Vísir - 21.07.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1954, Blaðsíða 1
VI 44. árg. Míðvikudaginn 21. júlí 1055 162. tbl, Skeiðará fjarar ört, en trén eru fölnicð og fugla- söngurinn þagnaður. í Skeiðará er nú líklega að- •eins fjórði hluti þess vatns- magns, sem það varð mest í hlaupinu um helgina. f morgun átti Vísit tal við dr. Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing, sem staddur er á neitt á birki. Þá gat Sigurður þess enn- fremur að fuglakliðurinn í Mors árdal væri nú að fullu þagnað- ur, en einkum hefur skógar- þrösturinn haldið sig þar mjög og fuglakliður hefur verið þar Skaftafelli til þess að kynna liðlangan daginn, þegar allt er sér hlaupið og bera saman við með felldu. næstu hlaup á undan. Dr. Sig- urðiir sagði. að með þeim at- hugunum, sem hann hefði geft nú, hefði hann fengið staðfest- ingu á þeirri ágizkun sinni, að þetta hlaup væri stærra en smá hlaupin næstu á undan, en mun minna en stórhlaúpin á ára- bilinu 1930—40. Vatnsmagnið minnkar mjög méð hverri stund sem líður, og í gær og nótt hefur það stór- fjárað. Dr. Sigurður Þórarinsson kvaðst hafa veitt því athygli, að gufur frá ánni hefðu áhrif á trjágróðurinn í námunda við hana. Reynitré, sem standa neð arlega í Skaftafellsbrekkunni og þar af leiðandi nálægt ánni og eins reynitré í Bæjarstaðaskógi hafa fengið á sig haustlit, þann- ig að blöðin eru tekin að fölna. 'Tré, sem hærra standa og lengra eru frá ánni virðast hins vegar ekki saka og ekki sér heldur Fluglistin í þjón- ustu ástarinnar. Óvíða í heiminum á fluglistin sér jafnmarga áhangendúr, miðað við fólksfjölda og hér á landi. Sem dæmi um það má nefna, að fyrir fáum dögum flaug ung- ur Reykvíkingur norður á Raufarhöfn í tveggja sæta flug- vél, til þess að heimsækja unn- ustu sína, sem þar býr. Flug- maðurinn ungi lenti á túni einu í plássinu, og gekk lendingin vel. Hefir ekki verið lent land- flugu á Raufarhöfn fyrr. Er flugmaðurinn hafði hitf unn- ustu sína, hóf hann sig til flugs á ný, og lenti síðan heilu og höldnu í Reykjavík. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður hefur dvalið eystra mest an hluta þess tíma, sem hlaup- ið hefur staðið yfir og fylgzt manna mest og bezt með þvi. Hann hefur gert mælingar og aðrar athuganir á því, jafn- framt því, sem hann hefur tek- ið sýnishorn af vatni .að stað-’ aldri og mun það síðar verða efnagreint. Dr. Sigurður Þórarinsson mundu koma flugleiðis til Reykjavíkur í dag og mundi hann á heimleiðinni fljúga ytir Grímsvötn til þess að athuga breytingar og rask, sem þar hafa orðið. Fló&ahættan mesl í Júgoslavia. pess sáust merki í nótt, aS byrjaS væri að lækka í Dóna hér. Aukið heiiið hefur verið flutt til borgarinnar til þess aö treysta vamargarða. Búist er við að Dónarflóðin nái hámarki í Júgósóavíu eftir um það bil 3 daga. Lætur De Gasperi af flokksforustu? Líklegt er talið, að De Gasperi fyrrv. forsætisráðherra Ítalíu, muni bráðlega láta af forystu flokks sins,. kristilega. demo- krata. Á seinasta flókksfundi, sem haldinn var í Napoli, virtist hann v.éikur. Hann var svo mátc- farinn, að það varð að styðja liann er hann gekk út ur íundar- alnum. Dauflegt yfir síldveiðunum norðanlands. í fyrradag var búlð aö salta í 10.473 tunitur á Raufarhöfn. Frá fréttaritara Vísis. — Raufarhöfn í morgun. Dauflegt er yfir síldveiðun- um norðan lands, og fengu fá skip veiði í gærkvöldi og í nótt. 12—14 skip eru komin til Rauf- arhafnar með afla eða eru á leið inni þangað. Öll eru þau með lítinn feng, 100—200 tunn ur hvert. í gær var sæmilegt veður á miðunum út af Langa- nesi og á Kjölsvínsbanka, en í dag er heldur ósíldarlegt, þoku suddi eða rigning. Meðal skipa, sem komin eru til lands með fyrrnefndan afla, eru: Helga, Páll Þorleifssoh, Bára, Kári, Björn Jónsson og Örn Arnarson. Á miðnætti í fyrradag var búið að salta í samtals 10.473 tunnur á Raufarhöfn. Söltun- in skiptist þaniýig: Hafsilfur 3264, Norðursíld 1005, Hólm- steinn Helgason 566, Óðmn 1307, Óskar Halldórsson 2579 og Söltunarstöð Kaupfél. N.