Vísir - 25.08.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 25.08.1954, Blaðsíða 4
V1SIB Miðvikudaginn 25. ágúst 1954. wasm Ð A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsron. Skriístofur: Ingólísstrsetl S. Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iinur). Lausasala 1 króna, Félagsprentsxniðjan h.f. Börn Merkurinnar og vargar í véum. Mannréttindi þurrkuft út Svo brá við síðastliðinn sunnudag, að málgagn aðdáenda harðstjórnar og mannréttindaskerðingar hér í bæ, leyfði sér að birta á forsíðu undir feitletaðri fyrirsögn, að verið væri að „þurrka út síðustu leifar mannréttinda í Bandaríkjun- um“. Þetta blað, „Þjóðviljin*n“, málgagn hinnar íslenzku deild- ar hinna alþjóðlegu bófa- og samsærissamtaka kommúnista, þykist fyllast heilagri vandlætingu vegna þess, að hin amer- íska deild bófasamtakanna hefur verið gerð útlæg að kalla má. Það skal skýrt tekið fram, að Vísir lítur svo á, að þau tíð- indi séu ill, að Bandaríkjaþing hafi tekið þá ákvörðun að banna kommúnistaflokkinn þar í landi, eða hefta starfsemi hans svo störlega, að jafngildi banni. Það er hörmulegt, að gripið hafi verið til sömu ráðá og beitt er af kommúnistum sjálfum þar sem þeir ráða ríkjum. Þessi ákvörðun Bandaríkjaþings samrým- ist á engan hátt starfsháttum lýðræðisþjóða, og getur ekki orðið annað en vatn á myllu kommúnista. Með þessu er þeim fengið enn eitt vopn í hendur, þeim er sköpuð betri og þægilegri aðstaða til þess að villa fólki sýn og læða eitri sínu í huga almennings. Ekki er nokkur vafi á því, að þessi ráðstöfun bandarískra stjórnarvalda muni mælast illa fyrir um öll Norðurlönd og hvarvetna í lýðræðisríkjum Evrópu. Kommúnisminn verður | aldrei sigraður með því að beita sömu aðferðum og fylgismenn hans beita við andstæðinga sína, og með slíkum baráttuað-1 ferðum er fótum kippt undan lýðræðisstefnunni og því hugar- fari sem á bak við hana er eða á að vera. Allir heilvita menn, sem hugsa og ræða um heimsmálin, sjá og skilja, að við vilj- um ekki leiða yfir okkur ófrelsi og kúgun kommúnismans. Við viljum ekki afsala okkur þeim mannréttindum, sem lýðræðið hefur fært okkur eftir alda baráttu hinna mætustu manna, en víða verið afnumin, og þá einkum og sér í lagi í Rússlandi og leppríkjum þess. Við vitum líka, að þess gerist engin þörf að banna kommúnistaflokka lýðræðislandanna, — dómgreind al- mennings tryggir það, að stjórnarfar þeirra verður aldrei inn- Jeitt í þessum löndum, nema með hervaldi utanaðkomandi afla, eins og gerist í Austur-Evrópu. Engum heilvita manni dettur í hug, að kommúnistar komist til valda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð eða á íslandi, svo að dæmi séu nefnd, nema að undan- genginni styrjöld, þar sem Rússar bæru sigur af hólmi. Svo Jjóst liggur dæmið fyrir. En hitt er jafnfráleitt og jafnsvívirðilegt, að kommúnistar, hvort sem þeir eru íslenzkir eða rússneskir, skuli reka upp Ramavein vegna þess, að þeir eru beittir svipuðum tökum í Bandaríkjunum og þeir beita andstæðinga sína heima fyrir. Og þó er vitað, að hlutur bandarískra kommúnista er ólíkt létt- bærari en þeirra, sem gerast svo djarfir að gagnrýna stjórnar- farið í löndunum handan járntjalds. Þetta er lýðskrum og þvættingur af vestu tegund, andstyggileg