Vísir - 27.04.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 27.04.1954, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudaglnn 27. april 1954' m DAGBUD ■ Bitstjóri: Hersteiim Pálssom. j M. Auglýsingastjóri: Kristján Jóbssobu T’J Skrifstofur: Ingólísstræti 3. frr* Útgefandi-: BLAÐAÚTGAFAN VlSIB HJ*. j Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími ,1660 (fimm liaur). Lausasala 1 krón*. yiiyK FélagsprentsmiSjan bi. 1 T*1 Ólík viðhorf í Genf. Fyrir rúmum hálfum mánuði var svo að orði komist í einu kunnasta blaði Bretlands, að ekki væri annað sjáanlegt en að hinar vestrænu bandalagsþjóðir myndu fara.til Genfar, án þeirrar einingar um stefnu og mark, er ríkti þegar lagt var af stað á ráðstefnuna í Berlín og hélst hana á enda. Síðan er þessi skoðun var látin í ljós hefur verið lagt kapp á það, að skapa einingu um stefnuna. Mun öllum, sem fylgjast með frétt- um, í fersku minni ferðalag John Foster Dúlles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til Lundúna og Parísar í þeim tilgangi að treysta samvinnu Þríveldanna. Eins og ávallt í lok slíkra viðræðna var látið vel af árangrinum, og vafalaust hefur hann verið gagnlegur, og ekki þarf að efast, að forvígismenn Þríveldanna gera sér vel ljóst mikilvægi þess, að gott samstarf haldist þeirra miili, þar sem vitað er að kommúnistar hafa það að höfuðmarki, að tvístra samstarfi þeirra, þótt h~ir komi til Genfar með friðarorð á vör- unum, — telja sig v;.„a allt gera til þess að koma á friði í Kóreu, friði í Indókína og friði um allan heim, því að þeim gleymist ekki þeim herrum í Moskvu, að Genf gæti orðið þeim hinn ákjósanlegasti áróðursvettvangur. Molotov talaði fyr'r nokkru um, að í Genf væri tækifæri til að leggja grundvöll að viðtækara samkomulagi en aðeins um Kóreu og Indókína — nefnilega um heimsvandamálin almennt, og í gær talaði Malenkov forsætisráðherra í öðru orðinu sem friðarins maður, en í hinu kvað hann Rússa myndu merja undir hæl sínum auðvaldsþjóðirnar, ef þær réðust á Ráðstjórnarríkin. Nú er það augljóst mál öllum meðal hinna frjálsu þjóða, sem ekki hafa „frelsast“ og gengið í flokk með kommúnistum, að engin hinna frjálsu þjóða hyggur tii árása á Rússa, og að .samtök þeirra eru varnarsamtök, sem stofnað var til vegna hins geigvænlega og sívaxandi vígbúnaðar Rússa, sem raun- verulega lögðu undir sig hvert landið á fætur öðru, þar til snúist var gegn þeim í Grikklandi og Kóreu. Með vaxandi varnarmætti frjálsu þjóðanna reyndu þeir að fara aðrar leiðir, en höfuðmarkið er sem áður, að tvístra sam- vinnu frjálsu þjóðanna og'komá varnarsamtökum þeirra fyrir kattarnef. Og þá yrði óvandaðri eftirléikurinn. Nú er það að sjálfsögðu jafnan erfitt fýrir valdhafa Rússa, að leika hiutverk friðarpostula, svo að trúlegt megi þykja í löndum, þar sem skoðana — og fréttafrelsi ríkir, og ekki sízt nú, er óþægilegsr uppljóstanir og atvik (sbr. Kokhlov og Petrovmálin) minna á, að í landi friðarpostulanna er beitt ægimætti lögregluvaldsins miskunnarlaust, eftir því sem valdhafarnir telja sér henta, og hrammar þess ná langt, svo langt, að gerðir eru út