Vísir - 29.06.1954, Síða 1

Vísir - 29.06.1954, Síða 1
44 árg. Þriðijudaginn 29. júní 1954. 142. tbl, Úrslitakostum innrásar- manna í Guatemala hafnaö. Diaz, hinn nýi forseti, hafnar samvinnu við kommúnista. Sprengjnarás gerð á höíuðborgina. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Óstaðfestar fregnir herma að flugvélar innrásarmanna hafi gert sprengjuárásir á Guate- eftir að Diaz forseti, sem tók mala-borg, höfuðborg landsins, við af Arbenz, er flýði land, hafði hafnað úrslitakostum innrásarmanna. Diaz, hinn nýi forseti, hefur hafnað samvinnu við kommún- ista og veitt öllum pólitískum föngum og flóttamönnum fulla sakaruppgjöf. Fyrsta verk Diaz, eftir að Arbenz hafði fengið honum völdin í hendur, var að setja herlög í landinu. Úrslitakostir. Armas hershöfðingi, leiðtogi innrásarinanna, setti Diaz úr- slitakosti í gær, — barizt yrði gegn honum nema hann léti þegar hándtaka Arbenz forseta og alla samstarfsmenn hans og gæfist u'pp. Ef svár baérist ekki fyrir kl. 2 í gær yrðu gerðar sprengj uárásin Arbenz flýði. Arbenzt forseti er sagður hafa lagt af stað í gær flugleiðis á- leiðis til Argentín. Staðfesting hefur ekki fengizt á þeirri fregn en kona hans hefur leitað hælis í argentisku sendisveitinni fyrir sig og tvö böm sín. Vesturálfulýðveldin halda fund. Framkvæmdaráð Vesturálfu- lýðveldanna hefur ákveðið að kveðja saman til fundar í Buen ous Aires hinn 7. júlí utanríkLs- j ráðherra allra Vesturálfulýð-1 inaí Guatemala og hættuna, er öryggi Vesturálfu er búin af alþ j óðakommúnismanum. Fleygði sér í höfnina. Aðfaranótt s.l. föstudags fleygði maður sér í sjóinn hér við höfnina og er þetta í annað skipti á tveimur sólarhringum sem sams konar atvik kemur fyrir. Lögreglunni var strax gert aðvart um þetta, en búið var að ná manninum þegar hún kom á vettvang. Hann var hinn hress- asti og varð ekkert meint af volkinu. Brotizt var inn í verzlunina Álfabrekku við Suðurlands- braut aðfaranótt laugardagsins. Stolið var almiklu magni af matvælum og tóbaksvörum og enn fremur var stolið peninga- kasa en í honum voru engir pen ingar. IViau-IVIau myrða kennara. Nairobi í morgun. Sjö skólakennarar af Kikuyu stofni voru myrtir á hroðaleg- an hátt í gær, eftir að Mau- Maumenn gerðu árás á þá úr launsátri. Ýmislegt, sem gerzt hefur í seinni tíð bendir til, að Mau- Maumenn undirbúi nýjar árás- ir á skóla og fleiri stofnanir. Leit er haldið áfram að árásar- velda, til þess að ræða viðburð- mönnunum 16-18 Akranesbátar fara norður til síldveiða. Fara norður síðar í vikunni. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Allir Akranesbátar, sem hæf- ir eru til síldveiða, munu fara norður, nema teir, eða 16 af 18. Enginn bátur er lagður af stað, en þeir eru langt komnir með undirbúning allan, og munu sennilega flestir leggja af stað seinustu 2—3 daga vik- unnar. Seinasti karfa- farmur í bili. Jón forseti hefur lagt hér upp 250 lestir af karfa og verð- ur það seinasti aflinn, sem verð- Ur lagður upp um sinn. Eru nú togarar að hætta 1 