Vísir - 06.08.1954, Qupperneq 4
VÍSIR
Föstudaginri 6. ágúst 1954
DAGBLAB
Bitstjóri: Hersteinn Pálssoa.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson,1
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB BLF.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fimm ilnur).
Lausasala 1 króna,
Félagsprentsmiðjan h.f.
Ástæðulaus óánægja.
Jóhannes úr Kötlum er hinn síðasti af hinum miklu öndum
kommúnista, sem látið hefur ljós sitt skína vegna þess,
að íslendingar töldu á sínum tíma hyggilegast vera ekki varn-
arlausir í vopnuðum heimi, þar sem hver þjóðin hvarf af ann-
ari bak við járntjaldið, glataði sjálfstæði sínu algerlega. Segir
hann, að íslendingum hafi árum saman verið ógnað með hættu
frá þjóð, sem hafi aldrei skert hár á höfði okkar, og sé hættan
af henni því vitanlega tilbúin.
Þetta er rétt hjá skáldinu — Rússar hafa aldrei skert hár
á höfði íslendinga, en þeir hafa skert hár — og meira en hár —
á höfði svo margra þjóða undanfarið, að engin ástæða er til
að ætla, að þeir mundu ekki leika okkur eins, ef þeim gæfist
tækifærið til þess. F~">es og Masaryk, er fyrirfór sér — eða
var jafnvel myi n,r &í nandbendum Rússa — gerðu víst heldur
ekki ráð fyrir því í fyrstu, að Rússar mundu skerða hár á
höfði Tékka. Fór þó svo, eins og allir vita, að kommúnistar tóku
völdin í landinu í skjóli rússneska hersins, svo að það eru
raunverulega Rússar, sem öllu ráða, og síðan hafa hausarnir
fokið — með hári og og öllu saman — og má í því sambandi
minnast Clementis og Slanskys.
Skáldinu finnst það einnig illt, að þeim skuli hafa verið
falið að verja ísland, sem gerðu „innrás' í landið á stríðsárun-
um, og sannar þetta, hversu minnissljófir kommúnistar geta
verið, þegar þeir þurfa á að halda. Ættu þeir vel að geta
munað það, þegar einn helzti foringi þeirra krafðist þess fyrir
styrjöldina, að við leituðum einmitt til Bandaríkjanna vegna
yfirgangs Hitlers í Evrópu. Þá voru Rússar ekki nefndir fyrst,
þegar leita þurfti trausts og halds hjá stórþjóðunum vegna
heimsdrottnunarstefnu Hitlers og manna hans.
En Adam var ekki lengi í paradís, og Bandaríkin ekki held-
ur, því að skjótt skipast veður 1 lofti austur í Garðaríki. Banda-
ríkin — með sinum vonda og ljóta kapitalisma, þar sem Vol-
strít ræður lögum og lofum — urðu snögglega vargar í véum
í augum kommúnista. Þau höfðu svo sem ekki tekið neinum
breytingum frá því að Einar Olgeirsson bað þess heitast, að
þau væru fengin til að vernda Hitler. Þau höfðu ekki brey.tt
um stjórnarskipulag, og þau höfðu heldur ekki sett verulegar
hömlur á kapitalismann sinn eða Volstrít, svo að ekki var
ástæðuna fyrir þessu að finna í því. Breytingin hafði orðið
annars staðar, og sennilega hefur hún þá orðið hjá húsbænd-
nm þeirra manna, sem vildu fá ameríska vernd fyrir stríð,
en máttu ekki til hennar hugsa, þegar það var um garð gengið.
Ástæðan er vitanlega sú, að þeir telja — og vafalaust með
xéttu — að Bandaríkin geti orðið heimsdrottnunarstefnunni
xauðu erfiður ljár í þúfu, alveg eins og þátttaka Bandaríkjanna
i stríðinu táknaði raunverulega ósigur Hitlers. Og þegar þetta
er athugað, þá verður skiljanlegra, að kommúnistum þyki nú
amerísk hervernd eins hættuleg og óæskileg og þeim fannst
hún sjálfsögð og óumflýjanleg, þegar það var Brúnn en ekki
Rauður, sem var að reyna að vinna heiminn.
Nýjustu farartækm.
Oíðustu mánuðina hefur ný tegund farartækja birzt á götum
^ Reykjavíkur, og virðist þeim fara ört fjölgandi. Eru þetta
létt bifhjól, sem unglingar virðast einkum sækjast eftir að
eignast og nota til að komast leiðar sinnar. Kemur það af því,
að ekki mun vera krafizt neins prófs til að eiga og stjórna
slíku farartæki, og ekki virðist heldur vera um neinn lág-
marksaldur riddaranna að ræða, því að þeir munu margir vera
innan við fermingu.
