Vísir - 23.08.1954, Blaðsíða 4
BFfSj!*
VlSIK
Mánudaginn 23. ágúst 1954*
VfSXK
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónuon.
Skrifstofur: Ingólfsstrœtl 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁTAN VlSIB H.I,
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fimm Unur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Nií er kommunistum skemmt.
Það leynir sér ekki, að einhver beztu tíðindi, sem málgagn
-kommúnista hér hefur birt um nokkurt skeið, eru þau, að
áformin um Evrópuherinn fari út um þúfur. Það hlakkar í
blaði hinna fjarstýrðu fyrir helgina, er birt var yfir fjóra
<dálka á forsíðu, að „dauðadómurinn yfir Evrópuhernum hafi
verið kveðinn upp á Bruxelles-fundinum". Dauðadómur þessi
byggist á því, að Mendes-France er sagður hafa lýst yfir því,
að franska þingið muni ekki fullgilda samningana.
Þaði liggnr í augum uppi, að kommúnistar hvar sem er í
iheiminum hafa leynt og ljóst hlýtt fyrirskipunum frá Moskvu
um að ófrægja Evrópuherinn væntanlega, skapa tortryggni og
úlfúð eftir því sem föng hafa staðið til, og kemur þetta engum
á óvart. Allir, sem eitthvað fylgjast með erlendum stjórn-
málum, gera sér ljóst, að Frakkland hlýtur að vera einn
hornsteina Evrópuhersins, bæði vegna landfræðilegrar legu
sinnar og afkasta.nöguieika á sviði iðnaðar og mannfjölda. Þetta
vita kommúnistar ofur vel, og þess vegna hefur áróður þeirra
hvergi verið lævíslegri og stundaður af meiri ofurkappi en
-einmitt þar. í Frakklandi hafa þeir náð tangarhaldi á mörgum
þýðingarmiklum verkalýðsfélögum og hafa sterka aðstöðu í
þinginu.
Þá hafa þeir ekki síður fært sér í nyt erfiðleika lands síns í
sambandi við langvinna og mannskæða styrjöld í Indó-Kína,
sem fyrir skömmu er til lykta leidd með ósigri Frakka, en
ræningjahópar Ho Chi Minh, sem nutu öflugs stuðnings Moskvu
og Peking, fengu meiri sigur, en þá gat grunað. Það er aðal-
baráttumál kommúnista, hvar sem er, að veikja-varnir þeirra
landa, sem ekki hafa „borið gæfu til“ að taka upp stjórnar-
háttu kommúnista, ekki séð ástæðu til að leiða yfir sig kúgun
og ógæfu. Þess vegna vilja þeir Frakkland og alla Vestur-
Evrópu varnarlausa, samtímis því, sem þeir dásama Rauða
herinn, sem í fréttum Þjóðviljans hefur verið talinn „góður“
her.
Stjórn Mendes-France á vissulega í vök að verjast. Yfir
henni hangir sífellt það Damoklesar-sverð, að stjórn hans
falli og fullkomið öngþveiti taki við, e. t. v. með þátttöku
kommúnista í stjórn landsins, og ef það skyldi verða, yrðu
varnir Vestur-Evrópu og jafnvel Atlantshafsbandalagið lítils
virði, en Rússum greiður gangur alla leið vestur að Atlants-
hafi. Franskir kommúnistar hafa vitanlega reynt að slá á þá
istrengi að verið væri að vopna Þjóðverja, erfðafjendur Frakka,
■en allir vita, að það er yfirskin eitt, því að kommúnistar
myndu fagna því ef Þjóðverjar stæðu með alvæpni við hlið
Rússa, enda þykir „alþýðulögreglan" í Austur-Þýzkalandi
.„góð“ lögregla.