bili, sumar- frí að byrja o. s. frv. Gylfi land- aði þar áður og fór svo í hreins- un. Hann mun hætta a. m. k. mánaðartíma. Undangengna daga hefur lítið verið róið nema í gær. Þá voru 26 trilubátar á sjó og var held- ur ónæðissamt á miðunum. Afli er tregari en hann var til skamms tíma. Aflinn í gær nam frá 200—1500 kg., samtals 15 lestir. Aflinn er ufsi og þorskur og nokkuð af ýsu, en minnst, enda fiskað á handfæri. Verðmæti afla einnar ,,trillu“ 85 þús. Hiæsti trillubáturinn, en á honum hafa verið 2—3 menn, hefur fengið um 65 lestir frá 23. apríl og mun verðmæti afl- ans nema 80—85 þús. kr. upp úr bát. Drengur særir sig óviljandi til ólífis með hníf. Ætfaðl að slíðra hníf sinn en stakk sig í nárann. Þetta er Mendes-France, sem myndað hefur stjórn í Frakk- landi, tekið við af Laniel. Eldsvoði á Eyrar- bakka í nótt. Frá frétaritara Vísis. Eyrarbakka í morgun. í nótt varð eldsvoði hér í kauptúninu og eyðilagðist að mestu hús Karls Jónassonar vélsmiðs. Á öðrum tímanum í nótt kom upp eldur í húsinu Marteins- völlum,gömlu timburhúsi, múr-! húðuðu. Magnaðist eldurinn mjög skjótt, og varð brátt al- elda. Tókst ekki að bjarga nema litlu af innanstokksmunum. Óvíst er um eldsupptök, en á- litið er, að kviknað hafi út frá rafmagni. Slökkvistarfið reyndist mjög erfitt vegna þess, að vatn var ekki fyrir hendi, og urðu menn að notast við óhreinan sjó, sem hættir til að stífla dælúrnar. Húsið eyðilagðist að mestu í brunanum, en þak og veggir standa þó uppi. Eigandi hússins er Karl Jón- asson vélsmiður, eins og fyrr segir. Hús og innanstokksmun- ir mun hafa verið vátryggt. I gærkveldi varð átakanlcgt slys hér í bænum er 9 ára gam- all drengur beið bana af hnífs- stungu. Drengurinn hét Stefán Hinrik og var sonur Þórarins Hinriks- sonar bifreiðarstjóra til heim- ilis að Grettisgötu 45. . Stefán litli hafði eignast nýj- an skeiðarhníf í gær og var hnífurinn bæði beittur og odd- hvass. Hafði Stefán verið að leika sér með hnífinn heima við í gærkveldi, en allt í einu kemur hann hljóðandi inn og hafði þá stungið sig í nárann með hnífnum. Um tildrög slyssins er ekki vitað en líkur eru helzt taldar til að drengurinn hafi ætlað að Aukið herútboð í Frakklandi. Einkaskeyti frá AP. París í morgun. Franska stjórnin kom saman á fund í gær og samþykkti fyrstu aðgerðir til eflingar franska sambandshernum í Indókína. Þeirra meðal er kvaðning manna í herinn fyrr en upphaf- lega var ákveðið, til þess að fyla í skörðin vegna liðflutninga til Indókína. — Rætt var um horfurnar í Indókína á fund- inum. Flóðatjón í Texas. Einkaskeyti frá AP. — New York í morgun. Feiknaflóð hafa orðið í Texasfylki og mikið tjón áf völdum þeirra. Á einum stað hefur járn- brautarlest með um 250 manns einangrast og hafa koptar verið teknir í notkun til þess að bjarga fólkinu. Það hafðist við á þökum járnbrautarvagnanna, er seinast fréttist. ' - Pílagrímar laugast, er sólin myrkvast. Einkaskeyti frá AP. — N. Delhi í gær. Þann 30. júní munu 500.000 indverskir pílagrímar lauga sig í hinu helga vatni