Vísir - 22.06.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1954, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudaginn 22. júní 1954 ¥XS3R DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm ifnur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Atburðirnir í Guatemala. T^að mun varla hafa komið mjög mörgum á óvart, þegar vopnaviðskipti hófust í Mið-Ameríkú í lok síðustu viku með því að innrás var gerð í smáríkið Guatemala, sem er skammt fyrir norðan Panama-skurðinn, eina helztu lífæð við- skipta og samgangna milli vestur- og austurstranda Ameríku. I>eir atburðir höfðu á undan gengið, sem víst mátti telja, að drægju nokkurn dilk á eftir sér, enda er það nú komið á daginn, að pac eru aðilar, sem vilja ekki sitja aðgerðarlausir, þegar þeir 'teXa að menn hlynntir kommúnismanum hafa tekið völdin í landi þessu. Því hefur lengi verið haldið fram, að stjórnin í Guatemala væri hlynnt kommúnistum, enda þótt hún mótmælti því og segðist aðeins vera framfarasinnuð þjóðernissinnastjóx'n. Var þó allt kyrrt, og eng'n önnur viðbrögð gegn henni en þau, að Bandaríkin neituðu aw selja þangað vopn — þar sem þau töldu ekki ástæðu til að eiga viðskipti við stjórn með fjanasamlegar skoðanir — þar til fréttist um mikil vopnakaup Guatemaia- stjórnar í Evrópu, austan járntjaldsins. Vopnakaup þessi hefðu ekki vakið neina verulega athygli, og líklega ekki þótt umtalsverð, ef ekki hefði verið um svo mikið magn að ræða, að það nægði margfalt stærri her en Guat.emala hefur haft undir vopnum. Þá fór málið að verða uggvænlegra, og brást Bandaríkjastjórn þá svo við, að hún sendi nágranna- ríkjunum vopn í samræmi við samninga, sem áður höfðu verið um það gerðir. Fregnir af innrásinni eru að ýmsu leyti óljósar. Stjórn Guatemala heldur því fram, að innrásin sé gerð a. m. k. með vitund og vilja, og ef til vill að undirlagi, amerískra félaga, en foringjar uppi’eistarmanna neita því og segjast aðeins vera flóttamenn frá Guatemala, sem ætli sér að steypa stjórninni í þágu sjálfra sín og þjóðarinnar en ekki vegna áhrifa frá öðrum amerískum aðilum. Verður sennilega seint úr því skoriö endanlega, hvorir hafa á réttu að standa. Deila sú, sem risið hefur í sambandi við stjórn Guatemaia og vopnakaup hennar frá kommúnistum getur reynt talsvert á þolrif lýðræðisþjóðanna. Það hefur verið aðalsmerki lýð- ræðisins, að einstaklingar og þjóðir mættu hafa skoðanir sínar í friði, og ekki ætti að beita ofbeldi til að setja á laggirnar þjóðskipulag, sem væri ógeðfellt öllum þorra þeii’ra, sern ætti við það að búa. Þar af leiðandi getur engin lýðræðisstjórn verið þekkt fyrir að standa að innrás, sem hefur að markmiði að breyta stjórnarfari annars lands. Það verður þá hlutveik Öryggisráðsins, sem hefur mál þetta til athugunar, að ganga úr skugga um, hvort hér er um að ræða einkafyrirtæki flótta- manna frá Guatemala eða önnur ríki standi þar á bak við. Byltingar og uppreistir liafa löngum talizt til daglegs brauðs í Mið- og Suður-Ameríku, svo að ekki er um neina nýjung að ræða, þótt barizt sé í Guatemala. Flest ríki Mið- og Suður- Ameríku eru full af pólitískum flóttamönnum úr öllum áttum, svo að ósennilegt er, að þurft hefði hvatningu óviðkomandi manna til að koma af stað innrásinni í Guatemala. Söngskemmtun Thoru Matthiason í Gamla Bíó. Frú Thora Matthiason hé,:t söngskemmtun föstudaginn annan eð var í Gamla Bíó og aðstoðaði frú Jórunn Viðar hana Á söngskránni voru aríut eftir Handel og gamla ítalska meist- ara, Torelli og Durante, söng- ljóð eftir Frakkana Debussy, Gounod og Bachelet o'g.Amer- íkumennina Vittoi’ia Giannini, Powell Weaver, Ernest Charles og Amy Worth og loks Draumalandið eftir Sigfús, Vögguljóð eftir .Sigui’ð Þórðar- son og Noi’sk fjellsang sftir W. Thrane. Var söngskrám mjög skemmtilega valin. Frú Thoi’a hefur undurfagra 1 sópranrödd, þýða, litrika og vel þjálfaða. Hún flytur lögm af mikilli smekkvísi og full- kominrii stílvitund. Texta- framburður hennar er einnig ágætur. Framkoma hennar á söngpallinum er ákafiega falleg og aðlaðandi. Ver 3.