Vísir - 05.07.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 05.07.1954, Blaðsíða 7
Mánudaginn 5. júlí 1954 VISIR Pétur starði á sjúkling sinn og veitti athygli tveimur blóð- blettum á höku hans. „Afsakið, herra skurðlæknir, en hvernig stendur á þessum blóðblettum?“ Franski skurðlæknirinn yppti öxlum. „Auk sáranna hefir de Lameth hlotið meiðsli innvortis, vafalaust í brjósti. Guð má vita hversu mikil þau meiðsli eru. Vilduð þér gera svo vel að athuga meiðslin? Þér sjáið, að hann þjáist.“ Pétur þreifaði á slagæðinni og fann, að hún sló hratt og óreglulega. Og er hann lagði eyrun að brjóstkassanum varð hann næstum engrar hreyfingar var. Sjúklingurinn var mikið marinn á brjósti. „Yður veitist erfitt að anda?“ spurði Pétur Burnham. „Helvítlega,“ sagði hinn franski aðalsmaður og gleymdi nú kurteisinni. Svitadropar gljáðu á enni hans. Dubois ygldi sig og þurkaði loðnar hendur sínar á svuntunni. „Enginn vafi á miklum innvortis meiðslum. Skurðaðgerð gæti leitt til blóðeitrunar og dauða.“ Bandaríski læknirinn kinkaði kolli. , „í flestum tilfellum mundi fara svo. Samt man eg eftir manni, sem ekið var yfir í Boston. Vagnhjólin fóru yfir brjóstkassann. Stéttarbróðir minn bjargaði honum.“ Hversu vel mundi hann ekki leikni Asa, er hann þreifaði fyrir sér til þess að gera sér grein fyrir meiðslunum — og að- gerð hans, Pétur var hinsvegar farinn að kynnast Frökkum og var nógu hygginn til að vekja ekki vonir, sem gætu reynst falsvonir, né heldur að segja neitt, er þeir gætu talið móðgun. „De Lameth þjáist mjög mikið — ef ekki væii litið á það sem framhleypni af minni hálfu, langar mig til að hreyfa því hvort ekki væri rétt að leita álits þessa læknis — hann er nefnilega yfirmaður sjúkrahússins okkar í Williamsborg?“ Það glaðnaði yfir Dubois og svar hans var alveg eins og Pétur bjóst við. „Aha, þér eigið við Peabody skurðlækni? Já, eg hefi heyrt talað um hann. Hann kvað vera snillingur. Vissulega skulum við leita álits hans. Hver mundi ekki vilja reyna allt fyrir þenn- an vaska liðsforingja, de Lameth? Og ef félagi yðar kennir okkur eitthvað nýtt, skal okkur vera það aukið fagnaðarefni.“ Þannig atvikaðist það, að síðdegis hinn 15. október kom Asa Peabody í sjúkrahús Dubois. Pétur var þar fyrir og fagnaði honum vel. „Eg vona, að þú hafir ekki verið allt of önnum kafinn. En hér þarf mikla kunnáttu og leikni til, eigi að vera unnt að bjarga lífi manns.“ „Eg er svo heppinn, að hafa ágæta aðstoðarmenn, Fletcher og Thatcher, og get því óhræddur brugðið mér frá. Skildist mér það rétt, að nafn sjúklingsins sé de Lameth?“ „Af hverju spyrðu svo hátíðlega um það?“ „Hann er eiginmaður Hildu Mention. Manstu eftir henni?“ „Eins og við hefðum hitzt aftur í gær. Og það var liðsforingi í Agenais —“ „Eg veit, þau eru svo lík, að þau gætu verið tvíburasystkin. Það er stórfurðulegt.“ Svo áköf skothríð dundi nú á York Town, að þeir þögðu um stund. Fallbyssur bandamanna voru nú ekki nema í 100 metra fjarlægð frá varnarstöðvum Breta. Þeim fannst furðulegt, að þeir skyldu ekki hafa gefizt upp þegar, en Bretinn hefir löng- verið, og þótt þeir væru nú lítils megnugir var Ijóst, ætluðu sér ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þeir læknarnir gengu að beði de Lameth. „Sælir, de Lameth. Gleður mig að sjá, að þér lítið vel út.“ Asa reyndi að mæla í léttum, kæruleysislegum tón. Hugði, að það mundi hafa bezt áhrif á þennan unga Frakka. „Peábody, mon ami (vinur minn).“ Veikt bros lék um varir de Lameth. Það var eins og eitthvað kreppti að hjarta Asa. Honum rann til rifja, er hann leit þennan unga mann augum nú, fölan, kinnfiskasoginn, sveittan og máttfarinn, og það var sem hin fögru augu hans væru að hverfa inn í augnatóttirnar. Seinast er þeir hittust fyrir nokkrum dögum, hafði hann verið kátur og frísklegur, og verið hrókur alls fagnaðar, í söng og dansi í Raleigh-gistihúsi. Auðséð var á svip sjúklingsins, að hann fagnaði komu Asa. — Brátt dró Pétur Asa til hliðar og gerði honum grein fyrir sárum og meiðslum de Lameths og hvernig horfði, að áliti hans og Dubois. „Og nú ætlastu til, að eg —“ „Eg held, að þú gerir það. Sjáðu til, eg get það ekki.“ Hann sýndi honum vinstri hönd sína og brosti dapurlega. Pétur kinkaði kolli og sótti áhaldatösku sína og nú var allt búið undir skurðaðgerð. „Alors,“ hvíslaði de Lameth og reyndi að brosa, „þér ætlið að beita „byssustingnum". — Og hvernig líður lafði minni —• konu minni?