Kur- ukshetra, sem er í 130 km. fjarlægð norðan Nýju Delhi, þann 30. þ. m., meðan sól- myrkvinn stendur yfir. Helgisagnir Hindúa herma, að Kurukshetra sé vígvöll- urinn, þar sem réttlætið berst við hin illu öfl veraldar, og sigrar, þegar sól myrkvast og aftur þirtir, þegar hinn „illi skuggi“ tunglsins líð- ur hjá. Sólmyrkvinn stend- ur í 59 mínútur hér. slíðra hnífinn en fatast hand- takið og hnífurinn óvart stung- izt í nára drengsins. Þar lenti hann á aðalslagæð og enda þótt foreldrar drengsins hafi brugð- ið við á sömu stundu og farið með hann í bíl sem stóð fyrir utan húsið og ekið allt hvað af tó>. á Landspítalann dugði það ekki til, því drengurinn lézt um leið og komið var með hann. inn í sjúkrahúsið. Fékk sleggju í höfuðið. í gær varð slys í Slippnum, er sleggja féll af palli og lenti á höfði manns sem var að vinna við togarann Ask. Mað- urinn, sem heitir Halldór Jóns- son til heimilis að Brunnstíg 7, hlaut nokkur meiðsl á höfði, en ekki alvarleg. Vöruskiptin : r Ohagstæ&ir í maí um 43.6 miHi. Vöruskiptajöfnuðurinn mán- uðina jan.—maí varð óhagstæð- ur um 63.7 millj. kr„ en á sama tíma í fyrra um 151.4 millj. kr. í maí s.l. varð hann óhag- stæður um 43.6 millj., en á sama tíma í fyrra um 38.8 millj. Samtals nam útflutningurinn í maí 67.1 milj. og frá áramót- um til maíloka 335 milj., en á sama tíma í fyrra 27.8 og 207.9 millj. Innflutningurinn í maí í ár nam 110.8 mjllj• og til maíloka 398.8, en á sama tíma í fyrra 66.7 (maí) og 359.4. Ovenjulegur og harkslegur bifreiðaárekstur í morgun. Þrjár konur mei&ast í strætisvagnaárekstri, — vafasamt, að borgi sig að gera við þá. Ovenjulegur og harkalegur bifreiðaárekstxu: varð • morg- un rétt við gatnamót Skóla- vörðustígs og Óðinsgötu og meiddust a. m. k. þrír farþega töluvert. Áreksturinn var óvenjuleg- ur að því leyti, að þarna rák- ust tveir strætisvagnar á, og báðir á leiðinni Gunnarsbraut- Njálsgata, og harður var hann á þann hátt, að vafasamt er, að dómi kunnáttumanna, hvort borgi sig að gera við þá. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér hjá lög- reglunni og skrifstofu SVR, eru málsatvik í stuttu máli þessi: Annar strætisvagninn kom upp Skólavörðustíginn, en hinn norður Óðinsgötu. Þegar vagninn, sem kom Óðinsgötuna ef kominn á Skólavörðustíg- inn, rekast þeir á, og varð af þessu mikið högg, eins og vænta má, og segja sjónar- vottar, að þetta hafi verið lík- ast því, er hrútar stangast á, en þetta var þó síður en svo spaugilegt, því að nokkrir far- þegar meiddust, og þrjár kon- ur svo, að flytja varð þær í Landsspítalann til aðgerða. Tvær þeirra hlutu skurð a enni, en ein meiðsl á fæti, og \auk þess mar. Þó var unnt að flytja fólk þetta heim að lok- inni aðgerð, og mun engina hafa hlotið háskaleg meiðsl, sem betur fer. Ekki mun bílstjórana hafa sakað, en skemmdir urðu mjög miklar á vögnunum. Á öðrum gekk vélinn inn í yfirbygging- una, en á báðum skemmdist vatnskassinn og fleiri alvarleg- ar skemmdir urðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.