Vísir - 05.07.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 05.07.1954, Blaðsíða 4
VlSIE Mánudaginn 5. júli 195« DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsscn. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. tftgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlStR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Súni 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Féiagsprentsmiðjan h.f. Ólafur Jóhannesson, kaupmaður, sexiugur. Ólafur Jóhannesson, kaup-' maður, Grundarstíg 2 hér í bæn um, er fæddur að Tröð á Áltta- nesi 5. júií 1894. Hahn ér úr góðu bergi brotinn. Móðir hans, Guðlaug Björnsdóttir, systir Erlendar Björnssonar, hrepps- stjóra, að Breiðabólsstöðum á Álftanesi og Björns Björnssor.- ar, prests, að Laufási, var prýði Aðstoð við íbúðarbyggiiHjar. Margir dæma þjóðir eftir byggingum þeirra, stærð og útliti, og er það þó ekki einhlítur mælikvarði á öllum sviðum þjóö- iífsins. íslendingar hafa aldrci getað státað af höllum, enda þólt mikill hluti efna þjóðarinnar liafi árum og öldum saman runniö til að reisa hallir í fjarlægu landi.. Og lítið mundi fara fyrir menningarafrekum íslendinga, ef byggingarlist landstnaima á umliðnum Oldum — og jafnvel ýmsar byggingar síðari tíma — væri höfð fyrir mælikvarða. En byggingar eru ágætur mælikvarði á efnaliag þjóða ogt smekkvísi, og óvíða munu þær vera betra dæmi í þessu efni en hór á landi, því að hér hefur hver einstaklingur jafnan byggt fyrir sig og sína, en sanioictinlegar, opinberar byggingar faia ekki að rísa að ráði fyrr en ti síðustu áratugum. Byggingarefnið hefur einnig reist íslendingum skorður í þessu efni fram á síðustu tíma, og það hefur sett sinn svip á byggingarlist eða háttu iands- manna. Um þessar mundir er minnzt fimmtán óra afmælis eins elzta byggingarfélagsins á landinu, sem komið hefur upp myndarlegu hverfi íbúðarhúsa fyrir félagsmenn sína á þessu tímabili, og á enn íbúðir í smíðum, sem fullgerðar verða áður en langt um líður. Hefur það eins og önnur byggingarfélög gert efnaminm mönnum fært að koma sér upp íbúðum, sem eru í hvívetna mjög vel úr garði gerðar, og því átt drjúgan þátt í að leysa húsnæðis- vandræði þeirfa, er hefðu ella þurft að líkindum átt í vandræðum með að komast í betri vistarverur. Segja má, aö mesta uppgangstímabilið í byggingarlist lands- raanna, eins og á öðrum sviðum, hafi verið síðustu fiinmtán árin, # einmitt sá tími, sem ofannefnt félag hefur verið starfandi. IV. gervallt iandið hafa menn gert sér far um að hæta húsakynrd sín eftir getu, jafnskjótt og efni iiafa leyft, og margir jafnvel teflt að tæpasta vað i kappi sínu í þessu éfni. Og menn hafa viljað hyggja vel og varanlega, ekki tjalda til einnar nætur í þessu efni. En þetta hefði ekki verið eins almennt, fjarri því, ef hið opinbera Iiefði ekki sýnt skilning í þessu efni, og reynt að greiða götu einstaklinga og félaga eftir megni. Mörgum fmnst þo ekki nóg að gert að þessu leyti, og það er rétt, að enn eru margir' sem hafa ekki getað byggt yfir sig af eigin rammleik. En á það er að líta, að þjóð, sem er ekki stærri en íslendingur og verður að sækja alit, hyggingarefni út fyrii' landsteinana, getur ekki byggt yfir sig að öllu leyti, auk fjölgunarinnar, á aðeins hálfúm mannsaldi'i. Ef iitið er á þetta með sanngirni, er ekki liægt að ætlast til slíks. En þróunin er í rétta Att, og það er fyrir iinestu, því að allir eru sanunáia uin, að áfram verði haidið i , þessu efni. Kröfur manna um íbúðir og byggingar liafa hreyizt taisvcrt síðustu árin. Kröfurnar eru nú hávæi'aii en áður um að Ieyft se að byggja einbýlishús, smá eða stór, og er þó greinilegt, að kostn- aður verður á margan hótt meiri, þegar hver.maður á íþúð sína í sérstöku húsi en ef fleiri