Vísir - 29.06.1954, Page 8
VtSIR er ódýrasta blaðiS og þó |ia9 f jöl—
breyttasta. — Hringið i s»'ma 1580 tg
gerist áskrifendur.
VÍSIR
Þeir sem gerast kaupendur VtSIS eftfcr
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypia tM
mánaðamóta. — Sírni 1680.
ÞriSjudaginn 29. júní 1954.
Fyrirbuguð útgáfa á lit-
myndamöppu frá íslandi.
Þýzk kona dyelur hér í sumar og
tekur ljósmyndir af landi og þjóð
fyrir erlendar stofnanir.
Þýzk kona, frú Helga Fietz,
sem er ljósmyndari að iðn,
"dvelur hérlendis um þessar
mundir, ásamt dóttur sinni, og
tekur ljósmyndir af landi og
3»jóð fyrir erlendar stofnanir og
■útgáfufyrirtæki.
Vísir átti tal við frúna fyrir
Ækemmstu, en hún er búin að
vera hér á þriðju viku, aðallega
í Reykjavík, en hefir einnig
iarið upp um Borgarfjörð, auk
3>ess í hvalveiðistöðina hjá
Þyrli, í flugferð hafa þær
mæðgur farið og loks suður á
JReykjanes.
Þótt frú Fietz hafi ekki séð
mikið af landinu ennþá
lætur hún samt óspart hrifn-
dngu sína í ljós yfir töfrum
landsins og yfir fólkinu sjálfu,
Æem hún telur hafa reynst sér
■eins vel og bezt verður á kosið.
Nú eru þær mæðgur að leggja
npp í ferð um Suðurland, en
-síðar hugsa þær til ferðar norð-
ur og jafnvel austur. Kváðust
þær vilja dvelja hér fram I
september ef þess væri kost-
ur og kynnast landinu og fólk-
inu, atvinnuháttum þess og
Jjjóðlífi. Allt þetta ætla þær
mæðgur að ljósmynda, bæði í
lit og eins svart-hvítt og koma
.síðan á framfæri við erlend út-
gáfufyrirtæki eða mennta-
.stofnanir.
Frú Fietz telur erirtdi sitt
hingað til lands vera marghátt-
að. Eitt meðal annars er það,
að taka litmyndir í sérstaka
möppu, er síðar yrði gefin út
hjá þekktu útgáfufyrirtæki,
Hanns Reich í Munchen, og
hefir áður gefið út fallegar
myndamöppur frá ýmsum öðr-
um löndum. í möppunni eiga
að vera 22 fallegar og sérkenn-
andi myndir héðan að heiman,
teknar með Agfa-litfilmu.
Stærð möppunnar er 20X25.5
cm. og er hún gerð úr lérefti.
Má vænta þess, að þetta verði
hið fegursta verk og geta þeir
sem vilja rammað myndirnar
:inn og hengt á vegg.
f öðru lagi hefir frú Fietz
-samið við stofnun í Heidelberg,
sem lætur þýzkum skólum í té
litskuggamyndir frá ýmsum
löndum heims, að taka hér
myndir í þessu skyni. Áður
hefir þessi stofnun fengið til-
svarandi myndir frá öðrum
Norðurlöndum og vill nú bæta
fslandi inn í hópinn. f þessum
myndaflokki á að sýna sér-
Mikil vinna við
humarveiðar.
Frá fréttaritara Vísis.
Eyrarbakka í morgun.
Humarveiðarnar, sem nýlega
Ihófust hér, ganga ágætlega.
Mikil atvinna hefur skapazt
við þessa nýju atvinnugrein, og
hyggja menn. gott til hennar í
framtíðinni.
Grasspretta hefur verið mjög
góð hér um slóðir, og er sláttur
víða hafinn fyrir nokkru.;
kennilegustu náttúrufyrirbæri
landsins, atvinnulíf o. fl.