- Þlng. 1752. M.s. Tungufoss er kominn til Raufarhafnar með tunnur frá Noregi og Svíþjóð. Mendes-France, forsætisráðherra Fakka, og Chou En-lai, forsætisráðherra kommúnistastjórnar í Kína takast í hendur í Genf. Kínverjum virðist skemmt, en Mendes-France, brosir þreytulega. §amkomnlag uiii Indókína óhagstæður um 55.7 millj. kr. Viðskiptajöfnuður íslands við útlönd reyndist óhagstæður í júnímánuði sl. um rúmlega 55.7 millj. króna. í þeim mánuði fluttum við út vörur fýrir rúml. 62.1 millj. kr., en innflutningur á sáma tíma nam í 17.8 millj., þar af skip fýrir 24.3 millj. króna. það, sem af er árinu, -er viðskiptajöfnuð- urinn óhagstæður um rúmar 119.5 millj. króna, en útflutn- ingur á þessum tíma nemur alls 397.2 millj., en innflutningur 516.7 millj. króna. Herbifreið hrapar í gil. 16 af 22 bfðii bana. Trento í morgun. Sextán ítalskir Alpahermenn biðu bana, en tveir meiddust jjfshættulega, er heirbifreið hrapaði 100 metra niður í gil, skammt sunnan landamæra Ítalíu og Sviss. Fjórir hermenn, sem í bíln- um voru, skrámuðust aðeins, og þykir ganga kraftaverki næst, að þeir skyldu komast nær ómeiddir úr þessum háska. Á beygju sprakk vegarbrúnin með þeim afleiðingum, sem að ofan greinir. Vietnam skipt í tvo hluta, meöan vopnarhtéiö stendur. — Kosningar og sameintng landsins 1956. Séryfírlýsing væntanleg uiii afstöðn Bandarík|anna. Einkaskeyti frá AP. — London i morgun. I gær og nótt var með samkomulagi í Genf bundinn endi á Indókína styrjöldina, sem staðið hefur 7V2 ár. — Síðdegis í dag koma allir fulltrúar Indókínaráðstefnunnar saman á fnnd til þess formlega að samþykkja vopnahléð er samkomulag varð um í gær. Frumdrög að samningum um stöðvun vopnaviðskipta í Vietnam og Laos voru undirrituð í gær, en það reyndist erfiðleik- um bundið að ná samkomulagi um stöðvun vopnaviðskiptanna í Cambodiu. Forsætisráðherra Burma sagði nýlega, að hlutlausu rikin ættu að veita aðstoð sina til þess að stórveldi eins og Bandarikin og Ráð- stjórnarrikin leysi vanda- mál sín friðsamlega. Það .náðist þó á 2y2 klst. miðnætursfundi fyrir milli- göngu Edens og verður und- irrftað í dag, áður en fundur hefst síðdegis. Frumdrögin að stöðvun vopnaviðskiptanna í hinum þremur sambandsríkj- um Indókína voru undirrituð af hernaðarlegum fulltrúum. Vopnaviðskipti munu stöðv ast hvarvetna í Indókína jafn- óðum og tilkynningar um vopnahlé berast til yfirmanna beggja aðila á vígstöðvunum. Von manna er, að innan þriggja daga verði bardögum lokið í Rauðárdalnum, en ’ síð - ar annars staðar. Skiimálarnir. Vopnahlésskilmálarnir ínunu birtir þegar í dag. Ætlað er, að þeir innihaldi eftirfarandi ákvæði: Vietnam verði skipt í tvo nokkurn veginn jafna hluta á vopnahléstímanum. Markalín- an verður þar sem það er mjóst, í grennd við 17. breidd- arbaug, og fylgir á, sem þarna rennur til sjávar. Sunnan ár- innar er þjóðbraut milli Laos og sjávar. — Kosningar fari fram í landinu innan 2ja ára. Kanada. Indland og Pólland taki að sér eftirlit með að vopnahlé verði haldið. I Indókína er lítið barizt nú, að þy||er segir í fregn- um þaðan. THanoi er allt með kýrrum kjörum, en skriðdreka sveitir fara um göturnar, því að nokkur beygur ríkir um, að óeirðir kunni að brjótast út, því að óánægjan er megn yfir skiptingu landsins. Frakkar hafa viðbúnað til að flytja alla franska menn frá Framh. á 2. síðu. Sóknin hert gegn Mau-Mau. Nairobi (AP). — Bretar hafa tekið stærri byssur en áður í notkun gegn Mau Mau-mönnum. Hafa verið notaðar undanfarið í skógunum í Nyeri-liéraði byss- ur með 25 punda kúlum, sem draga 8 km. með mikilli nú- kvæmni. Litlar flugvélar éru Iatnar leiðbeina skyttunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.