hræsni, en lýsir um leið baráttuaðferðum þessara manna, sem þykjast virða lýð- ræði, en eru þó svafnir fjendur þess, og sitja á svikráðum við öll mannréttindi. j Hvers vegna beinir hið „íslenzka“ blað Sameiningarflokks alþýðu, Sósialistaflokksins, ekki geiri sínum að þeim þjóðum,' sem um áratugi hafa beitt miklu verri og ósanngjarnari ráðum! en Bandaríkjamenn hyggjast nú beita? Hvers vegna æpa hinir1 ,,lýðræðissinnuðu“ blaðamenn við „Þjóðviljann“ upp um það,' að engir stjórnmálaflokkar skuli þolaðir í Rússlandi, Kína, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu o. s. frv., aðrir en kommúnistaflokk- urinn? Vitaskuld gera þeir það ekki, því að þeir myndu banna alla aðra flokka á íslandi jafnskjótt og þeir mættu því við koma. íslenzkir kommúnistar eru hvoi-ki verri né betri en kommúnistar annarra landa. Þeir myndu viðhafa sömu vinnu- brögð og skoðanabræður þeirra í járntjaldslöndunum, ef þeir hefðu aðstöðu til . Kommúnistar allra landa við hafa sömu baráttuaðferðir. Þeir reka erindi erlends stórveldis, og þess eru engin dæmi, að þeir hafi hikað við að svíkja þjóð sína á örlagastundu. Þeir dá það stjórnarfar, sem hefur svipt þegna síná öllum frum- stæðustu mannréttindum, sem við teljum sjálfsögð og ómissandi í lýðræðisþjóðfélagi okkar. Þeir dá stjórnarfar, sem smánar rétt einstaklingsins, flytur hann til eftir geðþótta eða sviptir hann lífinu, — allt fyrir hið sósíalíska kerfi, flokkurinn. Sam- tírnis þykjgst þeir fyllast gremju yfir því, þegar þeir eru beittir harðhentum tökum í Bandaríkjunum, sem þó eru silkihanzkar,1 miðað við það, sem þeir sjálfir búa andstæðingum sínum. j í fögru veðri fara fimmtíu félagar að vígja skála, sæluhús, sem byggt hefir verið fyrir landsmenn í skógi vöxnum dal í Mörkinni. Það eru börn Merk- urinnar. Flest andlitin þekkj- um við frá fyrri árum, höfum séð þeim bregða fyrir á fjöll- um, í tjöldum og á vinamótum. Nokkur ný andlit eru í hópn- um og við gleðjumst af því. Bifreiðastjórarnir eru af vík- ingastofni, aka þungum farar- tækjum um klungur og veg- leysur, kanna vöð á ám. Sjá straumlag brotanna og þræða þau örugglega, er þeir hafa gengið fhá vatnshlífum vagn- anna. Ferðafólkið hefir aðeins einn og hálfan dag til umráða, en það telur ekki eftir sér að sitja sex tíma í þröngum sæt- um, ganga, þegar létta þarf á farartækjum, vaða, ef þörf krefur. Elzti maðurinn í för- inni er 70 ára gamall, léttfætt- ur sem hver annar og talar í ljóðum þegar hann sér dýrð Merkurinnar. Hópurinn stækk- ar eftir því, sem austar dregur. Þar eru menn á ferð sem kunna að ferðast og leggja ótrauðir í ófærurnar. Hverjir hafa reist hús Merk- urinnar og komið efni og á- höldum inn yfir vötn í vor áð- ur en snjóa leysti? Áhugamenn um félagsmál, verkstjórar og bændur. Smiðirnir hafa stund- um lagt nótt við dag til að koma verkum af fyrir haustrigning- ar. Gjafiu hafa_verið gefnar og sjálfboðaliðar unnið gott starf. Höfundur hússins hefir skapað það í anda þess manns, sem öt- ulastur var í ferðamálum og kunni bezt að velja tjaldstað. Þegar síðasti sólargeisli dags- ins kveður Goðastein og Ein- búa, er búizt um í Langadal, fjögur tjöld reist á grundinni við lindina á sléttum bakka bryddum bláum blómum um- feðmingsgrassins. Engum þarf að