Vísir - 30.08.1954, Síða 4
VÍSIR
WðSXR
ÐAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálssoo.
Auglýsingastjóri: Kristján JóoMon.
Skrilstofux: Ingólfsstrsetí i.
Otgeíandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR BJ.
AígxeiBsla: Ingólfsstrœti 3. Sími 1860 (fimm itour>.
Lausasala 1 króna,
Félagsprentsmiðjan h.í.
Skipstjóri kærður fyrir brot á
reglum um þögla umferð.
Frakkai* banna hávaða í
Paris og Marseille.
„Stefna" Alþýðublaðsins.
Blaðtetrið, sem kennir sig við alþýðuna birti forustugrein í
fyi'radag, sem á að vera einskonar lofgjörð um alþjóðlega
, samvinnu. Býsnast blaðið þar yfir slælegri frammistöðu ís-
, lenzkra fulltrúa á alþjóðavettvangi, sem hafa ekki verið nógu
röggsamlegir á þessu sviði, t.d. í samanburði við hin Norður-
landaríkin.
Öll blöð birta forustugreinar, sem eiga að lýsa stefnu blaðs-
ins eða flokksins,, sem í hlut á. Alþýðublaðið er líka að
burðast við að birta forustugreinar, en það hefur nú um
nokkurt skeið, einkum eftir að núverandi ritstjóri þess hóf
feril sinn við blaðið, haft þá furðulegu sérstöðu að vera aldrei
sjálfu sér samkvæmt. Einn daginn er skorað á fylgjendur
Alþýðuflokksins að fylkja liði með kommúnistum, t.d. með því
að Alþýðusambandið og verkalýðsfélögin standi saman um
einn og sama frambj.c "anda á hverjum stað, en hinn daginn er
verið að nudda sér u.an í „bræðraflokkana" á Norðurlöndum,
sem vitað er um, að vilja ekkert við kommúnista hafa saman
að sælda, vegna þess, að þeir eru utangarðs í framfarastarfi
lýðræðisflokka heimsins.
Núverandi formaður Alþýðuflokksins og ritstjóri Alþýðu-
blaðsins hefur bersýnilega aldrei komið auga á þá staðreynd,
að vísasta leiðin til þess að afla sér trausts, hvort heldur er
flokknum eða sjálfum sér, er að vera sjálfum sér samkvæmur,
að viðurkenna þá staðreynd að maður getur ekki bæði verið
með kommúnistum og móti þeim, ekki tekið þátt í einlægu
norrænu eða alþjóðlegu samstarfi lýðræðisþjóðanna, og sam-
tímis efnt til samfylkingar með kommúnistum, fjendum lýð
ræðis og mannréttinda. í fáum, einföldum orðum, menn geta
ekki gert hvorttveggja, stutt alþjóðlega bófasamtök samsæris-
manna, sem stjórnað er frá Kreml, og þótzt einlægir og þjóð-
hollir lýðræðssinnar.
Á stundum birtast í fyrrnefndu blaðtetri væmnar lofgreinar
um ágæti hinna sósíaldemókratísku flokka Danmerkur, Noregs
og Svíþjóðar. Örfáum dögum síðar á ritstjórinn svo til að hvetja
til samstarfs við Einar Olgeirsson og fylgdarlið hans, sem um
þessar mundir dvelst austur í Rússlandi til þess að taka þar
við stefnuskrá þeirri, sem „islenzkir1 kommúnistar eiga að
boða næstu mánuðina. Heildin og rökvísin hafa ekki verið hin
sterka hlið Alþýðublaðsritstjórans. En það furðulegasta er þó,
að hann og fleiri liðsoddar Alþýðuflokksins virðast gáttaðir á
því, að flokkur þeirra skuli verða æ rýrari og rindilslegri. Er
það nema von, að fólk aðhyllist ekki slíka „stefnu“, fylgi að
málum þeim manni, sem segir eitt í dag og annað á morgun,
en rekur þó óbeint erindi hinna fjarstýrðu? Meðan menn eins
og Hannibal og Gylfi eiga að móta stefnu Alþýðuflokksins er
varla nema von að fylgið haldi áfram að reitast af flokknum.
Þessum mönnum treysta fáir, og þeim mun færri sem stundir
líða. 0
Örlagatimar framundan.
T sambandi við það, sem sagt er hér að framan, má gjarnan
drepa á það, að örlagaríkir tímar munu nú vera framundan
hjá Alþýðuflokknum og formanni hans, og fara senn í hönd.
Boðað hefur verið flokksþing Alþýðuflokksins sem á að fara
fram í næsta mánuði, og verða þar vafalaust „gerðar upp
sakirnar‘‘, því að alþýðufjokksmönnum mun þykja, að þeir hafi
verið illa sviknir, er þeir voru flekaðir til þess að kjósa
Hannibal formann flokksins fyrir tæpum tveim árum.