Innanlandsmál Frakka hafa verið í öngþveiti allt síðan
,-styrjöldinni lauk og raunar miklu lengur. Sundurlyndið hefur
■verið þeim fjötur um fót. Fáar stjórnir hafa setið nema nokkra
mánuði í senn, verkföll tíð, en í þessu andrúmslofti tortryggni
og úlfúðar hafa kömmúnistar kunnað við sig og getað makað
krókinn. Sendimenn Rússa hafa átt auðvelt méð að villa
frönsku þjóðinni sýn, í kjölfar styrjaldareyðileggingarinnar
hefur dropið eitur kommúnismans.
Méndes-France. p í vök að verjast. Hann mun, að sögn
iréttaritara hafa bent utanríkisráðherrum hinna Vestur-Ev-
yópuríkjanna á, " að ef breytingartillögur,. hans verði.. ekki
teknar til greina, geti svo farið, að stjórn hans falli og að
kommúnistar verði þeir, sem græði á ringulreið þeirri, er þá
myndi skapast. Þar með væri rofið það skarð í varnarmúr lýð-
ræðisríkjanna, sem ekki yrði hlaðdð í. Hins vegar eru uppi há-
værar raddir um það, að vopna beri Vestur-Þjóðverja um-
isvifalaust, ef Frakkar ætla að heykjast á Evrópuhernum, en
sú tilhugsun er Frökkum ógeðfeld, að Þjóðverjar endurvopn-
ist, eftirlitslaust, og er eðlilegt, að þeir beri nokkurn ugg í
brjósti þess vegna.
En hvað sem þessu líður, og hvernig sem áformin um
Vestur-Evrópuher fara, þá er eitt víst, og það er, að nú
.geta kommúnistar ekið sér af kæti meðan svo óvænlega horfir
um varnir lýðræðislandanna í Vestur-Evrópu og raun ber
vitni. Nú þykjast ritstjórar Pravda og Þjóðviljans hafa komið
ár sinni vel fyrir borð, — kommúnistar telja sig nú hafa inn-
deitt þann Trójuhest í herbúðir lýðræðisríkjanna, sem myndi
■duga þeim, ef styrjöld skyldi skella á.
Sumarskoli fyrir stúlkur
starfræktur að Löngumýri.
Merkileg nýung i skélamálum.
Frá fréttaritara Vísis
Sauðárkróki.
Frá 26. júní í sumar til 17.
ágúst hefur starfað sumarskóli
fyrir . ungar stúlkur að hús-
mæðraskólanum að Löngumýri
í Skagafirði og undir stjórn for-
stöðukonunnar, frú Ingibjargar
Jóhannsdóttur.
Á frú Ingibjörg og frumkvæð-
ið að þessari nýbreytni og hefur
komið henni í framkvaund með
sínum alkunna dugnaði, en ríki
og kirkja hafa styrkt stofnunina.
Hefur skólinn starfað með þeim
hætti, að ósjálfrátt koma manni
í hug liinar fornu klausturskól-
ar. Hér í sumarskójanum að
Löngumýri liafa verið kennd
kristin fræði, trúariðkanir rækt-
ar, kenndur söngur, hannyrðir
og matreiðsla og kynntar ís-
lenzkar bókmenntir, en jafn-
framt hafa nemendúr stundað
skógrækt og- garðýrkju, iðkað í-
þróttir, sund, knattleik og dans
og farið skemmiferðir til merk-
isstaða í nágrenninu. Kvöldið
áður en skólanum var slitið,
voru nemendur og kennarar tii
altaris' í Glaumbæjarkirkju.
Alls sóttu skólann 32 ungar
stúlkur, flestar á aldrinum 15—
17 árá, 11 þeirra voru allan tím-
ann, en hinar skemur, allmarg-
ar í sumarleyfum sínurn, 10—12
daga. 23 námsmeyjar voru sam-
tímis, þegar ílest. var. Skólalíf-
ið var glatt og frjálslegt og virt-
ust ungmeyjarnar una sér hið
liezta í sveitinni, en þær voru
flestar úr hinum stærri bæjum
landsins.