Loks hefir frú Fietz samið
við ritstjórn hins víðfræga
tímarits „Du“, sem gefið er út
í Sviss og telst meðal vönduð-
ustu og bezt gerðu tímarita hér
í álfu, að taka myndir, bæði í
lit og svart-hvítar, fyrir sér-
stakt íslandshefti, sem rit-
stjórnin mun hafa í hyggju að
gefa út.
Að öllu þessu ætti að geta
orðið mikil og góð landkynn-
ing, ekki sízt þar sem frúin virð
ist vera listrænn og mikilhæfur
ljósmyndari og kunna skil á
tæknilegum leyndardómum
þeirrar iðju.
Bretar og Bandaríkjamenn sam-
hendari eftir Washingtonfundinn.
Ákveðin afstaða tekinn til
varna V.-Evrópu.
Meðalvegnr farinn i SA-Asínmálnm.
Sólmyrkvaflug á
morgun.
Flugfélag íslands efnir til
sólmyrkvaflugs í fyrramálið og
verður flogið í tveimur flug-
vélum.
f björtu veðri og við hagstæð
lendingarskilyrði er ætlunin að
fljúga til Vestmannaeyja,
ganga síðan á Helgafell eða
annan góðan útsýnisstað i
Eyjum og biða þar sólmyrkvans
sem verður þar alger.
Verði ekki unnt að lenda í
Vestmannaeyjum vegna hvass-
viðris verður lent á Skógasandi
og myrkvans beðið þar.
Ef dimmviðri verður mun
verða reynt að fljúga upp úr
þykkninu og horfa á myrkvann
úr lofti.
Flugfélagið mun sjá þátt-
takendum fyrir hlífðargleraug-
um sem vernda augu þótt horft
sé í myrkvann.
Lagt verður af stað í ferðina
kl. 10,45, en farþegar eru beðn-
ir að mæta % klukkustundu
áður, eða kl. 10,15 í fyrramálið.
Flogið verður til baka strax
að myrkvanum loknum.
Leitað að ritara
Dawsons.
Lögreglan í Bretlandi og á
meginlandinu leita nú að fyrr-
verandi ritara Dawsons.
Lundúnablöðin skýrðu frá
því fyrir helgna, að lýsing á
einum fyrverandi starfsmanni
George Dawsons, hefði verið
send til allra lögreglustöðva í
landinu, þar sem maðurinn, er
liggur undir ákæru um ýmis-
konar svik og pretti, kunni að
gera tilraun til þess að flýja
land.
Maður þessi heitir Jasper
Jocelyn Addis og er 49 ára.
Hann áti að mæta í lögreglu-
réttinum Old Baily í London í
og var þá handtökuheimild gef-
in út. Ákæruatriðin á hendur
honum voru alls 9.
Addis er sagður eiga marga
vini á meginlandinu og líklegt
talið, að sumir þeirra myndu
skjóta skjólshúsi yfir hann, ef
hann leitaði til þeirra.
Próf. Stefán Einars-
son heiðraður.
Dr. Stefán Einarsson prófess-
or í norrænum fræðum við
Johns Hopkins háskólann i
Baltimore, var nýlega kjörinn
meðlimur í The American
Philosophical Society.
Félag þetta var stofnað af
Benjamín Franklín á síðari
hluta átjándu aldarinnar, og
miðar félagatölu við 500 hæst.
Eru félagar kosnir úr öllum
greinum vísinda og fræði-
mennsku. Segist amerísku stór-
blaði svo frá, að þetta sé einn
hinn mesti heiður, sem amerísk
um lærdómsmönnum geti hlotn
ast. En félagskilyrði er þó ekki
bundið við ameríska borgara
eingöngu. Má t. d. nefna þá nor-
rænufræðingana Rasmus Chr.
Rask og C. C. Rafn, sem á sín-
um tíma voru félagsmenn. Að-
eins einum lslendingi hefur áð-
ur verið veittur þessi heiður,
nefnilega Vilhj álmi Stefánssyni.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Sameiginleg yfirlýsing um
viðræðurnar í Washington sem
lauk í gær, verður birt í dag.
