Vísir - 11.09.1954, Page 7
Laugardaginn 11. september 1954.
ism
VVVtfVVyVWtfyyyVWVVVVVWWVVWWtfWWVVWVWtfWVr
hifamdi - - -
dauöur
€ftir €■ Potter
20
inni klukkur. Mér fannst réttast að segja Ilonku eitthvað, sem
hún gæti sagt brytanum á eftir. Eg sagði henni að ég ætti heima
á Bristol og ætlaði fyrstu ferðina í verzlunarráðuneytið á morgun.
— Nú verð eg að fara að búa mig undir danssýninguna, sagði
Ilonka. Hún rétti mér höndina. — Ætlið þér að lofa því að bíða
eftir mér þangað til eg er búin?
Eg lofaði því. Og þá hafði eg ástæðu til að sitja einn í vín-
stofunni þangað til greifafrúnni skyti upp. En hvað eg ætti svo
að gera hafði eg enga hugmynd um.
Eg kíkti á Lavrentiev ofursta í speglinum í vínstofunni. Þetta
var digur, herðibreiður slöttólfur, ósvikinn slavi, með beina-
mikið andilt og klunnahaus. Ljóshærður. Hann hafði auðsjáan-
lega enga ólyst á staupamat, því f jórar flöskur stóðu fyrir fram-
an hann.
Svo hófst sýningin og eg gleymdi Lavrentiev, dr. Schmidt,
Hiram Carr og Figl — líkræningjanum — þangað til eg kom
auga á sparkstelpu sem var svo lík Maríu að eg tók andköf. En
þegar kastljósin féllu á hana sá eg skína í margar gulltennur.
Þetta var þó nóg til þess að eg fékk samvizkubit. Mér leið illa
er eg hugsaði til þess að þarna sat eg í náttklúbb og drakk
whisky í staðinn fyrir að leita að Maríu.
En hvað sem því leið var sýningin góð. Primadonnan kom
inn ríðandi fílskálfi, kórstelpurnar svifu uppi undir lofti í ó-
sýnilegum snærum.
Eg hefði ekki þurft að kvíða fyrir því að missa af Orlovsku
greifynju. Dansstelpumar voru að sparka lokadansinn þegar
Lavrentiev stóð upp allt í einu. Hann felldi allar flöskurnar
niður af borðinu, öskraði til hljómsveitarinnar og sneri sér að
innganginum. Hljómsveitin steinþagnaði, sparkstelpurnar stóðu
á öðrum fæti. Lavrentiev festi einglyrnið, lyfti vinstra handlegg,
eins og hann væri að heilsa rómverskum keisara, og Anna Or
lovska leið yfir dansgólfið og beina leið að báshum hans. Hvorki
gestirnir né dansmeyjamar virtust verða hissa á þessu.
Það var auðskilið að Lavrentiev væri ástfanginn af Orlovsku
greifynju. Stuttklippt, öskugrátt hárið var andstæða við dimsa
augu og rjóðan munninn. Hún var í hvítum silkikjól ermalaus-
um, og dökkur hörundsliturinn naut sín betur þess vegna
Hafi Anna Orlovska haft áhyggjur af hvarfi Marcels Blayes
eða morði Strakhovs þá lét hún að minnsta kosti ekki á því
bera. Hún brosti út undir eyru til Lavrentievs þegar hann kyssti
hönd hennar. Svo sagði hún nokkur orð við hjónaleysin sem sátu
í næsta bás, og drakk í botn kampavínsglas sem Lavrentiev
rétti henni.
Ilonka kom til mín í vínstofuna skömmu síðar.
Hún brosti ekki og þegar byrlaxinn hvarf frá sagði hún: —
Hér er einhver skrattinn á seiði.
—■ Hvers vegna haldið þér það?
— Troðfullt af lögsegluþjónum héma fyrir utan.
— Þeir fá ókeypis góðgerðir á náttklúbbum um allan heim.