Hið ógæta kennaralið skólans
voru sjálfboðaliðar, sem munu
liafa starfað fyrir litla eða enga
þóknun. þrír þeirra störfuðu
allan tímann, auk forstöðukon-
unnar, Ólafur Skulason guðfræði-
nemi, er kenndi kristin fræði og
hókmenntir, annaðist kvöld- og
morgunbænir, sá um útiíþróttir
og prédikaði í kirkjum þeim,
sem heimsóttar voru Hólar,
Víðimýri), Björg Jóhannesdótt
ir, sem kenndi handavinnu, en
hún er handavinnukennari
Löngumýrarskólans, og Sigurð-
ur Ólafsson garðyrkjumaður, er
kenndi skóggræðslu og garð-
snyrtingu. Aðrir kennarar voru
skemur. Söng kenndu í hólfan
mánuð hvert Sigurður Birkis
söngmálastjóri og söngkennar-
arnir Guðmundur Matthíasson
og Guðrún þorsteinsdóttir í
Pteykjavík. Matreiðslu kenndu
frú Guðbjörg Birkis og Gerður
Jóhaímesdóttir húsmæðrakenn-
ari á Laugarvatni. þjóðdansá
kenndi frá Rannveig Löve. kenn-
ari í Reykjavík og Steingrímur
Benediktsson kennarai í Vest-
mannaeyjum kenndi kristin
fræði í hyrjun skólatímans.
Dvalarkostnaður námsmeyja
var 27 krónur á dag.
Vonandi verður þessi tilraun
til að reka kristilegan sumar-
skóla upphaf að miklu og merki-
legu kristilegu starfi æskulýðs
landsins til heilla og blessunar.
Húsmæðraskólinn að Löngu-
mýri hefur nú starfað í 10 ár við
góðan orðstír og jafnan verið
fullsetinn. Síðastliðinn vetur var
fæðisgjald námsmeyja kr. 11,25
á dag, en kostnaður þ.eirra allur
í 7 mánuði kr. 4300,00, þar með
talið handavinnu- og vefjarefni.
Sauðárkróki" 19, ógúst 1954.
Helgi Konráðsson.
Landamæra-
skærur I Asíu.
Teheran (AP). — Stjórn
Irans hefir mótmælt uppivöðslu
af hálfu Iraksmanna undanfar-
ið.
Hafa skærusveitir tvívegis
ráðizt yfir landamæri Irans síð- j
ustu sjö dagana, og íranskirl
landamæraverðir orðið að reka
þá af höndum séit með skothríð.
Tekjuskattar 60 míHj.
kr. sídastllðlð ár.
Árið 1943 nam tekjuskattuir
samtals 47,6 milljónum króna
auk 6 milljóna tekjuskattsvið-
auka.
þar við bættist svo stríðsgróða-
skattur, sem nam 6,7 milljónum
króna, en helmingurinn af hon-
um rann til sveitarfélaga. Alls
urðu því tekjuskattar ársins
60,2 milljónir króna, en árið 1952
urðu þeir 57,2 milljónir króna.
Hafa tekjuskattarnir því hækk-
að um 5 áf hundraði frá 1953,
þar af um 11 af hundraði hjá fé-
lögum, en 4 af hundraði hjá ein-
staklingum.
Þai má jafnvel
græða á flugum
í Japan.
Einkaskeyti frá A.P.
Tokyo, í fyrradag.
Heilbrigðisyfirvöldin hafa
ákveðið að reyna að koma í
veg fyrir smitun og út-
breiðslu ýmissa sjúkdóma
af völdum skordýra. Hefir
verið skorað á skólaböi(n í
landinu að safna skordýrum,
einkum flugum, og færa
fulltrúum heilbrigðisyfir-
valdanna, sem greiða 10
yen (50 aura) fyrir 50 flug-
ur. Fyrsta daginn afhentu
skólabörn víðvegar um land-
ið 40.000 flugur og önnur
skordýr.