Það er að sjálfsögðu þjónkun formannsins við kommúnista,
sem mestu hefur ráðið um það, að menn telja flokknum illa
borgið undir forustu hans, og að ekkert sé framundan nema
alger undirlægjuháttur við fulltrúa Kremlvaldsins, ef for-
maðurinn fær að ráða framvegis sem hingað. Mun það hafa
fljótt orðið áberandi við fulltrúakjör á flokksþingið, að stefna
Hannibals ættu rénandi fylgi að fagna, og tók hann sig því
upp, fór út um land, og' reyndi að hressa upp á fylgi sitt. Mun
þar þó frekar hafa verið' um hlaup en kaup að ræða, svo að
formaðurinn geti ekki gert sér mikla von um að halda „víginu“.
En þótt pólitískir vandamenn formannsins í flokknum sé
kvíðnir, munu áhyggjurnar þó vera enn meiri hjá kommúnist-
um, því að þegar formaðurinn fær skell af einhverju tagi,
heyrist skrækur frá Þjóðviijanum, því að kommúnistar mega
i'lEkkert aumt sjá, þegar Hannibal & Co. eru annars vegar.
Vélamenningu nútímans fylg-
ír allskonar hávaði, sem fer mjög
„í taugarnar" á mönnum.
Till þess að draga úr þessu
hefur víða verið gripið til þess
að fyrirskipa svonefnda „þögla
\ia rbíó:
Sjö dauðasyndir.
Austurbæjarbíó
sýnir um þessar mundir frá-
bærlega vel gerða fransk-ít-
alska mynd, „Sjö dauðasyndir“,
sem hvarvetna hefir vakið- ó-
venjulega athygli. Hér er um
Noél-Noel, sem leikur
Sankti Pétur.
að ræða einskonar smásagna-
safn í myndum, haglega sam
tvinnað, þótt hver saga sé
sjálfstæð. Þær fjalla um mann-
legan breyskleika í ýmusum
myndum, sýna hver áhrif reið-
in, ágirndin, letin, lauslætið,
öfundin, græðgin og drambið
hefir á líf manna, en að lokum
er hugsunum áhorfandans beint
glettnislega að þeim breysk-
leika mannanna, að líta flísina
í auga meðbræðra sinna en
| ekki bjálkann í eigin auga. Það
eru tveir af frægustu leikstjór-
um ítala og Frakka, De Filip-
po og Roberto Rosselini, sem
hér hafa skapað litsaverk, al-
vöruþrungið, en með léttum,
suðrænum blæ, að því ó-
gleymdu, að öllum hlutverkum
eru gerð góð skil; og sumum af-
burða vel. — 1.
umferð“, en þá er bifreiðastjór-
um bannað að gera óþarfan há-
vaða, svo sem með því að þcyta
horn bifreiða sinna.
þann 1. þessa mánaðar gekk
í gildi í París reglugerð, þar sem
fyrirskipað var „þögul urnferð",
það 'er að segja ökumönnum var
bannað að gefa liljóðmerki nema
þegar slys væri yfirvofandi.
París bafði vei ið eitthvert mesta
liávaðabæli, sem menn þekktu,
því að þar er ekið mjög hratt, og
það er venja rnanna að þeyta
Iiorn bifreiðanna. við gatnamót,
til þess að tilkynna komu sína,
í stað þess að draga úr hraðan-
um.
Mönnum þótti það mikil við-
brigði, þegar allt datt skyndilega
í diuialogn í borginni, og létti
öllum til muna, því að hávaðinn
bafði sannanlega gert marga
taugaveiklaða, svo að þcir urðu
að leita til lækna. þar við bætist,
að þetta virðist æt.la að draga
úr slysum, því að allir vegfai'-
endur fara nú gætilegar en áð-
ur, og kunna menn þessu því að
sjálfsögðu vel.
Marseille hefur einnig farið að
dæmi Parísar, en þar hefur lög-
reglan gcngið enn lengra, því að
skipum er meira að segja bann-
að að þeyta eimpípur sínar í
hofninni, nienn mega ekki leika
á liljóðfæri undir berum himni,
vönibifreiðastjórar eiga að láta
vörur með gætni og hávaðalaust
af bílum sínum og þar fram efl-
ir götunum.
Á finnnvdögum í síðustu viku
voru 850 menn sektaðir fyrir bá-
vaða í Marseille, og er þess get-
ið, að meðal þeirra hafi verið
skipstjóri, sem þeytti empíþu
skips síns að óþörfu, og vöru-
bifreiðarstjóri, er ók bifreið, sem
söng í hemlunum á.
En í Marseille eru menn þr
ekki alveg eins ánægðir með ár-
angurinn og í París, því að þaf
hefur komið í ljós, að slysum é
gatnamótum hefur fjölgað.
• Þrír ungir Tékkar sneru sér
til lögreglunar í Niirnberg
í vikunni og báðu um land-
vistarleyfi sem pólitískir
flóttamenn.