af örkinni erindrekar með skammbyssur í vösunum, til þess að sækja í fjarlæga heimsálfu varnarlausa rússneska konu. gegn vilja hennar, og mætti þá ætla, ef heppnast hefði áformið, að birtar hefðu verið eftir heimkomuna tiikynningar varðandi Petrov, mann hennar, í sama dúr, og' er haft var eítjr henni, að manni hennar hefði verið rænt. En þótt svona atvik opni augu margra geta valdhaíarnir í Kreml þó vafalaust treyst því enn. að friðaráróður þelrra falli í góða jörð hjá tryggum kommúnistum í iandi eins og Frakk- landi, þar sem þeir eiga enn miklu fylgi að fagna. Ög végna þess að franska þjóðin er þreytt á sjö ára styrjöld í Indókína og stjórnmálaástandið ótryggt sem um langt skeið undanfanð, sjá konShúnistar sér leik á borði í GenL Þeir munu reyna að notá sér það, að biíið heíúr farið breikkandi milli Frakka' og Bandaríkjamarina. Gm leið og ágreiningurinri óx létu Bandaríkjamenn sig miklu rneira yarða öriög Suðaustur-Asíu en áður, 'og samtímis lýsa Rússar. því yfir, að þeir séu samþvkkir því, að vopnahlé verði 'gert í Indókína. 1 rauninni hefur orðið söguleg breyting á stefnu Bandaríkjanna, Kom það fram í ræðu þeirri, er Dulles hótaði hernaðarlegri íhlutun til þess að hindra kommúnistiska útþenslu í Suðaustur- Asíu, og jafnframt hvatti hann til sameiginlegra aiþjóðlegra sámtáká til stuðnings þeirri stefnu. Viðhorf hinna stríðsþreyttu Frakka er annað. Ágreiningurinn er hættulegur, þegar sezc verður að samningaborði, þar sem kommúnistar sitja and- spænis Vesfurveldamönnum. Eden. er talinn hafa hlutverk málamiðlarans, og eru miklar vonir bundnar við það, að stjórnvizka hans og gifta reynist nægiieg ,til að fir.na meðalveg og viðhalda þeirri vestrænu einingu. sem syo mikið er, undiv komið, að verði í Genf. VíOB> *-> 1 V)S!S: Gengur Júgoslavía í N.A. Tiio forseti Júgoslavíu var í opiriberri heimsókn í Tyrk- landi fyrir skemmstu sem kunnugt er, og er nvkomina heim. — Við heimkomuna stað- festi hann, að samkomulag hefði orðið um það í Ankara, að breyta samstarfi Tyrkja, Grikkja og Jugoslava þannig, að það yrði skuldbindandi hernaðarbandalag. Áður hafði Popovics utan- ríkisráðherra skýrt frá þessu. En það tókst ekki allskostar vel til með þetta, því að gengið var fram hjá Grikkjum, er þessi á- kvörðun var tekin, og töldu þeir sig hafa verið frekiega móðgaða. Gríski sendiherrann í An- kara bar fram harðorð mótmæli og fór í fússi af dansleik, sera haldinn var í Operuhöllínni, í Ankara. „Hér hefur verið stigið skref, sem sýnir að litið er á Grikki sem réttminni samstarfsaðila, og mun ríkisstjórn mín ekki una þessari málsmeðferð.“ Þannig mælti gríski sendi- herrann, Jean D. Kalgeris, við utanríkisráðherra Tyrklands,, Fuad Koprulu. Til þess að milda Grikki var svo gefin út yfirlýsing þess efnis, að Popovics hefði aðeins boðað bráðabirgðasamkomuiag, að tilskildu samþykki Grikk- lands. En í yfirlýsingu Popo- vics, sem afhent var frétta- mönnum, vélrituð, var tekið skýrt fram, að ákveðin hefði verið stofnun hernaðarbanda- lags. Ráðstefna í Belgrad í sumar. I Popovic utanríkisráðkerra ! Júgasiavíu hefur boðið utan- ríkisráðherrum