Vísir - 21.07.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 21.07.1954, Blaðsíða 8
 VlSlB er édýrasta blaSiS og þó þaS fjöl- brayttasta. — HrhgiS f dma lfSð *| gerist áskrifendur. 'ISIR Þeir iem gerast kaupendur VÍSIS eftfar 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypU mánaðamóta. — Sími ltfi. Miðvikudaginn 21. júlí 1954 Miklar ræktunarframkvæmdir í Krýsuvik í sumar. 40 unglingar vinna þar að garðrækt og öðrum störfum. í Krýsuvík er unnið að all- miklum landbúnaðarfram- kvæmdum í vor og sumar. Áður var búið að ræsa fram landið og þurrka, en í vor var brotið land, fúllunnið og sáð í 17—18 hektara af nýrækt. Fyrirhugað er að koma upp kúarækt í stórum stíl í Krýsu- vík og er búið að koma fjosx undir þak sem rúmar á annað hundrað nautgripi. Ennfremux- er búið að steypa tvo súrheys- turna við fjósið. Enn þá er ekki nein naut- griparækt í Krýsuvík, og óvíst að nautgripir verði fluttir þangað í haust. Að minnsta kosti á fyrst að sjá hversu hey- >skapurinn af nýræktinm geng- ur í sumar. Á vegum Hafnarfjaroarbæjur hefur verið komið á sérstakri unglingavinnu í Krýsuvík í sumar. Þar vinna um eða yfir '4Q drengir á aldrinum 9—14 ára. Munu þeir aðallega verða látnir vinna að garðrækt, en einnig að ræktun og heyskap eftir því sem þörf ki-efur og ástæða þykir til hverju sinni. Liggja drengirnir þarna við i sumar og er þar bæði ráðskona og starfsstúlka sem annast drengina og matbúa fyrir þá. Auk þess eru svo. verkstjórar .sem leiðbeiha piltunum og stjórna þeim. í Krýsuvík er búið að byggja .s1;ór gróðurhús, samtals um 1600 fermetra að stærð. í fyrst- unni voru aðallega ræktaðir þar tómatar, en nú hefur verið skipt yfir og tekið að rækia blóm í stað tómatanna. í Hafn- arfirði annast blómabúðin „Sóley“ sölu og dreifingu blóm anna. Tvö íbúðarhús hafa þegar verið byggð í Krýsuvík, er anh- að ætlað starfsfólki, gróðrar- stöðvarinnar, en hitt er íbúðar- hús væntanlegs ráðsmanns Krýsuvíkurbúsins. Sérstök nefnd manna hefur með hönd framkvæmdir allai í Krýsuvílc. Er sú nefnd skipuð sínum manninum frá hvorum flokki, en þeir eru Bjöi'n Jó- hannesson, fórmaður, Heigi Guðmundsson og Gísli Guð- jónsson. Teknir fyrir ölvun við akstur. í gær tók lögreglan ölvaðan pilt á bifhjóli í miðbænum. Auk ölvunar hafði piltur þessi gerzt sekur um ógætilegan akstur og fleiri brot á umferð- arreglum. Þá hefur lögreglan enn frem- ur skýrt Vísi frá því, að um- ferðardómstóllinn hafi á ferð sinni fyrir austan fjall nú eft- ir helgina, komið að bifreiðar- stjóra, sem var að neyta áfeng- Fer5 til Vatnaj&kds. Gnðmundur Jónsson bifreiðar- stjóri efnir til öræfaferðar inn að Vatnajökli og hefst hún á laugardaginn kemur. Guð'mundui' gerir íáð fyrirað þetta verði 4—5 daga ferð eftir atvikum. Fai'ið verður sem leið liggur austur yfir Tungná að Veiðivötúum og þar geta þeir orðið eftir sein viíja.. En Guð- mundur liéidur'fei’ð, si'nni áfram inn að Vatn'ajökli við Tuiignár- botna og má þaðan ganga upp á jökúlrörid-ina. Erinfremur er ■fyrirhuguð giinguferð að Langa- sjó ef vel viðrar, .en þahgað er stutt úr Tungnárbotna. í 'a'nn- arri hvorri leiðinni verður kom- ið við í Landmannalaugum. þarna ,er tilvalið tækifæi’i að ræða fyrir fólk, sem skoða vill mestu og stórljrotnustu auðnir íslands og án þess þó að liafa allt, of mikið fyrir því. Guð- muridur gefur sjálfur allar nán- ari upplýsingar um ferðina. is undir stýri bifreiðarinnar. • Bretar hafa nokkrúm sinn- um kvartað yfir vopnasölu Spánverja til Egyptalands, að þvi er tilkynnt var í gæt. JJeir haía selt þeim sprengju- vörpur, vélbyssur, skotfæri o. fl. Bretar sjálfir segjast hættir að selja Egyptum vopn. Nítján þjóðir í keppni i heimsmeistara- svifflugi. Frá Norðnrlöndum eru Danir, Finnar og