Farartækjafjöldinn var svo mikill fyrir á götum borgar-
innar, að varla var á hann bætandi, og ekki hefur það dregið
rir erfiðleikum í umferðinni eða hættum af hennar völdum, að
>essi nýi farartækjafloti hefur bætzt við. Hefur komið til orða,
að lögreglan beiti einhverjum hömlum í þessu sambandi, og
"virðist það sjálfsagt, að ekki sé hvaða óvita sem er leyft að
•vera á ferð á slíku leikfangi, sem getur orðið býsna hættulegt
í höndum slíkra unglinga.
Um 80 þáttakenéir í meistara-
móti ísiands um næstu hefgi.
Keppt verðnr Jirjá daga í röð.
mótinii lýknr á mánndag.
Meistaramót Islands i frjáls-
um íþróttum fer fram á íþrótta-
vellinum í Reykjavík um næstu
helgL
Hefst það á laugardag kl. 3 e.
h., með keppni í eftirtöldum
greinum: 200 m. lilaupi, kúlu-
varpi, hástökki, 800 m. hlaupi,
spjótkasti, langstökki, 5000 m.
hlaupi og 400 m. grindahlaupi.
Á sunnudag hefst keppnin aftur
kl. 3 e. h. og vei’ður þá keppt í
100 m. hlaupi, þrístökki, stang-
arstökki, kringlukasti, 1500 m.
hlaupi, 110 m. grindahlaupi,
sleggjukasti og 40 m. hlaupi. Á
mánudag heldur mótið áfram og
verður þá keppt í 300 m. for-
Ferð til Þórsmerkur
og Landmannalauga.
Um næstu helgi gengst Orlof
h.f. fyrir ferðum á JJórsmörk og
í Landmannalaugar. Verður lagt
aí stað frá Orlof h.f. kl. 2 e. h. á
laugardag.
Fer það mikið í vöxt, að fólk
dveljist á þessum tveim stöðum
vikulangt á milli ferða, ýmist í
tjöldum eða hinum ágætu sælu-
húsum Ferðafélagsins.
þann 10 ágúst hefst 12 daga
sumarleyfisferð frá Orlofi. Verð-
ur ekið í Landmannalaugar, síð-
an til Fiskivatna og dvalið þar
í 2 nætur síðan haldið áfram í
Jökuldal við Tungnafellsjökul.
Gengið verður á jökulinn og í
Vonarskarð, þaðan ekið í Gæsa-
vötn og að Öskju. Áfram mun
haldið á 9. degi til Herðubreið-
arlinda, gengið á Herðubreið,
þaðan verður ekið til Mývatns og
clvalið þar í tvær nætur og flog-
ið á 12. degi frá Akureyri til
Reykjavíkur. Sama dag, 21.. á-
gúst, fer annár hópur með flug-
vél frá Reykjavík til Akureyrar
og fer síðan áfram suður sömu
leið og liinn liópurinn fór
norður.
Næstkomandi föstudag kl. 2 e.
h. verður enn einu sinni farið í
hina vinsælu ferð um þingvelli,
Grafning, Sogsfossa, Hveragerði
og Skíðaskálann.
Knattspyrnuféiagió
Þróttur 5 ára.
Knattspyrnufélagið þrólíur
átti í gær 5 ára aímæli, og ex
þetta yngsta knattspyrnufélag
bæjarins.
í tilefni afmælisins hefur fé-
lagið gefið út snoturt afmælisrit,
þar sem starfsemi félagsins er
rakin, og ennfremur eru í ri’tinu
margar myndir af íþróttamönn-
um félagsins og forvstumönnum.
þróttur var stofnaður 5. ágúst
1949 í skála Ungmennafélagsins
á Grímsstaðaholti, og voru stofn-
endur 37. Fyrsti formaður fé-
lagsins var Halldór Sigurðsson,
en núverandi formaður Einar
Jónsson.
I félaginu er nú iðkuð knatt-
spyrna í öllum flokkum, og
stendur félagið með miklum
blóma. Auk knattspynumnar
iðlca félagsmenn þróttar hand-
bolta, frjálsíþróttir og enn frern-
ur er starfandi bridge-flokkur og
skákflokkur...
færuhlaupi, fimmtarþraut, 4X
100 og 4X400 m. boðhlaupum, og
fimm greinum fyrir konur.
þátttakendur í mótinu eru um
80 frá 12 félögum, og eru flestir
beztu íþróttamenn landsins með-
al þátttakenda, svo sem Hilmar
þorbjömsson.Ásmundur Bjarna-
son, Guðmundur Vilhjálmsson
og Hörður Haraldsson í sprett-
hlaupunum, Torfi Bryngeirsson,
Vilhjálmur Einarsson, Sigurður
Friðfinnsson og Einar Frímanns-
son í stökkunum. Á millivega-
lengdumury má búast við
skemmtilegri keppni milli Sig-
urðar Guðnasonar, Svavars
Markússonar og Péturs , Einars-
sonai', sem nú er aftur byrjaður
keppni. Af öðrum þátttakendum
má nefna Skúla Thorarensen,
þórð B. Sigurðsson, Pétur Rögn-
valdsson, Friðrik Guðmundsson
og þorsteinn Löve.