Ilonka hristi höfuðið. — Já, en þessir em í herbergjunum
bak við ársalinn. Og brytinn segir að tveir bílar, fullir af lög-
regluþjónum séu hérna fyrir utan.
Hefði hún verið að njósna um mig, mundi hún ekki hafa sagt
þetta.
— Hvað haldið þér að þeir séu að erinda?
— Þeir eru að leita að einhverjum, sagði Ilonka.
Nú byrjaði hljómsveitin og við fórum út á dansgólfið.
Skyldi lögreglan hafa komizt á snoðir um að eg Var þarna?
Þegar hljómsveitin byrjaði að leika vals komu Lavrentiev
og Anna Orlovska út á dansgólfið. Fyrst datt mér í hug að hypja
mig inn í vínstofuna eins fljótt og hægt væri. En svo sá eg að
það mundi vekja athygli.
Eg var svo önnum kafinn við að fylgja ofurstanum með aug-
unum að eg tók ekki eftir fjármálaráðherranum svipsúra og
feitu konunni hans fyrr en þau voru orðin þversum fyrir okkur.
Ilonka sagði: — Varið þér yður! — og mér tókst að forðast
árekstur. En um leið og eg breytti um stefnu gerði hringsnún-
ingurinn á dansgólfinu það sem á vantáði.
Áður en eg vissi af höfðum við rekizt á hæstráðanda MVD
og dömuna hans, — þær tvær manneskjur sem eg sízt vildi
hitta —■ saman.
10. KAP.
iVð hljótum að hafa verið hælgileg er við lágum spriklandi
þama á dansgólfinu: Lavrentiev í viðhafnareinkennisbúningn-
um, Anna Orlovska í Parísarkjólnum og Ilonka og eg. En hafi
nokkur dirfzt að hlæja þá heyrði eg það að minnsta kosti ekki.
Eg þóttist viss um að Rússinn mundi skipa að skjóta mig undir-
eins og hann stæði upp.
Hljómsveitarstjórinn þrýsti á hnapp og hverfi-dansgólfið
nam staðar. Eg stóð upp og hjálpaði Ilonku á fætur. Hún var
mállaus af hræðslu, farðinn í andliti hennar ljómaði eins og
neonljós á náfölu hörundinu. Eg sneri mér að ofurstanum, sem
var í óða önn að þurrka af krossunum sínum. Hann sýndi ekk-
ert snið á sér til að hjálpa Orlovsku, svo að eg rétti fram hönd-
ina til að tosa henni á fætur. Hljómsveitin hafði þagnað. Gestir
og þjónalið stóðu og gláptu á okkur.
Greifafrúin greip í höndina á mér án þess að líta á mig. Hún
kallaði mig klaufa og skammaði mig á pólsku. Þröngur silki-
kjóllinn hennar hafði rifnað hér og hvar, og perlufestin slitnað
og perluurnar dreifzt um gólfið.
Þegar Lavrentiev hafði strokið af fötunum sínum fór hann að
færa sig nær borðinu sínu. En Orlovska þreif í handlegginn á.
honum. Auðséð var að hann hafði drukkið svo mikið að hann
gleymid um stund sinni dýrmætu sjálfsvirðingu vegna fullu
flöskunnar, sem þjónninn hafði verið að setja á borðið hans.
En það vildi Anna Orlovska ekki láta viðgangast.
—• Ertu frá þér, Boris? Hún orgaði eins og norn og talaði
þýzku gestunum til heiðurs.
— Hvað viltu að eg geri, Anna?
— Eg hef verið móðguð. Við höfum bæði verið móðguð. Þess-
ir bændaklunnar hafa móðgað ættjörðina!
Eg reyndi að toga Ilonku burt frá dansgólfinu, svo að hún
skyldi ekki flækjast í þetta.
— Þú verður að gera eitthvað, Boris.