segja neitt, skipanir eru ó- þarfar. Fyrstu kvöldverðurinn er framreiddur þannig að það j minnir á ævintýri. Húsfreyjan og fleiri æfðar hendur töfra fram gómsætan mat fyrir; fjölda manns á svipstundu. Við minnumst þess, að lang- þráður draumur hefir ræzt, betur en nokkurn óraði fyrir i upphafi. Við minnumst félag ans, sem lagði af stað í ferðina löngu jafn brosandi og æðru- laus sem ávallt áður. Svo syngjum við ljóð eftir skáld Merkurinnar. Það er talað um frarptíðardrauma, fjallkonur og fjallameyjar, sem sett hafa sinri svip á ferðir og gamkom- ur Merkurfólks og allra, sem ferðast vilja. Drottning Merkurinnar er stælt og spengileg sem öspin. Þegar gengið er um brekkur og skógargil, þá hefir hún tíma til að tína ber og hyggja að sjaldgæfum jurtum. Hún fer úr skónum og kælir fætur sína í svalandi fjallalækjum, lætur sólina verma sig og nýtur ang- ans jarðar. Reyrinn og lyngið ilmat og . sunnanblærinn ber með sér nið jökulkvíslanna á aurunum. Glampandi jökul- brúnir og svipmiklir tindar umhverfis. Maður finnur ekki þeysiflug jarðar eða þrotlaust strit hins daglega lífs. „Flýttu þéh hægt“, segja félagarnir við lækinn. Austurlenzk speki og þytur í laufi hafa róandi áhrif á hug- ann. Blátært vatnið og tár- hreinn sandur í læknum renna um greiparnar, grasið á bakk- anum er ennþá svalt af nætur- dögg. Þannig líða tímarnir í fjallakyrrðinni. Böiln Merkur- innar njóta þeirra. Muna þá lengi, þótt vegir skiljist. Um miðaftan er haldið heim- leiðis. Tveir piltar koma gang- and yfir Fimmvörðuháls frá Drangshlíðardal um Heljar- kamb og Goðalönd. Þeir slást í förina. f Stakkholtsgjá hjálpa þessir piltar þeim, sem illa eru búnir fyrir vaðalinn; þeir bregða sér hvergi þótt ískalt vatnið leiki um bera fótleggina. Innst við fossinn voru félag- arnir harla smáir samanborið við hina miklu reginhamra. Blágrænt ljós leikur um sól- brennd andlit, en bergdreyrinn svalar göngumóðum börnum Merkurinnar. Á leiðarenda mætum við tveim bílum frá félagi voru; þeir höfðu ekið norður Sprengi- sand og Suður Kjöl. Verða þar fagnaðarfundir. Ys og þys glymur í eyrum eftir kyrrð Merkurinnar. — Vargar í vé- um leynast þar á gatnamótum; ef til vill hafa þeir þjónað sinni lund þessa sólskinsdaga. Setið í skugganum syfjulegir og skrifað nafnlausar níðgreinar. Eða farlið með rímlaust rugl og hlustað á fleðulega, falska tóna. „Symbol“ þeirra er svarta dýrið, slanga með eðlu- haus og ruglingslegt klessu- verk. Þetta vansæla fólk lifir í skugga aldarhraðans, í spenni- treyju ótta og haturs. Það er á- stand „Beygsins“. „Yndi mega þeir ekki sjá“ eins og skáldið sagði um hrafninn; einnig minna þessir kvistir af góðum stofnum á fúaspnek á eyum jökulánna og afrakstur túna. Þögul sorg grípur hugann er maður hugleiðir þessar and- stæður „Vörgunum" er ekkert heilagt, þeir kynda bál á græn- um grundum, brjóta hurðir og glugga fjallaskála eða þá að þeir nota eldunaráhöld skál- anna fyrir skotmörk og hleypa sauðfé inn í sæluhús. Þeir stela barnaleikföngum og dansa eft- ir útfararljóðum með „köldu blóði“, og eru fundvísir á sorfp- hauga til að róta í. Börn Merkurinnar >eru, öðr- um fremur,; næm fyúir hæla- glefsum svörtu dýránna og sniðganga þéssa bitvarga ef Hægt er. En ekki er hægt, nú á öld hraðans, að