Svíar. Afvopnunarmálin. Rússar motfallnir efiirlití. Einkaskeyti frá AP. — New York í morgun. Afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komið hér sam an til fundar. Gengið verður frá skýrslu um störf undirnefndarinnar, sem starfaði um skeið í London fyrir nokkru. Bandaríkjafulltrúinn í nefnd inni sagði á fundi nefndarinnar í gær, að í London hefði komið greinilega fram, að Rússar vildu ekkei’t eftirlit, sem gagn væri að. Nýtt met í fréttaþjónustu sett á Genfarráðstefnunni, og aldrel í sögu Sviss voru tæmdar eiits margar flöskur á jafnskömmum tíma. Einkaskeyti frá AP. — Genf í morgun. Aldrei hefur annað eins orða- flóð streymt frá nokkurri ráð- stefnu sem Genfarráðstefnunni á jafnskömmum tíma, enda var það ósmár hópur fréttamanna frá 49 lönduin — miklu fleiri en sendinefndirnar að meðtöldu öllu þeirra starfsliði. Ráðstéfnan hófst hinn 26. apríl og fjölritaðar tilkynning- ar frá ráðstefnvmni á þeim tíma ui'ðu yfir 1 milljón. Ráðstefnán var haldin í friðarhöll þjóða- Frá skákþinginu: Jón Einarsson nr. 1 í meistaraflokki. Seinustu umferð í meistara- flokki á Skákþingi Islendinga lauk s.l. mánudagskvöld. Úr- slit urðu sem hér segir: 1. Jón Einarsson með 4 vinn- bandalagsins gamla. — Gisti- húsaeigendum og þjónum ber saman um, að aldrei í sögu Svisslands hafi eins mai'gir menn skolað á sér hálsana jafn- hraustlega og í Genf á undan- förnum vikum. Svissneska stjórnin lagði til fimm hæða byggingu með 80 herbergjum handa fréttamönn- um og fulltrúum 88 fréttastofa, 460 blaða, 50 útvarpsstöðva og 22 kvikmyndafélaga. í „blaða- mannaborginni“ voru fjölmarg ar skrifstofur, símastöðvar, myrkvaherbergi fyrir ljósmynd ara og bar — og var það aðal- samkomustaðurinn til skrafs og ráðagerða og jafnvel stárfs. Á 86 dögum voru haFdmr l!> reglulegir fundir um Kóreu og 7 um Indókína. Aðalstarfið var unnið á einkafundi. inga, 2, Kári Sólmundarson 3% | vinning, 3. Ingim. Guðmunds- son 3 vinningá, 4. Gunnar Óiafs son 2 vinninga, 5. Ágúst Ingi- mundarson IY2 vinning og 6. Ólafur Einarsson með 1 vinning. í landsliðsflokki verða bið- skákirnar tefldar í kvöld og því seinasta umferð annað kvöld. T ugþrautarkeppnin stendur yfir. Einkaskeyti frá AP. — Camphill, Englandi, í gær. Heimsmeistarakeppni í svif- flugi hófst í gær í Derbyshire, skamm/t frá Great Hucklow, og taka nítján þjóðir þátt í # henni. Brabazon lávarður hóf keppninna með því að fljúga .svifflugu að viðstöddum 200 • sviölugmönnuin, sem taka munu þátt í mótinu. Keppt verður um meistaratign í ein- . sæta- og fjölsætasvifflugum, og hefst sjálf keppnin form- lega á miðvikudag. Þessar þjóðir hafa sent menn Rússar við öllu búnir. Vín (AP). — Rússar munu nú hafa fullgert ratsjárnet sitt írá Eystrasalti til Svartahafs. Átti aðvörunarkerfi þetta að vera tilbúið fyrir 5 árum, en það tókst ekki sökum liörgyls á tækjum og læi’ðu stai'fsfólki. — til keppninnar: Argentína, Ástralía, Austurríki, Belgía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Finnland, Þýzkaland, Bret- (landj Holland, ísrael, Ítalía, Suður-Afríka, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkin og Júgó- slavía. Undanfarna daga hafa þátt- takendur verið að prófa sig áfram. Einkum eiga Banda- ríkjamenn í erfiðleikum með að venjast því að vera dregnir á loft með vindum, en í heima landi þeirra er miklu algeng- ara að nota flugvélar til þess. Vindur þær, sem fyrir hendi eru, hafa reynzt of afl-litlar. Hafa þeir ekki getað dregið á loft stærstu svifflugurnar, Bandaríkjasvifflugu. sem er 20 m. milli vængbrodda, og þýzka flugu, sem er heldur stærri. Ernst Haase, þýzkur svifflug- maður, varð að nauðlenda flugu sinni vegna þess, að vinduumbúnaðurinn var of veikur. Ráðstafanir hafa verið gerð- ar til þess að fá sterkari vind- Fiestar stöðvai’nar eru hreyfan- legar, svo að erfiðara sé að vita , ur frá Frakklandi og Þýzka- nm stöðu þeirra. I landi. Reykjavíkurmeistaramótið í tugþraut hófst á íþróttavellin- um í gærkvöldi. Níu íþróttamenn hófu keppn- ina, en 8 luku fyrri hemingi hennar í gærkvöldi. Veður var kalt og mun það hafa haft nokk ur áhrif. — Eftir fyrri dag keppninnar standa leikar þann- ig: 1) Guðmundur Valdimars- son, KR, 2794 stig. 2) Helgi Björnsson ÍR, 2793. 