Vísir - 29.09.1954, Page 3

Vísir - 29.09.1954, Page 3
Ilfll Lagt af stað landveg um fjöll og skóga frá Quito i Ecuador til Pasto b Coiombiu. Tepptui* í I»æ- jiar seiaa. xnalaría var tíð. hótelið salernislaust og herbergi þess gluggalaus. Mér hafði verið sagt að leiðin frá Quito , Ecuador til Pasto í Colombia væri sérlega falleg, svo að eg notaði ekki flug- miðann minn frá Quito til Cali, heldur tók almenningsbíliim frá Quito til Tulcan, sem er nyrst í Ecuador, og ætlaði mér að komast þar yfir landamærin, til Ipiales, sem er rétt innan Colombia-landamæranna og helzt að komast til Pasto um kvöldið. Snemma morguns lagði bíll- inn af stað frá Quito, hlað'inn fólki. Landslagið var sums stað- stórfenglegt, en víða sendið og hæðótt, en tiltölulega lítið af ræktuðu landi. Fátæktin blasti við hvarvetna, á hverjum bæ og í hverju þorpi, eins og annars staðar í Ecuador. Klukkan var orðin 5, þegar við komum til Tulcan, sem er mjög fátæklegt þorp, þar sem allir strákar söfn- uðust utan um bílinn til að fá að bera töskur farþeganna, svo að maður þurfti að hafa sig all- an við til að missa ekki sjón- ar af þeim. Þar tók ég bíl yfir landamærin, til Ipiales, og eftir nokkurt þref við tollverðina, sem voru kurteisir, gatb íllinn haldið áfram til Ipales. Mikil leit að vegabréfaeftirliti. En þar þurfti að ná í einhvern mann til að stimpla passann minn og það tók okkur tvo klukkutíma að hendast í bíl fram og til baka um bæinn og út úr bænum til að ná í hann. Þegar loksins náðist í hann var orðið svo framorðið, að allt of seint var að leggja af stað til Pasto. Eg varð því að gista á hóteli í Ipiales um nóttina. Hó- telið var nýtt og sæmilegt, en rafmagnið var bílað og ekkert Ijós hægt að kveikja, nema lít- ið kertaljós. Eg var búinn að panta bíl kl. 6 um morguninn til að komast til Pasto og þegar ég fór á fætur kl. hálf sex um morguninn var enn dimmt. — Ekkert rafmagn og dálítið erf- itt að raka sig í myrkrinu. Kl. sex kom bílstjórinn og ég samdi við hann um að hann æki mér til Pasto fyrir 20 pesos, sem er um 120 kr., enda ýrði ég einn í bílnum. Þegar við vorum að leggja af stað, spurði hartn, hvort hann mætti ekki taka vin sinn með, svo að hann yrði ekki einn til baka og samþykkti ég það. Svo nam hann staðar við hús eitt og kom út með tvo menn, að því er mér virtist föður og son. Seinna komst ég að því, að hann tók fulla borg- un af þeim báðum líka. En það gerði mér ekkert, þetta voru snyrtimenn, sem lítið fór fyrir og ferðin til Pasto gekk ágæt- lega. 15—20 stiga hiti að vetrarlagi. Þetta er um 100 km. löng leið, sém liggur ufn mishæðótt hálendi, sem víða er ræktað og mikið graslendi, þar sem hestar og kýr voru á beit. Kornakrar sáust víða óg auðséð var, að ræktun var hér mun meiri en í Ecuador. Til Pasto komum við á sunnudagsmogrni um 10 leytið. Þetta er snotur borg í allmiklu dalverpi, rétt undir eldfjallinu Galeras, sem er rúma 4000 m. yfir sjávarmál, en Pasto er 2600 m. yfir sjó. íbúatalan er um 100.000. Þetta er stærsta borgin í suðurhluta Colombia. Hótel Pacifico var hreint og þokkalegt, tiltölulega nýtt. Mér þótti það nokkuð dýrt, þegar ég •sá að Iferbergið mitt kostaði 16 pesos á dag (80 kr.), en ég upp- götvaði, að það er algengur siður í Colombia að reikna her- bergið þannig, að allur matur er innifalinn, og þá er þetta ekki dýrt. í Pasto er mikið af Xndíánum, sem allir eru með sín herðaklæði, poncho, eins og í Ecuador, og hafa margir af íbú- unum tekið þetta eftir þeim, svo að margir hvítir menn gengu þarna með herðasjöl, einkum ef nokkur rigningarúði var. Hitinn er ekki mikill þarna, venjulega 15—20 stig um þetta leyti árs, sem er. kald- asti tíminn, og fer iðulega niður í 5-—7 stig um nætur. Bananar og appelsínur kosta nær ekkert. Mér hafði verið sagt að sér- lega fallegt væri að ferðast frá Pasto austur á bóginn og kom- ast alla leið austur undir Putu- mayo-fljótið, sem skilur