Að vísu var hann yfirmaður leynilögreglunnar, en hún hafði
hann algerlega í vasanum. Rússinn sneri sér að mér og hreytti
úr sér: — Svín!
— Gerðu nú eitthvað! grenjaði Orlovska. — Láttu handtaka
þau. Lóttu refsa þeim!
Lavrentiev var ekki fyllri en svo að hann gerði sér ljóst hvað
Ungverjamir mundu segja um hann næstu daga. Annað hvort
varð hann að sinna mér eða Orlovsku. Hann kaus mig og kallaði
nú til yfirþjónsins að ná í aðjútantinn.
Mér farmst réttast að segja eitthvað.
— Þetta er allt mér að kenna, sagði eg á þýzku. Eg hneigði
mig fyrir Orlovsku. — Eg bið afsökunar á þessum ófyrir'gefan-
lega klaufaskap. Svo hneigði eg mig fyrir ofurstanum og sagði
sömu orðin.
— Líttu á kjólinn minn, öskraði Orlovska til Lavrentiev. —
Líttu á Parísarkjólinn!
£ kvöldvökunni.
Karl einn í bæ í Ohio náðí
mjög háum aldri, var elztur
bæjarbúi og varð 105 ára hérna
um árið. Var vitanlega sjálfsagt
að fá blaðaviðtal við hann. Það
tókst og skrafaði karlinn margt.
Síðast spurði blaðamaðurinn
karlinn hvað hann héldi að
valdið hefði því að hann náði
þessum háa aldri.
„Það er nú líklega helzt það,“
sagði karlinn og tuggði munn-
tóbak í ákafa, „að lögreglan
komst aldrei að því hver skaut
Pearl Smith.“
Þegar Ernest Hemmingway
var á Spáni, spurði dagblað
nokkurt hann að því, hvernig
hann áliti, að heimurinn liti út
eftir hundrað ár.
— Hveúnig í dauðanum ættii
eg að geta sagt um það, hvernig
heimurinn lítur út eftir hundr-
að ár, svaraði Hemingway,
þegar eg hefi ekki grun um,
hvernig hann muni líta út eftir
viku.
Eitt sinn kom innflytjandi til
New York frá Sikiley, og þegar
tollvörðurinn leit í farangur
hans, sem var aðeins hálftómur
kisturæfill, varð hann undrandi
og mælti:
„Er þetta í raun og veru allt
og sumt sem þér hafið með
yður af farangri til Bandaríkj-
anna?“
„Vitanlega“, sagði innflytj-
andinn. „Haldið þér kannske að
ég væri að flytja til Ameríku
ef ég ætti meira?“
•
Við frægan háskóla var sögu-
spekingur mikill, prófessor
Paulus. Eitt sinn er hann vár
á leið heim til sín fann hann
einn stúdentinn dauðadrukk-
inn. Hann hjálpaði honum á
fætur og spurði þá Stúdentinn
hann, með drafandi röddu,
hvað hann héti.
„Hvað, ég heiti Paulus“.
„Nú“, sagði stúdentinn.
„Voruð það ekki þér sem skrif-
uðu Korinthubréfið?“
Prófessorinn vildi reyna að
leiðrétta hann, en árangurs-
laust. Stúdentinn horfði bara á
hann brúnaþungur og sagði:
„Hvernig var það, fenguð þér
nokkurn tíma svar við því?“
£ & Buwmfltá:
TARZAN
Þegar icnjabúarnir sáu að foringi
þeirra var failín greip þá ógurlegt
æði.
: Þ. .„o scust fram til þess að hefna
foringja síns og ráða niðurlögum
banamanns haaie.
_
foStr. tVt'nit-rtí Í-Vct-Jrirsyniiic&te, Inc.
En Tarzan sá þegar fj'rirætlun
þeifra, — og nú var annað hvort að
tluga eða drepast.
Hann hljóp að stíflunni og ýtti á
aðalstoð hennar af öllu sínu afli.