“ „Fyrirtaks vel. Hún er fegurri en nokkru sinni.“ Að sjálfsögðu vissi Asa betur. Hilda var ekki komin aftur til vinnu sinnar. Sabra hafði sagt honum, að hún lægi með háan hita. Asa var smeykur um, að hún hefði fengið lungnabólgu. Og svo hafði einhver asnazt til að segja henni frá líðan de Lameths. Ekkert gæt fiýtt bala hennar sem það, ef hægt væri að segja henni, að de Lameth, elskhugi hennar, væri úr allri hættu.“ „Gerið svo vel að byrja, herrar mínir,“ sagði de Lameth veiklulega. „Eg er dálítið þreyttur.11 Dubois kom þeim til aðstoðar. —• Asa komst að þeirri niður- stöðu, að brot úr beini þrýsti að lungunum, svo að sjúklingurinn gæti vart dregið andann. „Það er líka okkar skoðun,“ sagði Dubois, „en að opna —“ „Ef um hreint brot er að ræða er hugsanlegt að takast mætti að ná brotinu.“ „Hugsanlegt, en ekki líklegt. Þér hafði í huga að reyna að ná brotinu eða brotunum?“ „Ella mun hann deyja,“ hvíslaði Asa. — Asa heppnaðist skurðaðgerðin. Aðdáunin yfir kunnáttu hans, leikni og þolinmæði skein út úr augum Dubois. Hann ljómaði allur.“ „Eg óska yður til hamingju,“ sagði hann hrærður. „Eg hefði ekki talið gerlegt að ná svona stóru broti án skemmda á önd- unarfærunum.“ „Nú verður að gæta þess vel, að sjúklingnum sé vel hlýtt, og að aðgætt verði vandlega, að bindin haggist ekki, en þetta vitið þér eins vel og eg, herra Dubois. En nú er eg smeykur um, að eg verði að fara. Skyldan kallar og eg verð að fara til sjúklinga minna. Auk þess er eg smeykur um, að óveður sé í aðsigi.“ Asa spáði rétt. Undir sólarlag skall á suðvestan stormur, fárviðri, svo að stærðar tré brotnuðu sem eldspýtur. Smáskip og báta rak á land. Ofviðrið átti sinn mikla þátt í að Corn- wallis tókst ekki að losna úr gildrunni, sem hann var kominn í. Að lokum reyndi hann að láta ferja foringja sína yfir á Glou- cesterhöfða og leifar liðs síns. Ef það hefði heppnazt, hefði honum kannske tekizt að komast undan norður á bóginn, en á kvöldvðkunni. Sir A. P. Herbert, fyrrum þingmaður í neðri deild brezka þingsins, var mikill háðfugl, enda ritaði hann oft í „Punch“, hið fræga gamanblað Breta. Fyrir skemmstu var hann spurð ur að því í samkvæmi, hvers fólk krefðist af óperettu til þess að hún gengi vel. „Ja, þetta hefir breytzt eftir því, sem tímar hafa liðið,“ svaraði Sir A. P. „Þó er víst. óhætt að segja, að í dag verðuff óperetta fyrst og fremst að hafa góða fætur til þess að ganga vel.‘ ‘ 9 Móðir ávítar drenginn sinn; „Ert það þú, Kiddi, sem hefirv bundið steikarpönnuna í rófuna á kettinum?“ „Já, en hvað gerir það til, það var ekki okkar köttur.“ „Nei, en við áttum steikar- pönnuna,“ svaraði móðirin. • Gömul og háttvís kona gekk um og skoðaði brúðargjafirnar í samkvæminu. Hún kom auga á ungan mann, þunglyndisleg- an á svip. „Jæja,“ mælti hún, „eruð þér máske brúðguminn?“ „Óneit,“ anzaði ungi. maður- inn, „eg tapaði í undanúrslit- um.“ Sagt er, að Haile Selassie Abessinuíkeisari hafi fengið þá fögru og eftirbreytnisverðu hugmynd að stofna nýtt heið- ursmerki fyrir trúfasta eigin- menn. Eru að sögn margar gráður, er fylgja hinu nýja heiðursmerki, t. d. er eitt stig- ið riddarakross fyrir 25 ára trúfesti, og liðsforingjakrossinn fyrir 35 syndlaus ár. Þetta er allt gott og blessað, en nú velta Abessiníumenn því fyr.ir sér, hvernig hægt sé að. ábyrgjast, að krossarnir lendi hjá verð- ugum mönnum. • Faðirinn var öskureiður: „Það kemur ekki til mála," sagði hann við gullfallega dótt- ur sína. „Þú færð aldrei að giftast þessum hvolpi. Hann hefir ekki einu sinni 1290 krón- ur á mánuði.“ „Já, en pabbi, þú hefir ekki hugmynd um, hve mánuðyxinn er fljótur að líða, þega r maður er ástfanginn.“ Enn varó Taiv.nn miuinn < uðarleysi. Hann vildi heldnr teita til ldns frjálsa lífs frnmskoRamía; en i.ra konungur Durú-kap pan aa. Hann sveiflaði sér grein af grein og naut frelsisins — honum fannst lík- amsþróttum sinn aldrei hafa venð meiri. dögun heyrði hann hið ferlega vidi öskur Bolgani, öskuraþans. o lieyrði hann glöggt er hann bai ði • tnuni á þrekinn barminn. Tarzan hnykkti til hoföiiiu i .\ öskri Bolgani með þvi . , pp ; mikið. Á eftir ríkfí þi'.gn, • : f 'if kynna, að Bolagni 1’ giii sig .'• ■•ir - . valái hans í frumsí,,•;.;;!• u £ & SurmiýkA:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.