Vísir - 29.09.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 29.09.1954, Blaðsíða 12
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hriagið i síma 1880 *S gerist áskrifendur. Þeir sem gerast kaupeiidur VISIS eftir 10. hvers rnauaöiar fá f Jaðið ókcypis til mánaðamóta. — Sími 1680. Miðvikudaginn 29. september 1954 Fimm á?a afsiaæiá SjiítkraffÍiegsifBS. Bjöm Páissost kefor fkit 266 sjiíkítiiga, fent á 180 stöðutn. íarifíiiíIrpEgí sfíísrí í |»i@gai SpBkfÍl ©S5 s!rtSrt5rrt. Nú um mánaðamótin sept- *mber—október eru fimm ár Siðin frá því er Björn Pálsson íiugmaður hóf sjúkraflug sitt. Flutti Björn þá fyrsta sjúk- linginn utan af landsbyggðinni til Reykjavíkurflugvallar í flug vélinni TF-KZA. En frá þeim tíma hefur Björn flutt samtals 266 sjúklinga, hann hefur lent á 180 stöðum í öllum fjórðung- 'um landsins, verið á flugi í 680 klukkustundir og flogið rösklega 120 þúsund km. En auk alls þess fjölda sjúk- linga, sem Björn hefur sótt og flutt til læknis, eða á sjúkra- liús á þessu fimm ára tímabili, hefur hann margsinnis flogið sjúku fólki til aðstoðar, svo sem til þess að fara með lækna, flytja meðöl, súrefnistæki o. fl. Björn hefur tjáð Vísi, að hann hafi komið öllum þeim ? júklingum, sem hann hefur farið eftir flugvél sinni, á á- kvörðunarstað að undantekinni einni stúlku, sem slasaðist í .'Landmannalaugum í fyrrasum- ar og Björn sótti þangað. Á heimleið hreppti Björn bæði þoku og náttmyrkur og varð jþví að lenda á Hellu með stúlk- una. Það, sem af er þessu ári, hefur Björn flugmaður flutt hvorki fleiri né færri en 77 sjúklinga, en það er hærri tala en hann hefur flutt á nokkru ári áður til þessa. Um störf Björns í þágu sjúkra flugsins er óþarft að fjölyrða. Hefur hann innt ómetanlega þjónustu af hendi við sjúka og slasaða, og í senn sýnt hugrekki, þrek og útsjónarsemi, ekki sízt við lendingar á stÖðum, sem hann hefur aldrei komið á áð- ur, og ekki eru heldur ætlað- ir til lendingar flugvéla. Má alþjóð vera Birni þakklát fyr- ir þessi miklu og ágætu störf hans. Prag-stjornin varar við V.-ÞýzkaEandi. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Tékkneska stjórnin hefur sent stjórnum nokkurra Vestur-Ev- rópuríkja boðskap, þar sem varað er mjög eindregið við endur- vopnun Vestur-Þýzkalands. Hel'ur stjórnin í Prag sent stjórnum Bretlands, Frakklands, Iíollands, Beigíu og fleiri ríkja boðskap þenna, og látið svo um mælt, að ef Þjóðverjar hervæð- ist, vof.i sama hættan yfir Evrópu og fyrr, og sé þetta ekki leiðin lil friðar, heldur til þriðju lieims- styrjaldarinnar. Hins vegar sting ur Pragstjórnin upp á þvi, að stofnað verði til öryggissáttmála Evrópu, á svipaðan hátt og rúss- neská stjórnin hefur lagt til. Það var mikið um að vera í Bretlandi fyrir nærri tveim árum, þegar dóttir tinkóngsins Patinos strauk með unnusta sínum og þau létu gefa sig saman á laun í Skotlandi. Síðar dó liin unga kona, en barn hennar er þrætuepli um þessar mundir. Náðu afi og amma í það, og vildu halda því fyrir föðurnum Lausn Trfeste-deiíunnar framundan. Lendingarstaður hjá