Vísir


Vísir - 09.07.1954, Qupperneq 4

Vísir - 09.07.1954, Qupperneq 4
VtSIR WXS13L DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Síxni 1660 (fiœm iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. „Þau sungu um frið". Jk hugasamur kommúnisti er í gær látinn vitna í þjóðviljanuin **■ um ferðir sínar um Austur-þýzkaland nú fyrir skemmstu, cg er fyrirsögnin hér að ofan fengin að lani af þeirri frásögn. í rauninni eru það ekki neinar rosafréttir, að menn skuli „syngja iim frið“ austan járntjalds, því að kommúnistar koma aldrci saman, án þess að syngja í þeim dúr, enda þótt reyndin aí starí- semi þeirra sé hvarvetna hið gagnstæða, úlfúð og hatur, ófriður og fjandskapur. það er vissulega fróðlegt að fá að vita urn það, hvað maðurinn sá margt skemmtilegt í Austur-þýzkalandi, hvað verkalýðnum leið dæmalaust vel, og hvað mikið hefur verið gert til pess að lionum líði sem alh-a bezt, svo að engum manni komi til hugar að fara að taka sig upp og fara slyppur og snauður yfir í auð- valdseymdina fyrir vesíen járntjaldið. En eins og allir vita hefur ílóttamannastraumminn verið stríður austur á bóginn áru.n saman, því að allir vilja vitanlega komast í frelsið og sæluna, sem þeim er búiní ríkjum kommúnista. pað er einnig góðra gjalda vert, að borið skuli vera til baka allt, sem kommúnistaráðherrarnir í Austur-Berlín létu sér um munn fara fyrir rúmu ári, þegar þeir skýrðu frá því, að verka- lýðurinn ætti við ill kjör að búa og þeim hefðu orðið á alvarleg mistök, þegar þeir heimtuðu aukin afköst, en gættu þess ekki að bæta hag alþýðu manna að sama skapi. það hefur lengi legið í loftinu, að kommúnistaráðherrarnir í Austur-Berlin hafi bonð sjálfa sig ómaklega sökunr, þegar þeir gáfu slíka lýsingu á ástand- inu í verkalýðsríkinu, og nú hefur íslenzk alþýða fengið sann- ánirnar fyrir þvi, að þetta var rangur vitnisburður. það er gott til þess að vita, að verkalýður Austur-Berlínar og margra annarra borga i Austur-þýzkalandi skuli í rauninni ekki hafa haft neina ástæðu til þess að gera tilraun til byltingar þann 17. júní á árinu sem leið, svo að ljóst verði, að uppreistirnar, sem þá urðu víða um landið, hafi bara verið gerðar að undirlagi Bandaríkjanianna og annarra slíkra, sem a:stu menn upp me5 lognum sögum um að þeim liði alls ekkert vcl, þrátt fyrir nar áþreifanlega sælu. i Víða um lönd hafa menn verið haldnir þeirri firru, aö geslir í ríkjum kommúnista geti ekki farið allra sinna ferða án eftirlits, þeir sé leiddir á þá staði, sem ætlaðir sé til sýningar, og þar só vitanlega allt í bezta lagi. þetta er að sjálfsögðu hin mesta vii, leysa, því að menn eru síður en svo teymdir um eins og gripir — hver getur farið hvert sem hann vill, séð allt sem hann langar tíl og það er lögð áherzla á, að komumenn tali við sem flesta heimamenn, er geta leitt, fáfróða en fróðleiksfúsa í álían sann- leika. Og það er ekki verið að vinsa úr svo að ferðamenn hitti einungis þá ánægðu, en það er svo einkennilegt, að í alþýðu- jíkjunum finnast einungis ánægðir karlar og konur. Væntanlega veröa gerðar ráðstafanir til þess að þýða þessa þanka ferðalangsins islenzka á þýzku og senda til A.-þýzkalands, svo að þeir verði leiddir í allan sannleika austur þar, sem hata ekki enn komið auga á sæluna, eða gætu hugsað sér að endur- llaka byltingartilraunina frá í fyrra sakir misskilnings á kjörum §ínum. . » Byggðarssfn Reykjavíkur. ' k 3 undanförnu hefur vaknað víða úm land mikill áhugi fyrir að koma upp byggðasöfnum, þar sem geymdar verði sér- kennilegar minjar fyrri tíma í hverju byggðarlagi. Hefur slíkum söfnum verið komið á laggirnar á ýmsum stöðum, og fyrr í vikunni sagði Vísir frá sýningu muna úr slíku safni, er halain hefur verið á Akueryri. Munu þessi söfn verða smækkuð mynd af