Grikklands og Tyrklands að koma til Belgrad í sumar, til þess að semja upp- kast að samningi um herríaðar- bandalagið. Samkvæmt samstarfssamn- ingnum milli þessapa ■ þriggja ! landa, sem undirritaður var 28. febrúar 1953, komu þau sér 1 saman um að gera sameighiLega j áætlun um landvarnir, koma . saman til skrafs og ráðagerða I við og við, og samræma stefnu I sína í málum Suðaustur- Evrópu. En ekki var neitt um það í samningnum að koitia til hjálpar því ríkinu inrián 'vé- banda þessa samstarfs, sem kynni að verða fyrir ofbeldis- árás. Gengur Júgaslavía í- N.A.-bandalagið? Nú er það vís.t, að lejðtogar ailra þessara þriggja landá hafa áhuga fyrir því, að Sam- starf þeirra leiði til hemaðar- bandalags þeirrá milli, en þa'ð hefur strandað á því, að Júgó- slavía er ekki I Nato, en það eru Gilkkland og Tyrkland. En þess má geta, að við heim- komuna sagði Tito, að nann Ijti N.A.-bandalagið nokkuð oðriim augum en áður, og' gaf í skyn. að- m rnála .gæti komtð að Júgó-- slavía gerðist aðili að því. ■ Mjög er sennilegt, aö'sá verði ; endir á, því að margt annað ,en hér hefir verið rakið bendir til sívaxandi samstarfs Júgaslavíu við vestrænuþjóðirnar og sam- ! starfsþjóðir . þeirra, sem Serba í fyrri heimsstyrjöld. Júgo- slavia er með öðmm orðum ó- hjákvæmilega hlekkur í sömu j eða svipaðri varnarkeðju og þá, þótt í Júgaslavíu sé mörkuð j stefria af kommúnistiskum flokki, hverra leiðtogar sem ! kunnugt er sneru baki við Stal- in og Kominform, og leituðu 1 eftir það samstarfs við vest- j rænu þjóðirnar, samstarfs, sem æ hefur orðið nánara. detraunaspá Úrslit leikanna á laugardag urðu: Arsenal — Middlesbro 3:1 1 Cardoff — Sheff. Wedn. .2:2 x Chelsea — Newcastle 1:2 2 Hudderf. —• Bolton 2:1 1 Manch. City — Charlton 3:0 1 Portsmouth — W.B.A. 3:0 1 Sheff.Útd. — Maneh. Utd. 1:3 2 Sunderland — Bumley 2:1 1 Brentfor — Leicester 1:3 2 Doncaster — Plymouth 3:3 x Lincoln — Fulham 4:2 1 Oldham — Nottingham 1:3 2 Húsmóðir sendir Bergmáli þetta bréf: „Eg hef öðru hvoru séð spurn- ingár í blaði yðar varðandi af- greiðslumenningu brauða- og mjólkurbúða. Hefur 'peirri spurn ingu verið beint til bakara hyern ig standi á því að ný brauð eru oft ekki á boðstólum í brauða- búðum en hins vegar bráuð, seia orðin eru nokkurra daga, jafn- vel uppundir viku gömul. Þótt undarlegt megi virðast hafa bakarar ekki svarað þessura fyrirspurnum og mætti þ.ó setla, að stétt manna, sem telur sig þess umkomna að sjá samborgur- unum fyrir nauðsynlegum mat- vælum sæi sóma sinn í því að rækja starf sitt sem bezt og þá ekki siður svara kurteislegúm fyrirspurnum. BrauS send heim. Það hefur komið frarn í sam- bapdi við fyrirspurnirnar, að er- lendis getur fólk fengið ný brauð send heim til sín klukkan sjö að morgni, hér fást þau ekki fyrr en eftir hádegi eða alls ekki, að minnsta kosti í. sumum brauða- búðum. Hvað veldur þessu? Hefst vinnutimi íslenzkra bakara svo miklu seinna, en stéttarbræðra þeirra erlendis, að þeir geti ekki þess vegna veitt viðskiptavinura | sínum þá þjónustu, sem þeir eiga l heimtingu á? Eða, eru íslenzkir 1 bakarar kærulausir favað sæmi- . lega þjónustu snertir? Næstu 'heigi fara fram þesste ieikir: í Reykjavík, London, I Noregi og Svíþjóð: KR — Víkingur 1 Preston — W.B.A. 1 2 Sparta — Viking 1 2 Asker — Sandefjord x , Varegg — Larvik Turn 2 , Moss — Odd 2 AIK — Jönköping. 