sjúkrahúsinu. Buffalo (USIS). — Lend- ingarpallur Ihefir verið gerð- ur við eitt af sjúkrahúsum borgarinnar, og er Siann ætl- aður fyrir þyrilvængjui’, svo að þær geti lent þar, er þær koma með slasaða menu eða fárveika. Samsltonar út- búnaði hefir verið komið fyrir við sjúkrahús í Santa Monica í Kaliforniu. í Bufí'- alo verða notaðar þyrii- vængjur af þeirri gerð, sem bezt reyndist í Kóreu. sækjs tiii læioiisembætii. Héraðslæknisembættið í Sel- fosshéraði var auglýst laust til umsóknar þ. 4. sept. s.l. og var umscknarfrestur til 25. sept. Umsækjendur voru 11 og fara nöfn þeirra hér á eftir: Arngrímur Björnsson, hér- aðslæknir, Ólafsvík, Lárus Jóns son, læknir, Siglufirði, Magnús Ágústsson héraðslæknir, Hvera gerði, Bjarni Guðmundsson, héraðsl., Patreksfirði, Brynj- ólfur Dagsson, héraðslæknir. Hvammstanga, Kristján Jó- hannesson, héraðslæknir, Búð- ardal, Þorgeir Gestsson, hér- aðslæknir, Húsavík, Hinrik Linnet, héraðslæknir, Bolunga- vík, Þorsteinn Árnason, héraðs- læknir, Neskaupstað, Jón Gunn laugsson, læknir, Selfossi, Val- týr Bjarnason, héraðslæknir, Stórólfshvoli. Embættið verður veitt frá 1. okt. n. k. , James Goldsmith, sem hefir leitað til yfirvaldanna til að fá barnið afhent. Talið er, að innan skamms muni ítalir og Júgóslavar leysa Trieste-málið á vinsamlegan hátt.' Lausafregnir um þetta lierina, að innan tíðar muni fulltrúar Itala og Júgóslava ltoma saman á fund í London og ganga form- lega frá samningi um þetta við- kvæma deilumál. Akureyrarbær býður út miHj’. kr. skuldabréfalán. Aðallega til a5 standa straiini af Sbyggiiigarkostiiaði siindl;ingarliiiss. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Akureyrarbær hefur nú boðið 4t einnar milljón króna skulda- bréfalán til þess að ljúka við byggingu sundlaugar kaupstaðar- ins, svo og til annarra aðkallandi framkvæmda í kaupstaðnum. Unnið hefur verið að undan- förnu af fullu kappi að byggingu laugarhússins við sundlaug bæj- arins. Hús þetta er tvær hæðir, -auk kjallara, og er það byggt á bakka gömlu laugarinnar. í kjallara hússins á að koma fyrir tækjum til rafmagnshitunar, en það verður keypt hjá Rafha i Hafnarfirði og er væntanlegt qorður einhvern næstu daga. Þar verður einnig komið fyrir vatns- Jireinsunartæki og loks lítilli inni laug 12(4x5 metra að stærð, sem fyrst og fremst á að nota til sundkennslu skólabarna að vetri til. Á efri hæðum laugarhússins eru auk rúmgóðra anddyra og stigaganga, búningsherbergi, böð, gufubaðstofa og fleiri salarkynni. Öllu er þarna vel og liaganlega komið fyrir og húsakynni rúm- góð og smekkleg. Búið er að koma húsinu undir þak, múrhúða það að mestu leyti að utan og mála það. Þá má enn fremur geta þess að byggð hefur verið steinsteypt brú yfir gilið, sem sundlaugin stendur við og er hún byggð milli andatjarnarinnar og laugar- luissins. Útilaugin sjálf er 33 metrar á lengd. Pólska stjórnin vill fá framselda sjómennina 7. ViII siehia þelm IVrir réti vegna uppreisiiftai* á hafi úti. Pólska stjórnin hefur krafizt | snúið bökum saman til varnar þess að fá framselda sjómennina j