þjóðminjasafriinu, er stundir líða, og verða til mikils fróðleiks fyrir allan almenning. Hér í Reykjavík hefur lítið bólað á áhuga manna fyrir því, að reykvísku byggðarsafni verði komið upp, og er leitt lil þess að vita. Hér í bæ er margt gripa, er ætti heima á slíku safni, en nnmu fara forgörðum á næstu árum, ef ekkert verður að geit. Margt hefur glatazt á síðustu árum, en meira má ekki fara sönm leiðina. Bærinn og Reykvíkingafélagið eiga að taka höndunl áaman í þessu efni, og ger-a það fyrr en síðar. Húsmæiur neituðu að kaupa kjöt uppspreugdu verði. Ongþveiti ríkti ityrst í stað eftir af nám k jöí sköinmtu » nar ■ Br etlandi Kjötskömmtun hefur verið af- numin i Bretlandi. — Milljónir brezkra húsmæðra höfðu árum saman hiakkað til þessa dags, því að þær höíðu búið við kjöt- skömmtun í 14 ár. En vonbrigðin urðu beizk, er hinn mikli dagur frjálsra kjöt- kaupa rann upp, því að verð lagið þaut upp á svipstundu. En þær létu koma krók á móti bragði og settu raunverulega upp sitt eigið verðlagseftniit. . .Feikna Ju'öng var í kjötbúð'- unum þegar er opnað var og aígreiðsluvandræði ú borgunum voru svo mikil, að sumstaðar lokuðu kjötsalar húðum við og viðvið og hleyptu fólki inn i smá- hópum. En það kom heldur en ekki á húsmæðurnar, er þær komust aö raun um, að verðlag á kjöti i steik, og öðru fyrsta flokks kjöti hafði skyndilega hækkað um helming. Og þær vildu ekki líta við kjöti, sem kostaði um 20 kr. pundtð, eða álíka og fyrsta flokks kjöt er selt í Bandaiíkjunum, og keyptu ó- dýrara kjötið. Og þær keyptu sama magn og áður meðan kjót- ið var skammtað. Margar liöfðu á orði, að þær hefðu komist al með lítið kjötmagn í 14 ár, og það gætu þær einnig nú, þar tii verðið lækkaði. Kjötskömmtuninni lauk um si. helgi og fólk hafði hlakkað til að fá sér góða steik í fyrsta inatinn, en af ofannefndum orsökum var ekki hreyft við fyrsta flokks kjötinu í fjölda verzlana, þrátt fyrir alla ösina, :• A Smithfield kjötmarkaðnum, éem er aðalkjötmarkaðurinn i London, ríkti algert öngþveiti í :? klst. Umferðarstöðvun var a öllum götum í grennd við mark- áðinn og kjötsalarnir neituðu að afgreiða fyrir en um hægðist. Á kjötmarkaðnum bjóða smá- salar í kjötbirgðir, sem þeir svo selja í búðum sínum. í von um mikla sölu var boðið hátt, enda verðlagseftiiiit lagt niður með afnámi skömmtunarinnar. Og nú verða það líklega brezkar húsmæður, sem raunyerulega ráða kjötvei'ðinu. Margt er shritjS Rjómaísinn tekur við af „cocktailnum“ í Rússlandi. Vodkahringuriuii varð undir. Tímarnir breytast í Rúss- landi, eins og víðar. í hinum fræga -,,coktail“- bar í Moskvu (Koktail Khall) Eignir Byggingarfél. verkamanna nema nú 18.4 millj. Aðalfundur Byggingarfélags verkamanna var haldinn s.l. mánudag 5. júlí, á fimmtánda afmælisdegi félagsins. Formaður félagsstjórnar, Tómas Vigfússon, flutti skýrslú um starfsemi félagsins á 15 ára æviskeiði þess, en einkum á s.l. ári. Á árinu var lokið við byggingu 5 húsa með 20 íbúð- um. Verið er að ljúka smíði 4. húsa með 24 íbúðum, og hafnar eru framkvæmdir við þrjú ný hús með 18 íbúðum. Þegar þau eru fullgerð, hefur félagið látið reisa samtals 62 íbúðarhús með 262 íbúðum, svo og skrifstofu- og verzlunarhús. Grímur Bjarnason, gjaldkeri félagsins, las upp reikninga þess, en eignir þess nema nú 18.4 millj. króna. Stjórn félags- ins var endurkjörin, en hana skipa, auk Tómasar og Gríms, þeir Magnús Þorsteinsson vara- formaður, Alfreð Guðmundsson ritari og Bjarni Stefánsson með- [stjórnandi. við Gorkystræti, þar sem menn áður sátu á stólum við stórt hringlaga afgreiðsluborð og drukku Tara og Mjrak og aðr ar cocktail-tegundir rússnesk ar, sitja menn nú við smáborð og eta rjómaís með teskeið eða sötra kælda óáfenga drykki gegnum strárör. Áður fyrr, eða frá því er bar- inn