í kvennakeppninni sést nú aft-
ur á vellinum Margrét Hall-
grímsdóttir, U.M.F.R., sem kepp-
ir í 100 m. hlaupi og langstökki.
Eflaust leggja margir leið sína
á völlinn þessa daga til að sjá
skemmtilega og spennandi
keppni, enda má búast við góð-
nm árangri í flestum greinum,
enda er nú að verða hver síð-
astiir fyi’ir íþróttamennnia að ná
þeim árangri, sem heimilar þeim
þátttöku í Evrópumeistaramót-
iriu, og án efa ná einhverjir því
marki á þessu móti.
Revkvíkingar! Fjölmennið á
völlinn um helgina, og sjaið
dugandi æskumenn í sþennandi
leik.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
M.s. Hekla
Norðurlandaferð 14. ágúst.
Nolckur pláss hafa losnað og
verða seld eftir hádegi í dag. —
Þeir, sem skráðir eru á biðlista
og ekki hafa ennþá haft sam-
band við oss, ganga fyrir.
Háir vextir
og alveg ótvíræð trygging
standa beim til boða, sem
lána vilja fjárhæð til stutís
eða langs tíma. Algjör þag-
mælsku. Upplvsingar * síma
7324.
í dag hefst Bergmál á skrifi
frá verzlunarmanni, sem hefur
sent dálknum eftirfarandi bréf:
„Eg hef hvergi séð sérstaklega
á það minnzt, að verzlunarmenn
hafi haft útvarpið í sinni þjón-
ustu s.l. mánudag. Það er al-
kunna, að verzlunarmenn halda
hátíðlegan fyrsta mánudag i ágúst
mánuði hvert ár. Þessi dagur
tókst með ágætum, eins og alfir
munu vita, er þátt tóku í skemmt-
unum stéttarinnar þenna dag.
Ýmsir komu fram.
í útvarpinu, sem helgað var
deginum, komu frarn ýmsir ágæt-
ir menn, sem eru sómi okkar
stéttar. En afbragð þótti mér að
hlusta á endurminningar okkar
vinsæla ljúfmennis, Magnúsar
Kjarans, er hann flutti sinn þátt.
Þar var litið til baka yfir horfna
tíma, sem alltaf hafa seiðinagn
fyrir okkur, sem yngri erum.
Enda var þátturinn fluttur af
þeirri einlægni og skilvisi, sem
flutningsmanninum er lagin. Og
um aðra verður það sagt, að þeir
vöktu mikla ánægju þeirra, er
heima sátu og gátu ekki tekið
þátt í útihátiðahöldum dagsins.
Hvernig skal haga.
Mér var að detta til hugar, og
ég læt það flakka með, að betra
væri að láta útvarpsdagskrá verzl
unarmannadagsins vera einhvern
annan dag, en þann sem ætlaður
er fyrir skemmtanir þessara
manna. Það er nefnilega þannig
liáttað, að flestir þeir menn, sem
ættu að Iilusta á þætti i útvarpið,
er fjalla um mál verzlunarstétt-
arinnar, eru á þessum tíma stadd-
ir á þeim stöðum, þar sem hvergi
heyrist til útvarps. Væri að mínu
viti bezt að útvarpað væri því
efni, er lientaði fyrri hluta dags,
þegar mætti gera ráð fyrir að
menn hlustuðu, og jafnvel aug-
lýsa það sérstaklega. Þetta eru
aðeins tijlpgur, er mætti taka til
athugunar.“ — Bergiriál þakkar
þetta bréf.
Berjaferðir.
Það kom onaður að máli við
mig í gær og sagði, að nú myndi
fara að líða að þeim líma, sem
rétt vseri að fara í berjaferðir.
Hafði þessi maður verið á ferða-
lagi um óbyggðir landsins, og
táldi sig hafa séð mikið af berj-
um. Það verður ánægjulegt fyrir
húsfreyjurnar að geta farið að
tína ber einhvern daginn til þess
að sulta eða safta niður fyrir vet-
urinn. Það er svo komið nú liér
í bænum, að allflest heimili eiga
innlenda saft til vetrarins, en
fyiir aðeins fáum árum var þessi
saft keypt frá öðrum löndum.
Þessi sjálfsbjargarviðleitni er
spor í rétta átt. Og vonandi verð-
ur meira gert úr gróðri íslenzkrar
náttúru í framtíðinni en hinga'ð
til hefur verið gert.
Nú er tíminn.
Það fer líka að líða að þeitn
lima, er húsmæðurnar verða að
fara að hugsa til þess að byrgja
sig upp fyrir veturinn. rabarbar-
inn þarf að sjóðast niður og kar-
töflur að komast í góða geymslu.
Um þetta verður hver góð bú-
manneskja að hugsa. S.l, tvö ár
eru þau fyrstu, er við íslendingar
höfum getað hrósað okkur af því
að hafa nægilegt kartöflumagn
fyrir alla landsmenn. Vonandi
verður áfranihald á því, þótt sölu-
fyrirkomulagið sé ekki betra en
búast mátti við. Það þarf meira
tiL — kr.