Þeir Churchill og Eden und-
irrita hana áður en þeir leggja
af stað í stutta heimsókn til
Ottawa. — Árangur nokkur er
talinn hafa orðið á fundinum.
I fyrsta lagi var tekin ákveð-
in afstaða til varnarmála Ev-
rópu og lögð áherzla á, að Vest-
ur-Þjóðverjar verði fullgildir og
jafn réttháir aðilar í samstavfi
hinna frjálsu þjóða, en Evrópu-
sátmálinn sé öruggasta ráðið til
þes að treysta þetta samstarf,
og vara þeir alvarlega við cf-
leiðingum þess, að draga stað-
festingu hans á langinn. Er
þetta tekið sem aðvörun til
Frakklands, sem er skilin svo,
að ekki komi til mála, að gera
neinar breytingar á sáttmálan-
Vaxandi viðsjár í Túnis.
Landsstjórínn farínn til Parísar
til skrafs og ráðagerða.
París í gær.
bændur, að þeir mundu sjálfir
taka málin í sínar hendur, cg
var herlið þá sent tii Tunis.
Horfur verða sífellt uggvæn-
legri í Norður-Afríku vegna á-
rása stigamanna á þorp og
bóndabæi.
Svo líður ekki nokkur dagur,
að ekki sé skotið á hermenn
eða lögreglumenn, oft marga
sama daginn, úr launsátri, en
stundum slær í bardaga milli
„fellagha“sveita og lögreglu-
manna, en annars gera stiga-
menn einnig árásir á þá landa
sína, sem vilja leiða deilurnar
hjá sér og hafa næði til þess
að stunda atvinnu sína.
Landstjórinn í Túnis, þar
sem ókyrrðin er mest, Pierre
Voizard, kom til Parísar í dag,
til þess að skýra stjórninni frá
ástandinu. Forsætisráðherra ný
lendustjórnarinnar sagði af sér
fyrir viku, og hefur ekki verið
skipaður maður í hans stað, en
þetta eykur enn á erfiðleika
st j órnarvaldanna.
Einkennisklæddur her.
Fellaghar eru í skipulegum
her, sem Frakkar álíta að telji
1500—2000 reglulega hermenn.
„Frelsisherinn" lætur menn
sína ganga í einkennisbúning-
um, og þeir berjast undir fána,
sem er með rauðum og græn-
um röndum.
Styrkur fellagha felst í
því, að almenningur veitir
stuðning með því að gefa
þeim vistir og njósna fyrir
þá, annað hvort af ótta við
þá eða af frjálsum vilja,
segja Frakkar.
Eins og gefur að skilja, eru
franskir bændur í N.-Afríku
kvíðnir vegna vaxandi skálm-
aldar þar, og hafa þeir lengi
krafizt aukins herliðs, en ekk-
ert var sent fyrr en eftir 26.
maí, þegar fellaghar myrtu
fimm bændur og nauðguðu sinna þessu, eru beðnir að snúa
konu eins þeirra. Þá tilkynntu sér til utanríkisráðuneytisins.
Forsetinn heim-
sækir Öngulstaða-
hrepp.
Akureyri í morgun.
Forseti íslands og frú komu
í opinbera heimsókn í Önguls-
staðahrepp í Eyjafirði í gær.
Fór opinber móttaka fram í
Laugalandsskóla kl. 4 í gær, en
þar tók síra Benjamín Kristj-
ánsson og Friðjón Skarphéðins-
son sýslumaður Eyfirðinga á
móti þeim og bauð sýslumaður
þau velkomin með ræðu. For-
setinn flutti að því búnu ávarp
til héraðsbúa. Síðan var sezt að
borðhaldi og fluttu þá ræður
þeir síra Benjamín Kristjánssön
og Bernhard Stefánsson alþm.,
en kór söng. Að veizlu lokinni
var skólinn skoðaður.