Margt er shritjS
Gleypti tannburstann sinn.
*
Ytti á eftir ávaxtabita með honum og
missti af honum.
Það kemur oft fyrir að fólk
gleypi allskonar hluti, stóra og
smáa en hingað til liafa menn
ekki vitað til að nokkur legði
í að gleypa tannbursta.
Þó var það, ekki alls fyrir
löngu, að ung stúlka kom til
lækríis í Danmörku og kvaðst
hafa gleypt tannburstann sinn.
Þetta hafði skeð nokkrum dög-
um áður og áleit hún að sér
hefði ekki orðið meint af. Vin-
stúlka hennar hafði þó eggjað
hana á að leita læknis, því hún
taldi ekki heppilegt- að ganga
með tannbursta í maganum.
Læknirinn vildi senda stúlk-
una heim með þeim orðum," að
hana hefði dreymt. þetta allt
áaman. En þar sem stúlkgn sat
fast við sinn keip, varð það úr
að hún var lögð í sjúkrahús.
Mánudaginn 30. águst 1954
„Gamall Þingvellingur“ hefur
skrifað niér stutt bréf, sem hér
fer á eftir, én þar ræðir hann að
sjálfsögðu um Þingvöll, hinn
fornhelga stað, þar sem liann ól
áldui’ sinn. Hann kemst svo að
orði:
Varðveizla örnefna.
„Fyrir nokkru birtu blöðin
greinargerð — eða eittlivað þvi
líkt — frá Þingvallanefnd, þar
sem frá þvi var skýrt, sem gert
hefði verið til að vernda þenna
helga stað, svo og hvað nefndin
teldi rétt, að gert væri, til þess
að honum væri sýndur fullur
sómi í framtíðinni. Var það allt
gott og sjálfsagt, en ég hnaut um
eitl atriði, sem var söfnun og
varðveizla örnefna.
Rauðukusunes.
í inínu nngdæmi, þegar ég var
að alast upp í Þingvallasveit, var
ekki til neitt, sem hét Kárastaða-
nes, en svo nefnir Þingvalla-
nefndin nú nes það, sem er fyrir
neðan Kárastaði og í landi þeirra.
Finnst mér það óviðeigandi, að
ég segi ekki hlálegt, að nefndin-
skuli þrástagast á þessu nafni,
þegar það er ekki til, og í sömu
andránni og hún er að tala urn
nauðsynina á varðveizlu örnefna.
Nes þetta hefur nefnilega fram
á okkar daga lieitið Rauðukusu-
nes.
Óvirðulegt nafn?
Eg skal játa, að nafnið er ekkí
fagurt eða rismikið, en það kem-
rír ekki þessu máli við. Þetta er
nafn nessins, og það keniur af
gamalli sögn, sem ég man nú'
ekki svo vel, að ég vilji fara með>
hana. Kannske sér einhver ann-
ar gamall Þingvellingur þetta
sjijall mitt, og gerir hann þá
bragarbót með þvi að skýra frá
sögunni. En mér fannst samt
ekki rétt að láta „Kárastaðanes-
ið“ vaða svona uppi algerlega
bótalaust, þar sem Þingvalla-
nefnd segist vilja safna og varð-
veita örnefni og hlýtur þá að>
vilja hafa það, sem sannara reyn-
ist.“
„Hrossabrestirnir“,
Svo virðist sem almenningur
sé að fá sig fullsaddan á „hrossa-
brestunum“, sem sumir kalla en>
aðrir „skellinöðrurnar“, en það;
eru bifhjólin nýju, sem nú vaða>
uppi hér í bæ. „Gramur“ skrif-
ar um þau: „Mig furðar á þvi, að:
yfirvöldin skuli ekki vera búin>
að taka í taumana í þessu efní
fyrir löngu. Hér eru óvitar látn-
ir þjóta um allt á bifhjólum, sem>
geta orðið að drápstækjum í hönd'
um þeirra, áður en varir, og er
raunar ekki þeim að þakka, að
svo skuli ekki orðið þegar. Hver
ber ábyrgðina á þeim spjöllumi
á, mönnum og tækjum, sem ungl-
ingar gela valdið á lijólum þess-
uni? Þeir eru sjálfir ábyrgðar-
lausir. Hvílir ábyrgðin hjá for-
eldrum þeirra, éða þéitn, sem
lána þeim eða selja þeim hjólin?
Með þökk fyrir birtinguna.“
Menn geta gert sér í hugarlund'
undrun læknanna, þegar þeir
komu auga á- stóran tannbursta
innan í stúlkunni við röntgen-
myndatöku.
Aðspurð sagðist hún hafa
verið að ýta á eftir ávaxtabita,
sem staðið hefði í henni, og
ekki vitað fyrr til en burstinn
var kominn svo langt niður í
hálsinn að henni fannst ekki um
neitt ánnað að gera en renna
honum niður. Síðan fór hún
og borðaði >mat og varð gott aL