3) Daníel Halldórsson, ÍR, 2778. 4) Guð- jón Guðmundsson, KR, 2772. 1 Guðmundur Valdimarsson hljóp 100 m. á 11.4 sek., en Daníel Halldói'sson stökk 6.40 m. í langstökki, og má það teljast sæmilegt í óhagstæðu veðri. Brétar hafa misst 500 flugvélar á 30 mán. London (AP). — Bretar hafa undaníarið hálft þriðja ár misst næstum 500 þrýstiloftsílugvélar. Hefur þetta verið upplýst á þingfundi og því bætt við, að ekki sé alltaf sagt frá því, þótt flugvél farist, og aldrei látið uppi, hver orsökin hafi vei'ið. Frakkar senda lið til Túnis. Einkaskeyti frá AP. - París í morgun. Flutningaskip og herskip létu úr höfn í Suður-Frakklandi í gær með liðsauka til Túnis, en þar liefur ástandið farið hrað- versnandi í seinni tíð og mörg hermdarverk verið unnin af öfgamönnum í flokki þjóðern- issinna. Samtímis hófust í París við- ræður milli ríkisstjórnarinnar frönsku og túniskra leiðtoga. Einn af leiðtogum þjóðernis- sinna sagði við komuna, að þjóð ernissinnar gerðu sér auknar vonir um, að Frakkar yrðu við sanngjörnum kröfum Túnisbúa. Umfer&ardómstól! fór ví&a um kelghta. Umferðardómstóll var á ferð- inni á vegum úti um helgina og fór víða. þeir, sem stöðváðir voru, komir yfirleitt kurteislega fi’am, og virðist vera aukinn skilningur á nauðsyn þess, að umferðardóm- stóll starfi. Nökkrir ménn voru sektaðir fyrir of hi'aðan og ógætilegan akstur, og tveir voru teknir grunaðir uni ölvun við akstur. Nokkur bi’ögð eru að þvi, að menn gleymi ökuskírteinuxn sínum, og eru menn áminntir um að hafa þau meðferðis, þvx að þótt áminning sé látin duga í eitt skipti, geta menn búist við sektum, ef menn fara ekki að áminningu í þessu efni. þá eru nokkur brögð að því, að nienn hafi of marga farþega i bifreið- um, og að menn hafi ekki sinnt fyrirskipun um að fara með bif- reið til viðgerðar, eftir að skoð- un hafi verið framkvæmd, og jafnvel lagt upp í langferðalög með bíla, sem fyrirskipað hafði verið að láta gera við. Öll slík brot varða sektum. 9-14 ára böra skylduð tíl landbúnaðarstarfa i Rússlandi. 150.000 ungmenni send til skyldustarfa á nýrsektarsvæ5um. • .. 10.000 starfsmenn Singapore- borgar haia gert verkfall út ai kaupdeiliun. Fregnir frá Vínarborg segja frá nýrri tilskipun miSstjórnar- ungmennasambandsins » Ráð- stjórnarrikjunum (Komsomol). Er liún þess efnis, að börn verði skylduð til landbúnaðar- starfa i sumai’, þ. e. skólabörn 9—14 ára, og líklegt er, að jafn- vel börn yngri en 9 ára veröi skylduð til slíkra starfa i sumar. Um 149.000 unglingar og nngir menn og k'onur í Komsomol hafa verið kvcrdd til skyldustarfa í landbúnaði (aldur: 14—26 ára). Er það miklum mun stærri hóp- ur en gert var upphaflega ráð fyrvr og var fólk þetta sent til nýræktarsvæða. Auk þess hafa 1.250.000 verkamanna verið send- ir til svonefndra dráttarvéla- stöðva á undanförnum mánuð- um, sem teknir hafa verið úr öðrum iðngreinum á sama tíma, sem fólkinu hefur verið lofað nægum búsáhöldm, sem nukill skortur var á, og reynt að halda í horfi með hergagnaframleiðsl- una. Sannar þetta að ekki hefur verið ofsögum sagt af því hverj- ar áhyggjur valdhafarnir hafa af minnkandi landbvinaðarfram- leiðslu, þrátt fyrir fólksfjölgun og aukna tækni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.