Ama- zon-svæðið frá Colombia. Eg ákvað því að fara til Mocoa, sem er það austasta, sem með góðu móti er hægt að komast, en þangað er tiltölulega nýlega búið að leggja bílveg. Fram að þessu hafa menn orðið að ferð- ast þangað á múlösnum. Um 20 km. austan við Pasto er stórt stöðuvatn, sem heitir Laguna de Cocha, og er um- hverfið þar frægt fyrir fegurð. Mér var sagt að enginn almenn- ingsbíll færi af stað fyrr en eftir hádegi, því að þeir biðu allir þangað til markaðurinn væri um garð genginn. Eg fór niður á markaðinn að sjá hvað þar væri um að vera. Torgið var ekki stærra en hálfur Aust- urvöllur, en þarna var allt hlaðið af vörum. Sýnilega kem- ur sveitafólkið þarna sjálft til að selja vöru sína. Hver hafði j sitt litla svæði og þarna fékkst . allt matarkyns, nema fiskur, sem sást ekki, en hins vegar mikið af kjöti og sérstaklega mikið af grænmeti og ávöxtum alls konar. Bananar og appel- sínur fengust fyrir sama og ekkert, en um aðrar matvörur hefði maður viljað sjá farið hreinlegri höndum en þarna voru. Þarna fengust stráhattar og stráskór, alls konar fatnaður og handavinna, en fátt sýndist mér eigulegt og enginn listiðn- aður var á boðstólum. Aðeins stærra en Þingvallavatn. Þar sem ég vildi ekki bíða fram yfir hádegi, tók ég bíl til Engano, sem er við Laguna de Cocha, svo að ég gæti séð mig um þar, þangað til almennings- bíllinn kæmi um tvö leytið. La Cocha er stórt og mikið stöðuvatn, heldur stærra en Þingvallavatn, umgirt fjöllum að sunnan og vestan, en skóg- um að austan og norðan. Ekk- ert hótel er þarna og ferða- mannastraumur enginn, svo að kyrrð náttúrunnar er órofin. Eg gekk upp í hæðirnar norðan- vert við vatnið, til þess að fá betra útsýni yfir það, og það var dásamlega fallegt. í miðju vatninu er lítil, skógi vaxin eyja, en annars skiptast á klett- ar og skógar í kringum það. Eftir nokkura stund fór að dimma yfir og ekki leið á löngu áður en allmikið var farið að rigna. Eg hélt þá af stað áleiðis til Engano, en úrkoman var svo mikil, að.ég kærði mig ekki um að blotna alveg í gegn og nam staðar við lítinn bóndabæ, þar, sem bóndi var úti fyrir dyrum. Mörg fögur blóm uxu í garði hans og ég fór að dást að blóm- unum. Hann bað mig undir eins að koma inn fyrir, ekki inn í húsið, heldur undir þakskeggið, sem var svo stórt, að þar höfð- um við báðir ágætt afdrep fyrir rigningunni. ísland nærri Skotlandi. Karlinn var mikið talandi og vildi alla hluti vita. Hann sagð- ist vera garðyrkjumaður og var mjög forvitinn þegar hann heyrði að ég væri frá íslandi. Ekkert kunni hann nema spönsku, svo að samtalið gekk ekki allt of liðlega. Hann hafði hugmynd um að ísland væri einhvers staðar nálægt Skot- landi, en eins og margir aðrir hafði hann heldur þokukennd- ar hugmyndir um, hvernig kortið lítur út þar fyrir norðan. Hann hét José Maria Castro og var heimspekingur á sína vísu. Þarna gengum við saman undir þakskegginu í góðan hálftíma, meðan ég var að fræða hann um ýmislegt, sem hann virtist vanta í sína heimspeki, þar á meðal um ýmsa sjúkdóma, sem þarna eru algengir, eins og amöbu- blóðsótt, sem berst með drykkj- arvatni, sem víða er mengað frumdýrum, amöbum, er valda, hættulegri blóðsótt, sem. er al- geng á þessum slóðum. Malaria og leishmaiasis berast með fl.ug- um sem spýta öðrum tegundum af frumdýrum inn í mann og valda þessum stórhættulegu sjúkdómum, en þenna kafla. vantaði í heimspekina hjá Castro. Hann lét sér nægja að biðja nafna sinn, Sankti Jósep, Frh. á 9. s. Útvegum wneÖ stuitum fyrirvuru hinur heiwnsþefofctíu X DIESELVÉLAR ín&et e*öa nn sSiS'tíÍnútbnnee rstaklega sparn^tnar- gangvissar véiar Úeitiö t&pgÞÍgsÍBsga* EiuhuuswwÍÞmö m Msltwndi, LAIMDSSIVIIÐJAIM Síwni ItwSO Miðvikuáaginn 29. september 1954 VISIR 1 > Prof. Niels Dungal: 14 göngu 11111 frumiskóg í Colombíú þar, §em kyrkiilöngur verða allt að 20 m.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.