vár opnaður á stríðsárur,- um, var lokað þarna klukkan 3 á nóttu, og oft drukkið fast. í vor sem leið hófu kommún- Istablöðin reiðilestur yfir óregl unni þarna og alls konar hneykslismálum, sem drykkju- skapurinn leiddi til. Voru syn- ir ýmissa kunnra kommúnista- forsprakka farnir að sækja þangað ásamt léttlyndum vin- konum og sættu harðri gagn- rýni fyrir ósæmilega fram- komu. Leiddi þetta til að barn- um var lokað um mánaðartíma og var svo þetta útbú vodka- hringsins lagt niður, en rjóma- íssambandið hefur tekið við og flaggar með nafni Mikoyans ráð herra, sem fer með innanríkis- viðskiptamálin. Ýmsum knæpum á götuhorn um, þar sem menn gátu feng- ið sér vodkasnaps á leið til vinnu eða á heimleið úr vinnu, hefur einnig verið lokað. Föstudaginn 9. júli 1054 Bergmáli barst eftirfarandi bréf i gær frá bæjarbúa, er ræð- ir um mál, sem margir munu kannast við, en samt sem áður er sjaldan rætt um: „Eg sendi þér þetta bréf meira að gamni mínu, en vegna þess að ég haldi að mark verði á mér tekið. eða ég búist við því að það hafi nokk- ur áhrif í þá átt, að stöðva happ- drættisflóðið, sem skollið hefur á þetta bæjarfélag. Eg hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvort engin takmörk væru sett fyrir þvi hve mikið mætti selja af happ drættismiðum á hverjum tima. Hver ræður? En svo virðist ekki vera. Auð- vitað eru allir nriðar seldir i góð um tilgangi, um það þarf ekki að efast. En það er aftur hitt, hafa menn almennt efni á því að leggja þessa peninga fram? Eitt ágætt happdrætti var sett í gang fyrir skömmu, en það er fyrir dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Nú skyldi enginn skilja orð mín á þann veg, að ég hafi nokkuð á móti því, siður en svo. En með því eru flokkahappdrættin orðira þrjú. Eg veit um fólk, sem á miða i happdrætti háskólans, hjá S.f. B. S. og' svo hjá dvalarheimilinu. Það eru ekki litlir peningar sem festast á hverjum mánuði hjá þeirri fjölskyldu. Seljast illa. Þótt sala happdrættis sjóman- anna hafi gengið mjög vel, og sagt er að miðar hafi selst alveg upp, þá er það, að nú er svo konrið að happdrættismiðar f ýmsum tækifærishappdrættum seljast ekki, jafnvel þótt góðir vinningar séu i boði. Fólk er far- ið að takmarka við sig þessi kaup,. og er það skiljanlegt. Samt er það einkennilegast að þeir, sem minnst eiga til, virðast á hverjum tíma vera auðfengnastir til þess að kaupa sér von í vinningi. Eg læt svo hér staðar nmnið, en vona að menn taki orð mín til athug- unar.“ Menn eru sjálfráðir. Bergmál lætur þetta bréf ekki 1 lil sin taka að öðru leyti en þvi,. að það veit, að niikið fé fer í happdrættisnriðakaup á hverju ári hjá almenningi. En svo er hinu lil að svara, að inenn eru; sjálfráðir. Engin neyðir þessunx kaupum upp á menn, og menn ráða sér sjálfir gagnvart þessu fargani. Það mætti aðeins bæta? því við að í sjálfu sér er ekkert við þvi að segja að happdrætti séu til, en verra er þegar mann hafa keypt miða í einhverju þeirra og svo er drætti frestað mánuð eftir mánuð. Margir hafa þá glatað miðum sínum, og eru liættir að fylgjast með í blöðun- um, ef vinningsskýrslur eru nokk. urn tínxa birtar. — kr. ' Bslenzk sýning í líiel. þann 18. júní sl. var opnuð í Kiel islenzk bóka- og mynda- sýning á veguin háskolans þar, og stóð hún yfir þar til 27. júní. Voru þar sýndar samtals um. 400 gamlar og nýjar bækur. Sýningin vakti nokkra at- hygli þar í horg, en aðallxvata- maður hennar mun hafa verið íslandsvinurinn prófessor dr. Kuhn við Norrænudeild skól- ans. Sendilierra íslands í þýzka- landi, Vilhjálmur Finsen, og rektor skólans, prófessor dr. Hofmann, voru viðstaddir opnura sýningarinnar auk margra ann- arra. Utanrikisráðuneytið, Reykjavík, 7. júlí 1954. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.