búa saman. Hver slík íbúð hlýtur aö vera kostnaðarmeiri í sjólfri sér, en auk þess kemur óbeinn kostnaður, sem leiðir t.d. af meiri gatnagerð og öðru er að henm lýtur. Einhvern veginn hefur almenningsáiifið snúizt þannig, að þeii' vei'ða æ fleiri, sem telja sér og sínum vart borgið með öðru mótii en þvi, að þei.r húi í einbýlishúsi, enda er nú byggt meira af slíkum vistarverum en' nokkru sinni fyrr. Menn vilja ekki búa í fjqlbýlishúsum, og niunu íslendingar þó ekki vera verri sam- býlismenn í siíkuin byggingum en útíéndingar. Sonnilega eru þeir að mörgu leyti betri í þessu efni, en þó fælast menn almennt slíkar byggingar. En með þessu er bærinn þaninn svo út, að rekstur hans vcrður miklu dýrari en ella, ailskyns þjónusta kostnaðarsamari og erfið- ara að inna liana vel af hendi, nema gegn enn hærra gjaldi- en eiia. Á þetta mega menn gjarnan líta þegar kvartað er um ha gjöld til bæjariás, sem renna að mikju léýti til að uppfylla kröfur borgaranna, er stafa af þenslu 'byggðarinnar, sem er Ivo mörg- um kappsmál. Byggingarfélögin hafa byggt sambýlishús, að vísu ekki mjög stór, |en þau bafá méð stárfsemi sinni heft nokkuð þenslu bæjanna, og géra því ekki aðeins þeiín gagn, sem fó íbúðir við viðunanlegu verði á vegum þeirra, lieldur og ölluro hinum, er græða það í iægri opinberum gjöldum, að byggðin er ekki eins víðáttuinikil Dg réyndin mundi vera ef þeirra nyti ekki við. lil að rekja. Hefur hún síðan staðið við hlið manns síns með hinni mestu prýði og reynzt hqnum hinn ágætasti lífsföru- nautur. Ólafur Jóhannesson á tvö börn á lífi, þau Ástríði og Jóhannes. Eru þau hin mann- vænlegustu. Ólafur Jóhannesson er mað- ur prúðmannlegur og geðþekk- ur, sem ber aðalsmerki sinna góðu ættstofna. Hann er höfð- ingi í heimagarði, vinur vina sinna, listgefinn að eðlisfari og hugkvæmur maður í bezta lagi. Hann á marga vini, sem óska honum og fjölskyldu hans alls góðs á komandi tímum. P. Jak. lega greind kona, atorkusöm, ráðdeildarsöm, fædd fjármála- kona og heiðursmanneskja fram í hvern fingurgóm. Maður henn ar, og faðir Ólafs, var Jóhann- es Sveinsson, skipstjóri, mikill sjósóknari, aflamaður og dug- andi maður í hvívetna. Ungur settist Ólafur Jóhann- esson i Menniáskólann, lauk þar gagnfræðaprófi, sat fjórða bekk þess skóla, en hvarf frá námi, gerðist kaupmaður hér í Reykjavík og hefur rekið verzl- un hér síðan, og stundum um- svifamikla. Árið 1925 kvæntist Ólafur Mörtu Sveinbjarnardóttur, ætt- aðri héðan úr Reykjavík. Var hún kona glæsileg ásýndum og kvenkostur ágætur. Hún lézt eftir stutta sambúð þeirra. Árið 1929 kvæntist Ólafur Guðrúnu Sigurðardóttur Ein- arssonar, verzlunarmanns á Stokkseyri. Hafði hún fengið hið bezta uppeldi, ung' sett til allmikillar menntunar og vel gefin eins og hún á ættir sínar Ætla að hefja trjárækt á Sahara London (AP). — Hér hefur verið stofnað félag, sem hefur óvenjulegan tilgang. Ætlar það að ráðast í skóg- græðslu í Sahara, til að hindra ágang sands af auðninni á byggi- leg héruð. þokast sandurinn suð- ur á bóginn 50 km. á ári á 3000 km. löngum „vígstöðvum". GCSTAF a. sveinsson EGGERT CLAESSEN hœstaréttarlögmenn Templarasundi 1 (Þórshamar) Aliskonar lögfræðistörf. Fasteignasals. [Margfr er skréfió Refsivert atSiæfi eða ekki að falla í öngvit á hersýningu? Málið rælf i brezka þinginu. Refsing ungs liðsforingja i Coldstream-lífverði Elisabeihar drottningar vaki mikla lineykslan á þingi í dag. Coldstream-sveitin er ein- valalið, og í henni er enginn maður undir þrem álnum. Það er ætlazt til þess að slíkum mönnum, að þeir hnígi ekki í ómegin, og sízt liðsforingjarnir. En það kom samt fyrir einn þeirra, þegar æfð var athöfn su, sem nefnd er „Trooping the Color“, en þá fær þjóðhófðing- inn lífverðinum fána sinn