafði land- mælingastofnunin danska lokið (Eramh. a 5. síðu) anna 1 SjálfstæðisfélögÍH í Reykja- vík, Vörður, Heimdallur, Hvöt og Óðinn, efna til spilakvölds I Sjáifstæðishúsimi í kvöld kL 8.30. Spiluð verður félag'svist, en auk þess mun Davíð Ólafsson fiskimálastjóri flytja ávarp, Jórunn Viðar leika á píanó og Guðrún Á. Símonar syngja. Þá verður verðlaunaúthlutun. — Áðgangur er ókeypis, og allt sjálfstæðisfólk velkomið með- an húsrúm leyfir. Slökkviliðið á ferð. Klukkan rúmlega 4 í nótt var síökkviliðið kvatt að íbúð- arbragga við veglmn suður á flugvöll. Hafði þar brunnið yfir ís- skápur, en aðrar skemmdir urðu ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.