löndum sinum og fengið þeim sjö, sem tóku togarann „Pusz- hina færustn málflutningsmenn, czyklt í sínar hendur og sigldu en nú bíða menn úrskurðar utan- honum til Whitby á Englandi, en ríkisráðuneytis Bretá um það, báðust síðan hælis sem pólitískir hvort veita beri mönnum þessum | flóttamenn. hæli, eins og þeir fara fram á. j Milnikiel, sendiherra Pólverja Hefur málið vakið geysilega at- 1 London, hefur formlega kraf- bygli á Bretlandi, izt þessa af utanríkisráðuneytinu, og fylgir það orðsendingu hans að menn þessir verði leiddir fyr- ir rétt í Póllandi, sakaðir um upp reisn. Á togaranum, sem var að veið- um í Norðursjó, voru 15 menn, en 7 þeirra bundust samtökum, lokuðu skipstjórann inni í 12 stundir, og héldu til hafnar, eins og fyrr segir. Sendiherra Pólvei'ja skipaði siðan svo fyrir, að togarinn skyldi halda úr höfn og ná sambandi við „nióður-skip“ pólska togaraflot- ans á Norðursjó, og er togarinn farinn úr höfn, Skipstjórinn lét svo um mælt við blaðamenn áður en hann lét úr höfn, að hann vonaðist til þess, að skipinu yrði stefnt heim, enda gæti hann ekkí stundað veiðar með 8 manna áhöfn. Pólska stjórnin sækir mjög fast að fá menn þessa framselda, en pólskir útlagar í London hafa Audrey Hepburn giftist Mel Ferrer. Einkaskeyti frá AP. Burgenstock, Sviss, í gær. S.l. Iaugardag voru kvik- myndaleikaraijnir Audrey Hep- burn og Mel Ferrer gefin sam- an í lijónaband. Hjónavígslan fór fram í kapellu einni í fjallaþorpinu Burgenstock, skammt frá Louzern-vatni. Móðir Audrey Hepburn, hollenzka baróns- frúin Ella van Heemstra, var viðstödd athöfnina. Audrey Hepbum er með vin- sælustu kvikmyndaleikkonum Hollywool, og fékk hún Óskars- verðlaun fyrir skemmstu. Hún er 25 ára að aldri. Svíar aflögufærir um hveiti. Svíar eiga nú um 406.000 lest ir af hveiti, sem ræktað hefur verið í landinu sjálfu, um fram það, er þeir þurfa sjálfir að nota. Þetta er ekki tímabundið fyr irbæri, segir formaður landbún- aðarnefndarinnar sænsku, Olof Söderström, heldur má gera ráð fyrir, að Svíar geti flutt úr landi allt að 600.000 lestir af hveiti. í bili eru ekki horfur á slíkum útflutningi vegna hinn ar miklu uppskeru í hveitilönd unum miklu, einkum Kanada og Bandaríkjunum, en líklegt, að aðstæður breytist í þessum eínum. (SIP). 17 ára plttur opnar mátverkasýningu. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í niorgun. Ungur Akureyringur, Kristinn J. Jóhannsson, en hann er að- eins 17 ára að aldri, opnar mál- verkasýningu á Akureyri n.k» laugardag. Kristinn hefur helgað málara- listinni allar frístundir sínar und anfarin ár, en sýnir nú í fyrsta skipti opinberlega. (• Sýningin verður í Varðborg — heimili templara — og sýnir Kristinn þar 60 myndir, flest olíumálverk. Vörubíll banar 98 kindum. Vemeuil, Frakklandi í gær. Stór vörubifreið ók í gær á fjárhóp á þjóðveginum skammt f^á Vemeuil og drap fjöida kindanna. Ókunnugt er um orsakir slyssins, en vitað er, að 98 kindur voru drepnar í slysr þessu, áður en bílstjóranum tókst að stöðva vagninn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.