til varðveizlu. Hinn ungi maður hné niður á hersýningarílöi, inni, en byssan var föst í hendi hans, þótt hann félli í ómegin. Myndi r birtust af þessu i flestum biöðum landsins, en yfirmaður hersveitarinnar dæmdd foringjann til innisetu ; herbúðunum um hríð. Þingmaður nokkur spurði svo í gær, í hvaða hersveitum Bretlands það teldist refsivert athæfi að falla í öngvit á her- sýningu. Var honum svarað, að það væri ekki refsivert, en þingmaðurinn mælti þá, að í lífverðinum teldist það sama og að maðurinn stikist um skyldustörf sín, því að ýmsir byggju sig undir hersyningu a vepjulegan hátt, meðal annars með því að sitja að sumbli nótt- ipa áður. Kvað við hlátur i deildinni, er ráðherrann mælti þ'etta. 1 þessum dálki hefur oft verið rætt um utgjöld þau, er ferming- ar hafa i för með sér, og þá einkum kostnaðinn við að fata fermingarbörnin, eins og tízkan krefst á hverjum tíma. í. hitt eð fyrra var síðan stungið upp á því, að hér yrði farið að dæmi safnaða vestan liafs, og teknar upp fermingarskikkjur, sem leigð ar væru út af kirkjusöfnuðum. Undir eins, er fyrst var a þetta mál minnst hér í Bergmáli, vakti það mikla eftirtekt og virtisf eiga marga fylgjendur í hópi aimenn- ings, enda munu ýmsir hafa rek- ið augun í nauðsyn nýs fyrir- komulags til sparnaðar, þótt fyrst liefði verið opinberlega niinnst á það hér. Skriður kemst á málið. í fyrra komst svo skriður á málið, þvi þá tók sóknarprestur- inn á Akranesi upp hugmyndina og framkvæmdi hana hjá sér. Sið an hefur málið verið rætt í öll- um söfnuðuin í Reykjavik og virð- ist hafa fengið mjög góðar undir- tektir. Loks hefur verið kjörin nefnd til undirbúnings athugana fyrir þjóðkirkjusöfnuðina í Reykjavík og hefur hún sení frá sér eftirfarandi skýrslu: „Um nokkurn tima undanfarið hafa ýmsir hér i bæ rætt um það, að gott myndi vera að létta fólki fermingarkostnað með þvi, að börn yrðu fermd í hvítum kyrtl- um, sem kirkjan léti í té. Fermt í kyrtlum í haust. Af því tilefni boðaði stjórn kirkjunefndar kvenna Dóm- kirkjunnar, formenn kirkjukven- félaga og prestskonur safnaða þjóðkirkjunnar í Reykjavik á fund iil skrafs og ráðagerða. Á þeim fundi kom í ljós að í ölluni söfnuðunum höfðu prestar, safn- aðarstjórnir og kvenfélögin rætt málið, og var mikill samhugur og áhugi á að iirinda málinu í fram- kvæmd. Var kosin nefnd til und- irbúningsathugana, og hefur hún nú lokið störfum, lagt fram til- lögur og aflað tilboða um gerð feriningarkyrtlanna. Er ákveðiö að Iiefjast handa strax og ínunu flestir söfnuðir þjóðkirkjunnar afia sér fermingarkyrtla fyrir haustið ....“ Þáftur kvenfélaganna. Og kvenfélögin eru stórtæk, eins og svo oft áður, þvi í lok skýrslu undirbúningsnefndar- innar segir: „Kvenfélög safnað- anna, þar sem þau eru til, gefa kyrtíána og sjá um allt þar að lútandi. Rætt hefur verið uiu leigugjald fyrir kyrtlanotkun, vegii.á þvotta, og mun nánar verða kveðið á uni það síðar. Ef kvenfélög safnaða úti um land hafa hug á að koma sér upp fermingarkyrtlum, er nefnd sú, sem kosin var til undirbúnings- athugana fyrir þjóðkirkjusöí'nuð- ina í Reykjavík, fús til að veita allar upplýsingar þeim tii hægð- arauka. Formaður þeirrar nefnd ar er frú Elísabet Árnadóttiiv kona 'séra Óskars Þorlákssonar Dónikirkjuprests i Reykjavík.“ Fagnaðarefni. Þvi ber sannarlega að fagna, að þessu máli hefur nú verið siglt heilu í liöfn. Það mun áreiðan- lega verða mikið fagnaðarefni mörgum efnalitlum, sem nú þarf ekki lengur að bera kviðbojsa fyr- ir þvi að fermingarbarn þeirra þurfi að standa öðruvisi fyrir alt- arinú, en þéirra sem betur mega sín. Dæmin um fjárútlátin í sam- bandi við fermingar eru of kunn til þess að þörf sé að rekja þau frekar hér. — kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.