Fegurstu skrúðgarðar
■ Hafnarfirði.
Fegrunariélagið í HafnaríirSi
skipaði í sumar neínd til þess að
velja og dæma um fegurstu
skrúðgarða bæjarins, árið 1G54.
Nefndina skipuðu þeir Ingvar
Gunnarssoh, Jónas Sig. Jónas-
son og Kristinn I. Magnússon.
Nú hefur nefndin skilað áliti,
og er það þannig:
1. Fegursti garður bæjarins,
seni til greina keniur á þessu
sumri, sem verðlaunagarður, er
að Hringbraut. 46, eign iijónanna
Eyrúnar Eiríksdóttur og Víg-
luncfar GÚðmúndssonar.
2. Viðuricenningar, eftir hæjar-
lilutúm, hljóta: þessir:
í vesturbænum, frú Margrét
Auðunsdóttir og Oddur Hannes-
son vegna garðsins Hellisgötu 1.‘
í miðhænum frú Eygerður
Björnsdóttir og Póll Sæmunds-
son vegna garðsins Mánastíg 6.
í suðurbænum frú þórunn
Helgadóttir og Svéinn þórðar-
son vegna garðsins Öldugötu 9.
þá hefur nefndin einnig á-
kveðið viðurkenningu fyrir trjá-
rækt og eru það þau hjónin Elín
Björnsdóttir og Jón Magnússon,
Suðurgötu 73, sem nefndin -vill
veita viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi áhuga og dugnað í
1 rjáræktarmá 1 um Hafn&rfj arðar.
Um leið og Fegrunarfélagið
vill þakka öllum þessum aðilum
fyrir hinn góða hlut þeirra að
fegi’un bæjarins, vill það livetja
aðra hæjarbúa og garðeigendur
til þess að fegra bsé sinn og loggja
þeim málefnum lið. þeir, sem
nú iiljóta verðlaun og viðurkenn-
ingar, svo og fjöimargir aðrir,
sem fagra garða eiga, sýna að
mikið er iiægt að gera í þessum
efnum.
í I-Iafnarfirði eru skilyrðin
þannig, að jarðvegur er yfirleitt
lítiíl, en ‘skjóhð gott í jaðri
hráúnbeltisins og hinu sérstæða
landsiagi.
Hafharfjörður á að vera garð-
anna og blómanna bær, framar
öðium.
Stuðlum öll að því, að svo megi
verða.
Mskrl matvælafram-
leiósla í heiminum.
Einkaskeyti frá AP. —
London í morgun.
Samkvæmt skýrslu Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar S.Þ.
fyrir árið 1953, var matvæla-
■ framleiðslan meiri í heiminum
en sem svaraði fólksfjölgun-
inni.
Segir þar, að framleiðslan
hafi verið mjög mikil, ekki sízt
hjá bændum, en hins vegar
gefi þetta ekki rétta mynd af
matvælaástandinu í heiminum,
því að sumstaðar hafi verið
tafnað birgðum, en annars
staðar ríki sár skortur. Mi-klar
kornbirgðir eru til í Norður-
Ameríku, en í Suður-Ameríku
og Ástralíu feikna kjötbirgðir.
Norðmenn leggja
fleiri skipum.
Einkaskeyti frá AP.
Oslo í gær.
Enn fjölgar þeim skipum,
sem Norðmenn leggja við
festar, þar sem flutningar eru
ekki nægir.
Er skipustóll sá, sém cr ekki
í notkun nú, í fyrstá skipti yfir
200,000 'Téstir. Alls liafði 45 skip-
um (207,839 smál.) v’erið 'iagt þ.
1. júií, óg vaí’ það 43,000 lestum
ineira en 1. júní.
Ríkisskuldir Svía námu næst-
um 14 milljörðum s. kr. þann
23. júlí.
Stærsta og fjölhreyttasta úrval
bæjarins. Lampar og skermar.
Skermabúðin
Laugaveg 15. — Sími 82635.