í dag fara forsetahjónin út á
Árskógsströnd.
Safnar efifi í
fyrirlestra.
Kunnur enskur fyrirlesari er
væntanlegur hingað til lands á
næstunni.
Samkvæmt tilkynningu sendi
ráðsins í London er frú Beryl
Northcott, kunnur enskur fyr-
irlesari, væntanlegur til Rvík-
ur 8. júlí, og ætlar hún að
dvelja um tíma á íslandi og
safna efni í fyrirlestra um land
og þjóð. Frú Northcott hefur
hug á að dvelja á íslenzku heim
ili gegn greiðslu. Þeir sem vildu
um, en viðhorfið í Frakklandi ,
hefir vaxið þannig, að engar
líkur hafa verið fyrir staðfest-
ingu með einhverjum skilyrð-
um Frakka, sem þó ekkert sam-
komulag er um.
í öðru lagi hefur ráðstefnaq
borið þann árangur, að bilið
mili stefnu Breta og Bandaríkja
mana varðandi Suðaustur-Asíu
hefur mjókkað, og samkomulag
er um að miða að varnarbanda-
lagi, hvernig sem Indókínamál-
inu reiði af. Þá hefur Washing-
tonfundurinn varað kommún-
ista við afleiðingum þess, að
ósanngjarnar kröfur verði
bornar fram við Frakka sem
skilyrði fyrir vopnahléi í Indó-
kína.
Undirtektir.
Fyrstu undirtektir eru yfir-
leitt mjög sæmilegar, jafnvel
furðu góðar í sumum frönskuin
blöðum. Mendes-France forsæt
isráðherra var fljótur til að lýsa
yfir því í gærkveldi, að við
fyrstu athugun virtist sér ár-
angurinn ánægjulegur. Hann
benti á, að Frakkland vildi gera
sem skýrasta afstöðu sína tii
varnarmálanna og það sem
fyrst, og hefði það verið fyrsta
verk stjórnar sinnar að skipa
nefnd til þess að samræmi sjón-
armið hinna ýmsu stjórnmála-
flokka. Árangur fundarins, að
því er Indókína varðar, telur
Mendes-France að muni verða
til að treysta aðstöðu Frakka.
Persónulegur sigur.
Eitt brezku blaðanna, York-
shire Post, segir að ef til vill
megi um allt deila varðandi
þennan fund, en ekki eitt, að
hann hafi verið mikill persónu-
legur sigur fyrir Churchill, sem.
unnið hafi hug allra með ljúf-
mannlegri og virðulegri fram-
komu sinni, gáfum og hnittni í
tilsvörum, er hann í gær ræddi
við um 800 stjórnmála- og blaða
menn ö. fl. Á þesum fundi ræddi
hann viðhorfið til kommúnista.
Alltaf and-kommúnisti.
Hann kvaðst alltaf hafa ver-
ið andkommúnisti og hefði
menn léð eyru því, er hann hélt
fram 1919 hefði kommúnisminn
kannske lifað að eins skamma
stund, en hann kvaðst aldrei
hafa verið andvígur Rúsum, og
hann væri þeirrar skoðunar, að
þjóðirnar ættu að geta lifað
saman í sátt og samlyndi, þrátt
fyrir ólíkar stefnur og stjórn-
málaskoðanir, og þess vegna
vildi hann menningar- og við-
skiptalega samvinnu við þjóð-
irnar, sem hefðu tekið upp ráð-
stj órnarf yrirkomulag.
Hver verður reyndin?
Manchester Guardian segir,
að árangurinn virðist góður, en
reyndin verði ólýgnust. Times
segir, að auðsjáanlega hafi ver-
ið auðveldara að ná samkomu-
laginu um Evrópu en Indó-
kína, en þó hafi verið komist
þar yfir örðugan hjalla.