\,- vart. öðru trúað en að hún standi mjög framarlega í hópi amei’ískra tónlistarmanna. Fyrir oss Ís lendingum verður söngur hennar enn unaðslegri fyrir þá sök, að hún er aiinenzk að ætterni og auk þes - sonar- dóttir hins mikla Mattníasar Jochumssonar. En meðal af- komenda hans ber mikið á tón- listargáfum. Það vor því ekki að undra, þótt þessari hugijúfu söngkonu væri hlýtt og innilega fagnað og söngskemmtun hennar væri vel sótt, þrátt fyr- ir mikið framboð á tóniist um þessar mundir. Undii’leikur frú Jórunnar vai svo vandaður og samstilltur söngkonunni sem frekast vatð á kosið og vakti aðdáun í nú - tímalögunum, sem leggja tals- verðar þrautir fyrir pianóleik- arann. Átti hún sinn góða þátt í ljúfri og eftirminnilegi” skemmtun. B. G. 2:5 2 1:2 2 1:1 x 4:3 1 Síðasta get- raunavikan Úrslit leikjanna á getrauna- seðlinum fyrir síðustu helgi og fyrstu umferð heimsmeistara- keppninnar þann 16. og 17. júní urðu: Fram — Akranes Valur. — Þróttur Viking — Sandefjord Larvik — Sparta Sarpsborg — Lilleström 3:1 1 Strömmen — Fredrikstad 1:4 2 | Austurríki—Skotland 1:0 1 . Uruguay — Tékkóslóv. 2:0 1 Frakkland — Júgóslavía 0:1 2 England — Belgía 4:4 x Ítalía — Sviss 1:2 2 Tyrkland — Þýzkaland 1:4 2 Úrslit ýmissa leikjanna á þessum síðasta getraunaseðli vorsins komu mjög á óvart og þá helzt sigur Þróttar yfir Val, og sigur Svisslendinga yfir ítölum. Sigur Þróttar kom í veg fyrir að einum þátttakanda tækist að fá 12 rétta, en hann fær 1400 kr. fyrir 11 rétta. — Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur: 799 kr. fyrir 11 rétta (1). 2. vinningur: 72 kr. fyrir 10 rétta (11). 3. vinningur: 14 kr. fyrir 9 rétta (56). ALM. FASTEIGNASALAN Lánastarfsemi. Verðbréfa- kaup. Austurstræti 12, simi 7324. \MsBiPgt er skzittí^ Skipi sökkt í New York- höfn á hverjum mánuði. , S»vá er kíuiikíuikISs núö M|»p iefáafls% i Ameríski sjólierinn lætur kennslustofa fyrir aðra kafara, sökkva skipi mánaðarlega í sem fá kennslu í að rífa niður höfninni í New York og sjó- skip. Með logsuðutækjum losa liðar eru svo látnir spreyta sig þeir um stálþynnurnar' og koma Slys á sundi. kað hefur nú komið fyrir tvívegis á skömmum tíma, að menn, sem verið hafa á sundi í Sundlaugunum eða Sund- höllinni, hafa beðið bana. í fyrra skiptið var um ungan pilt að ræða, en síðara slysið henti mann á bezta aldri um síð- ustu helgi. Ekki skal það dregið í efa, að öryggis sé jafnan gætt á þeim tveim stöðum, sem um getur hér að ofan, en nú stendui svo á, að sundkeppni Norðurlanda stendur yfir, og menn mjög hvattir til þess að taka þátt í þeirri sundraun til að tryggja íslandi sigur. Af því leiðir eðlilega, að aðsókn að sundstöðum hér í bænum og raunar hvarvetna á landinu er miklu meúi en ella, og virðist þá eðlileg fylgja þess, að öryggiseftirlit verði aukið til mikilla muna, ef það gæti orðið til að koma í veg fyrir slys, sem alltaf getur borið að höndum. Öllum íslendingum leikur vafalaust hugur á, að við sigrum í keppninni að þessu sinni, eins og árið 1951, en slíkt ofurkápp má ekki leggja á það, að öryggis sé ekki gætt í hvívetna. í þessu efni eins og öðrum er kapp bezt með forsjá. á 'því að ná því upp Skóli , ameríska sjóhersins stendur að þessum aðgerðum, og eru þær ætlaðar kafarasveit flotans við ýmsar björgunar- tilráúnir. Einu sinni í hverjum mánuði er 320 lesta