flýja inn í öræfi eins og Torfi í Klofa gerði. í landi Fjallkonunnar ætti þó að vera afdrep fyrir þá, sem elska frið og fegurð Merk- urinnar. Skáld Merkurinnar skildi þetta manna bezt og tal- aði um það við sólskríkjuna. Að vísu mun ríki varganna eljki verða algert á íslandi, meðan manndómur og dreng- skapur ræður ríkjum, en þeir kunna að gera börnum Merk- urinnar óleik, draga úr áhrifum Það er orðið ömurlegt ástand I síldarbænum Siglufirði, ef fólk | þaðan verður að flytja brott í stór- j hópum vegna þess að því er ekki mögulegt að hafa í sig eða á fyrir 1 sakir atvinnuleysisins þar. Nú þeg- ar síldarvertið hefur brugðizt í 8 sumur hafa margir sjómenn orðið jað koma slyppir og snauðir heim til sín og hafa þar margir sömu sögu að segja. Fjölmargir sjómenn héðan að sunnan fara ævinlega. norður á síldveiðar og hafa svip- ' aða sögu að segja og Sigfirðingar, þótt þetta ástand muni þó haía komið harðar niður á þeim, en að- komumönnum. I Lág voru kuunin. Reykvískur sjómaður, sem stund- ar ávallt síldveiðar og hefur oft fengið slæma útreið vegna sildar- leysisins hefur sagt mér það, að hann hafi haft í laun í 52 daga i sumar aðeins tæpar 5 þúsund kr. Á þessum litlu tekjum verður hann að sjá fyrir 5 manna fjölskyldu. Það verður að segja, að varla getur hann talizt ofsæll af þess- um launum, enda ekki sjáanlegt að hann geti á nokkra lund séð fyrir fjölskyldu sinni með þeim. Gagn er þó, að þessi maður er dug- legur reglumaður, sem skapar sér góðar tekjur á milli. En björgu- legt getur ástandið ekki talizt, er menn fara í erfiða vinnu í tvo mánuði og hafa ekki meira upp úr sér en sem nemur því, er áður var sagt um laun sjómannsins. Og það eru margir, sem svipað geta sagt. Hvaö á aö gera? Margir spyrja nú hvað eigi að gera. Fyrir norðan eru margar dýrar síldarverksmiðjur, sem orð- ið hafa fyrir stórtapi ár eftir ár. Þessi dýru atvinnutæki verða ekki nýtt vegna þess að síldin kemur ekki. Þó er vitað, og halda sér- fróðir menn því fram, að ávallt sé næg sild í sjónum fyrir norður- landi, en engin tök virðast vera á því að veiða hana. Það er sýnilegt að taka verður upp einhverjar breyttar veiðiaðferðir, því varla getur þjóðin þolað það mörg ár til viðbótar, að fjöldi vinnandi manna stundi jafnóarðbæra at- vinnu og sildveiðar eru orðnar. Þarna er verkefni. Þarna er verkefni fyrir sérfræð- inga okkar á vegum fiskimála. Þeir eiga að gera tilraunir með nýjar veiðiaðferðir til þess að tak- ast megi að ná síldinni upp úr sjónum og til þess að auka vinn- ! una í landinu. Margt hefur að visu , verið reynt, en betur má ef duga skal. Þannig hugsa líká margir sjómenn, er við mig hafa rætt. Þeir eru gramir og reiðir yfir því, (að þurfa að leggja fyrir sig sjó- ménnsku upp á þessi kjör. Og furðar það engan. — kr. unaðslegra daga og gera lífið hversdagslegt og leitt, Sólardagar við tæran fjalla- læk, angan jarðar og góðir fé- lagar, allt ( þetta sættir menn við tilveruna., gefur von um, að vargarnir séu aðeins stund- arfyrirbæri á villtri öld. Eg mun samt hverfa aftur til fjall- anna og Merkurinnar. Vinsamlegast Guðmundur Einarsson, frá Miðdal. MARGTASAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - SIMI JJSX

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.