1 j . Göíeborg — Ðegerfors 1x2 _ Hálsingborg — Djurgárden x2 Kalmar — Elfsbórg' 1 , Norrköping — Malmö lx. Sandviken — GAIS 2 | Á bakhlið seðilsins eru töflur yfir deiidimar í Noregi og Sví þjóð. Skilafrestur er til fimmtu , áagskvölds. J. II K.F.U.M. Nýlega er loldð .33. starfsári þessa vinsæla skóla, sem starf- aði sl. skólaár í byrjenda- og framhaldsdeild fyrir pilta og stúlkur. Þessar námsgreinar ’ voru kenridár: ísíenzka, íslenzk bókmenntasaga, danska, enska, kristin fræði, upplestur, reikn- | ingur, bókfærsla og handavinna. Nemendur vorú hvaðan’æva aí landinu. Við vorprófin hlutu | ! hæstar einkunnir: í oyrjor.dadeild: Emma Krist- J jánsdóttir frá Tungu í Örlygs-| höfn í. Barðastrandarsýslu. - Meðaleinkunn 9.1. í framhalds- | deild: Margrét K. Jónsdóttir ur 1 Vopnafirði og Þórður G. Adolfs- j son úr Reykjavík, bæði með j meðáleinkunn 8.9. i Vo.ru þessum nemendum að j vanda af.he.ntar vandaðar bæk- ur. sem Vérðláun fyrir frábær- an árangur í námi sínu. Einnig veitir skólinn árlega sérstök verSlaun þeim nemendum, er skafa sérstaklega fram úr. í kristiriúrii fræðum. Hlutu þau verðlaun að þessu sinni Emma Brauðverkfall? Það verður að teljast óiíklegt, að íslenzkir bakarar gejti ekki hafið vinnu á svipuðum tírna og erlendir starfsbræður þeirra. Heil stétt getur ekki verið svo vanheil að hún þoli ekki að rísa ária úr rekkju og sinna skýldu- störfum sínum. Hitt er iíklégra að bakarar sýni viðskiptavinum sín- um kæruleysi og er erfitt að ráða bót á þvi ef bakararnir sjálfir sjá ekki sóma sinn í því að rækja störf sín eins og vera ber. Hugs- anlegt væri að visu að mynda allsherjarneytendasamtök, sem. beitlu sér fyrir lausn málsins, annaðhvort með því að gera brauðverkfall um hrið eða með því að flytja inn tilbúin brauð með flugvélum, þau myndu kom- ast nýrri í hendur neytenda held ur.en þau sem oft eru fáanleg í næstu brauðbúð í Reykjavík. Vafalaust eru margir gegnir menn innan bakaraséttarinnar eins og allra annarra stétia. Væri æskiiegt að heyra álit þeirra á málinu, því eins og ástandið er nú í sumum hverfum er það ekki viðimandi.“ Rísa snemma úr rekkju. Misskilningur .3mun það vera lijá bréfritaranum ; að bakárár fari hér seinna á fætur, en ann- ars staðar. Það er vitað mál áð bakarar hér fara margir til vinnu um miðjai’ nætur, en hitt er aft- ur ekki vitáð hýort þeir liefja þá vinriuna með því að baka brauð. Svo cr og liitt að brauð eru ágspt í mörgum bakaríum e.n verið get- ur að þau séu misjöfn eftir því hvort bakaríið er rekið af bakara eða selur aðeins brauð, er það kaupir frá einhverjum stórum framleiðanda. Að öðru leyti legg- ur Bergmál ektói dóm á raálið, en vísar því tii réttra hlutaðeig- enda. — kr. Kristjánsdóttir frá Tungu í Örlygshöfn (í byrjendadeild) og Gylfi Júlíusson ur Reykja- vík (í framhaldsdeild).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.