skipi, venjulega innrásarpramma, sökkt í 20 feta sjó.skammt frá New Jersey strönd. Flokkur kafara, sem ekki er sagt, hvað valdið hafi skiptapanum er sendur til að gera við skemmdir á skipinu og þeim á land sem brotajárni. Nýlega hefir James K. Mar- tins, læknir í ameríska sjóhern- um, fært sönnur á ágæti tækni- legrar nýjunga á sviði kafara- útbúnaðar. Hann kafaði sjálfur við eina bryggjuna í New York höfn og' gerði ýmsar æfingar þegar á botninn kóm, svo sem að standa á höfði og velta sér eftir botninum, til þess að sýna að útbúnaðurinn væri algjör- lega loftþéttur. Dr. Martins, sem er læknir koma því .aftur á flot, Venjulega j við kafaraskólann, heldur því er þetta gert á þann hátt, að , fram, að maður sem lokast hef- öllum ópum og götum er vand- ’ ir inni í bíl sem sokkið hefir í lega lokað, skipið gert loftþétt,; 40 feta djúpt vatn, muni geta en síðan er lofti dælt í það og haldið lífi í fimm mínútur, þar því þannig komi á flot. sem loft það, sem er í bílnum, Þá er sokkið eftirlitsskip þegar hann sekkur, eigi að geta notað sem nokkurskonar nægt svo lengi. Það hefur oft heyrst að al- menningur hér 1 bæ sé ekki sem bezt að sér i almennri háttvísi, og á sú skoðun sér nokkurn stað í veruleikanum. Það verður að minnsta kosti varla sagt, að menn geri sér meiri rellu út af manna- siðum en bráðnaugsyniegt er, af hverju sem það kann að stafa. Hér fer á eftir stutt bi’éf er Bergmáli liefur borizt og er þar drepið á atriði, er betur hefðu mátt fara og er engu um að kenna neina skorti á venjulegri kurteisi. Að taka ofan. „Bergmál. Mig langar til þess að koma með nokkrar aðfinnslur i sambandi við hegðun allmargra á þjóðhátiðardaginn 17. júní. Datt mér í hug að skrifa þessar línur, einmitt vegna þess að Berg mál hefur gert ýmislegt annað að umræðuefni varðandi þann dag, er ég tel að hefði einnig mátt bet- ur fara. Það tekur mig alltaf sárt, er ég heyri þjóðsönginn leikinn, og menn standa eins og styttur með höfuðfötin á höfðinu, rétt eins og þeir könnuðust ekki við hann. Þetta áttisér stað 17. júní. Fáninn dreginn að hún. Eg fylgdist með öllum liátiðar- höldunum við Austurvöll og varð þess var að allmargir virtu að vettugi þá sjálfsögðu kurteisi að taka ofan, þegar það átti sannar- lega við. Til dæmis tók ég eftir því að ýmsir stóðu með hatta og húfur á höfðunum, er lýðveldis- fáninn var dreginn að hún. Þetta mátti auðvitað ekki eiga sér stað. En vandi er að skipta sér af sliku ineðan á athöfninni stendur. Það var líka tiltalcanlegt live fáir virtu þögnina í mínútu, sem skyidi vera um land ailt. Það kunna samt að vera þær orsakir að því, að rétt hefði verið að til- kynna í hátalara um hana, því ekki er víst að allir hafi lesið dagskrána, eða áttað sig á því hvenær luin yrði. Enda tók ég eftir að margir voru að troðast áfram einmitt á þeirri mínútu, og aðrir spjölluðu hátt saman. Undir messunni. Það liefði líka verið viðeigandi að mannfjöldinn, er hlýddi á messuna, liefði haft skilning á því, að þá þúrfti að sýna sömu vinðulegu framkomuna og setið væri í kirkju. Þó tók út yfir allt, er biessað var, að þá skyldi finn- ast menn, er stóðu keikir með löfuðfötin. Jæja, ég er víst búinn að koma með nógar aðfinnslur, en mér finnst samt rétt að slikt komi fram, ef það gæti orðið til þess að einhver færi eftir því og þeim fækkaði, sem næst gleymdu al- mennri kurteisi á hátíðlegri slund. Það er skylt og rétt að geta þess, að auðvitað voru margir, og meirihlutinn, sem kunni sig. ís- lendingur.“ Bergmál þakkar bréfið og von- ar að það hafi áhrif. Þar með ljúkum við pistlinum í dag. — kr. Það bezta verður ódýrast, notið því BOSCH í mótorinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.